Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ DANÍEL BRANDSSON + Daníel Brands- son fæddist á Fróðastöðum í Hvít- ársíðu 10. desember 1910. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 5. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Brandur Daní- elsson, bóndi á Fróðastöðum (1855-1936), og kona hans Þuríður Sveinbjarnardóttir (1868-1948). For- eldrar Brands voru hjónin Daníel Jónsson, bóndi á Fróðastöðum (1802-1890), og Sigriður Halldórsdóttir (1818- 1912), ættuð frá Ásbjarnarstöð- um í Stafholtstungum. Foreldr- ar Þuríðar voru hjónin Svein- björn Þorbjarnarson, bóndi á Giljum í Hálsasveit og Sigmund- arstöðum (1835-1898), og Guð- rún Árnadóttir, ættuð frá Kal- manstungu (1836-1873). Daniel var yngstur niu systkina. Tvær systur lifa bróður sinn: Svein- björg, húsfreyja á Runnum í Reykholtsdal, f. 1906, og Guð- veig, kennari, búsett í Reykja- vík, f. 1908. Látin eru: Daníel (eldri) (1897-1905), Soffía, verkstjóri á saumastofu Kleppsspítala (1899-1969), Sig- ríður, kennari og húsfreyja á Sámsstöðum (1900-1942), Guð- rún, hjúkrunarkona (1902- 1994), Salvör, húsfreyja í Graf- ardal (1905-1951) og Árni, f. 1908, dó fjögurra daga gamall. Einnig ólst upp á Fróðastöðum Magnús Sörensen, lögreglu- þjónn í Reykjavík, sem er lát- inn. Árið 1938 kvæntist Daníel Unni Pálsdóttur, kennara frá Tungu í Fáskrúðsfirði. Þau bjuggu í Fróðhúsum í Borgar- hreppi 1938-1943, en siðan á Fróðastöðum í Hvítársíðu. Börn þeirra eru: 1) Elín Birna, hjúkr- unarfræðingur og stúdent, f. 1939, gift Óttari Yngvasyni, j hrl. Börn þeirra eru: I. Unnur Guðrún, f.1962, kennari og MA í listþjálfun (art therapy). Sonur hennar og Sigurðar H. Jónssonar er Jón Karl, f. 1983. II. Helga Melkorka, f. 1966, lögfræðingur og MA í Evrópu- rétti. Maður hennar er Karl Þráinsson, byggingaverkfræð- ingur. Dóttir þeirra er María, f. 1991. III. Yngvi Daníel, f. 1968, vélaverkfræð- ingur. IV. Rakel, f. 1973, há- skólanemi. 2) Sigríður, f. 1944, húsfreyja í Hausthúsum, gift Sigurgeiri Gíslasyni, húsasmið. Börn þeirra eru: I. Sigrún, f. 1967, laganemi. II. Gísli, f. 1970, rafeindavirki. III. Daníel Brandur, f, 1973, viðskipta- fræðinemi. IV. Kristín, f. 1975, menntaskólanemi. V. Davíð, f. 1979, nemi. 3) Gerður, f. 1946, bankagjaldkeri í Reykjavík, gift Guðmundi Bergssyni eftirlits- manni hjá Brunamálastofnun. Börn þeirra eru: Björn, f. 1970, vélstjóri, og GuðbjÖrg, f. 1976, nemi. 4) Ingibjörg, f. 1954, kennari og bóndi á Fróðastöð- um. Sambýlismaður hennar er Þorsteinn Guðmundsson, vinnu- vélastjóri. Börn þeirra eru: Ásta, f. 1990, og Unnur, f. 1992. f æsku naut Daníel far- kennslu auk kennslu Sigríðar systur sinnar. Þá stundaði hann nám í Héraðsskólanum á Laug- arvatni 1931-1933. Daníel var formaður Sjúkrasamlags Hvít- ársíðuhrepps 1946-1973 og sat í hreppsnefnd 1958-1978. Hann var formaður Sögufélags Borg- arfjarðar um langt árabil allt frá stofnun 1963. Utför Daníels fer fram frá Reykholtskirkju í dag. MEÐ ÖRFÁUM og fátæklegum orðum vil ég minnast tengdaföður míns Daníels Brandssonar. Með Daníel er geúginn einn heilsteypt- asti maður sem ég hef hitt á lífsleið- inni. Hann var eins og bjargið sem að vísu veðrast en stendur óhaggan- legt um aldir. Daníel var að sjálf- sögðu af þeirri kynslóð, sem lifað hefur hvað hraðastar breytingar á lífsháttum og venjum allra kynslóða sem við þekkjum til en þó hann hefði nánast ótrúlegt minni á verk- lag og aðferðir við búskap, þá er hann var að alast upp, ríkti aldrei stöðnun í hans huga. Hann virtist sjá flesta framþróun fyrir og var ávallt reiðubúinn að tileinka sér hana eftir megni og var þá tilbúinn að skilja kjarnann frá hisminu. Þau Unnur giftust og hófu bú- skap sinn I Fróðhúsum í Borgar- hreppi