Morgunblaðið - 21.08.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.08.1994, Blaðsíða 28
<*#8 SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1994 MINIVIINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞORKELL BJÖRNSSON + Þorkell var fæddur á Skeggjastöðum í Jökuldal í Norður- Múlasýslu 3. febrúar 1905. Hann lést í Borgarspítalanum 8. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Þorkels voru Björn Þorkels- son bóndi og hrepp- stjóri í Hnefilsdal á Jökuldal og Guð- ríður Jónsdóttir hús- freyja, kona hans. „Þorkell átti tíu al- systkini og komust átta þeirra til fullorðinsára. Þau voru: Jón bóndi á Skeggjastöð- um á Jökuldal, kvæntur Onnu Grímsdóttur. Guðný, gift Stein- þóri Einarssyni frá Djúpalæk. Olafur, ókvæntur. Stefán, fyrr- verandi forstjóri Mjólkursam- sölunnar í Reykjavík, kvæntur Ingu Ólafsdóttur. Sigurður, ókvæntur. Sigríður, gift Jóni Þórarinssyni bónda á Smára- grund á Jökuldal. Einar, ókvæntur. Helga, ekkja Ingvars Ingvarssonar, bónda á Desjar- mýri í Borgarfirði. Öll eru þessi systkinin nú látin nema Helga, : sem búsett er á Egilsstöðum. Þorkell ólst upp í Hnefilsdal. Hann gekk í Alþýðuskólann á Eiðum í tvo vetur og hóf búskap með foreldrum sínum í Hnef- ilsdal 1930. Þorkell kvæntist 15. september árið 1932 Önnu Ei- riksdóttur húsmóður, fæddri 8. mars 1907 og látinni 19. mars 1993. Foreldrar Önnu voru Ei- ríkur Sigfússon, bóndi á Skjöl- dólfsstöðum á Jökuldal og Ragnhildur Stefánsdóttir, kona ; hans. Þorkell og Anna hófu búskap í Hnefilsdal og bjuggu þar og víðar á Jökuldal til 1941 er þau fluttust til Eyjafjarðar og síðar til Akur- eyrar. Á Akureyri starfaði Þorkell hjá Ræktunarf élagi Norðurlands og síðar á vikublaðinu Degi. Árið 1959 fluttu þau hjónin til Reykjavík- ur og starfaði Þor- kell þar hjá Mjólkurs- amsölunni meðan aldur leyfði. Þorkell var hreppsnefndar- maður á Jökuldal, gjaldkeri hreppsins og prófdómari við barnapróf. Þorkell ritaði kafla í bókina „Faðir minn bóndinn“ og bók um þjóð- legan fróðleik „Af Jökuldals- mönnum og fleira fólki“. Birst hafa viðtöl við hann í „Aldnir hafa orðið“ sem Erlingur Dav- íðsson skráði og „Ef liðsinnt ég gæti“ sem Valgeir Sigurðsson skráði. Börn Þorkels og Önnu eru: Björn, rafvirkjameistari á Akureyri, kvæntur Oddnýju Óskarsdóttur húsmóður. Börn þeirra eru Þorkell, Sigrún Ósk, Björn Óskar, Ingvi Þór og Ey- dís Anna. Anna Þrúður, fyrr- verandi flugfreyja, deildarstjóri í öldrunarþjónustu hjá Reykja- víkurborg, gift Gunnari D. Lár- ussyni verkfræðingi. Börn þeirra eru Ragnar Lárus, Ragn- hildur Anna og Þorkell Máni. Eiríkur Skjöldur, stöðvarstjóri Mjólkursamsölunnar í Reykja- vík, kvæntur Sigrúnu Skafta- dóttur, hjúkrunarfræðingi. Dætur þeirra eru Anna og Elín. Ingvi Þór, framhaldsskólakenn- ari, búsettur í Kópavogi, kvænt- ur Hansínu Á. Björgvinsdóttur. Börn þeirra eru Ingibjörg, Anna Solveig og Björgvin. Út- för Þorkels fer frain frá Bú- staðakirkju á morgun. ÞORKELL Björnsson frá Hnefilsd- al, frændi minn, lést í Reykjavík 8. ágúst sl. 89 ára að aldri. Hann kvaddi síðastur sinna bræðra 16 mánuðum eftir að kona hans, Anna Eiríksdóttir frá Skjöldólfsstöðum, var til moldar borin. Óll Hnefilsdals- systkinin eru þá horfin til feðra sinna utan Helga Björnsdóttir sem býr austur á Egilsstöðum. Þorkell fæddist á Skeggjastöðum á Jökuldal 3. febrúar 1905. Foreldr- ar hans voru Guðríður Jónsdóttir, *?msfreyja í Hnefilsdal og Björn Þorkelsson, bóndi þar og hrepp- stjóri Jökuldælinga. Foreldrar Guð- ríðar voru Sigríður Jónsdóttir Ein- arssonar frá Snjóholti í Eiðaþinghá og Jón Magnússon bóndi á Skeggja- stöðum, Péturssonar. Björn var son- ur Guðnýjar Ólafsdóttur Stefáns- sonar, bónda á Gilsárvöllum og Þorkels Björnssonar, bónda í