Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR FRÉTTIR DANÍEL BRANDSSON + Daníel Brandsson fæddist á Fróðastöðum í Hvítársíðu 10. desember 1910. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 5. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Reykholts- kirkju 12. nóvember. Daníel Brandsson bóndi, fyrst á Fróðhúsum í Borgarhreppi en lengst af á Fróðastöðum í Hvítár- síðu, var kvæntur Unni Pálsdóttur kennara, yngstu móðursystur minni, og var ég hjá þeim mörg sumur, fyrst á frumbýlingsárum þeirra á Fróðhúsum en síðar sem fullgild kaupakona á Fróðastöðum, föðurleifð Daníels. Þau hjón voru mjög samhent og dugleg, og byggðu jörðina upp með miklum myndarbrag bæði varðandi jarða- bætur og húsakost. Kom sér þá vel að Daníel var mikill völundur bæði á tré og járn. Þau fylgdust vel með nýjungum í landbúnaði, hófu eins snemma vélvæðingu og efnin leyfðu og bjuggu rausnarbúi. Mjög var eftirsótt að komast í sveit á Fróðastöðum og jafnan margt barna og ungmenna þar. Meðal annars dvaldist elsti sonur okkar hjóna, Þorvaldur, þar í all- mörg sumur. Var öllum hollt vega- nesti að vera samvistum við þau Fróðastaðahjón en af skiljanlegum ástæðum var sumarfólkið mest úti við og kom í hlut Daníels að stjórna þar. Það gerði hann á sérlega nota- legan hátt og hafði einstakt lag á að laða hið besta fram í hveijum og einum. Þegar Daníel þurfti að ávíta einhvern eða finna að tókst honum að láta það hljóma næstum eins og hrósyrði og ég held hann hafí jafnan haft í huga að aðgát skyldi höfð í nærveru sálar. Þótt það hafi einkum verið skyldmenni sem nutu góðs af að komast í sveit á Fróðastöðum var einnig öðrum sem aðstoðar þurftu með til að fóta sig í lífinu oft komið þangað til hollrar dvalar. Daníel var einstaklega góður heimilisfaðir og voru dætur þeirra hjóna fjórar að tölu afar hændar að honum enda hann sérlega natinn við þær. Hann var mjög hjálpsamur inn- anbæjar hvort sem um var að ræða að þvo gólf, skipta um bleiu, mata dætur sínar litlar, hræra kökudeig, elta brauðdeig, yfírleitt gera það sem gera þurfti. Eg man hve undrandi ég varð þegar ég sá þennan þrek- lega karlmann skipta um bleiu á hvítvoðungnum. Það var sem sé mjög fátítt á unglingsárum mínum að heimilisfeður, hvort sem var til sjávar eða sveita, gengju í hefðbund- in kvennastörf eins og ekkert væri eðlilegra, en ég held þetta hafí verið Daníel í blóð borið og hann var mik- ill jafnréttismaður. Auk „hefðbund- innar“ skólagöngu stundaði Daníel nám í Alþýðuskólanum á Laugar- vatni og minntist þess tíma með mikilli ánægju og þakklæti. Fróða- staðahjónin hvöttu dætur sínar til náms í þeim greinum sem hugur þeirra stóð til og studdu þær á alla lund, vissu enda að menntun er hveijum einstaklingi nauðsynleg. Með Daníel Brandssyni er geng- inn góður maður sem fátt hefði verið ijær skapi en löng lofgrein um sig látinn. Því læt ég staðar numið hér, en þessum fátæklegu minningarorðum mínum fylgir sam- úðarkveðja fjölskyldu minnar til Unnar móðursystur minnar, dætr- anna fjögurra og fjölskyldna þeirra. Þórdís Þorvaldsdóttir. Sérverslun með antikhúsgögn NÝLEGA var verslunin Antik Gallerí opnuð, sérverslun með antikhúsgöng og listmuni á Grens- ásvegi 16, Reykjavík. í versluninni verður lögð áhersla á að vera með vönduð og vel með farin húsgögn, aðallega frá Danmörku. Einnig verður verslunin með málverk, postulín, lampa, klukkur o.fl. Eig- andi er Eyrún Gunnarsdóttir. Ríkey sýnir í Ispan RÍKEY Ingimundardóttir opn- ar mynlistarsýningu í dag, sunnudag í sýningarsal íspan hf., Smiðjuvegi 