árið 1938 en Unnur hafði verið farkennari í Borgarfirði um skeið. Efnin voru ekki mikil og í fáa sjóði að sækja. Afkoman byggð- ist því fyrst og fremst á þrotlausri vinnu, samheldni og nýtni, sem í raun einkenndi þau hjónin alla tíð. í Fróðhúsum fæddist þeim fyrsta dóttirin. Árið 1943 fluttu þau síðan bú sitt á föðurleifð Daníels að Fróða- stöðum í Hvítársíðu þar sem þau hafa búið síðan. Á Fróðastöðum beið þeirra hin dæmigerða saga ís- lenska bóndans, allt þurfti að byggja upp og rækta samhliða stækkun búsins og ekkert að stóla á nema eigið þrek og hagsýni. Nokkrum sinnum minntist Daníel þeirra erfiðleika, sem hann átti við að stríða við útvegun efnis til bygg- inganna, allt var háð ströngum inn- flutningshöftum og hlutir illfáan- legir þannig að oft hefði verið freist- andi að gera hlutina til bráðabirgða en slíkar lausnir þáði Daníel ekki, að kasta höndunum til verka lagði liann aldrei í vana sinn. Á Fróðastöðum eignuðust þau þrjár dætur í viðbót og hefur hin yngsta þeirra, Ingibjörg, nú tekið við búi á Fróðastöðum. Daníel sat í hreppsnefnd Hvítársíðu um árabil og var fyrsti formaður í stjórn sögu- félags Borgarfjarðar, sem nú hefur gefið út níu bækur með æviskrám Borgfirðinga. Hann sýndi þessu málefni sérstakan áhuga, sem og öðru er hann tók sér fyrir hendur og nýttist þar óbrigðult minni hans sérlega vel. Þegar líða fór á efri ár og um hægðist, fór Daníel að geta sinnt meira einu af áhugamálum sínum, smíði. Hann þjálfaði sig að mestu sjálfur í rafsuðu og smíðaði marga nytjahluti úr járni og tré. Járnið tók hann að mestu úr gömlum úreltum heyvinnuvélum, hönnunargáfa hans og sköpunargleði lýsir sér í hverjum hlut. Eg minnist bliksins í augum hans þegar hann var að lýsa hlutn- um sem hann ætlaði að smíða úr hinu og þessu þegar við sátum sam- an sinn á hvorri olíutunnunni í skemmunni. Fijór hugur hans unni sér engrar hvíldar. Þekking hans og áhugi á hvers kyns málefnum var með ólíkindum. Hann lagði aldrei illt til nokkurs manns. Hann kunni vel að meta góða nágranna og gagnkvæma hjálpsemi. Æðru- leysi og yfirvegun var hans lífsstíll og mættu margir af læra. Hvítársíða verður aldrei söm án hans. Guð blessi Daníel Brandsson og minningu hans. Guðmundur P. Bergsson. Þegar ég hitti Daníel Brandsson í fyrsta sinn fyrir nær 35 árum, var hann úti á túni í vinnufötunum. Ég hálfhrökk við að líta svipmikið LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 37 MINNINGAR andlit hans og þykkar augabrýr, sem báru með sér sterkan stofn. Fljótt kom þó í ljós að Daníel var ljúfur maður og hafði skopskyn í besta lagi. Það lýsir yfirbragði hans nokk- uð, að þegar Páll Guðmundsson listmálari og myndhöggvari á Húsafelli málaði mynd sem hann setti á sýningu og kallaði „Bónd- ann“, þá var þar kominn Daníel Brandsson. Hann var hinn dæmi- gerði þjónn moldarinnar. Daníel fæddist á Fróðastöðum í Hvítársíðu. Þar bjuggu bæði faðir hans Brandur og afi hans Daníel Jónsson og á þeirri jörð hafa ættfeður Daníels búið samfleytt frá a.m.k. 1670. Eftir lýsingu Kristleifs Þor- steinssonar á Daníel Jónssyni að dæma, hefur Daníel Brandssyni svipað að ýmsu til afa síns og nafna, báðir voru meðalmenn á hæð, stórleitir og loðbrýnir. Hægir í fasi og seinmæltir. Hver hreyfing og hvert orð fyrirfram yfirvegað. Augun nokkuð hvöss, skýrleg og rannsakandi og hvorugur þoldi að menn eða málleysingjar væru órétti beittir. Þá er sagt, að bæði Daníel Jónsson og Brandur sonur hans hafí verið menn fastheldnir á forn- ar venjur og ýmsir hafi tekið sér þá til fyrirmyndar. Ég hygg að ýmsir hafi einnig tekið sér Daníel Brandsson til fyrirmyndar og eng- inn verið svikinn af. í æsku og á unglingsárum naut Daníel farkennslu eins og títt var auk kennslu