Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						8    FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
f Mæltu manna heilastur, Guðmundur!
„í niíntim luiga verrtur |>að að gerast, að þeir sem harðast hafa
verið gagnrýndir geri aldráttarlaust hreint lyrir sínum dyrum.
F.l |ieim finnst að þelr hafi þegar gert það, þá verður það að
standa. Hér dugar ekkert næstum því. Við verðum að hafa
lireint borö."
Þetta er liðin tíð hr. forraaður. Nú er komið að því að hreinsa undan teppinu . . .
Læknar ekki nægilega vakandi fyrir lifrarúrnámsaðgerðum
Hugsanlegt að auka
líflíkur um nokkur ár
Á SEINUSTU sex árum hafa 14
sjúklingar gengist undir lifrar-
úrnám með hljóðbylgjuhníf hér á
landi vegna meinvarpa af völdum
ristils- og endaþarmskrabbameins.
Niðurstöður aðgerðanna lofa góðu
og má líklegt teljast að þær lengi
líf 40-50% um allt að fímm ár eða
meira.
Um 50% þeirra sem fá krabba-
mein í ristil eða endaþarm fá mein-
vörp í lifur en um 10% geta hugsan-
lega haft gagn af lifrarúrnámi, þ.e.
að láta fjarlægja stóran hluta lifr-
ar, og má færa að því rök að auka
hefði mátt líkur um 50 sjúklinga,
eða um átta á ári, á lengra lífi eða
lækningu á þessu tímabili, hefðu
þeir gengist undir lifrarúrnám með
fyrrgreindri aðferð. Þetta kemur
fram í grein um lifrarúrnám vegna
æxla í lifur og reynslu af notkun
sk. hljóðbylgjuhnífs í nýútkomnu
Læknablaði. í greininni er sagt
hugsanlegt að „íslenskir læknar
séu ekki nógu vakandi fyrir því að
lifraraðgerð sé möguleg og stund-
um Jæknandi, ef framkomni sjúk-
dómurinn er í ristli eða endaþarmi."
í greininni er rakin rannsókn
læknanna Jóns Níelssonar á skurð-
deild Borgarspítala og Drífu Freys-
dóttur og Jónasar Magnússonar á
handlækningadeild Landspítala,
sem nær yfír tímann frá því að
skurðaðgerðir með hljóðbylgjuhníf
hófust hér árið 1986. Lifrarúrná-
msaðgerðir voru erfiðar og afar
áhættusamar fyrir tilkomu hljóð-
bylgju- og leysihnífa, vegna blæð-
inga á meðan á þeim stóð. Sjúkling-
ar sem komnir voru með meinvarp
í lifur voru því ógjarnan sendir í
slíkar aðgerðir, en í þeim 14 lifrar-
úrnámsaðgerðum sem fram-
kvæmdar hafa verið síðan 1986 er
skurðdauði enginn.
6-18 mánaða lífhorfur
í greininni kemur fram að mögu-
legt er að fjarlægja allan hægri
geira lifrinnar og hluta vinstri lifr-
ar, en ekki er talið mögulegt að
taka meira af lifur án þess að sjúkl-
ingur eigi lifrarbilun vísa. Fimm
ára líf eftir lifrarúrnám á meinvörp-
um frá ristil- og endaþarmskrabba-
meini hafa reynst 20-40% sam-
kvæmt erlendum rannsóknum.
Meðal lífhorfur sjúklings sem
greinist með lifrarmeinvörp en eru
ekki skornir eru hins vegar 6-18
mánuðir.
Þjóðarátak stúdenta vegna bókakaupa fyrir Þjóðbókasafnið
350 bindi
frá Banda-
ríkjunum
SENDIHERRA Bandaríkjanna á
íslandi, Parker Borg, tilkynnti í
gær framlag Bandaríkjanna til
þjóðarátaks stúdenta um bókaka-
up í nýtt Þjóðbókasafn.
