Morgunblaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDÁGUR 11. NÓVEMBÉR 1994 MORGUNBLAÐID 91895 AUGLÝSING UM STARFSLAUN LISTAMANNA ÁRIÐ 1995 Starfslaun handa listamönnum Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa listamönnum árið 1995, í samræmi við ákvæði laga nr. 35/1991. Starfslaunin eru veitt úr fjórum sjóðum, þ.e: 1. Launasjóði rithöfunda. 2. Launasjóði myndlistarmanna. 3. Tónskáldasjóði. 4. Listasjóði. Umsóknir skulu hafa borist Stjórn listamannalauna, menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöðum fyrir kl. 16.00 mánudaginn 16. janúar 1995. Umsóknir skulu auðkenndar „Starfslaun listamanna" og tilgreina þann sjóð, sem sótt er um laun til. Umsóknareyðublöð fást hjá menntamálaráðuneytinu. Ath.: Hafi umsækjandi áður hlotið starfslaun, veröur umsókn hans því aðeins tekin til umfjöllunar að hann hafi skilað stjórn listamannalauna skýrslu um störf sín í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um lista- mannalaun nr. 35/1991. Reykjavík, 7. nóvember 1994. Stjórn listamannalauna. IDAG VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 9-5 frá mánudegi til föstudags Tapað/fundið Hjól tapaðist STÓRT svart ömmuhjól með stórum svörtum barnastól hvarf frá Freyjugötu aðfaranótt fimmtudagsins. Eiganda hjólsins er afar sárt um barnastólinn því hann var fenginn að láni, og er sá eini sinnar tegundar hér á landi. Geti einhver gefið upplýsingar vinsamlega hafið samband við Guðnýju í síma 691287. Gullarmband tapaðist KONA skrifaði Velvak- anda eftirfarandi línur: Mánudaginn 7. nóvem- ber kom vinkona mín, sem býr í sveit, í bæinn til að versla og var svo óheppin að týna gullarmbandi með mjög fallegum steinum með guillengjum á milli. Hún fór m.a. í Kringluna, í Hagkaup og fleiri versl- anir. Ef einhver heiðarleg- ur finnandi hefði nú þetta 14 karata gullarmband hjá sér yrði það henni gleði ef haft yrði samband í síma 60260 að morgni eða eftir klukkan 16. Kvengleraugu töpuðust GLERAUGU í gylltri um- gjörð í ljósbrúnu leður- hulstri með smellu töpuð- ust í Breiðhoitinu 21. október sl. sennilega í Bíó- höllinni. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 73570 eða 871211. Kápa tapaðist GULBRÚN kasmír-ullar- kápa, tvíhneppt, sérhönn- uð og merkt eiganda sín- um var líklega tekin í mis- gripum, því í hennar stað hangir svipuð kápa með stórri lyklakippu í vasan- um og hattur og trefill sem gæti trúlega passað með henni. Kannist ein- hver við þetta vinsamlega hafið samband í síma 672088. Gleraugu töpuðust GULLSPANGARGLER- AUGU af nýjustu gerð á 11 ára stúlku sem voru í gulbrúnu vönduðu hörðu leðurhulstri, töpuðust trú- lega í ágúst. Skilvís fínnandi vinsamlega hafi samband í síma 672088. Ullarjakki tapaðist BRÚNN millisíður her- raullarjakki var líklega tekinn í misgripum á Gauk á Stöng föstudaginn 14. október sl. Sá sem kann- ast við það hafi samband í síma 10942. Gleraugu fundust KVENGLERAUGU í fínni umgjörð fundust neðar- lega á Hverfisgötu við strætóskýlið sl. þriðjudag. Eigandinn má vitja þeirra í síma 31779 á kvöldin. Sérhannaður trefill KONA hafði samband við Velvakanda því hún hafði tapað trefli sem hún hafði fengið að gjöf frá hönnuði sem sérhannaði hann handa henni af sérstöku tilefni og er henni því afar dýrmætur og óbætanleg- ur. Trefillinn er afar fall- egur og sérstakur u.þ.b. einn og hálfur metri á lengd, þykkur og ofinn úr íslenskri ull með allskyns litum og mynstrum báðum megin. Hún fór með hann í Naustkjallarann, setti hann á stól, og er hún yfirgaf staðinn voru að- eins starfsmenn einir eftir, en daginn eftir var verið að halda upp á eigenda- skipti og því mikið af fólki þar svo ef einhver kannast við þetta vinsamlega hafið samband við Sif eða Önnu Maríu í síma 20128 eða skilið honum til Jönu á Café Reykjavík. Leðurjakki tapaðist BRÚNN glænýr leður- jakki með rennilás tapað- ist fyrir u.þ.b. þrem vikum og ekki er vitað hvar. Eig- andinn er ellefu ára gam- all drengur sem hafði ný- lega eignast hann og er tapið honum sárt. