Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir Flokksráðsfundur Sj álfstæðisflokksins Á FLOKKSRÁÐSFUNDI Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var í gær, var fjallað um atvinnu, kjara- og efnahagsmál. Davíð Oddsson forsætisráðherra ávarpaði fundinn og Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra kynnti drög að stjórnmálaályktun. í lok fundarins var stjórnmálaályktun afgreidd. Hagnaður ISAL stefnir í 500 milljónir í ár HAGNAÐUR ÍSAL gæti stefnt í um 500 millj. kr. á þessu ári að óbreyttu, að sögn Rannveigar Rist, talsmanns fyrirtækisins. Hagnaður sé þó háður hækkunum á aðföngum eins og raf- magni og hvort heimsmarkaðsverð á áli haldist hátt. Um 6-8 ár taki að vinna upp taprekstur fyrirtækisins seinustu þijú ár. Heimsmarkaðsverð á áli hækkaði á föstudag í 1.975 dali, sem er hið hæsta sem fengist hefur í fjögur ár. „Það er erfitt að spá í nákvæmar tölur um hagnað þegar breytingar á markaðsverði eru jafn örar og nú, en ljóst er að miklu bjartara er fram- undan en verið hefur og við verðum örugglega með hagnað í ár,“ segir Rannveig. I fyrra var tap á rekstri fyrirtækisins. Hún segir að reynsla ÍSAL sé „því miður“ sú að aðföng hækki í kjölfar hækkandi markaðs- verðs á áli. Fækkað í æðstu stjórn Verið framleiðir nú um 97 þúsund tonn á ári með fullum afköstum en Rannveig segir gælt við að ná 100 þúsund tonna markinu. Ýmis tækni- leg vandkvæði séu því samfara, svo sem það að kerskálar eru byggðir yfir tiltekna stærð af kerum og erf- itt að stækka þá. Hugsanlega sé þó hægt að ná aukningu með því að stækka rafskaut og hækka straum til að ná meira magni úr hveiju keri. Skipulagsbreyting verður í stjórn- unarstöðum hjá ÍSAL um áramótin og fækkar deildarstjórum úr 6 í 5 en þeir voru 8 til skamms tíma. Rannveig segir þessar aðgerðir hluta af hagræðingu í rekstri. Sama gerist hjá verkamönnum og iðnarmönnum fyrirtækisins þar sem ekki sé ráðið í stöður þeirra sem hætta. Innbrota- hrina upplýst LÖGREGLAN í Hafnarfirði hefur upplýst fjölda innbrota sem framin hafa verið í bænum frá því um síðustu helgi. Sí- brotamaður, sem var staðinn að verki við innbrot í vikunni, hefur játað að hafa borið ábyrgð á þeim. Meðal annars hafði maður- inn, sem fyrir nokkrum miss- erum hlaut langan fangelsis- dóm vegna fjölmargra innbrota, brotist inn í rafbúð við Álfa- skeið, einbýlishús í bænum, skóla og nokkur fyrirtæki. Alls játaði hann sjö innbrot og hefur mikið af þýfinu komist til skila, að sögn lögreglu. Hnífstunga á Njálsgötu MAÐUR var stunginn tvívegis með hnífi í húsi við Njálsgötu um klukkan 10 í gærmorgun. Mestu áverkar hans voru á handlegg. Kona sem kunn er af óreglu er grunuð um verkn- aðinn. Ekki var búið að handsama konuna um kl. 15 í gær en lög- reglan í Reykjavík átti von á að það tækist innan skamms. Rannsóknarlögreglan fer með rannsókn málsins og sagði talsmaður hennar í gær að fórn- arlambið sem er á sextugsaldri væri á slysadeild og ekki talinn hættulega slasaður. Leggja ekki trú á hrak- spár um loðnubrest ÞÓRÐUR