Klúku, Jónssonar. Æskuheimili Þorkeis var nafn- togað menningar- og myndarheim- ili þar sem margs konar menntir og fróðleikur voru í heiðri höfð. Þar ólst Þorkell upp við algeng sveita- störf ásamt tíu systkinum sínum og lærði margt til munns og handa eins og sagt er. Hann sat löngum < t Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir og systir, GERÐUR BERGSDÓTTIR GÍSLASON, Birkihlið 13, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum þann 18. ágúst. Gísli Gestsson, Ragnheiður Gisladóttir, Bergur Gestur Gíslason, Ingibjörg Gíslason, Bergur G. Gíslason, systur og fjölskylda. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓSKAR PÁLL ÁGÚSTSSON, Mánagötu 5, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 22. ágúst kl. 15.00. Ágúst Óskarsson, Ragnheiður Guðjónsdóttir, Guðmundur Óskarsson, Anna Lilja Kjartansdóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir, Geoffrey Shelton og barnabörn. við fótskör móður sinnar í eldhúsinu í Hnefilsdal og rúmstokk Sigríðar, ömmu sinnar, en þær mæðgur voru fjölfróðar, kunnu frá mörgu að segja og sögðu vel frá. Björn, faðir Þorkels stundaði nám í Flensborg- arskóla á sínum tíma og hafði alla tíð sérstakan áhuga á stærðfræði og erlendum tungumálum og lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Hann reis iðulega úr rekkju eld- snemma til að leysa stærðfræði- þrautir eða glugga í franskar og þýskar bækur um forvitnileg efni áður en dagleg störf hófust á bæn- um. Það þótti saga tii næsta bæjar þegar Björn ásamt sonum sínum reisti rafstöð í Hnefilsdal og raf- lýsti bæinn. Hann teiknaði mann- virkið og reiknaði allt út sem reikna þurfti svo sem fallhæð og fleira. En sennilega verður mönnum það minnisstæðast hver flutti rafgeym- ana hlaðna frá Hnefilsdal á bæina í dalnum. Það var grá hryssa í Hnefilsdal sem vann það verk ein og óstudd eftir fyrstu ferðirnar. Það þurfti aðeins að beina henni á braut- ina. Hún var fljót í ferðum, því góðgæti beið hennar á hverjum bæ, og vinsælli var hún en nokkur önn- ur hryssa á Jökuldal og bar nafnið Radíógrána með rentu. Einnig var það í frásögur færandi að Björn útlistaði Einsteinskenninguna fyrir bændum á Jökuldal. Þá vakti það athygli á Jökuldal og víðar hve miklir hagleiksmenn þeir bræður voru, einkum Þorkell sem var orðlagður eldsmiður. Mikið var leitað til hans um nýsmíði og viðgerðir margs konar. Saga sögð af þýskum prófessor er var austur á Jökuldal að sumarlagi fyrir mörg- um árum, er táknræn fyrir Hnefl- unga og aðra Jökuldælinga á borð við þá. Þessi þýski háskólakennari ku hafa sagt við kunningja sína í Reykjavík, er hann kom að austan, að þýskir bændur vissu allt um landbúnað en harla lítið um önnur efni en íslenskir bændur vissu lítið um landbúnað en allt um allt annað! Um tvítugt hleypti Þorkell heim- draganum og fór í Eiðaskóla, stund- aði þar nám í tvo vetur og snéri að því námi loknu aftur til föður- húsa og hafði góð not af þeirri þjálf- un og þeim fróðleik er þar fékkst. Þáttaskil urðu í lífi Þorkels er hann kynntist Önnu Eiríksdóttur, fríðri og föngulegri heimasætu á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal. Þau felldu hugi saman og gengi í hjóna- band 15. september 1932 eins og Símon Dalaskáld hafði séð fyrir í síðustu ferð sinni um Jökuldal er þau Anna og Þorkell væru bæði á bamsaldri. Anna var ágætiskona, vel viti borin, ráðsnjöll, góðviljuð og gestrisin. Jafnræði var með þeim hjónum og mikið ástríki alla tíð. Þau voru hamingjufólk eins og Þor- kell komst að orði. Á þeim tíma var erfitt að fá jarðir til ábúðar. Þau hófu búskap í Ármótaseli á Jökul- dal en bjuggu síðan félagsbúi bæði í Hnefilsdal og á Skjöldólfsstöðum þar til þau árið 1941 fluttust til Eyjafjarðar og bjuggu