Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGURH.NÓVEMBER1994    23
AÐSENDAR GREINAR
Ávinningur EES-samningsins
knýr nú íslenskan efnahagsbata
Jón Baldvin
Hannibalsson
ÞÓTT ENN sé ekki
liðið ár frá því samn-
ingurinn um Evrópska^
efnahagssvæðið tók
gildi og því ekki að
vænta samanburðar-
talna til að meta
árangur hans til
neinnar fullnustu, þá
má sjá mörg teikn um
það að ávinningur af
samningnum sé þegar
farinn að skila sér í
þjóðarbúið.
Skýrasta dæmið er
saltfiskverkunin.
16-20% tollur var
felldur niður af salt-
fiskflökum og 13%
tollur af blautverkuðum saltfiski til
aðildarlanda EES strax við gildis-
töku samningsins. Fyrstu átta mán-
uði árins jókst útflutningur saltfisk-
flaka um 16,4% frá sama tíma í
fyrra og útflutningsverðmæti jókst
um 31%. Sölusamband ísl. fiskfram-
leiðenda hefur ekki greitt hærra
skilaverð fyrir saltfisk í þrjú ár.
Á sama tíma hefur óbreytt magn
af frystum flökum verið selt til
Bretlands og Þýskalands frá sama
tíma fyrir ári, en vegna niðurfelling-
ar 18% tolla hefur verðmæti þess
aukist um liðlega fimmtung.
Dregið hefur úr útflutningi á
ferskum (ísuðum) þorski, heilum til
Bretlands á þessum tíma um 6-7%
en verð hins vegar hækkað um 8%.
Það þýðir meðal annars að hærra
verð fæst fyrir minna magn og
meira er selt til fullvinnslu hér inn-
anlands, sem aftur skapar enn frek-
ari útflutningsverðmæti.
Þetta eru nokkur dæmi, sem
hægt er að skoða í fljótu bragði.
Heildarskoðun á beinum efnahags-
legum ávinningi til skamms tíma
fæst þegar allar tölur liggja fyrir á
næsta ári. Það mikilvægasta er að
áhrif EES-samningsins eiga um-
talsverðan þátt í þeim efnahags-
bata, sem nú er að verða vart hér
á landi, en þeirra áhrifa á eftir að
gæta í vaxandi mæli á næstu árum.
I. Skammtímaáhrif
Beinn ávinningur sem þegar hef-
ur hlotist af EES-samningnum er
margvíslegur og nær til fjölda þátta
íslensks athafnalífs, efnahags og
neytendamála. Auk þess hafa ís-
lendingar hlotið margháttuð rétt-
indi í Evrópuríkjum; til náms, at-
vinnu og þátttöku í atvinnurekstri,
sem og til þess að ávaxta fé sitt
með þeim hætti, sem best verður
gert hverju sinni.
ísland er auk þess þegar orðið
fýsilegri kostur en var fyrir erlenda
fjárfesta að stofna hér til atvinnu-
rekstrar, sem skapar störf íslensk-
um höndum.
Þegar Þjóðhagsstofnun lagði mat
á áhrif EES-samningsins á þjóðar-
búskap íslendinga árið 1991 voru
þau lauslega talin myndu samsvara
0,6-1,4% af landsframleiðslu, en
það jafngildir 2,5-6 milljörðum
króna á ári. Þessi áhrif voru talin
myndu koma fram á nokkru ára-
MEG frá ABET
UTAN Á HÚS
FYRIRLIGGJANDI
88Þ.ÞORGRÍMSSON&CO
Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640
bili. I minnisblaði Þjóð-
hagsstofnunar segir:
„Nú er það svo að áhrif
samninga af þessu tagi
eru ákaflega vandmet-
in. Einnig er erfitt að
meta eftir á hvort
áætlanir voru réttar.
Og ekki einfaldar það
málið að skammt er
frá gildistöku samn-
ingsins. Ekkert hefur
hins vegar enn komið
fram sem bendir til að
athugun Þjóðhags-
stofnunar frá árinu
1991 gefi ranga mynd
af efnahagslegum
áhrifum EES þegar til
lengri tíma er litið."
Nærtækast er að líta til áhrifa
samningsins á sölu sjávarafurða til
Evrópulanda til- að skoða þetta.
