Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6    SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER/1994
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Aðild Svíþjóðar, Finnlands og hugsanlega
Noregs að Evrópusambandinu mun ekki
bara hafa í för með sér miklar breytingar
í þessum ríkjum. Steingrímur Sigurgeirs-
son segir að hún muni einnig breyta Evr-
ópusambandinu þó að það verði ekki með
jafnróttækum hætti.
JACQUES Delors, forseti framkvæmdastíórnar ESB, var hin ánægðasti og veifaði sænskum
fána því til staðfestíngar, er úrslitín í þjóðaratkvæðagreiðslunni Iágu fyrir.
EF SVÍAR hafna aðild er
ekki nóg með að Þjóðverj-
ar verði vonsviknir. Þeir munu
teljaTsig hafa verið svikna," sagði
sendiherra Svíþjóðar í Bonn í sam-
tali við sænskt dagblað um síðustu
hehjn. Minnti hann á að Þjóðverjar
hefðu haft mikil afskipti af aðild
Norðurlandaþjóðanna að ESB.
Þjóðverjar hefðu hvatt Norður-
löndin til að sækja um aðild og
síðan lagt sitt af mörkum til að
nauðsynlegar málamiðlanir næð-
ust í aðildarviðræðunum.
Það var á þingi Norðurlanda-
ráðs í mars 1992 sem Helmut
Kohl kanslari Þýskalands bauð
öllum EFTA-ríkjunum að sækja
um aðild að Evrópubandalaginu
(eins og það hét þá). Sagði Kohl
að Norðurlöndin væru nátengd í
menningarlegu og viðskiptalegu
tilliti og gætu miðlað af dýrmætri
reynslu sinni.
Mörg önnur aðildarríki Evrópu-
sambandsins hafa ekki verið jafn-
áfjáð í aðild Norðurlandanna og á
það ekki síst við um ríki í suður-
hluta álfunnar.
Ástæðurnar eru augljósar. Með
aðild Norðurlandanna færist
þungamiðja sambandsins í norð-
urátt og aðrar áherslur verða
áberandi í ' samstarfinu. Fyrstu
viðbrögð margra þýskra stjórn-
málamanna og stjórnmálaský-
renda voru líka einmitt að fagna
því að með aðild Svíþjóðar [og
Finnlands] næðist betra ,jafn-
vægi" innan ESB, líkara hinu
sögulega jafnvægi álfunnar. Aug-
ljóst er einnig að Þýskaland mynd-
ar miðju hins nýja jafnvægis-
ástands.
Staða Þjóðverja mun líka
styrkjast til muna er ríki í austur-
hluta Evrópu fá aðild að Evrópu-
sambandinu. Það Evrópusamband
sem þá verður til staðar mun
hugsaniega eiga fátt sameiginlegt
með Evrópusambandi þeirra tólf
Hvað breytíst
með Svíum?
ríkja sem nú mynda það.
En hverju munu Norðurlöndin
breyta? í fyrsta lagi munu þau
láta meira af hendi peningalega
til Evrópusambandsins en þau fá
til baka f gegnum styrkjakerfi
þess. Það má því búast við að þau
muni berjast fyrir ráðdeild og
gegn spillingu innan ESB. I öðru
lagi verða pólitískar áherslur
þeirra eflaust í flestu líkari
áherslum Þjóðverja og jafnvel í
einhverjum tilvikum Breta en
Suður-Evrópuþjóðanna. Stefnu-
mið þeirra verða eflaust jarð-
bundnari og praktískari en sú
háfleyga Evrópuhugmyndafræði,
sem nú ræður ríkjum. Til lengri
tíma litið mun það hafa mikil
áhrif á þróun ESB.