þar lengst af uns þau brugðu búi og fóru til Reykjavíkur 1959. Þar bjuggu þau á Laugavegi 162 í rúm 16 ár, síðan 15 ár í Keldulandi 9, en síðustu ijögur árin í þjónustuíbúð fyrir aldr- aða við Lönguhlíð 3. Þorkell og Anna voru höfðingjar heim að sækja. Gestagangur var ætíð mikill á heimili þeirra, góðvild einstök og allir voru þar aufúsu- gestir. Unga fólkið, barnabörnin, sóttu mjög til afa og ömmu og undu sér hvergi betur en hjá þeim og segir það sína sögu um mann- heill þeirra Þorkels og Önnu. Þau hjón áttu miklu barnaláni að fagna og varð þeim ijögurra barna auðið. Þau eru: Björn, raf- virkjameistari á Akureyri, Anna Þrúður, yfirmaður í öldrunarmálum í Reykjavík, Eiríkur Skjöldur, stöðv- arstjóri Mjólkursamsölunnar og Ingvi Þór, framhaldsskólakennari. Öll eiga þau systkini ágætis lífs- förunauta og marga efnilega af- komendur. Þorkell Björnsson var maður há- vaxinn og grannvaxinn, dökkur á brún og brá en bjart yfir svipnum og kímniglampi í augum. Hann var bráðgreindur, minnugur og sjófróð- ur um menn og málefni, sannkallað- ur sagnaþulur eins og sjá má af frásögnum hans í bókunum „Aldnir hafa orðið“ og „Af Jökuldalsmönn- um og fleira fólki.“ Þótt Þorkell væri alvörumaður undir niðri var kímnin þó ríkjandi þáttur í fari hans. Hann sagði svo vel frá að unun var á að hlýða og frásagnir hans ieiftruðu oftast af óborgan- legri gamansemi. Þorkell var ekki ríkur af veraldlegum auði en komst vel af. Andleg verðmæti voru aftur á móti í heiðri höfð á hans heimili eins og í Hnefilsdal forðum. Af þeim hafði hann vænt vegarnesti úr föðurhúsum og ávaxtaði vel sitt pund. Nú er þessi öðlingur horfinn af sjónarsviðinu, ógleymanlegur öllum þeim er kynntust honum. Þorkell skilaði miklu og merku ævistarfi og það mun seint fenna í fótspor hans. Margir munu minnast hins látna heiðursmanns með þakklæti og virðingu á morgun þegar hann verður borinn til hinstu hvílu, ekki síst gamlir sveitungar af Jökuldal. Við Rannveig og börn okkar send- um nánustu ættingjum hans öllum kærar kveðjur. Ingólfur A. Þorkelsson. Hann afi, Þorkell Björnsson, er dáinn, tæplega níræður að aldri og síðustu árin, farinn að líkamlegri heilsu. Aðeins eru rúmir 16 mánuð- ir, frá því að amma okkar var jarð- sett. Háöldruð kvöddu þau, en tómarúmið sem þau skilja eftir sig, er mikið. Minningarnar eru sveipað- ar geislandi birtu, glaðværð, hlýju og spaugi. Frá því við munum fyrst eftir okkur, var heimili þeirra hjartastað- ur íjölskyldunnar. Þar hittumst við frændfólkið. Þangað komu háir sem lágir, sumir komu af því að þeir áttu erfitt, aðrir komu til að hlæja og spjalla og hitta skemmtilegt fólk. Alltaf var húsfyllir af ættingjum og vinum frá morgni til kvölds. Ekki spilltu óþrjótandi veitingar ömmu, og afi hefði sómt sér sem yfirþjónn á hágæðahóteli. Aldrei vorum við fyrir, ætíð var tími í dagsins önn. Aðstoð við nám ef þurfti, bók að láni vegna ritgerð- ar, frásögur, uppörvun og hlýja. Alltaf var hann fús til að veita okk- ur allt sem hann átti, hvort sem það var andlegur eða veraldlegur auður. Fyrstu minningar okkar um hann afa, eru þegar við frændsystkinin kúrðum í hans hlýju kjöltu, með appelsínflöskur og hlustuðum hug- fangin á sögurnar hans. Hann var eins og ævintýrabók að hluta á, enda fróður mjög og frásagnarmað- ur mikill. Uppáhaldssaga okkar systkina var sagan af þúfukerling- unni. Afi var mikill ærslabeltur. Hver einustu jól fram yfir áttræðisaldur, lék hann jólasvein á heimili okkar. Jólin byrjuðu ekki fyrr en bankað var á útidyrnar og inn kom jóla- Sendiráð Sambandslýðveldisins Þýskalands vill koma á framfæri eftirfarandi tilkynningu: Dr. MAIMFRED WÖRIMER, framkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins, lést 13. ágúst 