Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						f
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER1994    25
nuðu
tenda
úrskurð Félagsdóms um að sjúkra-
liðum verði gert að manna þau störf
sem þar eru tilgreind.
Sjúkraliðar mótmæla skrá
Landakotsspítala og vísa til þess að
í 19. greininni sé tekið fram, að
fyrir 1. febrúar hvert.ár eigi að birta
slíka skrápg takj-Kún gildi 15. febr-
úar næst eftir birtingu. Sé ný skrá
ekki birt i samræmi við þetta fram-
lengist síðast gildandi skrá um eitt
ár. Sjúkraliðar segja skrána því of
seint fram komna.
Óvissa um neyðarþjónusta á
Landakoti
Þar sem ljóst var í gær að úr-
skurður Félagsdóms myndi ekki
liggja fyrir fyrr en eftir að verkfall
sjúkraliða hæfíst tilnefndi Landa-
kotsspítali í gær fulltrúa í undan-
þágunefnd, sem veitir heimild til
að kalla starfsmenn í vinnu til að
afstýra neyðarástandi. Nefndin kom
saman síðdegis í gær. Samkomulag
náðist um að veita sjúkraliðum und-
anþágu til að vinna á næturvöktum
á Landakoti og Hafnarbúðum, en
ekki náðist hins vega samkomulag
um mönnun á dagvöktum vegna
ágreinings um launakjör sjúkraliða.
Fulltrúar sjúkraliða í undanþágu-
nefndinni krefjast þess að sjúkralið-
ar sem vinna í verkfallinu fái greitt
eins og um útkall væri að ræða.
Stjórnendur Landakotsspítala féll-
ust á þetta fyrir næturvaktina, en
ekki fyrir dagvaktina.
Helga Steinarsdóttir, formaður
undanþágunefndar         sjúkraliða,
sagðist ekki vita hvernig Landakot
ætlaði að leysa málin í dag. „Við
erum tilbúnir til að veita þeim und-
anþágu svo framanlega sem þeir
vilji greiða fyrir þær," sagði Helga.
Helga sagði að samið væri um
undanþágumar fyrir hverja vakt
fyrir sig. Samið hefði verið við sjáls-
eignarstofnanirnar um undanþágur
fram á þriðjudag. Þetta. eru Eir,
Skjól, Laugaskjól og SÁÁ. Þessar
stofnanir hafa fallist á að greiða
sjúkraliðum laun fyrir vaktirnar
eins og um útkall væri að ræða.
Bitnar á sjúklingum
Ólafur Ólafsson, landlæknir,
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að hann væri mjög á móti verk-
föllum heilbrigðisstarfsmanna. „Það
er áhyggjuefni að ísland er orðið
láglaunaland í heilbrigðisþjón-
ustunni, miðað við nágrannalönd
okkar. Ég skil vel að starfsfólkið á
fullan rétt til sæmilegra launa, en
því miður bitna verkföll alltaf á
sjúklingunum."
Óvissa og kvíði einkennir andrúmsloftið á öldrunardeildum spítalanna
ÁSGEIR Sigurjónsson vonast eftir að fá að liggja áfram inn
á Landakoti þrátt fyrir verkfallið.
*r»
HEINZ Steimann og móðir hans, Alma Guðmundsdóttir, hafa
áhyggjur af líðan Viktors Guðmundssonar, sem liggur á Landa-
koti, þar sem þjónusta við sjúklinga hefur skerst verulega
núna eftir að verkfall hefur skollið á.
HÓLMFRÍÐUR Asbjörnsdóttir sem er í skammtimavistun á Landakoti
vegna læknisaðgerðar, er þakklát fyrir að vera ekki send heim því að
það hefði þýtt að gera hefði þurft hlé á læknismeðferðinni sem hún er
í. Hún segir að svona verkföll eigi ekki að eiga sér stað.
funduðu í gærkvöldi í húsnæði ríkis-
radeilunni. Þó að í mörg horn sé að
ir á samningafundum og þá er gott
ídir við að horfa á sjónvarp.