Svíar vega þyngst
En þó að minnsta kosti þrjú og
hugsanlega fjögur EFTA-ríkjanna
gangi í ESB um næstu áramót
er það ákvörðun Svía um síðustu
helgi, sem mun koma til með að
hafa mest áhrif. „Með allri virð-
ingu fyrir Finnum, Norðmönnum
og Austurríkismönnum," segir
danska blaðið Berlingske Tidende
í leiðara, „gerir efnahagslegur
styrkur og landfræðileg stærð
Svíþjóðar það að verkum að
ákvörðun sænsku þjóðarinnar
vegur þyngst." Blaðið bendir einn-
ig á að það sé athyglisvert fyrir
Dani að gera sér grein fyrir því
að ekkert hinna norrænu ríkjanna
fór fram á einhverjar undanþágur
frá Maastricht-samningnum í að-
ildarviðræðum við ESB. „Munu
Danir einnig í framtíðinni verða
sér á báti meðal norrænu þjóðanna
í evrópsku samhengi en nú með
öfugum formerkjum?" spyr leið-
arahöfundur Berlingske Tidende.
Franska blaðið Le Monde veltir
fyrir sér áhrifunum af aðild Sví-
þjóðar í forystugrein og segir enn
ekki ljóst hver þau komi til með
að verða. Bretar geti fagnað því
að enn eitt EFTA-ríkið bætist í
hóp ESB-ríkjanna. Jacques Del-
ors, forseti framkvæmdastjórnar
ESB, er sagður vona að Svíar
muni styðja áform sambandsins í
félags- og velferðarmálum en þó
gera nauðsynlegar breytingar á
eigin velferðarkerfi.
Fréttaritari annars fransks
dagblaðs, Libération veltir aftur á
móti fyrir sér hvaða Evrópusam-
bandi Svíar hafí samþykkt aðild
að. Spyr hann hvort að hugsan-
legt sé að Svíþjóð verði eitt þeirra
ríkja sem muni gera endanlega
út af við hugmyndina um sameig-
inlegan gjaldmiðil og hvort að
þeir muni verða talsmenn um-
hverfisverndarsjónarmiða í sam-
starfinu. Eða snýst áhugi þeirra
einungis um að tryggja sænskum
stórfyrirtækjum stærri markað?
spyr fréttaritarinn.
Evrópuumræðan að hefjast
Svíar sjálfir eru aftur á móti
rétt að byrja sjálfír á umræðunni
um það, fyrir hvaða málum þeir
muni beita sér fyrir innan Evrópu-
sambandsins. Til þessa hefur öll
orka sænskra stjórnmálamanna
farið í að sannfæra kjósendur um
að Evrópusambandsaðild sé annað
hvort æskileg eða óæskileg. Jafn-
vel í kosningabaráttunni fyrir
þingkosningarnar í september var
Evrópuumræðan lítt áberandi,
kannski ekki síst vegna þess að
stærsti flokkurinn, Jafnaðar-
mannaflokkurinn, var klofinn í
afstöðu sinni til málsins og vildi
ekki opinbera þann klofning um
of rétt fyrir kosningar.
Nú verður ESB-umræðan hins
vegar að-taka á sig aðra mynd.
Svíar eru komnir inn í Evrópusam-
bandið hvort semþeim líkar það
betur eða verr. Óháð því hvaða
afstöðu menn tóku í aðildarum-
ræðunni verða þeir nú að móta
stefnu sína í innri málum ESB.
Meira að segja Vinstriflokkur-
inn, sem hvað harðast barðist
gegn ESB-aðild, hefur nú ákveðið
að söðla alfarið um og vill gera
samkomulag við ríkisstjórn jafn-
aðarmanna um afgreiðslu þings-
ins á gjaldi Svía til ESB. „Þó að
við séum andstæðingar ESB-
aðildar berum við ábyrgð á því
að fjármögnunin verði eins góð
og réttlát og hægt er," segir Jo-
han Ixinnroth, varaformaður
flokksins. Þá ætlar flokkurinn að
berjast fyrir auknum völdum Evr-
ópuþingsins þó að hann hafi í
kosningabaráttunni lagst gegn
öllu yfirþjóðlegu valdi.
Það er afstaða Vinstriflokksins
að nú verði menn að sýna raunsæi
og taka þátt í uppbyggingu Evr-
ópusambandsins. Þeir stjórnmála-
menn sem ekki horfist í augu við
raunveruleikann séu dæmdir til
pólitísks áhrifaleysis.