Jónsson, rekstrarstjóri SR-mjöls, og Sveinn Hjörtur Hjart- arson, hagfræðingur LÍÚ, segja of snemmt að segja til um hvort mælingar Hafrannsóknastofnunar á hryggingarloðnu standist, enda hafí þær verið stopular vegna veðurs og ekki náð yfír eins stórt leitar- svæði og ráð var fyrir gert. Fiskifræðingar setji sjálfír fyrirvara við þær tölur að um helmingi minna sé af loðnu í sjó en áður var talið og „vægast sagt þykir mér ólíklegt að svo verði,“ segir Þórður. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson ALLT bendir til að Muni frá Ketilsstöðum verði seldur úr landi. Eigandinn, Sveinbjörn Sævar Ragnarsson, situr hestinn. Gæðingnr líklega á leið úr landi Jón Reynir Magnússon, fram- kvæmdastjóri SR-mjöls, segir Ijóst að erfíðara verði að ná loðnu ef ver- tíð styttist, en menn bíði átekta þar til ný loðnuleit fer fram eftir ára- mót. Búið hafi verið að fínna mikla loðnu í fyrri leitum sem standi að baki ríflega 630 þúsund tonna bráðabirgðakvóta íslendinga og fyrri áformum um að hann yrði um millj- ón tonn, og ósennilegt sé að svo mikið sé horfið. Jón Reynir segir að rætist hrakspárnar hins vegar sé staða fyrirtækisins ágæt vegna veiði á þes'su ári, og eigi það að geta stað- ið af sér nokkurn brest ef hann er ekki langvarandi. Alvarlegt mál „Við höfum aflabrest sem mögu- leika í stöðunni eins og við þurfum alltaf að gera, því óvissan er söm við sig, og á þeim forsendum er ekki hægt að segja að fregnirnar komi okkur á óvart. Séu spárnar hins vegar réttar, er það ákaflega alvarlegt mál sem gjörbreyta myndi öllum þeim forsendum sem við höf- um miðað við, þ.e. að veiði verði mikil,“ segir Þórður. Hann kveðst telja að fari illa, velti hagur fyrirtæk- isins meðal annars á verðlagsþróun, hversu mikið af afla fyrirtækið fái til vinnslu og hvert verð til skipa verður. Fyrirtækið muni ekki breyta áætlunum sínum á þessari stundu en lögð verði áhersla á loðnufryst- ingu verði kvótinn takmarkaður. Gífurlegt tekjutap Sveinn Hjörtur Hjartarson tekur undir að mikil óvissa sé samfara útreikningum Hafrannsóknastofn- unar eins og fram hafi komið, og þær séu ekki í samræmi við eldri niðurstöður. Menn hafí miklar vænt- ingar um að loðnan bregðist ekki í þeim þorskbresti sem nú ríkir, og vilji helst ekki trúa því'fyrr en á reynir. „Enn sem komið er tel ég ekki ástæðu til að örvænta, fyrst rann- sóknin er ekki fullkomin," segir Sveinn. Miklir hagsmunir séu í húfí, eins og sjáist best á að á loðnu velti um 10% af áætluðu útflutningsverð- mæti sjávarafurða, eða um 7-8 milljarðar króna. Hvert loðnutonn upp úr sjó gefi í kringum 4 þúsund krónur og um 8 þúsund krónur sem fullunnin afurð, þannig að missir 100 þúsund tonna þýði um 800 milljóna króna tekjutap fyrir þjóðarbúið. Verði loðnuafli helmingj minni en áætlað hefur verið, yrði tekjutap því um fjórir miiljarðar króna. MIKLAR líkur eru á að gæðingurinn landskunni Muni frá Ketilsstöðum verði innan tíðar seldur úr landi. Svíinn Göran Montana gerði fyrir skömmu tilboð í hestinn sem eigand- inn, Sveinbjörn