Sigríðar systur sinnar. Síðar stundaði hann nám í Héraðs- skólanum á Laugarvatni 1931- 1933. Eftir það vann hann við bú- störf í föðurhúsum og járnsmíðar og við farkennslu í Haukadal. Á þessum tíma stóð hugur Daníels ekki svo mjög til bústarfa, enda þótt hann réði sig á atvinnuleysis- tímum í tvo vetur sem vetrarmann í Síðumúla. Þar urðu hins vegar tímamót í lífi Daníels. Þar hitti hann konuefni sitt, Unni Pálsdótt- ur, kennara frá Tungu í Fáskrúðs- firði, sem lifir mann sinn. Þau eign- uðust fjórar dætur og lifðu í far- sælu hjónabandi í rúmlega 56 ár. Árið 1938 giftu þau sig og stofn- uðu heimili í Fróðhúsum í landi Svignaskarðs í Borgarhreppi. Þar hófu þau búskap á erfiðum tímum upp úr kreppunni og_ þar fæddist þeim fyrsta barnið. í Fróðhúsum byrjaði Daníel ýmsa nýlundu í bú- rekstri svo sem svína- og aligæsa- rækt, en hann var síðasti bóndinn á þeirri jörð. Eftir að heimsstyijöld- in skall á 1939 flýttu margir sér burtu úr sveitum landsins í stríðs- gróða og Bretavinnu. En Daníel og Unnur færðu sig aðeins um set. Árið 1943 fluttu þau í torfbæ- inn á ættaróðalinu Fróðastöðum í Hvítársíðu. Þar byggði Daníel nýtt íbúðarhús og síðan á örfáum árum öll útihús. Jafnframt sléttaði hann tún og ræktaði mikið land. Allur búreksturinn bar vott um fram- sækni, dugnað og snyrtimennsku auk samhentrar þátttöku húsfreyj- unnar. Slíkur búskapur getur varla farið öðru vísi en vel. Um áratuga skeið sóttust vinir og ættingjar eft- ir að koma börnum sínum í sveit til þeirra hjóna og dvaldi hver ungl- ingur yfirleitt í mörg sumur. Daníel gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir sveitunga sína, svo sem formennsku í sjúkra- samlagi Hvítársíðuhrepps 1946- 1973 og sat í hreppsnefnd 1958- 1978. Hann var alla tíð áhugasam- ur um þjóðlegan fróðleik og var aðalhvatamaður að stofnun Sögufélags Borgaríjarðar 1963. Formaður félagsins var hann um langt árabil allt frá stofnun. Félag- ið gaf út íbúatal Borgarfjarðar- og Mýrasýslna 1967 og er nú langt komið með að gefa út stórverkið Borgfirzkar æ'viskrár. Fyrsta bind- ið kom út 1969 og á þessu ári er nýkomið út IX. bindið. Daníel lifði byltinguna frá torf- bæjum og heyvinnu með handverk- færum til nútímamannabústaða og vélvæðingar á öllum sviðum. Hann lifði uppgang kaupfélagatímans og hrun Sambandsins. Ég hygg þó að lengst af hafi hann verið einlægur stuðningsmaður bændasamvinnu. Vitur maður hefur sagt, að far- sældin sé ekki fólgin í því að ná fullkomnun, heldur að vera á réttri leið. Daníel Brandsson var allt lífs- hlaup sitt á þeirri leið. Ég votta .Unni, dætrunum, af- komendum og eftirlifandi systrum samúð. Guð blessi minningu hans. Óttar Yngvason. Okkur langar að minnast afa okkar, Daníels Brandssonar frá Fróðastöðum, í fáum orðum. Afi var mikili verkmaður. Hann tók sér margt fyrir hendur og það sem hann gerði það gerði hann vel. Við getum nefnt pijónana sem hann tálgaði, hliðgrindumar sem hann sauð saman, motturnar sem hann fléttaði úr baggaböndum og svo mætti lengi telja. Þrátt fyrir að vera frekar máttlít- ill á sínum efri árum hélt hann áfram að vinna sín verk og fara sínar leiðir vitandi það að kæmist þótt hægt færi og það gerði hann með útsjónarsemi, þrautseigju og þolinmæði. Hann leit ætíð björtum augum á tilveruna, sérstaklega á atvik sem ekki gáfu tilefni til bjartsýni, ekki fyrr en skoðun hans kom í ljós. Afi lifði miklar breytingar. Hann fylgdist vel með þeim og tók þeim með opnu hugarfari. Til dæmis hafði afi orð á því í haust að hann hefði áhuga á að fara í dagsferð til Grænlands. Því miður entist hon- um ekki aldur til þess. Við hefðum viljað eiga fleiri stundir með afa en við þökkum fyrir þær sem við áttum með hon- um, sérstaklega