Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						^
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994  29
t
KAR
9-*
Morgunblaðið/Omar
Mikil óvissa um framtíð í AV
STJÓRN íslenskra aðalverktaka er þannig skipuð:
Arni Grétar Finnsson, formaður, Ragnar Halldórsson
ojr j ón Sveinsson, allir þrir fulltrúar rikisins, Harald-
ur Einarsson og Páll Gústafsson, sem eru fulltruar
Sameinaðra verktaka í stjórn í A V og á Páll einnig
sætí í stjórn Sameinaðra verktaka, og Jakob Bjarna-
son, sem er fulltrúi Regins hf. í stjórn IA V og ájafn-
framt sæti í st jórn SV.
Arni Grétar Finnsson, stjórnarf ormaður íslenskra
aðalverktaka, sagði m .a. þegar ég talaði við hann í
gær: „Eins og sjá má af verkefnalista okkar, þá eru
Islenskir aðalverktakar að vinna mikið átak i mark-
aðs- og verkefnaöflun, bæði hér heimaog erlendis."
Arni Grétar sagði, að það að breyta íslenskum aðal-
verktökum i almenningshlutafélag, eins og er yfirlýst
markmið utanríkisráðherra frá J>ví að ríkissjóður eign-
aðist meirihluta í fyrirtækinu, væri um þessar mundir
i hálfgerðri biðstöðu. St jórn félagsins hafi metíð mál-
ið þannig, að fyrsta skrefið í þá átt værí að leysa
innrí vandamál Sameinaðra verktaka, þannig að
hlutabréf SV yrðu gjaldgeng vara. Þá yrði Hka að
liggja fyrir hver ætti að verða starfsvettvangur ÍAV
í framtiðinni.
„íslenskir aðalverktakar eru geysilega Sfhigt fé-
lag, sem nú er að meirihluta í eigu ríkisins. Ég tel
að það eigi að nota það fjármagn, sem til er í félag-
inu og við höf um yfir að segja, til þess að byggja
hér upp ðflugt atvinnulíf," sagði Arni Grétar.
Arni Grétar bendir á að óvissan um framtíðarverk-
efni Aðalverktaka á Keflavíkurflugvelli sé mjög
mikil og því geti varla taUst skynsamlegur kostur
að einblina á verktöku fyrir varnarliðið og ekkert
annað. „Þarna starfa fleiri hundruð manns og hafa
gert í áratugi. Hvað verður um þetta fólk ef fyrirtæk-
ið leggur upp laupana og ekkert er hugað að fram-
tíðinni?" spyr Arni Grétar Finnsson.
i   verið ráðstafað, samkvæmt stjórnar-
samþykkt ÍAV um að verja allt að
í   300 milljónum króna til atvinnuupp-
,   byggingar og nýsköpunar í atvinnu-
málum á Suðurnesjum.
T    Stærsti hluti þeirrar fjárhæðar fór
í kaup á skipinu Aðalvík, 170 milljón-
í   ir króna, sem er leigt Stakksvík hf.
fyrir 20 milljónir króna á ári. Þá er
ÍAV  nú  stærsti  eignaraðilinn  að
Heilsufélaginu við Bláa lónið hf. og
i  hefur lagt til félagsins 42 milljónir
i  króna, þar af 20 milljónir króna í
c   vinnuframlagi.
Auk þess hafa ÍAV lagt lægri fjár-
3 hæðir í fjölmörg verkefni á Suður-
r nesjum, á bilinu 2 til 16 milljónir
í króna. Enn er óráðstafað um 34
r   milljónum króna og í erindi Jóns kom
+
fram að líklega yrði þeirri fjárhæð
eða hluta hennar ráðstafað í gerð
fríiðnaðarsvæðis á Suðurnesjum,
þegar og ef í það verður ráðist.
Oháð ofangreindum verkefnum,
hafa íslenskir aðalverktakar gert
samning við olíufélögin þrjú hér á
landi um byggingu gasstöðvar í
Straumsvík. Gert er ráð fyrir að
Aðalverktakar byggi og eigi stöðina,
sem áætlað er að kosti um 170 millj-
ónir króna. Olíufélögin þrjú munu
síðan leigja stöðina af Aðalverktök-
um til sameiginlegra nota næstu ár
og greiða á milli 13 og 14 milljónir
króna í leigu á ári, auk þess sem þau
annast allt viðhald og gjöld vegna
stöðvarinnar.
Þá gerði Jón grein fyrir þátttöku
ÍAV í ýmsum verkefnum og hlutafé-
lögum á erlendri grund, svo sem f
Litháen, Þýskalandi, Bandaríkjunum
og^Asíu, nánar tiltekið Víetnam.
ÍAV stofnuðu í desember í fyrra,
í samvinnu við Ármannsfell, Ger-hf.