Sævar Ragnarsson, sagðist hafa tekið og hefði hesturinn farið í læknisskoðun þannig að bolt- inn væri nú hjá Svíanum. Göran Montana er sá hinn sami og hafði keypt gæðingnum Gými frá Vindheimum. Virðist hann því stað- ráðinn í að eignast úrvals gæðing en báðir þessir hestar, Gýmir og Muni, eru af flestum taldir í algerum sérflokki hvað gæðingskosti varðar. Sveinbjörn Sævar sagði að hann teldi hestinn ekki seldan fyrr en búið væri að ganga frá öllum málum en það skýrðist væntanlega á næstu dögum. Ekki vildi hann gefa upp tilboðsupphæðina. Korpúlfsstaðir ► Útdráttur úr bókinni Korpúlfs- staðir-Saga glæsilegasta stórbýlis á íslandi. Hér segir frá því er Thor Jensen ræðst í framkvæmd- irnar á Korpúlfsstöðum./lO Svindlað í góðærinu ►Fjársvikamálið mikla í Færeyj- um og skollaleikurinn sem fær- eyskir og danskir skattgreiðendur hafa mátt borga brúsann af. /12 Tímamót ►Ríkisendurskoðun stendur um margt á krossgötum eftir úttekt hennar á heilbrigðis- ogtrygg- ingaráðuneytinu og þykir hafa treyst stöðu sína í stjómsýslunni. Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi situr fyrir svörum um starfshætti og hlutverk stofnun- arinnar. /14 Fráleitt að rányrkja IMorðmanna komi þeim til góða ►Rætt við Gunnar Flóvenz, for- mann stjórnar Síldarútvegsnefnd- ar, um norsk-íslenska síldarstofn- inn og fleira./16 í f ótspor feðranna ►Um þessa helgi eru liðin sjötíu ár frá því að Einar ríki Sigurðs- son hóf atvinnurekstur í Eyjum. Rætt er við son hahs Sigurð Ein- arsson, framkvæmdastjóra ísfé- lags Vestmannaeyja./18 Galdur í lausu lofti ► Kínverska ríkisfjölleikahúsið er komið til landsins og strax á mánudag hefjast sýningar 50 liðamótalausra og orkuhlaðinna listamanna./20 B ► 1-28 Allir með ►Húsnæðismál fatlaðra eru hér í brennidepli, en í þeim efnum hafa ýmsar breytingar átt sér stað. Nú er talið að miklu skipti að fatlaðir hafi venjulega íbúð og fái sem mestan stuðning til að vera í heimahúsi og utan við stofnanakerfið./l Rússneskt reisubók- arbrot ►Út er komin bókinn Krummi - Hrafns saga Gunnlaugssonar. Birtist stuttur kafli úr bókinni þar sem Hrafn segir frá eftirminni- legri ferð nokkurra íslendinga á kvikmyndahátið í gömlu Sovét- ríkjunum./6 Hoppað, dansað, sungið ► Sigríður Þ. V algeirsdóttir segir frá rannsóknum sínum á sögu dansins hér á landi./14 BÍLAR_____________ ► 1-4 Vélhjólakappakstur ►íslendingar á verðlaunapalli í keppni á Englandi./2 Reynsluakstur ►Opel Vectra, rúmgóður og ríku- lega búinn./4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir I/2/4/5/6/8/9/bak Bréftilblaðsins Velvakandi 34 36 Leiðari 24 Fólk i fréttum 38 Helgispjall 24 Bló/dans 40 Reykjavíkurbréf 24 fþróttir 44 Minningar 26 Útvarp/sjónvarp 46 Myndasögur 34 Dagbók/veður 41 Brids 34 Mannlifsstr. 8b Stjömuspá 34 Kvikmyndir 12b Skák 34 Dægurtónlist 13b INNLENDAR FRÉTTIR: 2—4—5—8—9—BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-6 1 I I I í i 1 { I I C C i i I < ( ( ( ( I ( 'I < ( I (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.