7, Kópavogi. í dag verður opið frá klukkan 15 til 18, en síðan daglega frá 14 til 18. Sýningunni lýkur 20. nóvember og er aðgangur ókeypis. JftforgtsiiMðfeife - kjarni málsins! Mataræði og mígren FYRSTI fræðslufundur vetrarins í fréttatilkynningur segir að Sól- hjá Mígrensamtökunum verður veig hafí miklar reynslu af mat- haldinn þriðjudaginn 15. nóvember | reiðslu fyrir fólk sem þjáist af óþoli, nk. kl. 21 í Bjarkarási, Stjörnugróf aðallega gersveppaóþoli. Hún hefur 9, Reykjavík. Gestur fundarins er ennfremur kennt matreiðslu á ýms- Sólveig Eiríksdóttir. ' um námskeiðum. R AÐ AUGL YSINGAR Til leigu verslunarhúsnæði 102 fm í hjarta borgarinnar (Kirkjuhúsið, Kirkjuhvoli) gengt Dómkirkjunni, við hliðina á versluninni Pelsinum. Laust fljótlega. Góður staður. Bílastæði. Upplýsingar veitir Karl í síma 20160 frá kl. 13-18 í dag og næstu daga. Tilvalið fyrir snyrti- eða fótaaðgerðastof u Til leigu 25 fm húsnæði í Fákafeni á sann- gjörnu verði, samliggjandi hársnyrtistofu. Upplýsingar í síma 688113. Atvinnuhúsnæði til leigu Til leigu 750 fm atvinnuhúsnæði á jarðhæð á góðum stað í Garðabæ. Hægt er að skipta niður í minni hluta. Stórar aðkeyrsludyr. Malbikuð bílastæði. Laust nú þegar. Nánari upplýsingar veittar í síma 643470. Stfttt auglýsingor I.O.O.F. 10 = 17511148 =9.0 □ GIMLI 5994111419 I = I O HLlN 5994111416 IV/V H.v. □ MlMIR 5994111419 III 1 FRL. I.O.O.F. 3 = 17611148 = Dd Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. Skyggnilýsingafundur Þórhallur Guðmundsson, miðill, heldur skyggnilýsingafund mið- vikudaginn 16. nóvember kl. 20.30 í Akoges-salnum, Sigtúni 3. Húsið opnað kl. 19.30. Miðar seldir við innganginn. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma kl. 16.30. Unglingakórinn syngur undir stjórn Kimberly Fitzgerald. Frímann Ásmundsson kristni- boði heilsar söfnuðinum og tekin verður fórn til kristniboðs. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Barnasamkoma og barnagæsla á sama tíma. Allir hjartanlega velkomnir. Kristin Karls- dóttir, hug- læknir starfar á vegum Bóka- klúbbs Birtings. Hún er með heildræna heil- unaraðferð, svæðanudd o.fl. Upplýsingar í síma 62-77-00. Nýja postulakirkjan, fslandi, Ármúla 23, 108 Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag kl. 11.00. Jurgen Babbel, umdæmisöldungur þjónar. Hópur frá Bremen í heimsókn. Verið hjartanlega velkomin. Orð Iffsins, Grensásvegi 8 Almenn samkoma og sunnu- dagaskóli kl. 11.00. Allir vel- komnir! Sjónvarpsútsending á OMEGA kl. 16.30. Kristið samfélag Nýtt starf í Hafnarfirði. Samkoma í Góðtemplarahúsinu, Suðurgötu 7, Hf., í dag kl. 16.30. Allir velkomnir. % Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Fjölskyldusamkoma kl. 11.00. Esther og Anne Gurine stjórna og tala. Hjálpræðissamkoma kl. 20.00. Reidun og Káre Morken stjórna og tala. Mánudag kl. 16.00: Heimila- samband. Rekbekka Bjarnadótt- ir talar. Allir velkomnir. Ungt fótk Mtiiia YWAM - ísland Samkoma I Breiöholtskirkju í kvöld kl. 20.30. Friðrik Schram predikar. Mikill söngur, lofgjörð og fyrirbænir. „Meistarinn er hér og vill finna þig". Jóh. 11:28. \~ V~~ t7 KFUM Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00 við Holtaveg. Kristniboðs- dagurinn, „Sjá ég hef látið dyr standa opnar fyrir þór." Op. 3:7-13. Ræða og frásögn af Eþíópíuför: Gísli Arnkelsson og Katrín Guð- laugsdóttir. Allir velkomnir. AUíVwkka 2 • Kcipitvogur Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30. Þriðjudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Laugardagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Fimir