Það verða samt jafnaðarmenn
í ríkisstjórn Ingvars Carlssons sem
munu hafa mest áhrif á Evrópu-
stefnu Svía fyrstu árin. Flokk-
urinn hefur aftur á móti ekki full-
mótað neina slíka stefnu. Nær
helmingur kjósenda flokksins
greiddi atkvæði gegn aðild og
margir þingmenn og jafnvel ráð-
herrar börðust gegn ESB. Helstu
stuðningsmenn aðildar í flokksfor-
ystunni tóku hins vegar höndum
saman með pólitískum andstæð-
ingum á hægri vængnum til að
reyna að knýja aðild í gegn. Það
er fyrst nú sem að menn geta
sest niður og samið „sænsku
stefnuskrána".
En hvað mun felast í henni?
Svíar hafa þegar lýst því yfir að
þeir hyggist berjast fyrir opnara
stjómkerfi innan ESB. Þá má
gera ráð fyrir að breið pólitísk
samstaða náist um það í landinu
að leggja áherslu á umhverfismál,
atvinnumál, kynjajafnrétti og
frekari fjölgun aðildarríkja.
Það verður aftur á móti að
koma í ljós þegar fram í sækir
hvort að Svíar verði hallari undir
sjónarmið Þjóðverja, Breta eða
Dana í Brussel og Strassborg.
Major endurnýj-
ar ráðgjafaliðið
London. The Daily Telegraph.
SARA Hogg, íormaður ráðgjafar-
nefndar um stefnu bresku stjórnar-
innar og náinn ráðgjafi Johns Maj-
ors forsætisráðherra, mun láta af
störfum um næstu áramót. Svo er
einnig með Jonathan Hill, pólitískan
aðstoðarmann Majors, en afsagnir
þeirra eiga að ryðja brautina fyrir
nýjum ráðgjafahópi með tillíti til
næstu þingkosninga.
Þótt Hogg og Hill láti af störfum
að eigin ósk, þá hafa þau verið gagn-
rýnd harðlega vegna þeirra mörgu
vandræðamála, sem stjórnin hefur
lent í, en þau hafa verið lykilmenn
í svokallaðri „eldhússtjórn" Majors.
Með brotthvarfi þeirra má heita, að
allt, gamla ráðgjafaliðið sé farið og
þingmenn íhaldsflokksins vona, að
nýir menn geti haldið betur á málun-
um.
I sumar er leið var skipaður nýr
blaðafulitrúi í Downíngstræti 10,
Christopher Meyer, og John Ward,
gamalreyndur þingmaður, kom í
stað Sir Grahams Brights sem Iengi
hefur séð um samskipti ráðuneytis-
ins og þingsins.
Major fór mjög fögrum orðum um
þau Hogg og Hill og sagði, að þau
hefðu átt mikinn þátt í kosninga-
sigri Ihaldsflokksins 1992. Hogg,
sem var áður efnahagsmálaritstjóri
The Daily Telegraph, vildi sjálf
hætta í tíma fyrir næstu kosningar
en hún hefur ekki verið í neinu uppá-
haldi hjá þeim hluta flokksins, sem
amast við Evrópusambandinu.
Reuter
Fanga athygli ferðamanna
SLÖNGUTEMJARAR í Colombo, höfuðborg Sri Lanka, reyna nú að
ná athygli ferðamanna í upphafi ferðamannatímabilsins á eynni. Þús-
undir ferðamanna, flestír frá Evrópu, koma á ári hverju til Sri Lanka;
Smuguveiðarnar
Þorskkvóti
skerðist um
25.000 tonn
O.sló. Morgunblaðið.
ÞORSKKVÓTINN í Barentshafi
hefði orðið 25.000 tonnummeiri á
næsta ári ef „sjóræningjaveiðarn-
ar" í Smugunni og á Svalbarða-
svæðinu hefðu ekki komið til, að
sögn norska blaðsins Aftenposten.
„Veiðarnar, meðal annars^ í
Smugunni, gera verjanlega nýt-
ingu auðlindanna ómögulega,"
sagði Gunnar Kjonney, deildar-
stjóri í norska sjávarútvegsráðu-
neytinu. „Við erum meðal annars
sammála um að auka eftirlitið á
fískveiðisvæðunum sem deilt er
um."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48