Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24    FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
JII*¥gitiiM*feifr
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
' RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
S JUKRALIÐAR OG
SAMNINGAR VIÐ
HJÚKRUNAR-
FRÆÐINGA
ÞÓTT VERKFALL sjúkraliða komi hart niður á þeim,
er síst skyldi, þ.e. sjúkum og öldruðum, verða sjúkra-
liðar ekki sakaðir um að bera höfuðábyrgð á því, að mál
eru komin í óefni. Því má ekki gleyma að sjúkraliðar
hafa verið með lausa kjarasamninga í nítján mánuði, án
þess að nokkuð hafi í raun þokast í samkomulagsátt.
Hér í Morgunblaðinu í fyrradag sagði Kristín Á. Guð-
mundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins, að sjúkraliðar
hefðu verið sakaðir um að bera sig saman við hjúkrunar-
fræðinga, sem væru með háskólanám að baki, gagnstætt
sjúkraliðum.
Kristín sagði orðrétt: „Hjúkrunarfræðingar voru með
20% hærri laun en sjúkraliðar eftir að nám þeirra færðist
á háskólastig og við getum í sjálfu sér fellt okkur við
þann mun, þrátt fyrir að aðeins 500 af 2.000 hjúkrunar-
fræðingum séu með háskólamenntun. Nú hefur enn dreg-
ið sundur með þessum stéttum."
Með þessum orðum var formaður Sjúkraliðafélagsins
að vísa til kjarasamninga, sem gerðir voru við hjúkrunar-
fræðinga fyrr á þessu ári, eftir að hjúkrunarfræðingafélög-
in tvö voru sameinuð í einu félagi. Þannig sameinuðust
hjúkrunarfræðingar án háskólamenntunar og hjúkrunar-
fræðingar með háskólanám að baki í einu stéttarfélagi.
Við þá sameiningu, fengu þeir hjúkrunarfræðingar, sem
menntast höfðu samkvæmt fyrra námskerfi, frá Hjúkrun-
arskóla íslands, umtalsverðar kjarabætur, líklega
12%-14% launahækkun, því kjör þeirra voru löguð að
kjörum háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga. Hafa ber í
huga að á sínum tíma áttu hjúkrunarfræðingar ekki kost
á menntun á háskólastigi.
Enn hefur ekki verið greint frá því opinberlega, hversu
miklar launahækkanir hjúkrunarfræðingar fengu, við sam-
runa félaganna. Fjármálaráðuneytið hefur upplýst að
meðalhækkun hafi verið á milli 6% og 7%.
Við aðstæður sem þær, sem nú hafa skapast innan
heilbrigðiskerfisins, vegna kjaradeilu sjúkraliða við ríki
og Reykjavíkurborg, er ekki óeðlilegt að gera þá kröfu,
að hið opinbera leggi samningana við hjúkrunarfræðinga
á borðið og geri innihald þeirra opinbert.
Það er réttlát krafa, að sjúkraliðar fái nákvæmar upplýs-
ingar um, um hvað var samið við þá stétt sem þeir starfa
við hliðina á, á sjúkrahúsum, stofnunum og í heimahúsum.
Það er óumdeilt, að sjúkraliðar hafa skemmra nám að
baki en hjúkrunarfræðingar, og njóta þar af leiðandi lak-
ari launakjara. Hins vegar mátti þeim, sem gerðu kjara-
samningana við hjúkrunarfræðinga, vera ljóst, að þeir
mundu draga dilk á eftir sér. Hvorki sjúkraliðar né aðrar
stéttir geta sætt sig við það, að ríki og borg semji um
miklar kjarabætur til tiltekinna starfstétta, þvert á það,
sem tíðkast hefur í kjarasamningum, á tímum þjóðarsátt-
ar. Nú horfast menn í augu við afleiðingár þess.
