Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32  FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
GUNNAR GISLASON
+ Gunnar Gíslason
fæddist á Njáls-
götu 30 í Reykjavík
28. nóvember 1916.
Hann lést í Land-
spítalanum aðfara-
nótt 2. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðlaug Elheiður
Magnúsdóttir, f. 17.
apríl 1892 í Hólm-
fastskoti í Innri-
Njarðvíkum, d. 12.7.
1970, og Gísli Gísla-
son, f. 5. febrúar
1892 að Valdastöð-
um í Kjós, d. 17.12.1973. Systk-
ini Gunnars voru Sigríður Mar-
grét, húsmóðir, f. 1915; Aðal-
steinn Theódór; sjómaður, f.
1918, og Petra Osk Gisladóttir,
húsmóðir, f. 1927. Hinn 30. júní
1945 kvæntist Gunnar eftirlif-
andi konu sinni, Kristínu Elísa-
bet Benediktsdóttur Waage, f.
11. ágúst 1920, dóttir Benedikts
G. Waage kaupmanns og Elísa-
betar Einarsdóttur söngkonu.
Þau eignuðust tvö börn, Helgu
Erlu, f. 1947, og Benedikt Ein-
ar, f. 1953. Helga er gift Ólafí
Inga Fríðrikssyni og eiga þau
tvö börn, Gunnar
Friðrik, sambýlis-
kona hans er Gréta
Björg Ólafsdóttir,
og Guðrúnu. Bene-
dikt . Einar er
kvæntur      Erlu
Magnúsdóttur og
eiga þau þrjár dæt-
ur, Krístínu Erlu,
Huldu Björk og
Berglindi Stellu.
Gunnar nam járn-
smíði hjá Páli
Magnússyni      í
Reykjavík
1933-37. Hann tók
vélstjórapróf 1940, var vélstjóri
á ísafold 1940-41 og skipum
Eimskipafélags        íslands
1941-46. Starfaði hjá Hrönn
hf. í Reykjavík 1947-56, á
vélaverkstæði Borgarsjóðs
1956-60 og hjá Heklu hf.
Reykjavík 1960-68. Hjá Stál-
smiðjunni var hann 1968-83
en á þeirra vegum starfaði
hann í Álverinu í Straumsvík
í 12 ár. Hjá Héðni Járnsteyp-
unni vann hann 1983-88 en
þá hætti hann störfum. Útför
Gunnars fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag.
MIG langar með fáum orðum að
minnast pabba míns, sem svo
skyndilega var kallaður frá okkur.
Það var í fyrri viku, sem pabbi og
mamma komu frá Spáni, þar sem
þau höfðu átt góðar þrjár vikur
saman. Þegar ég sótti þau rétti
hann mér poka með þeim orðum,
að líklega yrði þetta síðasta dótið
sem hann gæfí mér. í pokanum
var járnbrautarlest, útskorin og
fallega máluð. Fyrir tæpum 30
árum gaf hann mér líka járnbraut-
arlest knúna rafhlöðum. Litur
þeirra var sá sami. Já, þetta verð-
ur síðasta dótið.
Það vermir að minnast þeirra
góðu stunda, sem við áttum sam-
an, en þær voru ófáar, sérstaklega
þegar ég var yngri. Eftir að ég
eignaðist mína eigin fjölskyldu,
fækkaði þeim stundum. Þó hitt-
umst við eða töluðumst við oft og
nánast daglega. Við vorum sam-
rýndir og áttum mikið hvor í öðr-
um. Okkur varð sjaldan sundur-
orða og alltaf komumst við að sam-
komulagi.
Þegar ég var yngri eyddum við
laugardögum ávallt saman. Þetta
yoru heilagir dagar. Við fórum þá
í ökuferð um bæinn, þó aðallega
t
Systir okkar og frænka,
ANNA RAGNHEIÐUR
SVEINSDÓTTIR,
elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund,
verður jarðsungin  frá  Fossvogskirkju
mánudaginn 14. nóvember kl. 13.30.
Þorgerður Sveinsdóttir,
Sigurður Sveinsson,
Hallsteinn Sveinsson
og aðrir ættingjar.
t
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
BENEDIKTS J. ÓLAFSSONAR
málarameistara,
Akureyri.
Ólafur Benediktsson,      Sigurveig Einarsdóttir,
Guðrún Benediktsdóttir,   Stefán Arnþórsson,
Stefán Benediktsson,      Áslaug Garibaldadóttlr,
Sigtryggur Benediktsson,  Brynja Guðjónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
yandaðír lcgstcínar
Varanlcg mínníng
BAUTASTEINN
Brautarholti 3. 105 Reykjavík
Sími: 91-621393
J
niður á höfn, þar sem við skoðuðum
skipin og fengum okkur kaffisopa
í Kaffivagninum. Skipin voru
áhugamál hans, þar sem hann
hafði verið til sjós í mörg ár. Pabbi
minn var vélstjóri m.a. á skipum
Eimskipafélagsins, síðutogurum
og sigldi m.a. í seinna stríðinu.