1994. Fyrir þá, sem vilja votta samúð sína, mun liggja frammi bók í þýska sendiráðinu, Túngötu 18, mánudaginn 22. ágúst og þriðjudaginn 23. ágúst 1994, frá 9 til 12 og 14 til 16. sveinninn trallandi, hlaðinn pokum og pinklum. Þó að við barnabömin værum orðin hálffullorðin síðustu árin sem jólasveinninn kom, var alltaf með eftirvæntingu og ákafa beðið eftir jólasveininum káta. Afi, sem hefur verið rúmfastur síðastliðin ár, missti aldrei sinn geislandi persónuleika, fylgdist með okkur öllum, stoltur af sínum „gallalausu" afkomendum. Ef hann var spurður um líðan var svarið að hann hefði það ljómandi fínt. Hvort honum leiddist, að vera bundinn við rúmið og oft einn. „Nei, mér hefur aldrei leiðst og gamalli grenja- skyttu, leiðist ekki að kúra einni í góðu rúmi.“ En hann saknaði ömmu og aðspurður, sagði hann að hún væri ekki langt undan. Nú eru þau saman á ný. Elsku afi okkar, þakka þér þann tíma sem við fengum að njóta með þér. Þakka þér fyrir allar sögurnar, þolinmæðina, hlýjuna og góða skap- ið. Þakka þér fyrir allt sem þú kenndir okkur og við munum búa að alla tíð og kenna okkar börnum. Þakka þér fyrir að vera afi okkar. Það er eitt boðorð sem kemur okkur alltaf í huga þegar við minn- umst þín. „Það er sælla að gefa, en að þiggja.“ Hvíldu í friði, kæri afi. Þín Ragnhildur og Þorkell Máni. Góður maður er fallinn frá. Þó að Þorkell Björnsson frá Hnefilsdal hafi látist þann áttunda ágúst síð- astliðinn mun hann lifa áfram í minningu þeirra sem hann þekktu. Afi var af miklu menningar- og framfaraheimili og var því bæði víðsýnn og fróður. Hann var fyrir- mynd annarra að vitsmunum og hjartagæsku og lét aldrei styggðar- yrði um nokkurn mann eða skepnu af vörum falla, enda vildi enginn honum illt. Hann mátti ekkert aumt sjá svo ekki yrði bætt úr. Lund hans var ljúf og heit. Afi hafði rriikið yndi af náttúr- unni og lífríki hennar. Sem fjár- bóndi þótti honum illt að sjá lömb sín dýrbitin og varð því að snúast til varnar. Hann lá oft á grenjum og lærði mál lágfótu svo vel að jafn- vel yrðlingarnir heyrðu ekki mun. Hann lagði einnig stund á ijúpna- veiðar og renndi fyrir fisk. Veiðarn- ar voru hluti af lífsbaráttu hans og var hann sannur veiðimaður sem bar virðingu fyrir bráð sinni og umhverfi. Afi kenndi okkur afkom- endum sínum og okkar fólki þetta lífsviðhorf sem við höldum í heiðri. Hann kunni margar sögur sem voru af ýmsum toga; þjóðsögur, veiðisögur, gamansögur, bundið mál og óbundið. Frásagnarmáti hans var blæbrigðaríkur og heill- andi. Afi hafði einstakt lag á að flytja áheyrendur sína, stóra sem smáa, á þær söguslóðir sem við áttu með ljóslifandi lýsingum sínum og glettninni sem aldrei var langt undan. Bók hans, „Af Jökuldals- mönnum og fleira fólki“, sem útgef- in var árið 1981, ber þessu glöggt vitni. Vandfundin eru önnur hjón sem hafa þá djúpu samhygð er ein- kenndi Þorkel afa og Onnu ömmu. Gott var þau heim að sækja og fór enginn frá þeim öðruvísi en sæll og saddur. Þau voru ákaflega óeig- ingjörn og gjafmild. Gat svo brugð- ið við ef einhveijum þótti eitthvað í þeirra eigu fallegt að sá hinn sami fengi það með sér heim. Þá dugðu engar mótbárur því þau tóku ein- faldlega ekkert mark á þeim. Þeim þótti mun sælla að gefa en þiggja. Mesta ríkidæmið í þeirra huga var stór og hamingjusöm fjölskyldan. Við eigum öll eftir að sakna afa og ömmu en vitum í hjarta okkar að þau yfirgáfu þennan heim sátt við líf sitt. Við vorum svo lánsöm að fá að njóta þessa öndvegisfólks og gerir það tilveru okkar innihalds- ríkari. Ragnar Lárus Gunnarsson og Ingibjörg Sveinsdóttir. ísland hefur alið af sér margan merkismann. Einn þeirra var afi minn, Þorkell Björnsson sagnaþulur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.