Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER1994 MANIMLIFSSTRAUMAR MORGUNBLAÐIÐ "I Húslyklar á flandri Steliþjófar voru í eina tíð sjald- gæfar skepnur á ís- landi. Svo sjaldgæf- ar að sögur fóru af því að á íslandi skildi fólk hús sín eftir ólæst þegar það brygði sér bæjarleið. Og ekki þurfti að hengja lykla um hálsinn á krökkunum svo þau kæmust inn til sín að pissa. Mátti bara skilja bakdyrnar eftir opnar eða stinga lykli undir mottuna. Ekki lengur. Þjófar vakta húsin í hverfunum til að vita hvenær íbúar fara í burtu og lögreglan er sífellt að vara fólk við að skilja svalahurðir eða glugga eftir opin. Mörgum verð- ur illa við þegar þeir uppgötva að einhver var að athafna sig í stofunni og hirða sjónvarpstæk- ið og græjumar meðan þeir sváfu svefni hinna réttlátu í afs- íðis svefnherbergisálmunni. Á markaðinn er komin ný kynslóð innbrotsþjófa, eiturlyfjaneyt- endurnir friðlausu, sem engu eira fyrr en þeir hafa fengið skammtinn sinn þann daginn. Verða að ná í einhver verðmæti sem hægt er að koma í pen- inga. Þarf ekki endilega að vera svo mikið í einu, bara ef það getur linað fljótt. Og aðferðirnar breytast með breyttum kúnnum. í sumar heyrði ég til lögreglumanns, sem var spurður um innbrot í stofnun í sjávarplássi langt úti á landi, þar sem bæði hafði verið stolið og skemmt. Hann sagði að síðan innbrotsþjófnaðir í þéttbýli jukust, hefðu fyrirtækin sem helst urðu fyrir barðinu á þeim farið að veija sig, svo að nú væru flest komin með góðar þjófavarnir og viðvörunarkerfi. Þá fóru innbrots- þjófamir að snúa sér að heimilunum og nú þegar fólk væri þar orðið varara um sig væm þeir famir að gera leið- angra út á landsbyggðina, bijót- ast inn einhvers staðar og hafa sig strax á brott. Það væri erf- itt að koma fólki í friðsælum bæ úti á landi í skilning um að það þyrfti líka að bregðast við nýjum hættum. Þá er aftur komið að lyklun- um. Allir vita nú orðið að ömgg- asta leiðin til að hleypa þjófi inn í hús er að setja lykilinn fyrir ofan dyrnar, undir mottuna eða í dós í garðinum. En enn liggja lyklar á lausu á fleiri stöðum, era meira að segja nánast í dreifingu. Og á því áttar fólk sig ekki. í sambýlishúsum með mörgum íbúðum í þéttbýlinu hefur fólk víða talsverðan við- búnað og telur nokkuð öruggt að enginn komist inn í húsið nema íbúarnir, sem oft em með lykil af þeirri gerðinni sem bæði gengur að einni tiltekinni íbúð og útidyrum og öllum læsingum í húsinu, geymslum, bílageymsl- um og bmnadyrum, sem veita áfram greiða leið um allt húsið. Þetta er óneitanlega þægilegt. En... Það er galli á gjöf Njarðar. Ef íbúð í húsinu er eða hefur verið í sölu, þá er eins víst að fasteignasali hafi fengið þennan passlykil að öllu húsinu. Og láti hvern sem gefur sig fram og vill skoða söluíbúðina fá lyklana. Ég held að margir telji að fasteigna- salinn hafi lykilinn og enginn annar. Honum sé trúað fyrir honum. Hann fari sjálfur til að sýna íbúðina. Það er ekki svo. Þegar ég spurði nokkra þeirra um þetta, var svarið að þetta gerðu þeir allir. Og sjálf hitti ég í íbúð, sem ég hafði með að gera í Breiðholtinu, þeg- ar ég opnaði þijá menn, sem spurðu: Hver ert þú? Þeir voru með passlykilinn að húsinu frá fasteignasalanum. Eflaust hafa þetta bara verið hugsanlegir kaupendur. En þeir hefðu allt eins getað fengið smíðaðan lyk- il áður en þeir skiluðu lyklinum til fasteignasalans. Mér finnst satt að segja ótrúlegt að fyrr eða síðar finni ekki sárt þurf- andi þessa smugu til að komast fyrirhafnarlítið inn. Og ég hefi verið að velta því fyrir mér hvers vegna ekkert viðbragð hefur heyrst við þessum að því er virð- ist viðtekna hætti, að afhenda hveijum sem er lykil. Maður sagði mér að hann hefði ekki einu sinni verið spurður nafns áður en hann fór með lykil að skoða söluíbúð. í könnun sem gerð var um það hvað aldrað fólk hræddist mest, kom fram að margir eru hræddir við árás á götu og inn- brot til þeirra á heimilið. Við þessu bregðast menn eins og best þeir geta — og vita — setja viðvömnarkerfí, hafa alltaf læstar svalir því enginn vandi er víða að komast þangað upp um brunagangana og setja