Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						34  LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
STIKILSBER - Ribes uva crispa.
STIKILSBER
Það er tekið að
hausta og góðu
sumri lýkur senn.
Víðast um landið
hefur blómgróður
verið óvenju fagur
og vöxtur trjáa með
ólíkindum. Berja-
spretta er víða með
mesta móti og ein-
mitt þessa dagana
keppast margir við
að búa til saft og
sultu eðasetja ber
í frysti. í görðum
má sjá runna svarta
af sólberjum eða
rauða af rifsberjum og greinarn-
ar svo þungar af berjum að nem-
ur við jörð. En hvar sérðu runna
græna af stikilsberjum?
BLOM
VIKUNNAR
301. páttur
Umsjón  Ajiúsla
Björnsdóttir
Stikilsber - Ribes uva crispa
(áður Ribes glossularia) vaxa
villt í skógum víða á norðurhveli
jarðar. Þetta er runni sem fljótt
á litið líkist rifsi eða sólberjum,
enda náskyldur þeim, en það er
auðvelt að sjá - eða réttara sagt
finna - mun þar á, því að hjá
stikilsberjum situr hvass þyrnir,
einn eða fleiri, við hvert brum.
Blöðin eru stakstæð, á stilk,
handstrengjótt, sepótt og dálítið
hærð, 3-6 cm í þvermál. Blómin
eru lítil og grænleit og ber geta
myndast strax á ársgömlum viði.
Berin eru venjulega ljósgræn,
en þó eru til gul, rauð, og jafn-
vel hvít afbrigði. Vaxtarlag stik-
ilsberjarunna er nokkuð breyti-
legt. Sum afbrigði hafa allstífar,
uppréttar greinar, en greinar
annarra afbrigða sveigjast niður.
Klipping stikilsberjarunna er
fyrst og fremst fólgin í að fjar-
lægja jarðlægar greinar og
grisja síðan hæfilega til að ung-
ar greinar fái loft og birtu til
að þroska ber. Eins og hjá öðrum
Ribes-berjarunnum bera ungar
greinar mestan ávöxt og því
best að fjarlægja 4-5 ára grein-
ar til að runninn endurnýist
smátt og smátt. Auðvelt er að
fjölga stikilsberjarunnum með
stiklingum, annað hvort mjúkum
greinum sem teknar eru oí móð-
urplöntunni fyrri hluta sumars,
eða trékenndum greinum sem
eru teknar síðari hluta vetrar.
Erlendis er unnt að kaupa „ág-
rædd" stikilsber, þar sem stikils-
berjaplantan er grædd á 50-75
cm háan grunnstofn. Þá þarf
ekkí að bogra við berjatínsiuna.
Fyrstu kynni mín af stikils-
berjum stöfuðu þó ekki af áhuga
á uppskerunni, síður en svo.
Upphaflega fékk ég stikilsberj-
arunna til að hefta för óboðinna
sporlatra vegfarenda, sem vildu
mynda gönguleiðir í gegnum
garðinn minn. Við hjónin vorum
ekki á þvf að setja upp girðingu
og völdum því „þyrnaaðferðina".
Við settum hjónarós í annað
gatið og stikilsber í hitt. Og nú
var bara að sjá hvort þetta gengi
upp, sem það auðvitað gerði.
Stikilsberjarunninn var þéttvax-
inn og með uppstæðar greinar
og á þeim voru stórir þyrnar, sem
sleppa helst ekki flík, sem í þeim
festist. Ekki gerði ég ráð fyrir
berjum, enda var tilgangurinn
með runnanum ekki beint berja-
rækt. En eftir að hafa dafnað
vel í þrjú ár og skilað sínu hlut-
verki með sóma þá urðu eftir
stór ber þegar lauf-
ið féll það haustið.
Þetta reyndust
mJög góð ber og
síðan þá hef ég
fengið ágætis upp-
skeru af runnanum.
Nú þegar þessar
línur eru skrifaðar,
er fyrsta frostnótt-
in liðin. Þá reyna
margir að vera
handfljótir     að
bjarga sem mestu
af berjum í hús
áður en skemmist.
Stikilsberin hafa
hins vegar þá náttúru að vera
mun betri eftir dálítið næturfrost
og því dreg ég að tína þau fram
yfir fyrstu frostnætur. í Mat-
jurtabókinni segir meðal annars
svo um stikilsber: Stikilsber eru
nægjusöm með jarðveg en þurfa
hagstæðari veðurskilyrði en
bæði rifs og sólber, einkum gera
þau meiri kröfur til hita bæði í"
lofti og jörð. Hérlendis vaxa stik-
ilsber I stöku görðum og reynsl-
an hefur sýnt að á skýldum og
sólríkum stöðum standa þau sig
tiltölulega vel og skila jafnvel
mjög góðri uppskeru í bestu
árum. Nokkuð ber samt á toppk-
ali á veturna. Stikilsber lifna og
biómgast fyrr en aðrir berja-
runnar á vorin, þeim er því hætta
búin af seinum vorfrostum og
næðingi, sem auðveldlega getur
skemmt blómin." Mér finnst
helst til vægt til orða tekið í
Matjurtabókinni um þol stikils-
berja, en munur milli afbrigða
er ótrúlega mikill. Ég hef séð
hlið við hlið í sólríkum garði tvo
runna af mismunandi uppruna,
á öðrum voru örfá ber, á stærð
við lítil rifsber, en hinn var al-
þakinn berjum sem voru nær 2
cm í þvermál. Kristinn Guð-
steinsson garðyrkjufræðingur
prófaði ýmis afbrigði stikilsberja
á árunum 1960-70, einkum af
finnskum uppruna. Best reyndist
honum abrigðið K.F. Packalen,
en Hinnomaki var líka nokkuð
gott.