ERLEND FJÁRFESTING
ÞEGAR ERLENT fjármagn beinlínis býðst til þess að
taka sér bólfestu á Islandi, eins og gerðist í tilviki Irving
Oil, eru fyrstu viðbrögð þau, að enga lóð sé að hafa fyrir
slíka fjárfestingu, í byggðum hverfum Reykjavíkur! Þetta
rifjar upp raunir dansks skipafélags, sem hafði áhuga á
því fyrir nokkrum árum að hefja áætlunarsiglingar á milli
Islands og annarra landa en komst hvergi að hafnar-
bakka! Þetta nær ekki nokkurri átt og það getur engan
veginn talist boðlegt að taka á móti hugsanlegum erlend-
um fjárfestum með þessum hætti.
Ef Irving Oil kemur til samkeppni við olíufélögin þrjú,
sem skipta markaðinum hér á landi á mílli sín, hlýtur slíkt
að vera af hinu góða fyrir neytendur. Bersýnilegt er, að
lóðir undir benzínstöðvar eru orðnar „takmörkuð auð-
lind". Þess vegna ber að fagna þeirri hugmynd Ingibjarg-
ar Sólrúnar Gísladóttur, borgarstjóra, að bjóða slíkar lóð-
ir upp og veita þær hæstbjóðanda. Það kemur að vísu á
óvart, að slík hugmynd skuli koma frá borgarstjóra vinstri
meirihlutans í Reykjavík, en engu að síður getur þessi
ábending borgarstjóra verið öðrum til eftirbreytni, þegar
um er að ræða úthlutun takmarkaðra gæða.
VERKFALL
Sjúkraliðar höfu
tillögu vinnuveit<
INNLENDUM
VETTVANGI
SJÚKRALIÐAR höfnuðu til-
lögu viðsemjenda sinna,
sem lögð var fram á samn:
ingafundi í gærmorgun. í
frétt frá sameiginlegri samninga-
nefnd ríkisins, Reykjavíkurborgar
og sjálfseignarstofnana sem eiga í
kjaradeilu við Sjúkraliðafélag ís-
lands kemur fram, að tillaga nefnd-
arinnar feli í sér um 3% launahækk-
un. Formaður Sjúkraliðafélagsins
segir að jafnvel þó í tillögunni sé
að fínna atriði, sem séu í samræmi
við vilja sjúkraliða, s.s. varðandi
menntunarmál og mál sjúkraliða á
landsbyggðinni, gangi hún alltof
skammt.
Samningafundur aðila stóð í um
þrjár klukkustundir í gær. Að hon-
um loknum sendi samninganefnd
vinnuveitenda frá sér frétt, þar sem
segir að hún hafí lagt fram tillögu
til lausnar deilunni. í fréttinni eru
talin upp helstu atriði tillögunnar,
sem eru þessi:
?  Sömu launauppbætur og ein-
greiðslur og samið var um við önnur
stéttarfélög á árunum 1993 og 1994.
?  Breytingar á röðun í launaflokka
þar sem m.a. eru tekin upp ný starfs-
heiti sem taka mið af sérhæfíngu,
starfsreynslu og sérstökum verkefn-
um.
?  Ný ákvæði um hækkun launa
vegna viðbótarmenntunar og starfs-
tengdra námskeiða.
?  Ákvæði um að sérkjör félags-
manna í SLFÍ, sem starfa utan höf-
uðborgarsvæðisins, verði felld inn í
samninginn og verði hluti af honum.
í frétt samninganefndarinnar seg-
ir enn fremur, að Sjúkraliðafélag
íslands hafí fengið umboð til þess
að gera kjarasamninga árið 1991
og gert sinn fyrsta samning í desem-
ber 1992. Með honum hafi laun fé-
lagsmanna hækkað nokkuð meira
en meðallaun BSRB, BHMR, KÍ, svo
og laun landverkafólks^ innan ASÍ
hækkuðu á þeim tíma. Úr þeim mis-
mun hafi nokkuð dregið síðan. Með
tillögu samninganefndarinnar, sem
feli í sér um 3% launahækkun, sé
félaginu tryggður áfram sá kjaralegi
ávinningur sem það náði með stofn-
un félagsins.
Neyðarþjónusta hefur veríð skipulögð á
sjúkrastofnunum þar sem verkfalls sjúkraliða
gætir, að því er fram kemur í samantekt
Ragnhildar Sverrísdóttur. Tvö mál bíða
________úrskurðar Félagsdóms. _______
Þorstelnn
Gelrsson
Sjúkraliðum
tryggður kjara-
legur ávinningur.