Nákvæmnin verður þó ekki næg
vegna þess hve fjölmargir flóknir
þættir eru að verki á hinum alþjóð-
íega fisksölumarkaði, svo sem
sveiflur í framboði og eftirspurn,
breytilegir tollar, verðlagshræring-
ar og tískubylgjur í neysluvenjum.
Það er hins vegar samdóma mat
allra helstu útflutningsfyrirtækja í
sjávarútvegi og samtaka þeirra, að
EES-samningurinn hafi þegar bætt
stöðu þeirra og sumir telja hann
þegar hafa uppfyllt ýtrustu vonir
sínar.
Jöfn samkeppnisstaða —
lækkandi vöruverð
Mörg dæmi má nefna önnur en
aukinn útflutning og hærra skila-
verð. Með samningnum er ísland
orðið hluti af alþjóðlegu viðskipta-
umhverfi þar sem litið er á Islend-
inga á jafnréttisgrundvelli og úr
sögunni er tortryggni eða vand-
kvæði vegna umreikninga og mis-
jafnra staðla. Einmitt það hefur
auðveldað íslenskum fyrirtækjum
markaðsstarf og gert útflutnings-
vinnu alla einfaldari.
Viðurkenndar heilbrigðisreglur
og samræming á gæðastöðlum
skapar tiltrú neytenda á erlendum
mörkuðum á íslenskum varningi.
Stóraukið samstarf fyrirtækja á
tæknisviði og aðild að áætlunum
og samstarfshópum hefur þegar
fært íslensk fyrirtæki langt fram
og skilað þeim í jafna stöðu við
erlenda keppinauta á ýmsum svið-
um.
Árangursríkt starf SÍF í Nord
Morue í Frakklandi hefði ekki skilað
þessum árangri án tilkomu EES-
samningsins. Mörg önnur sam-
starfsverkefni hafa þegar verið
undirbúin og sum eru nú í fram-
kvæmd. íslenskar útflutningsgrein-
ar hafa komist beint inn á Evrópu-
markað með skjótari hætti en
mögulegt hefði verið án EES.
Ætla má að skilaverð
útflutnings héðan til
ESB-ríkja verði í ár
500-1.000 milljónum
króna hærra en það
hefði orðið, segir Jón
Baldvin Hannibalsson,
og bendir á, að á sama
tíma hafí verð á inn-
fluttum vörum til
•    íslenskra neytenda
lækkað.
Áþreifanlegustu dæmin felast
eins og fyrr segir í lækkun tolla á
sjávarafurðum, einkum saltfiski og
ferskum fiski. Samdráttur í útflutn-
ingi þessara flokka á undanförnum
árum, jafnhliða nokkurri tollalækk-
un ESB, veldur því að tollgreiðslur
íslenskra fyrirtækja til ESB hafa
lækkað á undanförnum árum. Mjög
lauslegt mat á því hvaða tollar
hefðu verið greiddir af útflutningi
til ESB á þessu ári gæti verið
1.000-1.500 milljónir króna.
íslenskur neysluvörumarkaður er
á allra síðustu árum að færast
nær, meðal annars vegna áhrifa af
EES-samningnum, þar sem einka-
sala umboðsvarnings er verulega
takmörkuð, jafnvel afnumin. Það
hefur m.a. leitt til stórfelldra verð-
lækkana á matvöru á kostnað fram-
leiðenda og milliliða en til hagsbóta
fyrir íslensk heimili, þegar íslenski
smásalinn getur keypt beint inn frá
erlenda framleiðandanum. Það við-
skiptaumhverfi sem samningurinn
leiðir af sér dregur úr áhrifum
milliliða en eykur áhrif neytenda
og getur hækkað skilaverð til fram-
leiðenda eins og gerist hér.
Miðað við fyrrnefnda forsendu
Þjóðhagsstofnunar má ætla að
skilaverð útflutnings héðan til ESB-
ríkjanna verði í ár 500 til 1.000
milljónum króna meira en það hefði
orðið án EES-samningsins. Á sama
tíma hefur verð innflutts varnings
til íslenskra neytenda lækkað.
Þess má vænta að þegar fram
líða stundir muni útflutningur auk-
ast af þeim vðrutegundum sem
mest voru tollaðar. Aukinn útflutn-
ingur á söltuðum flökum til ESB á
þessu ári er vísbending um það, en
útflutningur á ferskum flökum til
sömu landa fyrstu átta mánuði
þessa árs hefur einnig aukist nokk-
uð frá sama tíma í fyrra.