Hann hóf störf í landi nokkrum
árum eftir að ég fæddist. Hann
starfaði þá m.a. hjá Vélamiðstöð
Reykjavíkurborgar, hjá Heklu hf.,
Stálsmiðjunni og síðustu starfsárin
hjá Héðni og Járnsteypunni.
Pabbi minn var einstakur mað-
ur. Hann var hjálpsamur, sérstak-
lega þolinmóður og hafði gott skap.
Hann skipti ekki skapi, þó eitthvað
gengi á. Alltaf tókst honum að
gera gott úr öllu.
Hann var alltaf tilbúinn til hjálp-
ar. Það var sama hvað hann var
beðinn um, hann kunni ekki að
segja nei. Nei var orð sem ekki
var til í hans orðaforða. Hann var
trúr og tryggur vinum sínum.
Hann lifði fyrir fjölskyldu sína, sem
lýsir þvi best, að allt vildi hann
gera fyrir okkur börnin sín og
barnabörnin. Gjafmildi hans á góð-
mennsku, tíma eða veraldleg gæði
var ekki háð takmörkunum.
Hann var vinnusamur, stundvís,
alltaf mættur fyrir tímann. Hann
átti ekki mörg áhugamál og þó,
hann las talsvert, stundaði ljós-
myndun um tíma, en helst held ég
að hans áhugamál hafi verið við
fjölskyldan og svo starfið.
Við ferðuðumst svolítið þegar
ég var yngri. Þá var yfirleitt gist
í tjaldi. Mamma og systir með.
Stundum amma Elísabet. Það gekk
á ýmsu og þau skipti sem ég man
eftir þá endaði þetta yfirleitt með
ósköpum. Okkur rigndi niður,
tjaldið nánast fauk eða það fylltist
af mýflugum. En það var gaman.
Fyrir einu og hálfu ári, þegar
yngsta barnabarnið hans Berglind
Stella veiktist af hvítblæði, tók
hann það ákaflega nærri sér. Hann
var sífellt að bjóða fram aðstoð
sína og hans hjálp og styrkur var
mikill. Við vitum að hann heldur
Skilafrest-
ur vegna
minningar
greina
Eigi minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í
miðvikudags-, fimmtudags-,
föstudags- og laugardagsblað
þarf greinin að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dög-
um fyrir birtingardag.
Erfidrykkjur
ESJA
HÓTEL ESJA
Sími 689509
áfram að hjálpa okkur, þar sem
hann er nú hjá foreldrum sínum
ömmu Laugu og afa Gísla.
Berglind Stella sendir afa sínum
góðar kveðjur og þakkar honum
allt.
Að lokum vil ég þakka þér allt.
Það var yndislegt að eiga þig að
og sem pabba.
Kveðja. Þinn sonur,
Benedikt.
Kallið kom og bar brátt að.
Og þið mamma voruð rétt ný-
komin úr fríi. Það er stundum
erfitt að skilja.
Það er margt sem líður í gegn-
um huga manns við þessar að-
stæður og maður staldrar við á
ansi mörgum stöðum, þegar ég
var lítil og var að fylgja þér til
skips og vinka bless, og oft var
sjórinn úfinn og það fannst mér
ekki gott. Og margar bílferðir
voru farnar, sérstaklega suður
með sjó. Einnig var tilhlökkun
að fara í Háaleitið til Hönnu
frænku, oft til að laga bílinn og
fá  pönnsur.
Svona líða minningar um hug-
ann og er af mörgu að taka.
Stundum sagðirðu okkur frá
þegar þú sigldir á stríðsárunum
og það var alltaf stutt í glensið
og stríðnina hjá þér, en stríðnin
var alltaf góð og meinlaus.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt. ,
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta sk'alt.
(V. Briem.)
Guð styrki mömmu í sorg sinni.
Elsku pabbi og afi, við þökkum
þér fyrir samfylgdina.
Guð blessi þig.
Helga, Óli, Guðrún
og Gunnar Friðrik.
Þegar við fréttum að Gunnar
væri dáinn, skutu gamlar minning-
ar upp kollinum.
„Heitir þú Klistín?" „Nei, ég heiti
Klistín!"
Gunnar, berfættur með uppbrett-
ar buxnaskálmar, vaðandi út í á til
að bera okkur í land af því að bíll-
inn hans pabba var fastur.
Eða þegar fjölskyldan ákvað í
löngu verkfalli og bensínkorti að
taka áhættuna af að sýna erlendum
gestum Þíngvelli en strandaði á
bakaleiðinni, þá kom Gunnar á síð-
ustu bensíndropunum sínum til að
draga okkur til Reykjavíkur.
Það var alltaf notalegt að heim-
sækja Stínu og Gunnar, og hann
var alltaf boðinn og búinn að hjálpa
þegar á reyndi.
Við eigum eftir að sakna Gunn-
ars og við sendum Stínu, Helgu,
Benna og fjölskyldum innilegustu
samúðarkveðjur okkar.
Kristín og Elísabet.
INGIBJORGK.