jafn- vel sjónvarpstengdar myndavél- ar við dyrnar auk kallkerfa svo enginn óþekktur komist inn án þess að vera séður og heyrður. En fólk áttar sig ekki á því að lyklar að húsinu geta verið út um allt. Til er það að hússtjórn- in eða húsvörðurinn skrái af- henta lykla og fólk þurfí að skila þeim eða gera grein fyrir þeim þegar það fer úr húsinu. Lykl- amir em ekki einkamál þegar þeir ganga að heilu húsi með öllum sínum íbúðum. Það er ekkert öryggi í því að vita að íbúð eða íbúðir hafí hvað eftir annað verið til sölu hjá þeim sem láta hvern sem áhuga hefur á fara með lykla að húsinu. Þetta er heldur ekkert einka- mál þegar það er svona al- mennt. Mér sýnist þetta vera mál allra húseigenda og því mál húseigendafélags eða lögreglu. Að þurfí að beita sér fyrir öðmm siðum, með reglugerðum eða jafnvel lögum, sem tryggia ábyrgð þeirra sem trúað er fyrir ■*og hafa undir höndum lykla að eignum manna. Ég er ekki viss um að fólk átti sig á þessu þeg- ar það lætur frá sér sameigin- lega lykilinn. Gárur eftir Elínu Pálmadóttur VERALDARVAFSTURÆ/v/ kenningar Darwins byggdar á misskilningi? Boðberi hamfarafor- tíðarinnar Á NÆSTA ári verða 100 ár frá fæðingu Emmanuels Velikovskys, eins umdeildasta vísindamanns á miðri þessari öld. Hann fæddist í Rússlandi og hlaut menntun í háskólum Moskvu, Berlínar, Vínarborgar og Edinborg- ar. Á árunum 1921 til 24 var hann samritstjóri Alberts Einsteins á ritverk- inu: „Scripta Universitatis atque Bibliothecae Hierosolymitarum" en það ritverk varð síðar grunnurinn að Hebreska Háskólanum í Jerúsalem. Þrátt fyrir merkileg störf innan háskóla er sennilegt að nafn Velikovkys hefði týnst í pappírsflóði þeirra, ef ekki hefði komið til birt- ingar þriggja bóka hans á árunum 1950 til 1955. Þær voru „Heimar í árekstri“ (Worlds in Collision), „Ald- ir í óreiðu“ (Ages in Chaos) og „Jörð í upplausn“ (Éarth eftir Einar in Upheaval) Þorsteinn 1 þessum þrem bókum ræðst hann harkalega að „Jafnvægiskenningu" (Uniformity) Lyells, sem segir að ekkert hafi raskað yfirborði jarðar í milljón ár annað en hægfara niður- brot. Á þessari kenningu er síðan þróunarkenning Darwins byggð, því að hún þarf milljónir ára til þess að skeldýr til dæmis breytist í manneskju! Velikovsky styður sig við þijú fræðisvið í mótkenningu sinni, sem segir að á tiltölulega skammliðnu tímabili jarðarsögunnar hafí átt sér stað miklar hamfarir með skömmu millibili vegna áhrifa utan úr geimn- um. Þetta em ságnfræði og trú- arbækur, nýlegar uppgötvanir í steingervingafræði og nýjar upp- götvanir í stjörnufræði. Þannig telur Velikovsky að margar mítur mismunandi trúar- bragða um eyðileggingu, flóð og annað slíkt séu lýsingar á raunvem- legum atburðum enda ber þessum lýsingum í meginatriðum sainan. Sem dæmi má nefna að frásagnir um að sólin hafi staðið kyrr eða færst afturábak, sé vegna þess að um leið hafí yfírborð jarðar snúist um möttulinn vegna utanaðkom- andi áhrifa. Þrátt fyrir miklar upp- lýsingar um flakk segulpólanna, um jurtaleifar t.d. pálmatijáa á Spitz- bergen eða á Suðurheimskautsland- inu, og halastjarna og dvergplá- netubrota innan sólkerfis okkar, hafa menn forðast að hrófla nokkuð við þægilegri þróunarkenningu Darwins: Baráttan um hana snérist eingöngu um valdaátök vísinda og kirkju á sínum tíma. Þann sigur vilja vísindin ekki gefa frá sér á ný fyrir nokkurn mun. Velikovsky tekur einnig á stjörnufræðinni máli sínu til stuðn- ings. En þar sem þau vísindi eru meira eða minna byggð á sjónar- hóli músarinnar sem gægist úr fylgsni sínu á hina stóru veröld, verður honum sem fleirum hér nokkur fótaskortur í stórbrotnum lýsingum sínum á hugsanlegri at- burðarás, sem leiddu til hamfara á jörðinni. Þetta atriði hafa vísinda- menn einkum talið honum til for- áttu og gjarnan viljað afgreiða þar með allt hans mál, sem helbera vit- leysu. Þetta eru vitaskuld óvísinda- leg vinnubrögð. Carl Sagan stjömu- fræðingur, sem er meðlimur í hópn- um CSICP, sem vinnur að því að „afhjúpa" allt sem ekki fellur innan ramma vísindanna, skrifaði m.a. sérstaka bók til þess að fella stjörnufræðihugmyndir Velikovsky