Við þetta er rétt að bæta
reynslu rninni úr tveimur görð-
um. Anriar er rakur garður á
berangri, sem hallast móti
norðri, hinn pskjólsæll og þurr
móti suðri. Báðir garðarnir hafa
gefíst ágætlega, í fyrri garðinum
var jarðvegur rakur og djúpur
en í þeim síðari standa runnarn-
ir nánast á klöpp, þar sem þeir
eru í skjóli og fá sól frá hádegi.
Ekki þori ég að fara með hvaða
afbrigði þetta er sem ég á, en
það gæti verið May Duke, ef
ekki þá er það bara bróðir hans.
Og í lokin ein „garðyrkju"upp-
skrift af stikilsberjasultu:
1 kg þroskuð ber, hreinsuð (helst
blóm og stilkur fjarlægð) soðið
í örlitlu vatni þartil berin springa
750 g púðursykur
1 stöng kanill eða 1 klofin van-
illustöng
Soðið með sprungnum berjum
í 10 mínútur. Kryddstöngin tekin
upp úr og sultan sett á tandur-
hreinar krukkur.
Verði ykkur að góðu.
Ingibjörg
Steingrímsdóttir.
IDAG
SKAK
II in s j » ii  Margeir
Pétursson
ÞESSI staða kom upp í opna
flokknum á minningarmót-
inu um Donner í Amsterdam
í viðureign tveggja stór-
meistara. Julian Hodgson
(2.580), Englandi hafði hvítt
og átti leik gegn Loek Van
Wely (2.560), Hollandi.
30. Hxh7+! - Dxh7 31.
Re7+ og svartur gafst upp
því hann tapar drottning-
unni. Huzman frá ísrael
sigraði fremur óvænt í opna
flokknum með Vk v. af 9
mögulegum, en með þessum
sigri krækti Hodgson sér í
annað sætið með 7 v.
Úrslit í efsta flokknum
urðu þessi: 1—3. Piket, Ad-
ams og Jusupov 5 lh v. af 9
mögulegum, 4—5.1. Sokolov
og Timman 5 v. 6—7. Lauti-
er og Xie Jun, heimsmeistari
kvenna frá Kína, 4lh v. 8.
Lobron 3'A v. 9-10. Benj-
amin og Van der Sterren 3 v.
VELVAKANDI
Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
111 meðferð á
sauðfé
ÉG VERÐ að koma á
framfæri ábendingu til
allra þeirra sem vinna við
smölun og réttir, að um-
gangast sauðféð eins og
lifandi dýr en ekki
spýtukubba. Ég fór í réttir
fyrir nokkru og mér of-
bauð gjörsamlega með-
ferðin sem dýrin fengu,
það var sparkað í kindurn-
ar, þær rifnar upp á ull-
inni, traðkað á þeim og
farið illa með þær á allan
annan hugsanlegan máta.
Einnig sá ég að búið var
að brjóta horn af nokkrum
kindum og ítrekað sá ég
mann sparka á milli augna
einnar kindar sem var eitt-
hvað fyrir honum.
Því vil ég biðja alla þá
sem hafa með málið að
gera að hugsa sig um áður
en þeir láta reiði eða hugs-
unarleysi bitna á sauð-
fénu. Þetta eru lifandi ver-
ur eins og við.
G.A.
Tapað/fundið
Töskur töpuðust
SVÖRT stór taska með
skólabókum og glósum,
gleraugum og hönskum í,
og leðurhandtaska eins og
bakpoki í laginu hurfu úr
bíl sem var staddur fyrir
utan Skeifuna 17 á milli
kl. 18 og 20 s!. mánudag.
Viti einhver hvað orðið
hefur af þessum töskum
er hann vinsamlega beð-
inn að hringja í síma
667548 eða hafa samband
við óskilamunadeild lög-
reglunnar.
Myndavél tapaðist
LITIL Minoita-myndavél í
svörtu hulstri tapaðist á
leiðinni á milli Nesjavalla
og  Þingvalla.  Finnandi
vinsamlega hringi
671625. Sigríður.
síma
Hringur tapaðist
FREKAR stór módel-
hringur tapaðist á Kaffí-
barnum sl. laugardags-
kvöld. Finnandi er beðinn
að hringja í síma 621938.
Fundarlaun.
