Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1994 5 FRETTIR Síminn 80 ára í Mýrdalnum Fagradal. Morgunblaðið í HAUST eru liðin 80 ár frá því að síminn kom fyrst í Mýrdal. Af því tilefni setti Póstur og sími í Vík upp sýningu á gömlum sí- matækjum á símstöðinni og voru þau elstu frá árinu 1914. A sýningunni mátti sjá athygl- isverða þróun sem orðið hefur á þessum áttatíu árum. Sigþór Sig- urðsson símaverkstjóri hefur um langt skeið safnað gömlum sím- tækjum sem voru til sýnis og fengið var að láni frá Byggða- safninu í Skógum skiptiborð sem notað var um langt árabil á sím- stöðinni. Talsímafélag stofnað Upphaf símanotkunar í Mýrdal má rekja til ársins 1914, en þann 13. nóvember stofnuðu nokkrir áhugamenn um simamál Tal- símafélag Mýrdælinga. Félagið samdi við Svein Þorláksson, stoðvarstjóra í Vík, um að annast rekstur og umsjón símans. Árið 1929 voru samþykkt á Alþingi lög um einkasímafélag samkvæmt áðurnefndum lögum og var Einkatalsímafélag Mýr- dælinga stofnað 22. apríl 1930. Upp úr 1940 tekur svo Landsím- inn yfir starfsemina og hefur hann séð um símann siðan. Frá upphafi fór öll símaþjón- usta fram í einu herbergi í húsi Sveins eða til ársins 1967 þegar nýtt símstöðvarhús var tekið í notkun. Sveinn gegndi starfi sím- stöðvarstjóra í Vík til ársins 1956 en þá tók Helga dóttir hans við starfinu og gegndi hún því tii 1. desember 1980 þegar Guðný Guðnadóttir, dóttir Helgu, tók við af henni og hefur hún gegnt því síðan. ♦ » ♦ Sviss Islensk verk á ljósmynda- sýningu Winterthur. Morgunbladið. BÖRKUR Arnarson og Svanur Kristbergsson eru meðal þátttak- enda í norrænni ljósmyndasýningu sem var opnuð í ljósmyndasafninu í Winterthur í Sviss 18. nóvember sl. Sýningin „Stranger than Paradise" var fyrst sett upp í International Center of Photography í New York. Steven Henry Madoff, ritstjóri „ART news“, valdi myndirnar. Hann sagði í sámtali við Morgunblaðið að verk Barkar og Svans hefðu orðið fyrir valinu af því að þau væru óvenjuleg og pössuðu vel inn í þema sýningar- innar. Madoff skoðaði verk eftir um 150 ljósmyndara þegar hann var að setja upp sýninguna. Hann valdi úr verk eftir tuttugu listamenn: fjóra Dani, fimm Finna, tvo Norðmenn, sjö Svía og tvo íslendinga, sem gera verkin saman. Madoff vildi sýna átök ljós- myndaranna við náttúruna, fjöl- skylduna og sig sjálfa á sýningunni. Börkur og Svanur eiga tvö verk, Sár 1 og III, í Winterthur, sem falla vel inn í náttúruhluta hennar. Það eru eikarkassar sem eru rammar utan um fjórar myndir. I öðrum er röntgenmynd af fugli, ljósrit af teikningu af fugli, fugl í kvoðu og lítið ljóð; innyfli er höndlað á sama hátt í hinum kassanum. Þriðja kass- ann af sýningunni í New York vant- ar. Hann fjallaði um fisk. Madoff sagði að það væri eina verkið sem hefur verið selt af listaverkunum sem voru á sýningunni í New York. Sýningin í Winterthur stendur til 8. janúar. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson SIGÞÓR með elnn af fyrstu farsímum sem notaðir voru hér. HELGA Sveinsdóttir fyrrv. símsljóri við gamalt skiptiborð. getur þú valið hvar þú kaupir þér brunatryggingu húseigna Við hjá Tryggingamiðstöðinni önnumst brunatryggingar þínar ásamt öllum öðrum tryggingum. Nánari upplýs- ingar færðu hjá starfsfólki Tryggingamiðstöðvarinnar og umboðsmönnum um allt land. Notaðu tækifærið og veldu hvar þú tryggir húseign þína. Skilafrestur uppsagna er til 30. nóvember næstkomandi. * H:Með nvjum lögum um brunatryggingar húseigna (iðlast húseigendur rétt til þess að ákveða hvar þeir brunatryggja húseignir sínar frá og með 1. janúar 1995. TRYGGINGA MIÐSTÖÐIN HF. - þegar mest á reynir! Aðalstræti 6-8,101 Reykjavík, sími 26466. YDDA/SÍA F16.9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.