í bókinni Broca’s Brain. Þá er eftir að telja rök Velikovskys úr steingervingafræð- inni. Hér er um mjög auðugan garð að gresja: Fyrir aðra heimsstyijöldina var leitað að gulli með stórvirkum vinnu- vélum í Norður- Alaska. Grafnir voru langir skurðir allt að 40 metra djúpir í þessu skyni. Yfirborðslagið á þessum slóðum er nefnt „muck“ en það er samansett af ótrúlegum fjölda MYND frá 24. desember árið 1680 en þá sást halastjarna frá jörðu. Við sluppum í enn eitt skiptið. ItXliNIST'RÆÐl/Samtídarmað ur Jóns A rasonar Paracelsus í NÓVEMBER í fyrra var þess víða minnst að 500 ár vom liðin frá fæðingu eins hinna fomu sögu- frægu lækna. Hann er oftast nefnd- ur Paracelsus og mun hafa valið sér það nafn sjálfur en hét annars Philippus Aureolus Theophrastus Bombastus von Hohenheim. Hann fæddist skammt frá Ziirich í bænum Einsiedeln, en faðir hans var læknir þar og þekktur fyrir kunnáttu í efnafræði. Ungur missti Paracelsus móður sína og fluttust þeir feðgar þá til námubæjarins "Villach í Austurríki og þar stundaði Hohenheim eldri efnafræðikennslu samhliða læknis- störfunum. Á sextánda ári hóf Paracelsus há- skólanám í Vínarborg en flutti sig um set eftir fjögur ár og lauk læknis- prófi í Ferrara á Ítalíu 22 ára gam- all. Að því búnu lagði hann land undir fót og gerðist herlæknir víðs vegar um álfuna. Eins og bæði fyrr og síðar var nóg af ófriði í Evrópu um þessar mundir og er haft fyrir satt að Paracelsus hafi læknað til skiptis í liði ítala, Hollendinga, Svía og Dana. Reynslu sinni í þessum hemaðarátökum lýsti hann í bók um stríðslækningar og er hún eina ritið af öllum þeim ólqomm er hann skrif- aði sem kom út að honum lifandi. Milli þess sem hann fylgdi stríð- andi fylkingum og gerði að sámm manna stundaði hann almennar lækningar í ýmsum borgum en var sjaldan lengi um kyrrt á sama stað. Skapi hans var þannig farið að hann ávann sér traust og hylli sjúklinga en hafði einstakt lag á að lenda í eijum við mektarmenn og átti því hvað eftir annað fótum fjör að launa. Rúmlega þrítugur settist hann að í Salzburg og stundaði lækningar af kappi en varð að flýja þaðan eftir nokkra mánuði sökum bændaupp- reisnar sem hann hafði lagt lið og átti því ákæm yfír höfði sér. Hann komst til Strasborgar en hélt þaðan til Basel eftir skamma dvöl. Þar læknaði hann tvo frægðarmenn og studdu þeir hann síðan til metorða. Annar þeirra var Erasmus frá Rott- erdam, heimspekingur og guðfræð- ingur og einn af forvígismönnum húmanismans. Erasmus var oft slæmur af magapínu en Paracelsus gaf honum blöndu af ópíum og spírit- us og var þá eins og við manninn mælt, verkimir hurfu og heimspek- ingurinn kunni sér ekki læti,' en Paracelsus varð borgarlæknir og pró- fessor við háskólann. Hann hóf þar störf með miklum fyrirgangi og efndi til bókabrennu þar sem kveikt var í ritum Galenosar og Avicenna en þau voru þá biblíur allra lækna - og víg- reifir stúdentar sungu og dönsuðu kringum bálið, himinlifandi yfir að losna við skruddurnar. Litlu síðar átti hann í útistöðum við dómara einn í Basel og varð því enn að flytja búferlum. Að lokum hafnaði hann öðm sinni í Strasborg og þar kvaddi hann heiminn á öldurhúsi 48 ára gamall, drykkjusjúklingur snauður og heillum horfínn, og grunur lék á að dauða hans hefði borið að af mannavöldum. Hvað kemur til að minningu þessa sérvitrings og ofstopa er svo mjög á lofti haldið þótt aldir renni? Því er til að svara að Paracelsus er eitt þeirra mikilmenna sem vegna kosta sinna og þrátt fyrir gallana hafa breytt gangi sögunnar til batnaðar. Hann var byltingamaður í fræðun- um, barðist með oddi og eggju (og eldi) gegn ævagömlum kenningum um orsakir og eðli vanheilinda en hélt því fram að sjúkdómur væri fyr- irbrigði sem settist að í líffæri, einu eða fleirum, og líklegt þótti honum að gegn hveijum sjúkdómi væri ákveðið meðal sem gæti tafíð fram- gang hans eða jafnvel stöðvað. Þessi meðul þyrfti að fínna og prófa og þannig komast að raun um hvert þeirra væri hið rétta hveiju sinni. „En öll meðul eru eitur,“ sagði hann, eftir Þórorin Guðnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.