Um er að ræða 350 bindi nýrra
eða óútkominna bóka fjölbreyti-
legs efnis og var tekið tillit til
þeirra gloppa sem í safninu eru
við valið. Sem dæmi um efnis-
flokka má nefna bandaríska sögu,
listir, menningu, stjórnmálafræði
og hugvísindi ýmis. Dagur B.
Eggertsson sagði í samtali við
Morgunblaðið að stúdentar hefðu
sjálfir leitað til bandaríska sendi-
ráðsins, sem og sendiráða annarra
erlendra   ríkja   hérlendis.   Hefði
Morgunblaðið/Þorkell
DAGUR B. Eggertsson formaður stúdentaráðs, Parker Borg
sendiherra og Skúli Helgason framkvæmdastjóri átaksins.
sendiherrann látið svo um mælt
við athöfnina að sú staðreynd, að
stúdentar hefðu byrjað á sjálfum
sér og hafíð söfnunina sín á meðal
hefði hvatt hann til að leggja
málefninu   lið   og   aukið   áhuga
þeirra sem til var leitað í Banda-
ríkjunum. Bækurnar verða afhent-
ar á næstunni og stendur til að
sýna þær ásamt öðrum gjöfum til
safnsins við opnun þess 1. desem-
ber.
Doktorsritgerð í aðgerðarannsóknum
Er gagn að jarð-
skjálftaspám?
ARMANN Ingólfsson
varði doktorsritgerð
á sviði aðgerða-
rannsókna við tæknihá-
skólann í Massachusetts
30. ágúst sl. Ritgerðin ber
heitið „Earthquake Forec-
asts: The Life-Saving Pot-
ential of Last-Minute
Warnings", sem þýða
mætti sem: Jarðskjálfta-
spár: Möguleikar á björgun
mannslífa með viðvörun á
elleftu stundu. Rannsókn-
irnar fóru fram á árunum
1992-1994 undir leiðsögn
Arnold Barnett, prófessors
í aðgerðarannsóknum og
tölfræði.
-  Um hvað fjallar dokt-
orsrítgerðin?
„Ég er að reyna að meta
hversu mikið notagildi væri
af spám jarðvísindamanna um
jarðskjálfta og þá gef ég mér þær
forsendur að þeim takist með
nokkuð öruggum hætti að spá
fyrir um jarðskjálfta. Tilgangur-
inn með þessum rannsóknum er
m.a að reyna að meta hvort það
sé hagkvæmt frá þjóðhagslegu
sjónarmiði að vinna þróunarvinnu
til að reyna að spá fyrir um jarð-
skjálfta."
- Kemstu að þeirri niðurstöðu
aðþáð sé hagkvæmt að verja fjár-
munum til þessara rannsókna?
„Ég einbeiti mér að spám þar
sem fyrirvarinn er mjög stuttur,
innan við hálftími. Mín niðurstaða
er í stuttu máli sú að ef t.d. fyrir-
varinn væri 30 sekúndur væri
hægt að lækka fjölda látinna um
45% og þá miða ég við aðstæður
í Kaliforníu. Ef fyrirvarinn væri
hálftími yrði lækkunin ekki mikið
meiri. Hún yrði kannski 75%.
Þessar niðurstöður mínar einar
og sér svara ekki að öllu leyti
spurningunni hvort það borgi sig
að halda þessum jarðskjálfta-
rannsóknum áfram því að það
þarf einnig að taka inn í dæmið
kostnaðinn við rannsóknirnar. Ég
reyni heldur ekki að leggja mat
á vísindalegt gildi þess að vinna
svona þróunarstarf."
- Þarf ekki í þessum útreikn-
ingum að taka tillit viðbragða
almennings við aðvörunum við
jarðskjálftum?
„Jú, útreikningarnir byggjast
á þeirri bjartsýnisforsendu að al-
menningur bregðist þegar í stað
við spá jarðvísindamanna um
jarðskjálfta. Það er dckert sjálf-
gefið að svo sé. Ég reyni að
reikna út hvað væri mikið gagn
í þessu í besta falli. Útkoman er
sú að það gæti verið töluvert
gagn að þessu í besta falli. Ef
niðurstaðan hefði orðið sú að í
besta falli væri ekki mikið gagn
að spám jarðvísinda þá væri nið-
urstaðan sterkari vísbending um
að það væri ekki þjóðhagslega
hagkvæmt að eyða miklum pen-
ingum í svona þröunarstarf."