Bætt staða gagnvart
Norðmönnum
Það er skylda íslenskra stjórn-
valda að reyna til hins ýtrasta að
tryggja fyrirtækjum í útflutningi
sjávarafurða sem besta samkeppn-
isstöðu hverju sinni. Helstu keppi-
nautar íslendinga á sjávarútvegs-
sviðinu eru Norðmenn. Þar hefur
umræðuna borið lengra og þar
snýst hún um þessar mundir m.a.
um fullt tollfrelsi með aðild að ESB
og aðgangi að styrkjakerfi sam-
bandsins.
Hjá norskum fyrirtækjum í út-
flutningi sjávarfangs er gildi EES-
samningsins ekki vefengt en með
honum unnu Norðmenn upp það
forskot sem íslendingar fengu á
sínum tíma með tvíhliða samning-
um, svonefndri „bókun 6". Ef Is-
lendingar byggju enn við bókun 6
en Norðmenn við EES-samninginn,
þá stæðu þeir okkur feti framar í
samkeppnisstöðu.
Til skamms tíma litið liggur ljóst
fyrir  að  saltfiskútflytjendur  hafa
haft verulegan ávinning af EES-
samningnum og sá fiskur sem afl-
ast hefur úr Smugunni hefur átt
greiðan aðgang að Evrópumark-
aðnum. Hvað saltfiskinn varðar má
sérstaklega benda á að áður en
gengið var til samninga um EES
höfðu Norðmenn náð mjög hag-
stæðum samningi við ESB þar sem
þeir skiptu á takmörkuðum aðgangi
að fiskimiðum fyrir 25.000 tonna
kvóta af þurr- og blautverkuðum
saltfiski. lslenskir saltfiskútflytj-
endur benda á að með EES hafi
þetta forskot Norðmanna á íslend-
inga þurrkast út og í því felist veru-
legur ávinningur.
Bættur hagur neytenda
Þótt samningurinn um Evrópska
efnahagssvæðið hafi ekki bein tolla-
leg áhrif á innfluttan neysluvarning
hafa þó óbein áhrif orðið nokkur
til verðlækkunar fyrir íslenska neyt-
endur. Það hefur aukið kaupmátt
launa og átt verulegan þátt í því
að verðlag hefur haldist óbreytt hér
á landi frá gildistöku samningsins.
Verðbólga er nú hvað minnst hér á
landi í öllum vestrænum iðnríkjum
eða milli 1,5 og 2,5%.
Sú innlend vara sem fær einna
mesta óbeina samkeppni er græn-
meti og þá einkum tómatar og
agúrkur. Greinilegt er á tölum að
markaðurinn er orðinn mun stöð-
ugri. Athyglisvert er þó að í októ-
ber 1994 er komin fram 6% lækkun
á grænmeti miðað við 12 mánuði.
í október fyrir ári hafði grænmeti
hins vegar hækkað um 20,4% miðað
við 12 mánuði. Lengri innflutnings-
tími og væntanleg opnun markaða
og þar með harðnandi samkeppni
eru þegar farin að lækka vöruverð.
Vegna ákvæða EES-samningsins
hafa íslenskir neytendur nú fengið
m.a. löggjöf um skaðsemisábyrgð,
um húsgöngusölu, um neytendalán,
um ábyrgð ferðaseljenda, um ör-
yggi neysluvarnings og um mark-
aðsgæslu. Þá gera Neytendasam-
tökin sér vonir um að samkeppni
muni aukast á sviði tryggingastarf-
semi og bankaþjónustu, sem bæði
dragi úr tilkostnaði og leiði til frek-
ari verðlækkana. Nú gilda nýjar
reglur um merkingar umbúða og
viðmiðunarverð. Með reglum um
samhliðaviðskipti er afnuminn
einkaréttur innflutningsumboða.
Það hefur eins og fyrr segir aukið
frjálsræði og dregið úr milliliða-
kostnaði og fært vöruverð hér miklu
nær markaðsverði í Evrópulöndum.
Höfundur er utanríkisráðherra og
formaður Alþýðuflokks.
í tilefni
1 árs afmælis
verslunarinnar
verða allar vörur
með 20% afslætti
föstudag og
laugardag.
/^^m^^^/2^^^^1^ Ae//?^/a//, titjg/afíz,,,, \Jr

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48