fætur Dansæfing verður í Templara- höllinni við Eiríksgötu í kvöld 13. nóv. kl. 21.00. Allir velkomn- ir. Upplýsingar í síma 54366. Heilun-fræðsla Hjálpa aö komast að rót sjúk- dóma og leysa þá upp. Áruteikn- un - leiðsögn, tvö form. Verurnar/ljósorkumyndir: Að vera/skilja sinn æðri tilgang. Halla Sigurgeirsdóttir, fræöslu- og heilunarmiöill, sími 91-43364. Hallveigarstíg 1 •simi 614330 Dagsferð sunnudaginn 13. nóvember Kl. 10.30 Grindavíkurgjá. Gengið verður um Grindavík- urgjá á Strandarheiði. Brottför frá BSÍ bensínsölu. Kvöldferð föstudaginn 18. nóvember Kl. 20.00 Tunglskinsganga. Dagsferð sunnudaginn 20. nóvember Kl. 20.30 Kjalarnestangi. Aðventuferð í Bása Helgina 25.-27. nóvember er aðventuferð í Bása. Fararstjórar Anna Soffía Óskarsdóttir og Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir. Vegna mikillar aðsóknar óskast pantanir staðfestar/sóttar sem fyrst og eigi síðar en mánudag- inn 2Tmóvember. Ljósmyndasamkeppni Minnt er á að skilafrestur er til 15. nóvember vegna Ijósmynda- samkeppni um forsíöumynd á ferðaáætlun Útivistar 1995. Útivist. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Miðvikudagur 16. nóvember Myndakvöld Ferðafélagsins Næsta myndakvöld Ferðafé- lagsins verður í Breiðfirðinga- búð, Faxafeni 14 (nýr og góður staður í nágr. Ferðafélagshúss- ins). Myndakvöldlð hefst stund- víslega kl. 20.30 Fyrir hlé sýnir Ólafur Sigurgeirsson myndir úr sumarleyfisferð (júlf sl. um Suð- urfiröina á Austurlandi og úr styttri feröum í nágrenni Reykja- vlkur. Eftir hlé sýnir Berþóra Sig- urðardóttir frá Álftavatni, um- hverfi Hólmsár og Rauöabotni. Einnig sýnir hún myndir frá nágr. Matterhorns í Sviss. Góðar kaffi- veitingar í hléi. Fjölmennið á skemmtilega myndasýningu. Allir velkomnir, félagar sem aðr- ir. Ferðafélag fslands. fomhjólp Almenn samkoma í Þríbúöum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16.00. Fjölbreyttur söngur. Samhjálp- arkórinn tekur lagið. Vitnisburð- ir. Barnagæsla. Ræðumaður Óli Ágústsson. Kaffi aö lokinni sam- komu. Allir velkomnir. TIL MINNIS: Þriðjudagur: Hópur A kl. 19.15, hópur B kl. 20.45. Miðvikudagur: Viðtöl ráðgjafa kl. 10-16. Fimmtudagur: Tjáning kl. 19.00, bænastund kl. 20.15. Samhjálp. <€ Ný viðhorf í Gerðubergi Anna Carla Ingvadóttir miðill heldur fræðsluerindi um miðlun, miðilsskap og fyrri líf í Gerðu- bergi, A-sal, kl. 20 mánudags- kvöldið 14/11 á vegum tímarits- ins Nýir tímar. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Fundargjald 500 kr. Upplýsingar hjá tímaritinu Nýir tímar í síma 813595. Anna Carla Ingvadóttir verður gestur Kristjáns Einarsson í Lífs- lindinni á Aðalstöðinni FM 90,9 kl. 22 sunnudagkvöldið 13/11. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Dagsferðir sunnudaginn 13. nóvember -Brottför kl. 13.00 1. Gengið á Vffilsfell (655 m) móbergsfjall suðaustur af Sand- skeiði, á mörkum Árnes- og Gullbringusýslna. Gangan upp fjallið gæti tekið tæpa tvo tíma. 2. Hellaskoðunarferð - Dauðadalahellar, sem eru í Tví- bollahraunl (Dauöadal) vestan við Grindaskörð. Verð aðeins kr. 1.000 í báðar feröirnar. Frítt fyr- ir börn með fullorðnum. Ath. hafið með Ijós. Brottförfrá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin, og Mörkinni 6. Föstudaginn 18. nóvember verður kvöldferð á fullu tungli (stutt gönguferð) og er brottför kl. 20.00. Pantiö tímanlega í aðventuferð til Þórsmerkur, tveggja daga ferð 26.-27. nóvember nk. Ferðafélag fslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.