KRISTINSDÓTTIR
+ Ingibjörg K. Kristinsdóttir
fæddist á Skarði á Skarðs-
strönd 7. desember 1924. Hún
lést á heimili sínu á Skarði 29.
október síðastliðinn og fór út-
för hennar fram frá Skarðs-
kirkju 5. nóvember.
ÞEGAR undirritaður minnist fyrstu
kynna við Ingibjörgu Kristinsdóttur
heima á Skarði á Skarðsströnd um
Jónsmessuleytið 1942, eða fyrir
rúmri hálfri öld, þá var hún jafn
þrungin lífsfyllingu, lífsgleði og lífs-
orku og þegar hann kom síðast að
Skarði fyrir einu ári. Inga var stór-
kostleg, magnaður persónuleiki og
svo lifandi, að erfitt er að láta sér
skiljast fyllilega að hún sé horfin.
Þrátt fyrir veikindi og erfiðleika
finnst manni að hún hafi ekkert
breyst í öll þessi ár.
Hún ólst upp á fornfrægu höfuð-
bóli, sem hefur þá sérstöðu að hafa
verið setið af sömu ætt í þúsund
ár, jafnvel allt frá landnámi. Saga
Skarðs er saga íslands. Ingibjörg
vissi þetta og lifði þetta sjálf og
allir hennar nánustu, foreldrar og
föðurforeldrar og móðurafi bjuggu
í sama heimi. Gestrisni, velvilji og
greiðasemi einkenndu æskuheimili
Ingibjargar og hún tók allt þetta í
arf, ásamt óbilandi ættrækni. Hún
lýsir sér best sjálf í viðtali í Morgun-
blaðinu 11. september sl.: „Hér á
Skarði hef ég lifað allt það sem
einhverju skiptir í lífinu. Hér er ég
fædd, skírð og fermd. Hér gifti ég
mig og eignaðist börnin mín. Ég
held að ég yndi hvergi nema hér.
Eg vildi óska að ég gæti verið hér
þar til yfir lýkur og fengi svo látin
að hvíla í Skarðskirkjugarði hjá
fí
Styrktarfélág krabbametnssJúkra barna
Minningarkort Styrktarfélags
Krabbameinssjúkra barna
fásthjá felaginu
í síma 676020. Ennfremur í
Garðsapóteki og
Reykjavíkurapóteki.
forfeðrum mínum sem hér hafa
setið mann fram af manni, ég er
25. ættliður frá Húnboga Þorgils-
syni, bróður Ara fróða. — Ég vona
að Guð gefi það að Skarð fari aldrei
úr ættinni."
Hún giftist Jóni Jónssyni af
breiðfirskum ættum og eignuðust
þau tvö börn. Annað, stúlka, lést í
fæðingu. Kristinn sonur þeirra býr
nú á Skarði I, ásamt eiginkonu sinni
Þórunni Hilmarsdóttur og eiga þau
þrjú börn. Guðborg systir Ingibjarg-
ar er látin fyrir mörgum árum, en
Boga Kristín býr á Skarði II í ekkju-
dómi og sonur hennar í Manheim-
um, Ólafur Eggertsson.
Skarð er mikil jörð. Undir Skarð
heyra 60 eyjar á Breiðafirði, ágæt
höfn, Skarðsstöð og víðlendi til
landsins. Til að nytja jörðina gögn
og gæði, þarf mikinn dugnað og
skipulagsgáfu. Nú á dögum þegar
þrengt er að öllu frumkvæði í land-
búnaði, eru það ekki náttúrlegar
orsakir sem hamla landbúnaði,
heldur forsjárhyggja þykkskinn-
aðra og fremur skillítilla kontórista
í félags- og ríkisgeiranum sem virð-
ast á góðri leið með að eyðileggja
íslenskan landbúnað. Ingibjörg átti
í höggi við þau ótútlegu persónu-
lausu öfl síðustu árin sem hún lifði.
Bogi Magnússon móðurafi Ingi-
bjargar var mikill hagleiksmaður
og smíðaði hljóðfæri og orgel, sem
enn er til. Söngur og hljóðfæraslátt-
ur var iðkaður á Skarði og Ingi-
björg erfði tónheiminn, fyllilega,
hún var afbragðs harmóníkuleikari
og það var ekki aðeins unun að
heyra hana spila á hljóðfæri, ekki
síður að sjá hvernig hún gekk inn
í og lifði sig inn í heima tónanna,
líkast og hún hyrfi í annan heim.
Einkenni Ingibjargar var lífs-
þorsti, athafnasemi og gleði. Hún
lifði fullu lífi, það var bjart og hlýtt
í nærveru hennar og henni var
aldrei orðs vant. Hún lifði öll sín
ár fullu lífi. Þess vegna eru við-
brigðin mikil fyrir alla sem nutu
þeirrar gæfu að þekkja hana og enn
sárari hljóta viðbrigðin að vera
hennar nánustu. En allir vinir Ingi-
bjargar skulu hafa í huga að hún
fær „meira að starfa Guðs um
geim" og hún er enn meðal vor í
því „evig ejes kun det tabte".
Siglaugur Brynleifsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48