þar sem ÍAV leggja fram 8 milljónir
í hlutafé, sem er 80% hlutafjárins,
og Ármannsfell 2 milljónir króna,
20% hlutafjárins.
Félagið stofnaði dótturfélag i
Þýskalandi, Ger GmbH, sem keypti
lóðir í Stuttgart og byggði fjórar
íbúðir, svonefnd „Permaform" hús,
sem nú hafa verið seld og verða sölu-
samningar.frágengnir nú á mánudag,
samkvæmt nýfengnum upplýsingum
frá Þýskalandi.
Því verður fljótlega ákveðið að
ráðast í næsta byggingaráfanga, í
Þýskalandi, á vegum Ger GmbH. í
hverjum áfanga verður bygging 20
íbúða, samskonar og þeirra fjögurra
sem reistar voru á þessu ári í til-
raunaskyni. Ætlunin er að verkið
verði í umsjón íslenskra iðnaðar-
manna frá íslenskum aðalverk-
tökum og Ármannsfelli.
Forvitnilegt er að staldra örlít-
ið við verkefni íslenskra aðalverk-
taka í Bandaríkjunum, nánar tiltek-
ið, Miami í Flórída. ÍAV á 70% í BVB
hf., eða 14,7 milljónir króna, Byggða-
verk hf. á 12%, Rósakot hf. 12% og
Akkur hf. 6%. BVB á svo 75,1% í
bandarísku   verktakafyrirtæki   á
Flórídasvæðinu,  Roofcraft  Inc,  á
móti Bandaríkjamanninum David
Jones, sem á 24,9%.
Fyrirtækið hefur sérhæft sig
í þakviðgerðum og nýbygg-
ingum þaka. ÍAV hafa m.a.
k  kynnt sér möguleika á að
markaðssetja  íslenska
byggingatækni     á
svæðum  þar  sem
fellibylir valda usla í
Bandaríkjunum, en
hefðbundin íslensk
hús myndu stand-
!  ast. Talið er að
markaður  fyrir
{ slík hús geti ver-
ið mikill, meðal
efnameiri kaup-
enda í Flórída.
Nú hefur ver-
ið stofnað dótt-
urfélag      í
Flórída, Iceland
Prime Technol-
ogies, og í gegn-
um það hafa ver-
ið keyptar fimm
lóðir á eftirsóttum
stað á Miami svæð-
inu, þar sem ætla
má að hvert hús geti
selst á um eða yfir eina
milljón dollara. Lóðirn-
ar voru keyptar á 1,4
milljónir dollara, eða á 96
milljónir króna, sem IAV
lána þessu dótturfélagi.
íslenskir     aðalverktakar
segja, að fasteignasalar meti það
svo, að lóðirnar á Miami svæðinu
hafi þegar hækkað um 10%-15% í
verði frá því þær voru keyptar, en
félagið telur samt sem áður,  að'
áhugaverðari og arðvænlegri kostur,
sé að byggja húsin á Miami og selja
svo. Tæknimenn ÍAV vinna nú að
nánari útfærslu á þeim húsagerðum
sem til greina koma.
HeH með mörg járn í eldinum
Annar mjög svo forvitnilegur þátt-
ur í landvinningastarfsemi Islenskra
aðalverktaka, er tvímælalaust sú
starfsemi, sem félagið á aðild að í
Saigon, Víetnam, með þriðjungs hlut-
afjáreign í HeH International.
Hér er um að ræða samstarfsverk-
efni með Hauki Harðarsyni, arkítekt,
víetnömskum starfsbróður hans og
félaga, Trieu Hoang, en þeir eru
frumkvöðlar að stofnun félagsins, og
verkfræðistofunnar Ferlis hf. Hlutafé
HeH er þrjár milljónir króna og skipt-
ist jafnt á milli ÍAV, arkítektanna
og Ferlis.  -
Trieu Hoang er fæddur og uppal-
inn í Saigon, en menntaður í Banda-
ríkjunum. Hann og Haukur Harðar-
son námu saman arkítektúr í Chicago
og hafa verið vinir og samstarfsmenn
síðan. Þeir reka m.a. arkítektastofu
saman hér á landi.
Það sem einkum mun gera Trieu
Hoang svo éftirsóknarverðan sam-
starfsaðila í Víetnam fyrir íslending-
ana, er sú staðreynd, að hann mun
hafa mikil og góð tengsl innan stjórn-
kerfisins í Víetnam og eiga betri
möguleika á því en útlendingar að
greiða fyrir ýmiskonar viðskiptum
og samböndum.
HeH hefur kannað möguleika þess
að byggja hótel á lóð sem er mjög
miðsvæðis í Saigonborg og hefur
raunar tryggt sér einskonar fornýt-
ingarrétt á lóðinni, sem varir í þrjá
mánuði. Staðsetning lóðarinnar er
talin vera feykilega eftirsóknarverð
fyrir hótelrekstur.
