Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						8 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Morgunblaðið/Snævarr Guðmundsson
Sverðþokan í Orion
FROSTNÆTUR að undanfðrnu eru gósentíð
fyrir þá, sem áhuga hafa á að skoða stjörnurn-
ar, því að jafnan fylgir þeim að vel er stjörnu-
bjart. Snævarr Guðmundsson, sem er áhugamað-
ur um s^örnur, tók þessa mynd nýlega af svo-
kallaðri Sverðþoku í st jörnumerkinu Orion. Til
fróðleiks má geta þess að myndin er tekin í
gegnum 25 sm spegilsjónauka á 24 minútum.
Filman er venjuleg 400 ASA litfilma, en áður
en hún er notuð til slíkrar myndatöku, þarf að
undirbúa hana með því að hita hana upp í sér-
stöku gasi. Síðan er myndin hert upp í tölvu.
'áMÉ^Æ^Mííæ a
Eitt blað
fyrir alla!
- kjarni málsins!
Kirkiuvika 22.-30. október
18,3%
komu í kirkju
Kirkjuvika í Reykja-
víkurprófasts-
dæmi dagana
22.-30. október þykir
hafa tekist vonum fram-
ar. Vigfús Þór Árnason,
sóknarprestur í Grafar-
vogssókn og formaður
undirbúningsnefndar,
segir að megináhersla
hafi vérið lögð á að kynna
allt starf kirkjunnar.
„Okkur kom mest á óvart
og þótti skemmtilegast
hvað fólk virtist hissa á
hvað mikið starf á sér
stað í kirkjunni alla daga
vikunnar. Ég nefni for-
eldramorgna, mömmu-
morgna, æskulýðsstarf,
starf eldri borgara,
fræðslustundir, kyrrðar-
stundir og margt margt
fleira.
Við hófum vikuna um opnuaug-
lýsingu í Morgunblaðinu. Blaðið
vann auglýsinguna fyrir okkur
frítt og fjögur fyrirtæki styrktu
birtingu hennar, Auglýsingin, með
myndum af- kirkjunum, vakti
mikla athygli. Eins buðum við öll-
um 10 ára börnum sérstaklega í
kirkjuna og dreifðum boðskortum
á meðal kirkjugesta sunnudaginn
áður. Aðferðin sem hefur verið
kölluð Andrésaraðferð eftir Andr-
ési, sem tók alltaf einhvern með
sér til Jesú, felst í því að kirkju-
gesturinn er beðinn um að taka
með sér vin eða skyldmenni í kirkj-
una. Ég nefni að niðurstöður
könnunar í Bandaríkjunum hefur
leitt í ljós að kjarnar í félögum,
kírkjum sem óðrum, verða að 80%
hluta til með þeim hætti að ein-
hver tekur annan með sér," segir
Vigfús.
- Hvað tóku margir þátt í
kirkjuvikunni?
„Af 109.960 sóknarbörnum í
söfnuðunum lögðu 20.168 eða vel
yfir 18% leið sína í kirkjuna þessa
átta daga. Þá eru kirkjukórar og
annað tónlistarfólk, AA, Al-anon
og aðrir hópar er hittast í kirkj-
unni ekki taldir með. Ég er mjög
ánægður með aðsóknina því mér
þykir hún bera vott um að fjöldi
kirkjugesta fari vaxandi. Hana
má líklega að einhverju leyti rekja
til þess að messuformið hefur
orðið aðgengilegra fyrir fólk og
áherslan á fjölskylduna aukist.
Ég nefni sem dæmi að foreldrar
í minni sókn, sem er yngsta sókn-
in á höfuðborgarsvæðinu, sjá
kirkjustarf sem tækifæri til að
vera með börnum sínum eftir
annasama vinnuviku. Á sunnu-
daginn voru til dæmis ________
yfir 100 foreldrar og
400 börn í barnamess-
unni. Fermingarbörnin
eru annað dæmi. Þeg-
ar ég boða foreldra með ferming-
arbörnum sínum er mæting yfir-
leitt 99%. Eitthvað gæti vaxandi
aðsókn líka tengdst ástandinu í
heiminu. Þegar árferðið er erfið-
ara breytast lífgildin oft."
