Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Ríkisendurskoðandi er í
raun fulltrúi skattborg-
aranna gagnvart öllu
stjórnkerfínu. A.m.k. er
litið svo á í löndum eins og Kanada
og Bretlandi, þar sem ríkisendur-
skoðendur koma með athugasemdir
sínar beint og tala til og um „the
taxpayers". Hér á landi er ríkisend-
urskoðandi síðan 1987 á vegum
Alþingis og skilar þangað sinni ár-
legu endurskoðunarskýrslu með at-
hugasemdum og aðfínnslum um
mál og störf í ráðuneytum og stofn-
unum ríkisins er lúta að fjármálum
og fjárvörslu. í samtali við Sigurð
Þórðarson    ríkisendurskoðanda
kemur m.a. fram að hann sér mun
frá því hann fyrir aldarfjórðungi
byrjaði störf í ríkiskerfínu, í þá
veru að slaknað hafi á aðhaldi emb-
ættismanna. Telur hann m.a. skorta
skriflegar reglur um bókhald og
meðferð á fjárreiðum og leiðbein-
ingar til starfsfólks. Hann er líka
þeirrar skoðunar að sú mikla um-
ræða, sem orðið hefur á undanförn-
um dögum, verði til þess að nú séu
vatnaskil og upp frá þessu meira
tillit tekið til aðfínnslu um rekstur
og fjármál opinberra stofnana ríkis-
ins.
Með tilvísun til þeirra dæma sem
tíunduð eru í skýrslu Ríkisendur-
skoðunar um það sem hún telur
ekki í lagi og birt eru hér í sérstök-
um ramma, vaknar sú spurning'
hvers vegna svona óráðsía sé ekki
lagfærð. Og þá hver gangurinn er
í þessum málum. Hvort ekkert sé
gert með aðfínnslur Ríkisendur-
skoðunar og skýrslur hennar. Sig-
urður Þórðarson útskýrði fyrst
hvernig Ríkisendurskoðun starfar.
Hjá Ríkisendurskoðun eru 40
starfsmenn, þar af vinna 25-30
beint við fjárhagsendurskoðun. Að
auki er aðkeypt endurskoðunar-
þjónusta um 10% af heiidinni. Sig-
urður kveður þá hafa það að mark-
miði að endurskoða hverja stofnun
nokkuð vel á ekki minna en þriggja
ára fresti. Jafnhliða fer fram dagleg
endurskoðun á öllu sem ríkisféhirð-
ir greiðir út, skoðað hvort plaggið
er í lagi, rétt áritað og í fljótu bragði
hvort þarna sé um réttmæta kröfu
á ríkissjóð að ræða. Um tvenns
konar skýrslur er að ræða. Einstak-
ar endurskoðunarskýrslur, sem ekki
eru birtar en kynntar fyrir þeim sem
verið er að skoða og viðkomandi
ráðuneyti. Þessar skýrslur, sem
flestar eru unnar að eigin frum-
kvæði, voru 150 talsins á árinu
1993 og eru mismiklar að vöxtum.
Sú skýrsla sem birt er opinberlega
er Skýrsla yfirskoðunarmanna rík-
isreiknings og Ríkisendurskoðunar,
sem skilað er til Alþingis, en hún
er unnin upp úr þessum undirskýrsl-
um og þar kemur fram það sem
Sigurður sagði að þeir vildu sér-
staklega vekja athygli á að sé í
ólagi. Ekki telur hann rétt að birta
fyrrnefndu skýrslurnar, en hins
vegar sé viðkomandi stofnun í
sjálfsvald sett hvað hún gerir.
Astæðan sé sú að þarna sé oft ver-
ið að fjalla um ýmislegt sem ætti
hæglega að vera hægt að lagfæra
með litlum tilkostnaði eða fyrirhöfn,
þarna er stundum verið að fjalla
um einstaka starfsmenn, viðskipta-
aðila, alls konar bókhaldsmál, auk
þess sem þeir télji nauðsynlegt að
traust geti ríkt milli þeirra og hinna
sem þeir eru að endurskoða, þannig
að þeir geti náð því fram sem þeir
vilja í þessum málum án þess að
það valdi utanaðkomandi ókyrrð.