- Hafa vísindamenn ekkert
velt því fyrír sér fram að þessu
hvort jarðskjálftarannsóknir
hefðu yfirleitt hagnýtt gildi?
„Menn hafa skoðað þetta, en
kannski frá nokkuð öðru sjónar-
horni en ég. Það hafa aðallega
félagsfræðingar rannsakað þetta
og þeir hafa líka einbeitt sér að
spám þegar fyrirvarinn er lengri,
t.d. nokkrir dagar. Þeir hafa m.a.
velt fyrir sér hvernig væri best
að koma upplýsingunum til al-
mennings þannig að þær verði
sem trúverðugastar."
- Eiga jarðskjálftafræðingar
langt í land með að geta spáð
fyrír um jarðskjálfta?
Dr. Ármann Ingólfsson
? Dr. Ármann Ingólfsson
varð stúdent frá MA 1984, lauk
BS-prófi í iðnaðarverkfræði
1989 frá University at Buffalo
og meistaraprófi í aðgerða-
rannsóknum 1991 frá Massac-
husetts Institute of Techno-
logy. Hann starfar nú sem lekt-
or við rekstrardeild Háskólans
á Akureyri. Ármann er fæddur
1964, sonur Ingólfs Ármanns-
sonar menningar- og skólafull-
trúa og Hrefnu Hjálmarsdótt-
ur.
„Eins og staðan er í dag er
ekki hægt að spá fyrir um jarð-
skjálfta. Jarðskjálftafræðingar
geta gefið út yfirlýsingar t.d. um
að það séu ákveðnar líkur á jarð-
skjálfta á San Andreas misgeng-
inu í Kaliforníu á næstu 30 árum.
Það er spurning hvort á að kalla
þetta spá eða ekki. Viðbrögð fólks
við slíkum upplýsingum geta
tæplega verið önnur en þau að
velta þeirri spurningu fyrir sér
hvort það vilji búa á svæðinu eða
ekki.
Hins vegar er hægt við vissar
aðstæður að koma skilaboðum til
fólks um yfirvofandi jarðskjálfta.
Flestir jarðskjálftar sem verða í
Mexíkóborg eiga upptök sín ein-
hvers staðar undir Kyrrahafi.
Með því að staðsetja jarðskjálfta-
mæla meðfram ströndinni er
hægt að mæla skjálftana nálægt
upptökum og senda boð til Mexí-
kóborgar hraðar en jarðskjálfta-
bylgjurnar fara. Þannig fæst fyr-
irvari sem gæti verið í kringum
50 sekúndur. Viðvörunarkerfi af
þessari tegund var í gangi um
tíma í Mexíkó, en var tekið úr
gildi vegna óánægju með hversu
óáreiðanlegt það var."
- Hafa þessar rannsóknir þín-
ar eitthvert gildi við íslenskar
aðstæður?
„Ég held að aðferðin sem ég
nota sé ekkert bundin við Kali-
forníu. Það er hægt að nota hana
til að gera samskonar mat ann-
ars staðar. í ritgerðinni tek ég
dæmi um Armeníu, en þar varð
mjög mjkill jarðskjálfti fyrir fimm
árum. Án þess að greina það jafn
djúpt eins og dæmið í Kaliforníu,
kemst ég að þeirri niðurstöðu að
örugglega hefði verið hægt að
bjarga fleiri mannslífum þar, ein-
faldlega vegna þess að þar létust
mun fleiri. Ég tel að það hefði
hugsanlega einnig verið hægt að
bjarga hlutfallslega fleirum f
Armeníu vegna þess að þar býr
fólk í húsum sem voru ekki hönn-
uð með tilliti til jarðskjálfta og
þess vegna mjög mikilvægt að
komast út úr húsunum."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48