Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12    SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Jens Kristian Vang
FÆREYSKIR rannsóknarlögreglumenn ráðast til atlögu að hluta þeirra skjala, sem gerð voru upptæk á miðvikudag.
Svindlaó í góiærinu
EKKI sér fyrir endann á um-
fangsmestu lögreglurann-
sókn, sem gerð hefur verið í
Færeyjum. Nú þegar hafa
rúmlega tuttugu manns verið kærð-
ir fyrir að svíkja fé út úr Færeysku
landsstjórninni, Skipasmíðasjóði
Danmerkur og öðrum lánastofnun-
um í tengslum við skipakaup á
níunda áratugnum og líklegt er að
þeim fjölgi enn. Auk hinna tuttugu,
hafa sjö manns verið birtar ákærur
í tengslum við smíð togarans Skála-
fjalls, en það mál er nú fyrir dóm-
stól í Færeyjum. Þá voru fjórir
menn ákærðir í tengslum við svo-
kallað Heygadrangsmál en voru svo
sýknaðir af ákærum.
Lögreglurannsóknin, kærur og
ákærur tengjast skipasmíðaverk-
efnum á níunda áratugnum. Á þeim
tíma var efnahagsástand í Færeyj-
um gott, góðærið sem hófst á síð-
ari hluta áttunda áratugarins hélt
áfram á þeim níunda á náði há-
marki sínu árið 1988.
Atvinnuleysi þekktist ekki, fiski-
stofnarnir voru í góðu ásigkomulagi
og launin alla jafna mjög góð. Þessi
velmegun varð til þess að menn
dreymdi í auknum mæli um að láta
smíða skip og þá fyrst og fremst
togara af stærstu gerð, skip sem
kostuðu sem svarar einum milljarði
Fjársvik færeyskra útgerðarmanna, banka
og skipamíðastöðva eiga rætur að rekja til
góðærisins á síðasta áratug. Það varð fjöl-
mörgum hvati til að fara út í miklu meiri
fjárfestingar en þeir réðu við og því hófst
skollaleikur sem færeyskir og danskir skatt-
greiðendur borguðu brúsann af. Grækaris
D. Magnussen, fréttaritari Morgunblaðs-
ins, gerir grein fyrir aðdraganda málsins
ísl. kr. Smíðaðir voru verksmiðju-
togarar, rækjutogarar og togarar
til veiða á kolmuna.
En til þess að hægt væri að
smíða svo dýr skip, var nauðsynlegt
að fá sérstök lán hjá landsstjórn-
inni. Þá gekkst landsstjórnin einnig
í ábyrgðir fyrir sömu lán og það
hratt af stað atburðarrás, sem hef-
ur verið að koma í ljós nú.
Smíðaheimild fyrir 15 togara
Umsóknir um lán og ábyrgðir
streymdu til landsstjórnarinnar í
byrjun áttunda áratugarins. Það
leiddi m.a. til þess að Atli Dam,
lögmaður Færeyja, fékk lands-
stjórnina um miðjan áratuginn til
þess að veita „smíðaheimildir" fyrir
fimmtán stórum togurum, á sama
tíma. Gekkst landsstjórnin í ábyrgð-
ir fyrir lánum þeirra allra.
Aður en landsstjórnin greiddi lán
og gekkst í ábyrgðir, krafðist hún
þess að útgerðarmennirnir legðu
fram gögn til sönnunar því að þeir
ættu að minnsta kosti 10% eigið fé.
Skjölin sem jafnan voru lögð fram
til sönnunar voru frá banka, sem
staðfesti að ákveðinn dag hefði ver-'
ið nægilegt fé inn á ákveðnum
reikningum. Það nægði, ekki var
krafist neinna frekari sannanna
þess að um eigið fé væri að ræða.
Féð var hins vegar í eigu skipa-
smíðastöðvarinnar, sem smíða átti
skipin.
Lán frá skipasmíða-
stöðvunum
Lögfræðingar, yfirmenn skipa-
smíðastöðva og fleiri sem tengdust
togarasmíð og -kaupum, vissu vel
að fæstir þeirra sem létu smíða
skip, áttu 10% eigið fé. Því var far-
ið út í skollaleikinh með banka-
reikningana.
I stað þess að leggja fram eigið
fé, fengu útgerðarmennirnir lán frá
skipasmíðastöðvum. Þeir fengu auk
þess þóknun frá innflytjendum fyrir
að kaupa af þeim t.d. stýrisbúnað,
vélar ofl. Þóknunin og lán frá sölu-
aðilunum og skipasmíðastöðvunum
voru lögð inn á reikning, gjarnan í
einn dag. Sama dag gaf bankinn
landsstjórninni upplýsingar um
hversu há upphæð hefði verið á
reikningnum.
Dæmi eru um að skipasmíðastöð
hafí veitt lán, sem lagt var inn á
reikning útgerðarmanns í Foss-
bankanum, sem varð síðar gjald-
þrota. Sama dag voru peningarnir
lagðir inn á annan reikning sem var
í eigu dótturfélags úrgerðarmanns-
ins. Þaðan voru peningarnir að nýju
yfirfærðir yfir á reikning skipa-
smíðastöðvarinnar. Þessi lán eru
nú kölluð „hring-lán".