Það breyti ekki því að telji þeir að
um méiriháttar mál sé að ræða þá
komi það fram í Endurskoðunar-
skýrslu ríkisreikninga.
Ríkisendurskoðandi kvaðst að-
spurður vera mjög tregur til að
taka þátt í almennri umræðu í fjöl-
miðlum og ekki var hann hrifínn
af þeirri hugmynd að efna til blaða-
mannafundar um skýrsluna. Kvaðst
þó hafa séð það í fyrra að nýr ríkis-
endurskoðandi í Noregi efndi í
fyrsta sinn til blaðamannafundar
vegna útkominnar endurskoðunar-
skýrslu ríkisreiknings.  :
En í nýju skýrslunni má sjá að
Ríkisendurskoðun sé búin að gera
þessar sömu athugasemdir oft. Og
ekkert virðist gerast. „Kjarninn í
því er að Ríkisendurskoðun hefur
ekkert framkvæmdavald og á ekki
Tímamót
RIKISENDURSKOÐANDI Sigurður Þórðarson.
Morgunblaðið/Kristinn
í nýbirtrí skýrslu Ríkisendurskoðunar um
heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið kemur
fram að ýmsum sjálfsögðum reglum um fjár-
mál og bókhald sé ekki fylgt, sbr. meðfylgj-
andi ramma. Og að þetta séu sömu athuga-
semdir sem stofnunin hefur iðulega gert á
undanförnum árum við fjárreiður annarra
ríkisstofnana og ráðuneyta. Elín Pálma-
dóttir ræddi við Sigurð Þórðarson ríkisend-
urskoðanda um hverju það sæti að aðfínnsl-
ur þeirra séu hundsaðar og um starfshætti
og hlutverk Ríkisendurskoðunar.
að hafa það," útskýrir Sigurður
Þórðarson. „Þá er það raunverulega
komið undir viðkomandi aðila sem
við erum að endurskoða eða við-
komandi ráðuneyti hvernig tekið er
á þeim atriðum sem við erum að
benda á og á að færa til betri veg-
ar. Það er ljóst að við sjáum að við
erum stundum að gera sömu at-
hugasemdimar við stofnanir ár eft-
ir ár, sem við erum auðvitað óhress-
ir með. Þó tel ég að hafi orðið tölu-
verð bragarbót á þessu hjá stofnun-
um ríkisins að undarförnu."
Hver er það þá sem á að sjá til
þess að kippt sé í liðinn? Eru yfír-
menn stofnana og ráðuneytisstjórar
ekki á sérstökum launum til að
bera ábyrgð á rekstrinum? Á þingið
kannski að ganga eftir því við þá?
Sigurður kveðst telja hlutverk ráðu-
neytanna mikilvægt í því sam-
bandi. Misjafnt sé hvernig þau taki
á þessu. Og að það sé hlutverk ráðu-
neytisstjóranna, æðstu embættis-
mannanna, að sjá til þess að al-
mennur rekstur verði lagfærður.
„Ég er þeirrar skoðunar að skorti
meiri formfestu í afgreiðslu á þessu
heldur en nú er. Það er alveg klárt
í mínum huga. Að ráðuneytin raun-
verulega taki skýrsluna til skoðunar
og meti þau atriði sem þau telji að
stofhunin eigi að breyta og gefi
viðkomandi stofnunum fyrirmæli
um það með formlegum hætti. Við
getum svo tekið hinn þáttinn, sem
eru þær skýrslur sem birtar eru
opinberlega og sendar til Alþingis.