ÍAV lánuðu félaginu 100 þúsund
dollara, til þess að gera svokallaða
hagkvæmniathugun á siíkri bygg-
ingu. HeH hefur nú hlotið norrænt
lánsloforð upp á 11 milljónir króna,
sem verður annað hvort styrkur eða
lán, sem ræðst af næstu skrefum.
Eða með öðrum orðum, þótt ÍAV -
hafí lánað tæplega 7 milljónir króna
til verksins, þá tryggir þetta víkjandi
lánsloforð það, að ÍAV fær lánið
endurgreitt frá HeH, burtséð frá því
hvert framhaldið verður.
Það er Nordisk Projekt Export
Fond sem veitir HeH þennan styrk,
sem er þess eðlis, að hann verður
endurgreiddur, ef í verkið verður
ráðist, en ef það gengur ekki upp,
getur HeH farið fram á niðurfellingu
skuldarinnar.
Kostar um 14 milljarða króna  ____
Niðurstöður þessarar hagkvæmn-
iathugunar munu hafa verið afskap-
lega jákvæðar. Ef af yrði, er um
geysilega stórt verkefni að ræða, eða
upp á um það bil 200 milljónir doll-
ara, sem er nálægt 14 milljörðum
króna. Augljóslega er slíkt verkefni
mun stærra verkefni en ÍAV myndu
nokkurn tíma ráðast í upp á eigin
spýtur.
En ekki er þar með sagt, að ís-
lenskir aðalverktakar gætu ekki orð-
ið, í gegnum eignaraðild sína að
HeH, samstarfsaðilar Víetnama að
slíku verkefni, finnist fjárfestar, sem
annað hvort vilja fjármagna verkefn-
ið eins og það leggur sig, í samvinnu
við HeH og Víetnama, eða hreinlega
kaupa „projektið" eins og það liggur
fyrir nú, þ.e. fornýtingarrétt lóðar-
innar og hagkvæmnikönnunina.
Finnist fjárfestar, sem yænlegt
væri að starfa með, gætu íslenskir
aðalverktakar hugsanlega tekið að
sér eftirlit með framkvæmdum og
umsjón með útboðum og öðru. Þá
mun Hyatt-hótelkeðjan hafa lýst
miklum áhuga á því að reka slíkt
hótel, ef það verður byggt, þótt áhugi
keðjunnar á fjárfestingunni sem
slíkri sé takmarkaður.
Gera forsvarsmenn ÍAV og HeH
sér vonir um að umtalsverð arðsvon
geti legið í þátttöku í slíku verkefni.
Vonir standa til að málin hafi skýrst
fyrir áramót.
HeH hefur einnig haft forgöngu
um að ýmsir islenskir aðilar eru nú
að skoða möguleika á verkefnum og
samstarfi í Víetnam og eru bundnar
miklar vonir við starfsemi þessa fé-
lags, samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins. Markmið HeH með und-
irbúnings- og markaðsvinnu sem
þessari, er að selja þjónustu sína
gegn hlutafé í samstarfsverkefnun-
um, ef þau ganga upp.
SHísamstarfviðVíetnama? ,  -
Meðal þess sem HeH hefur í haust
verið að kanna, í samráði við Sölum-
iðstöð hraðfrystihúsanna, sem sendi
fulltrúa til Víetnam í septembermán-
uði, er hvort möguleiki sé á, að koma
á samstarfi SH við Víetnama, um
útgerð, rækjuvinnslu, uppsetningu
gæðakerfa, og að SH tæki að sér
umboðssölu á frystum sjávarafurðum
Víetnama.
Rætt er um í þessum efnum að
koma á samstarfi SH, víetnamska
sjávarútvegsráðuneytisins       og
stærsta sjávarútvegsfyrirtækis Víet-
nam, Sea Prodex. Raunhæfir mögu-
leikar eru taldir á, að af slíku sam- .
starfi SH og Víetnama geti orðið.
Er einnig talið líklegt að niðurstaða
fáist í þessum efnum fyrir árslok.
Enn er ótalin könnun HeH á því
í Víetnam, hvort hægt er að koma á
samstarfi Víetnama og íslenskra
tölvufyrirtækja, en þar mun, að sögn
vera nokkurn veginn óplægður akur
enn qg moguleikarnir í samræmi við
það. Islensk tölvufyrirtæki hafa sýnt
slíkum möguleikum umtalsverðan
áhuga, samkvæmt upplýsingum mín-
um.
í erindi Jóns Sveinssonar kom
fram, að þær fjárhæðir sem íslenskir
aðalverktakar hafa lagt af mörkum
til verkefnaleitar erlendis, í formi
hlutafjár og lóðakaupa, eru samtals
um 140 milljónir króna og þar af
vega lóðakaupin á Miami í Flórída
langþyngst. Ekkert fé hefur enn tap-
ast I þessum athugunum, að sögn
Jóns og hann telur litla hættu á að
svo fari.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56