Vigf ús Þór Arnason
? Vigfús Þór Árnason er fædd-
ur 6. apríl 1946 í Reykjavík.
Vigfús lauk kennaranámi og
stúdentsprófi frá Kennaraskóla
íslands. Hann varð guðfræðing-
ur frá guðfræðideild Háskóla
íslands árið 1975 og stundaði
framhaldsnám í MUnchen og við
Berkley-háskóla í Kaliforníu.
Sóknarprestur á Siglufirði var
Vigfús á árunum 1976 til 1989.
Hann tók við starfi sóknar-
prests í Grafarvogi árið 1989.
Vigfús er kvæntur Elínu
Pálsdóttur deildarstjóra í fé-
lagsmálaráðuneytingu og eiga
þau þrjú börn.
framtíðinni. Með breytingunum í
fyrrverandi Sovétríkjunum og
Austur-Evrópu þykir ekki óeðli-
legt að fyrirtæki styrki það sem
gott er enda hafi þau getuna. Þyí
má heldur ekki gleyma að ýmis
fyrirtæki, eins og þessi fjögur,
styrkja starfsemi Hjálparstofn-
unnar kirkjunnar án þess að um
það sé talað."
- Hvað er á döfínni nú að
kirkjuviku lokinni?
„Ég get nefnt sem dæmi að
Ríkisútvarpið ætlar að sjónvarpa
almennri guðsþjónustu í dag,
sunnudag klukkan ellefu. Messan
var tekin upp hérna hjá okkur á
fimmtudaginn. Ég verð að játa
að mér var aðeins brugðið þegar
menn þaðan hringdu. Við hðfðum
aðeins 11 daga til æfínga fyrir
tónlistarfólkið. En þeir sogðu að
þetta ætti að vera hefðbundin
guðsþjónusta, ekki hátíðarmessa,
og allt fór að óskum. Mér fínnst
_________________ mjög jákvætt að koma
»_«_«._,_'-.....  svona til móts við kirkj-
Barnamessur una og þá sem ekki
Vinsælar    eiga heimangengt."
""""~"""""——— _ Ýmislegt sem hér
hefur borið á góma, t.d. fjármögn-
un auglýsingarinnarogsjónvarps-
messa, hljómar eins og afgerandi
skref kirkjunnar í átt til nutíma-
samfélagsins.
„Við lifum í nútímasamfélagi
- Þú sagðir áðan að fjögur  og kirkjan, hérna í borgarsamfé-
fyrirtæki hefðu styrkt auglýsingu  laginu, verður að átta sig á því
fyrir  kynningarvikuna.  Er það
ekki eitthvað nýtt?
„Stórfyrirtæki hafa gjarnan
birt auglýsingar í- safnaðarblöð-
um. En þau hafa ekki áður sýnt
stuðning sinn með þessum hætti.
Mér fínnst það hins vegar alls
ekki óeðlilegt með tilliti til þess
að að fjöldi sóknarbarna starfar
hjá þessum fyrirtækjum og þau
vilja gjarnan láta gott af sér leiða.
Ég nefni, til merkis um þennan
mikla vilja, að það tók mig aðeins
tuttugu minútur að 'fá jáyrði for-
stjóra fyrirtækjanna fjögarra. Ég
býst við að meira eigi eftir að
bera á styrkjum af þessu tagi í
að hún er ekki kirkjan í sveitinm
fyrir hálfri öld. Kirkjan er auðvit-
að íhaldssöm í eðli sínu og heldur
sig við 2.000 ára gamlan boðskap.
Um leið verður hún að hlusta á
rödd mannsins og taka tillit til
nútíma lífs. Sjónvarpið er stor
hluti af því og ég greini frá þvi í
predikunni að bandarísk fjölmiðla-
könnun hafi leitt í ljós að mennta-
skólanemar höfðu eytt meiri tíma
fyrir framan sjónvarpið en í skól-
anum. En í predikuninni geri ég
einnig kvikmyndina Forrest Gump
að umræðuefni. Kvikmyndin er
vinsæl og þemað afar athyglis-
vert."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48