Skartgripaöskjur
töpuðust
TVÆR skartgripaöskjur
töpuðust í Reykjavík þann
16. ágúst sl. I annarri var
hálsfesti gerð úr fersk-
vatnsperlum og postulíns-
næla með áletruninni
Steinunn. I hinni öskjunni
var armband ofíð úr tin-
þræði. Finnandi vinsam-
lega hringi í síma
98-34223 eða 98-34100
(vinnusími). Steinunn.
COSPER
Farsi
Þetta er besti veitingastaður sem ég hef borðað á.
Hér er boðið upp á magadans um miðjan dag.
UJAIS6tASS/o>OirrHAlíT
// '/Ittu e./e/ti eittht/exb smaemxJ"
Víkverji skrifar...
Þótt Víkverji sé enginn sérstakur
áhugamaður um mat skýst
hann stundum inn á veitingahús
með vinum og fjölskyldu til að ræða
heimsmálin og önnur tilfallandi
smámál. Því skiptir það ekki svo
litlu máli að sæmilegt bil sé á milli
borða svo aðsamræður geti verið
óþvingaðar. Á nokkrum veitinga-
stöðum hér í borg er staðsetning
borða með þeim hætti að það er
greinilega ekki gert ráð fyrir því
að gestir opni munninn nema rétt
til að matast. Við eitt slíkt borð sat
Víkverji ásamt_ vini sínum á veit-
ingastaðnum ítalíu um daginn.
Þremur tveggja manna borðum var
raðað svo þétt saman að gestir er
við borðin sátu áttu aðeins um tvo
kosti að velja. Borða matinn sinn
steinþegjandi og hypja sig síðan út
þar sem þeir gætu rætt saman, eða
upplýsa menn er til hægri og vinstri
sátu um persónulega hagi sína,
skoðanir og viðhorf. Víkverji og
vinur hans völdu fyrri kostinn, og
einnig gestir til hægri og vinstri,
þannig að úr varð ein allsherjar
þögn, og heldur pínleg. Víkverji
tímir auðvitað ekki að fara inn á
veitingastaði þar sem hann getur
ekki talað, og óskar eftir því að
veitingahúsaeigendur fari  gaum-
gæfílega yfír borðmál sín með end-
uruppröðun í huga.
Ieinstöku tilfelli hafa einstakling-
ar hér á landi tekið sig til og á
eigin spýtur komið upp söfnum af
ýmsu tagi sem almenningur fær að
njóta. Gptt dæmi um þetta er Jósa-
fat Hinriksson athafnamaður í
Reykjavík sem hefur byggt upp
myndarlegt safn tengt sjávarút-
vegi. Annað er steinasafn Petru
Sveinsdóttur í Sunnuhlíð á Stöðvar-
firði. Að ógleymdu minjasafni Egils
Ólafssonar á Hnjóti í Orlygshöfn á
Vestfjörðum, þar sem kominn er
vísir að íslensku flugminjasafni. Þar
má til tíðinda telja að safnið hefur
nú eignast stærstu einshreyfils
flutningaflugvél sem smíðuð hefur
verið. Vélin er af Antonov-gerð og
ber ennþá áletrun Aeroflot-flugfé-
lagsins með vængjuðum hamri og
sigð. Vel kann að vera að fleiri
einkasöfn af þessu tagi leynist víðar
um landið. Erlendis er ekki óal-
gengt að auðmenn og milljónamær-
ingar komi upp einkasöfnum af
ýmsu tagi, en Víkverja er næst að
halda að það sé séríslenskt fyrir-
brigði að venjulegt alþýðufólk fínni
hjá sér hvöt að safna munum af
margvíslegu tagi og veiti samferða-
mönnum aðgang að þeim fremur
til að fræða en græða.
xxx
Víkverji kynntist því af eigin
raun um síðustu helgi hversu
mikilli röskun fámennir starfs-
mannahópar geta valdið hjá stórum
fyrirtækjum í kjaradeilum. Þá lögðu
flugvirkjar hjá SAS á Kaupmanna-
hafnarflugvelli niður störf með þeim
afleiðingum að ýmist varð að seinka
eða aflýsa flugi innanlands og utan
og þúsundir farþega komust ekki
leiðar sinnar. Víkverji átti pantað
far á sunnudagsmorgun en mátti
dúsa á flugvellinum í um sjö klukku-
stundir eða allt þar til fluginu var
endanlega aflýst þennan dag.
Mynduðust langar biðraðir við af-
greiðsluborð félagsins og spurning-
um rigndi yfir starfsmenn frá
óþreyjufullum farþegum. Frammi-
staða starfsfólksins var að mati
Víkverja aðdáunarverð við þessar
erfiðu aðstæður því það lagði allt
kapp á að leysa úr vandamálum
viðskiptavinanna. Félagið útvegaði
t.d. strandaglópum gistingu á
glæsihótelum sínum ef á þurfti að
halda, akstur fram og til baka og
bauð til kvöldverðar á hótelinu, fólki
að kostnaðarlausu.
.>S
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44