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 616074. Klói er týndur KLÓI sem er svartur og hvítur með skottið hvítt í endanum hvarf frá heimili sínu á Hólsvegi 27. októ- ber sl. Geti einhver gefið upplýsingar um ferðir hans vinsamlega hafið samband í síma 38184. Hamstrabúr RÚDOLF og Ásgeir hringdu til að athuga hvort einhver ætti hamstrabúr handa þeim. Vinsamlega hringið í síma 625818. BRIDS U m s j ó n G u rt ni. P á 11 Arnarson BESTA spilamennskan í þremur gröndum suðurs leynir á sér. Vestur spilar út tíguldrottningu, sem sagnhafi drepur strax á ás og fer í laufið. En hvernig? Suður gefur; NS á hættu. Norður ♦ K53 f 62 ♦ 753 ♦ DG942 Vestur ♦ D974 V D1085 ♦ DG98 4 5 Austur 4 G86 ¥ 974 ♦ 1064 4 Á1076 Suður 4 Á102 ¥ ÁKG3 ♦ ÁK2 4 K83 Vestur Norður Austur Suður - - - 2 grönd Pass Pass 3 grönd Pass Pass Útspil: tíguldrottning. Lítum á hvað gerist ef sagnhafi spilar fyrst laufi á drottningu og síðan til baka á kónginn. Austur dúkkar tvívegis og nú er ekki fleiri slagi að hafa á lauf. Sagnhafi skiptir þá um áætlun, fer inn í borð á spaðakóng og svínar hjarta- gosa. Þegar sú svíning misheppn- ast og hjartað feliur ekki heldur 3-3, eru átta slagir allt og sumt sem suður fær. Sagnhafi getur tryggt sér níunda slaginn á lauf með því að byrja á kóngin- um. Austur dúkkar og aftur kemur lauf að blindum. En þegar vestur fylgir ekki lit, lætur sagnhafi lítið úr borði og neyðir austur til að taka slaginn. Suður á þá enn lauf eftir heima til að reka út ásinn. Níu slagir og skorin sex- hundruð í Norður/Suður dálkinn. Víkveiji skrifar... PÁLL Valdimarsson vélaverk- fræðingur hjá Verkfræðideild Háskóla íslands hefur ritað Vík- veija bréf vegna umfjöllunar hans um æði torskilda fréttatilkynningu, sem barst Morgunblaðinu fyrir skömmu, þar sem lýst var erindi dr. Ólafs Péturs Pálssonar, sem haldinn var á fundi Aðgerðarann- sóknafélags íslands. Víkveijapistill- inn birtist hinn 4. nóvember síðast- liðinn og var fréttatilkynningin ték- in upp þar sem óskiljanlegt mál. Páll telur að Víkveiji hafi með sorg- legum hætti ráðist að verndun ís- lenzks máls. I bréfi sínu segir Páll Valdimars- son: „Víkveija til hjálpar og skil- ingsauka hef ég umskrifað fréttatil- kynninguna á hið almenna tækni- mál, tæknimannakínverskuna: „Fyrirlesturinn íjallar um notkun algóritmans „Progressive Hedging Alórithm" við rekstraroptímeringu á varmageymslutanki. Algóritminn er notaður við optimeringu á randompróblemum, þar sem rando- mótetinu er lýst með scenaríóana- lýsu. Algóritminn var fyrst settur fram af Rockefeller og Wets árið 1991. Honum hefur meðal annars verið beitt af Þorkeli Helgasyni (í samvinnu við Stein Wallace) við random fiskveiðistjórnunarvanda- mál. í fyrirlestrinum verður algóritm- inn skýrður með einföldum dæmum og einnig verður sýnt hvernig hægt er áð beita honum við rekstraropti- meringu á varnageymslutanki sem tengdur er kolakyntu orkuveri.“ xxx OG PÁLL Valdimarsson heldur áfram: „Það er mjög eðlilegt að við Víkveiji skiljum þetta ekki, því hér er verið að íjalla um sér- hæft viðfangsefni. Fréttatilkynn- ingin á að vekja áhuga þeirra sem þekkja nóg til viðfangsefnisins til þess að geta haft gagn af fyrirlestr- inum. Við leikmennirnir skiljum þetta ekkert frekar en að ég og maðurinn á götunni vitum hvað Víkveiji á við í sínu daglega máli, þegar hann talar um „sats“ og „layout". Ollum er okkur nauðsyn að geta talað samán um það sem við störf- um við, og hver hópur kemur sér upp þeim orðaforða, sem nauðsyn- legur er til að geta rætt um sitt sérsvið. Það að búa tii íslenskan orðaforða og nota hann þýðir ekki að viðfangsefnin verði einfaldari. Flókið efni er alveg jafn ólskiljan- legt fyrir leikmanninn, hvort sem það er á vel nýyrtri íslensku eða á tæknimannakínversku. í því sam- bandi má nefna samansoðinn lög- fræðilegan texta, þrátt fyrir að hann sé á fallegu íslensku máli er hann óskiljanlegur leikmanninum." xxx PÁLI til upplýsinga má nefna, að nokkuð er nú um liðið að blaðamenn og aðrir í prentverki tali um „sats“, enda alllangt síðan tölvutæknin velti blýinu úr sessi. Nú tala menn einfaldlega um texta og dálka og layout er mikið til vik- ið fyrir útlitsteikningu eða hönnun og er það vel. En Páll lýkur bréfi sínu og vonar að athugasemd sín veki áhuga Víkveija á hinu raun- verulega málverndunarviðfangsefni dagsins í dag með því að segja: „Að mínum dómi er mest vegið að ís- lensku máli í hinum sérhæfða orða- forða, hver einasta stétt, allt frá hafnarverkamanninum til hins fræðilega stærðfræðings, á sína tæknikínversku, sem gengur skelfi- lega hægt að nýyrða. Einnig er vert að benda á að ef ekki tekst að tryggja íslenska stafi í stöðluðum stafatöflum tölvubúnaðar, þá verð- ur smátt og smátt tekin upp ný stafsetning, hvort sem okkur líkar betur eða verr.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.