Önnur aðferð var að gefa upp
mun hærra smíðaverð en var raun-
verulega. Með því að leggja fram
breytta og mun hærri áætlun til
landstjórnarinnar, og gefa þá skýr-
ingu á hækkuninni að um ófyrirsjá-
anlegar breytingar hefði verið að
ræða, var lánið hækkað. Það fé var
svo notað til þess að sýna fram á
eigið fé.
Heygadrangsmálið
Undir lok áttunda áratugarins
komu upp miklir erfiðleikar í rekstri
stærstu skipasmíðastöðvar Fær-
eyja, Skáia Skikasmiðju. Þar sem
hún var einn stærsti vinnuveitand-
inn á eyjunum, var allt gert til þess
að útvega verkefni. Einn af samn-
ingunum var gerður við útgerðar-
fyrirtækið Heygar.
Skipasmiðjan átti að smíða tog-
JÓGVAN A. Johannessen,
þingmaður er einn þeirra sem
kærður hefur verið í kjölfar
aðgerða lögreglunnar. Hann
er eigandi Stígarkletts og
Hádegiskletts, en talið er að
farið hafi verið í kringum lög-
in við fjármögnun þeirra.
ara til veiða kolmuna. Skömmu
áður en verksmiðjutogarinn
Heygadrangur var fullbyggður,
lenti Skála í svo miklum fjárhags-
erfiðleikum, að loka varð stöðinni
og hún varð gjaldþrota. Eftir var
Heygadrangur, að andvirði rúms
milljarðs ísl. króna. Enginn útgerð-
armaður hafði fjármagn til að ljúka
við skipið og ekkert skipasmíðafyr-
irtæki gat því gengið í verkið.
Landstjórn Færeyinga sat uppi
með skipið enda hafði hún gengist
í ábyrgðir fyrir því. Það var að
endingu selt til Skotlands með 500
milljóna kr. tapi.
Færeyska þjóðin líður
fyrir grun um spillingu
„ÞAÐ SEM mestu máli skiptir
er aðhreinsa færeysku þjóðina
af grun um að hún sé spillt. Sú
er ekki raunin og því verða hin-
ir seku að svara fyrir gerðir sín-
ar," segir Björn á Heygum, sem
á sæti á Lögþinginu, í samtali
við Morgunblaðið. Björn hefur
verið í fararbroddi þeirra sem
hafa krafist þess að ráðist verði
gegn spOIingu.
Björn segir Færeyinga ekki
hafa átt von á svo umfangsmiklu
hneyksli, þó að menn hafí rætt
um það lengi að möguleiki væri
á því að ákærur kæmu fram í
máli sem tengdist smíð togar-
anna Heygadrangs og Skála-
fjalls.
Segir hann að almenningi sé
brugðið vegna þess hversu um-
fangsmikið málið sé, enginn hafi
reiknað með því að svo margir
væru flæktir í það. „Nú liggja
svo margir undir grun um að
hafa brotið lög, og spurningin
er hvort samfélagið geti lifað
með þeirri staðreynd að stór
hluti atvinnulífsins verður sak-
aður um glæpsamlegt athæfi.
Almenningur vissi ckki hvað
yar að gerast á síðasta áratug,
það gerðu aðeins nokkrir útvald-
ir„Það má ekki saka Færeyinga
um að hafa vitað hvað var að
gerast og að taka þátt í því, en
það hefur því miður gerst. Þjóð-
in er syndaselurinn í þessu máli,
hún líður fyrir það og það er
óréttlátt.
Hér verður taka ærlega til svo
að við getum byrjað upp á nýtt.
Við getum ekki lifað með alíar
ásakanirnar og óvissuna á herð-
unum. Þetta hefur áhrif á trú-
verðugleika og
sjálfsvirðingu þjóð-
arinnar. Verði ekki
greint á milli hinna
seku og saklausu, fá
menn á tilfinninguna
að við séum öll sek."
Stjórnmálamenn
flæktir í málið
Björn á Heygum
hefur margoft vakið
athygli á því að rann-
saka þurfi grun um
þau spillingarmál,
sem áttu sér stað á
síðasta áratug, ofan        BJÖRN
í kjðlinn.
Nú hefur verið ákveðið að
sefja á stofn rannsóknarnefnd
um þau, svo að einnig verði
hægt að festa hendur á því hverj-
ir beri hina pólitísku ábyrgð.
Segir Björn að ekki sé að efa
að stjórnvöld hafi átt
sinn þátt í spillingar-
málunum. Það verði
að upplýsa. Miklu
máli skipti hins veg-
ar að ekki verði far-
ið offari í málinu, að
saklausir menn verði
ekki ákærðir.
Logið til um
kaupverð
Að sögn Björns
snerist málið um að
skipaeigendur höfðu
fé út úr opinberum
á Heygum       sjóðum, bönkum og
ýmis konar lána-
stofnunum, þegar þeir fjár-
mögnuðu skipakaup sín. „Til
þess að fá lán, verða menn að
eiga að minnsta kosti 10% í eigið
fé. Það var hins vegar oft ekki
fyrir hendi en með tilfærslum á

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48