Við störfum fyrir Alþingi og alþing-
ismenn eru okkar yfírmenn. Þar hef
ég kvartað yfir að ekki sé nægjan-
lega góður farvegur hvað varðar
meðhöndlun skýrslnanna. Málið
hefur komið upp á undanförnum
árum í umræðunum á Alþingi og á
síðasta þingi ákvað forsætisnefndin
að vísa þessum skýrslum okkar til
hinna ýmsu fagnefnda, til að fjallað
yrði um þær þar. Okkar aðalsam-
skipti eru við fjárlaganefndina. Þar
höfum við kynnt allar þessar skýrsl-
ur. Ég held ég fari rétt með það,
að raunverulega hafi fjáriaganefnd-
in aldrei ályktað neitt um skýrslurn-
ar."
Skýrsla um
einkavæðinguna
á næstu grösum
FRAM að áramótum eru væntan-
legar frá Ríkisendurskoðun
veigamiklar skýrslur. Skýrsla
um emkavæðinguna, sölu ríkis-
fyrirtækja á timabilinu 1991-94
eða frá þvi þessi ríkisstjórn tók
við, er á lokastigi og væntanleg.
Þessa úttekt gerir Ríkisendur-
skoðun að eigin frumkvædi og
leitaði fanga erlendis, sérstak-
lega í Bretlandi, til að sjá hvern-
ig aðrar sambærilegar eftirlits-
stofnanir hafa tekið á þeim mál-
um, að sögn Sigurðar Þórðar-
sonar rfkisendurskoðanda. En
Bretar gera skýrslu um hverja
sölu strax eftír að hún hefur
farið fram. Og einnig hafa sams-
konar verkefni verið f gangi í
Þýskalandi og Hollandi. Þetta
er stór skýrsla.
í sl. viku sendi Ríkisendur-
skoðun Alþingi greinargerð um
stiórasýsluendurskoðun      á
Heyrnar- og talmeinastðð ís-
lands. Er niðurstaða hennar að
ríkisendurskoðandi telur rétt að
leggja hana niður og sameina
háls-, nef- og eyrnadeUd Borgar-
spítalans. Megi með því spara
8-9 milljóuir króna árlega.
Þá er rétt ékomin Endurskoð-
unarskýrsla rftasreiknings fyrir
árið 1993. Þetta er stærsta verk-
efni Rikisendurskoðunar og
aðalskýrsla stofnunarinnar á
hverju ári. Það sýnir breytt við-
horf til þessa íuálaflokks, að
þegar  Ríkisendurskoðun  var
með lagabreytingu teseð til Al-
þingis 1987 hafði Alþingi ekki
afgreitt reUcninga síðustu tíu
ára. En fram að því voru það
yfirskoðunarmenn þingsins sem
einir gerðu athugasemdir við
ríkisreikuinginu gagnvart Al-
þingi. Nó hefur stt mikla breyt-
ing orðið að Ríkisendurskoðun
fer yfír og gerir sínar athuga-
semdir við reUcnínginn ánð á
eftir.
Þá er Ríkisendurskoðun að
ljúka stiórnsýsluendurskoðun á
þremur sjúkrahúsum, á Húsavík,
Sauðárkróki og í Vestmannaeyj-
ura. Þar er verið að bera saman
rekstur þessara sjúkrahúsa og
Ijóst að þar koma fram ýmsar
athygUsverðar upplýsingar.
Þarna er fyrst og fremst um að
ræða samanburð á rekstri þess-
ara sjúkrahúsa. Það er fyrsti
áfangi, en ætlunin að gera svona
úttekt á sjúkrahúsarekstrinum í
landinu. Taka tíl samanburðar
sjúkrahðs sem hafa svipuðu
þjónustuhlutverki að gegna.
Þá er á lokastígi skýrsla um
sérstaka úttekt á lögreglustióra-
embættinu á Keflavíkurflugvelh,
sem gerð er að beiðni utanriks-
ráðuneytisins. En þar er uppi
ágreiningur milU lögreglustjóra-
embættisins og utanrödsráðu-
neytisins og var Ríkisendurskoð-
un beðin um að gera ttttekt á
stöðunni.
J
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48