ÞAÐ er voðalega erfitt fyrir
móður mína að taka hann
heim. Það er upp á þriðju
hæð að fara. Hún er auk
þess að verða áttræð og er ekki jafn
sterk og áður. Hún á nóg með sig.
Við hjónin eigum erfitt með að taka
hann að okkur því að við vinnum
bæði vaktavinnu," sagði Heinz Stein-
mann, en stjúpfaðir hans, Viktor
Guðmundsson, liggur á A-l á Landa-
koti.
Heinz er einn af mörgum aðstand-
endum öldrunarsjúklinga sem nú
standa frammi fyrir skertri þjónustu
vegna verkfalls sjúkraliða. Viktor
þjáist af öldrunarsjúkdómi sem líkist
Alzheimersjúkdómnum. Hann er lík-
amlega hress, en er algerlega upp á
aðra kominn með alla þjónustu.
Erfitt að taka sjúklinga heim
Heinz sagði að þess hefði verið
farið á leit við ættingja, að þeir
kæmu og aðstoðuðu sjúklinga við
að klæða sig og að þrífa sig. Hann
sagðist reikna með að móðir sín
kæmi á morgnana og aðstoðaði eins
og hún gæti.
Bryndís Gestsdóttir, hjúkrunar-
deildarstjóri á A-l, sagði að stefnt
væri að því að senda marga sjúkl-
inga heim um næstu helgi til að létta
á deildinni. Heinz sagðist ekki vita
hvort móðir sín treysti sér til að taka
Viktor heim til sín. Það þyrfti að
halda á honum upp stigana og eins
væri erfitt að veita honum nauðsyn-
lega þjónustu heima. Hún væri t.d.
ekki með neitt sjúkrarúm.
Ovissa um undanþágur
Á Hafnarbúðum og A-l á Landa-
koti eru langlegusjúklingar, sem
þarfnast miklar aðhyllingar. Flestir
þarnast aðstoðar við að matast og
þrif. Bryndís sagði að nánast útilok-
að væri að senda sjúklinga heim.
Sjúklingar í hvíldarlegu hefðu þó
verið útskrifaðir.
Á Hafnarbúðum er langlegudeild
og dagdeild þar sem aldraðir geta
komið og fengið mat, böðun og aðra
aðhlynningu. Þegar er búið að
ákveða að fella böðunina niður, en
deildin verður áfram opin.
Þegar Morgunblaðið heimsótti A-l
um miðjan dag í gær ríkti alger
óvissa um hvernig næturvaktin yrði
Ættingjar
beðnir að
hjálpa tíl
Mikið óvissuástand ríkir víða á spítölum, en
verkfall sjúkraliða hófst á miðnætti í nótt.
Sjúklingar hafa verið sendir heim en þeir sem
enn eru á spítölunum búa við skerta þjón-
-----------------------------------------------------------------------------------------
ustu. Egill Olafsson kynnti sér ástandið á
deild A-l á Landakoti.
mönnuð á deildinni. Bryndís sagðist
ekki vita hvort einhver sjúkraliði
mætti á vaktina. Aðeins væri búið
að tryggja að einn hjúkrunarfræð-
ingur mætti á vaktina til að annast
þá 20 sjúklinga sem eru á deildinni.
Sama staða var á Hafnarbúðum.
Aðeins var búið að tryggja að einn
hjúkrunarfræðingur mætti á vakt-
ina. Síðdegis í gær náðist samkomu-
lag um að veita undanþágu fyrir
sjúkraliða að vinna á næturvaktinni.
Agreiningur var hins vegar um
greiðslur fyrir dagvakt þannig að
engir sjúkraliðar mæta til vinnu í
dag á þessum stofnunum.