áramótaheimsókn- irnar undanfarin ár. Guð geymi afa og veiti ömmu styrk. Sigrún, Gísli, Daníel Brandur, Kristín og Davíð Sigurgeirsbörn. Þegar síminn hringdi hér hjá mér í morgun og pabbi flutti mér frétt- irnar að hann elsku afi væri dáinn þá helltist yfir sorg og drungi um stund. Mér varð hugsað til baka til þess tíma sem ég fékk að vera hjá afa og ömmu á Fróðastöðum, tíma sem var mér svo dýrmætur og ég met sífellt meir eftir því sem árin líða. Hjá þeim fékk ég tækifæri til að vera yfir sumarið og kynnast því hvernig lífíð gengur fyrir sig í sveit- inni. Afa féll aldrei verk úr hendi. Ef ná þurfti tali af honum var fyrsti staðurinn til að leita geymslan þar sem hann undi sér við smíðar og viðgerðir öllum stundum. Eitt sum- arið hjálpaði ég til þegar geymsl- unni var breytt í hálfgerða verk- smiðju. Afi smíðaði járnhlið í gríð og erg og ég klippti niður teina og beygði þannig að úr urðu hringir sem notaðir voru í hliðin. Ég, lítill pollinn, undi mér vel hvort sem ég var að hjálpa til í geymslunni, byggja stíflu í læknum eða sinna öðrum viðvikum sem til féllu. Það átti vel við mig, eins og afa, að velta fyrir mér hvemig hægt væri að smíða eða gera við þau tæki og tól sem tilheyrðu búrekstrinum. Af þessum rótum spratt síðar sú ákvörðun hjá mér að leggja stund á verkfræðinám við Háskólann. Ég vissi að það átti vel við mig að leysa tæknileg vandamál og helst, ef hægt var, að vera sjálfur með putt- ana í smíðinni. Eftir nokkra dvöl í sveitasælunni var aukin ábyrgð lögð á herðar mér þegar mér var falið að slóðadraga í fyrsta sinn túnið austan við bæ- inn. Ég tók þessa auknu ábyrgð alvarlega og barðist hetjulega við kúplinguna sem var svo erfitt að ná niður á. Með aukinni æfingu og heldur lengri leggjum fékk ég önn- ur og öllu vandasamari verkefni að leysa á traktornum. Mestu leiknina þurfti að hafa með baggatínuna, sveigja til hægri eða vinstri þannig að baggarnir festust ekki í tínunni og kæmust heilu og höldnu í hlöðu áður en færi að rigna. Það var sæll og þreyttur snáði sem sofnaði eftir langa heyskapardaga þar sem allir hjálpuðust að við að undirbúa komandi vetur. Ýmsar aðrar svipmyndir koma upp í hugann þegar ég hugsa til baka til þessa góða tíma sem ég dvaldi hjá afa og ömmu. Ævintýra- ljómi er í minningunni yfir því þeg- ar líða fór að mjöltum og sækja þurfti kýrnar sem var eitt af mínum embættisverkum. Ef ég var svo heppinn að einhver hestur var ná- lægur var ekkert annað að gera en ná sér í beisli og skutlast berbakt niður í mýri og lulla með kýrnar heim. Elsku afi, þú sem alltaf varst svo rólegur og yfirvegaður, ég veit að þú ert í góðum höndum, höndum Guðs sem ræður örlögum okkar allra. Þetta er víst gangur lífsins og þó að það sé þungbært þá er dauðinn það eins sem víst er í líf- inu. Hjá þér hefst nú nýtt líf þar sem þú munt kanna nýjar víddir þessa heims. Og elsku amma, megi Guð styðja þig og styrkja í þessari erfiðu þraut. Ég sendi þér mínar dýpstu og innilegustu samúðar- kveðjur yfir hafið frá Ameríku. Yngvi Daníel Ottarsson. Héla á lyngi og mosa horfinn er klettur úr gamalkunnu landslagi sögur herma að þangað komi fólk til að gleðjast hryggjast, æja og eiga sér þar skjól áður en lengra yrði haldið héla á lyngi og mosa horfínn er klettur en lágvær kliður berst frá orkulindinni sem átti sér upptök við rætur hans Þuríður Guðmundsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd grein- anna fari ekki yfír eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðn- ir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að.handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví- verknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úivmnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.