Kristín A.
Guðmundsdóttir
Ekki hægt að
sætta sig
við tillögurnar.
Ólafur
Ólafsson
ísland láglauna-
land í heilbrigð-
isþjónustu.
Ekkert nýtt í tillögunum
Tillaga vinnuveitenda var kynnt
á félagsfundi sjúkraliða í gær.
Kristín Á. Guðmundsdóttir, formað-
ur félagsins, sagði í upphafi fundar-
ins að ekkert nýtt kæmi fram í til-
lögunum. Reiknað væri með
óbreyttum launaflokki, flokki 111,
en jafnframt að eftir 5 ára starf
fengju sjúkraliðar hækkun sem
næmi 1.700 til 2.000 krónum á
mánuði. Kristín sagði, að sambæri-
leg hækkun hjá öðrum stéttum
væri um 15-16 þúsund á mánuði.
Hún sagði jákvætt að reiknað væri
með möguleikum sjúkraliða til
framhaldsnáms og launahækkunar
vegna þess, en útfærslan væri enn
óljós. Þá væri einnig jákvæður sá
hluti samningsdraga, sem lyti að
sjúkraliðum á landsbyggðinni. Þó
væri undarlegt að þær sjálfseignar-
stofnanir, sem ættu aðild að samn-
ingaviðræðum, væru í raun að bjóða
lægri laun en þær greiddu í dag.
Fundurinn var lokaður blaða-
mönnum á meðan formaðurinn
kynnti nánar hvað fælist í tilboði
vinnuveitenda. Eftir fundinn sagði
Kristín að almenn skoðun fundar-
manna hefði verið sú, að ekki væri
hægt að sætta sig við tillöguna.
Aðspurð kvaðst hún ekki bjartsýn
á að samningar næðust fljótlega;
til þess þyrfti margt að breytast.
Búist við gagntilboði
Síðari samningafundur dagsins
hófst kl. 18 í gær. Fyrir fundinn
sagði Þorsteinn Geirsson, formaður
samninganefndar vinnuveitenda
sjúkraliða, að ef sú væri raunin að
sjúkraliðar hefðu hafnað tillögu
nefndarinnar hlyti að vera hægt að
ætlast til þess að lagt yrði fram
gagntilboð. „Við höfum lagt okkur
fram um að reyna að ná samkomu-
lagi um ýmis mál, sem tekist hefur
verið á um, svo sem menntamál og
stöðu sjúkraliða á landsbyggðinni.
Við höfum komið til móts við sjúkra-
liða og væntum þess að þeir geri
hið sama."
Tvö mál fyrir Félagsdóm
Málflutningur fyrir Félagsdómi í
máli Landakotsspítala gegn Sjúkra-
liðafélagi íslands hófst kl. 15 í
gær. Þá vísaði Hrafnista sams kon-
ar máli til Félagsdóms í fyrradag.
í málum þessum er tekist á um
túlkun laga nr. 94/1986, um kjara-
samninga opinberra starfsmanna.
Samkvæmt 19. grein laganna nær
heimild til verkfalls m.a. ekki til
þeirra sem starfa við nauðsynleg-
ustu heilbrigðisþjónustu. Birta skal
skrá um störf þau, sem tilgreind
eru í lagagreininni. Slíka skrá birti
Landakotsspítali í Stjórnartíðindum
þann 3. nóvembenr sl. og vill fá
Morgunblaðið/Þorkell
MÁLFLUTNINGUR í máli St. Jósefsspítala, Landakoti, gegn
Sjúkraliðafélagi íslands fór fram fyrir Félagsdómi í gær. Á mynd-
inni undirbýr Ragnar H. Hall að flytja mál sitt fyrir dómnum í
umboði sjúkraliða. Úrskurðar dómsins er að vænta innan tiðar.
SAMNINGANEFNDIR aðila fundu
sáttasemjara um lausn á kjaradeil
líta geta biðtímar orðið langir á ;
að geta stytt sér stundir \
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48