Hjúkrunarfræðingar ganga
í störf sjúkraliða
Rakel Valdimarsdóttir, hjúkrunar-
framkvæmdastjóri á Landakoti,
sagði að hjúkrunarfræðingar myndu
fara inn á A-l í dag og aðstoða við
aðhlynningu   sjúklinga.   Rakel  var
spurð hvort að hjúkrunarfræðingar
væru ekki þar með að fara inn á
starfssvið sjúkraliða.
„Jú, þær eru að gera það að vissu
leyti. Þessi störf eru aðhlynning, en
þau eru starfssvið hjúkrunarfræð-
inga líka að hluta. Þetta er hlutur
sem verður að gera. Það verður að
sinna þessu fólki. Þær munu einung-
is aðstoða og fara síðan út aftur,"
sagði Rakel.
Hún sagði að áfram yrði sótt um
undanþágur fyrir kvöld- og nætur-
vaktir á morgun. „Á laugardag og
sunnudag hafa ættingjar lofað að
taka eitthvað fólk heim, sérstaklega
á hjúkrunardeildinni á spítalanum.
Ættingjar sjúklinga á Hafnarbúðum
hafa lofað að aðstoða okkur, en hafa
ekki lofað að taka sjúklinga heim.
Við gerum okkur grein fyrir að það
er ekki hægt að senda fólk heim í
miðri viku," sagði Rakel.
Búist er við að það skýrist á morg-
un, þegar Félagsdómur fellir sinn
úrskurð, hvernig þjónustan á Landa-
koti og Hafnarbúðum verði í næstu
viku.
Óttast að verða sendur heim
„Ég vona að menn leysi þetta
verkfall sem allra fyrst," sagði Ás-
geir Sigurjónsson við Morgunblaðið
þegar hann var spurður álits á verk-
fallinu. Ásgeir er 81 árs gamall og
hefur fótavist, en getur engan veginn
séð um sig sjálfur. Hann sagðist
vera afar óánægður með að til verk-
falls skuli þurfa að koma. Hann
sagðist reikna með að fá að vera ,
áfram á spítalanum þrátt fyrir verk-
fallið, enda hefði hann ekkert að
fara. Konan sín væri veik heima og
hann sagðist ekki kæra sig um að
þurfa vera upp á ættingja kominn,
enda væru þeir önnum kafnir í vinnu
og ættu erfitt um vik. Ásgeir sagði
að þessi óvissa færi illa í sig. Fólk
vissi ekki hvaða þjónustu yrði í boði
í verkfallinu og hvaða afleiðingar það
hefði.
Vona að ég þurfi ekki
að hætta í meðferð
„Starfsfólkið ætlar að vera svo
elskulegt við mig: að leyfa mér að
vera hér áfram og ég ætla að reyna
að bjarga mér sjálf eins og ég get.
Ég er hér í meðferð og það kæmi
mér afar illa ef ég þyrfti að hætta
í henni. Ég er ákaflega þakklát fyrir
það. En mér finnst að svona verk-
fall eigi ekki að eiga sér stað. Það
á að leysa þetta verkfall sem allra
fyrst og borga blessuðu fólkinu al-
mennilegt kaup," sagði Hólmfríður
Ásbjarnardóttir, sem er í skamm-
tímavistun á Landakoti vegna lækn-
isaðgerðar.
Hólmfríður hefur haldið heimili á
Seltjarnarnesi og hefur fengið aðstoð
frá heimahjúkrun. Starfsemi heima-
hjúkrunar á Seltjarnarnesi verður
mjög skert í verkfallinu því að hún"
er að stærstum hluta sinnt af sjúkra-
liðum. Hólmfríður sagðist telja að hún
'myndi bjarga sér heima ef tilþess
kæmi að hún yrði send heim. „Ég bý
í sama húsi og dóttir mín og hef
stuðning af henni, en hún er að vinna
á daginn frá 8-7 þannig að hún á
auðvitað erfitt með að vera alltaf til
taks þegar ég þarf á aðstoð að halda."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48