Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER1994 15
+
Við víkjum talinu að því hvernig
þessu sé háttað erlendis. Og ríkis-
endurskoðandi tekur dæmi af Bret-
landi, þar sem aldalöng hefð er fyr-
ir þessu. „í Bretlandi er ákveðin
nefnd, sem fjallar um allar þessar
skýrslur. Hún er nokkuð merkilega
samansett, því minnihlutinn á þing-
inu er þar í meirihluta, til að gera
hana sjálfstæða, og í starfsreglum
hennar er talið æskilegt að formað-
urinn sé fyrrverandi ráðherra og
verður þá að sjálfsögðu frá minni-
hlutanum. Og t.d. í Noregi var á
sl. ári sett upp það sem kallað er
kontrolnefnd, sem hefur það hlut-
verk að taka skýrslur ríkisendur-
skoðunar og umboðsmannsins til
þess að fjalla um og álykta. Ég hef
sett fram þá skoðun að það yrði
stórt framfaraskref og næðist meiri
árangur ef einhverju slíku fyrir-
komulagi yrði komið á hjá okkur.
Eða að Alþingi raunverulega álykt-
aði með einhverjum hætti um skoð-
un sína á því sem við leggjum til
og gefi ráðuneytum og ríkisstofnun-
um fyrirmæli um hvernig þeir eigi
að bregðast við."
Skortir reglur
Við ræðum um þetta og Sigurður
Þórðarson segir að skorti sam-
ræmdar reglur, enda verði mönnum
að vera rjóst hvaða skilyrði þurfi
að vera fyrir hendi þegar stofnað
sé til útgjalda á vegum ríkisins og
að Ríkisendurskoðun hafi kallað
eftir slíkum reglum oftar en einu
sinni.
Það leiðir talið að öðrum þætti í
starfsemi Ríkisendurskoðunar, svo:
kallaðri stjórnsýsluendurskoðun. í
lögunum um stofnunína segir að
henni sé heimilt að kanna meðferð
og nýtingu á ríkisfé og skuli vekja
athygli hlutaðeigandi stjórnvalda á
því sem úrskeiðis fer í rekstri og
gera tillögur um úrbætur. Taka
þeir slíkt upp hjá sjálfum sér?
„Annars vegar erum það við sem
tökum ákvarðanir sjálfir um að taka
fyrir einhverja ákveðna þætti. Síðan
koma til okkar beiðnir, t.d. frá Al-
þingi eða nefndum þess og loks
geta ráðherrar beðið okkur um
svona úttektir. Samkvæmt lögum
er það á valdi ríkisendurskoðanda
hvað hann gerir hverju sinni, nema
ef forseti Alþingis fyrirskipar að
gera slíka skýrslu, þá á hann engr-
ar undankomu auðið. Síðan er það
alveg klárt að við vinnum þessar
skýrslur eftir okkar eigin verklags-
reglum. Ef ráðherra spyr okkur um
einhver tiltekin atriði, svörum við
því að sjálfsögðu í skýrslunni, en
við tökum líka allt annað sem við
teljum að hafi upplýsingagildi um
viðkomandi mál og tökum okkur
þann tíma sem þarf."
Meiri festa áður fyrr
Enn víkjum við að gagnrýni Rík-
isendurskoðunar, sem sýnir að hlut-
irnir séu ekki í lagi í ríkiskerfinu.
Hvað veldur, er orðin einhver við-
horfsbreyting hjá stjórnendum? Og
af hvaða toga er hún þá? Sigurður
tekur undir að ástandið sé ekki
nógu gott. „Ég er búinn að starfa
í þessu kerfi í 25 ár og ber ekki
saman það sem þá var og það sem
maður sér í dag. Það er ekki spurn-
ing að í upphafi míns starfstíma
var miklu meiri festa."
Hyernig þá?
„Áður var rekstur ríkisins ekki
eins umfangsmikill og flókinn. í
stjórnsýslunni fór þá meira fyrir
mönnum af gamla skólanum, mönn-
um er höfðu mikla starfsreynslu og
lögðu e.t.v. meira upp úr formi en
nú er gert. Ahrif venja og góðra
gilda úr gamla kansellíinu voru
m.ö.o. meiri þá en nú. Hraðinn og
umfangið er núna meira og líka
kemur það niður á formfestunni
sem er eitt einkenna góðrar stjórn-
sýslu. Ég held líka að þá hafi verið
meiri virðing milli embættismanna
og stjórnmálamanna. Þetta er sú
breyting sem ég sé. Síðan held ég
að á sínum tíma hafi menn kannski
talið að embættismennirnir hafi
haft alltof mikil völd, en stjórnmála-
mennirnir ekki næg. Það er útaf
fyrir sig að einhverju leyti rétt. En
ég held að þetta sé að sumu leyti
farið að snúast við. Þannig að ekki
sé nú síður spurning um að fara
að  skilgreina  hvert sé  hlutverk
Athuga-
semdir
ríkisendur-
skoðunar
Athugasemdir sem ríkis-
endurskoðun hefur íðulega
gert á undanfömuni árum við
bókhald og fjárreiður ríkis-
stofnana, eins og þær birtast
nú í endurskoðunarskýrslunni
um heilbrigðis- og-trygginga-
málaráðune ytið. Þar eru tekin
þessi dæmi um atriði sem
þurfi að vera í lagi, en virðast
ekki vera það:
• Að kostnaðarrcikniugar
séu áritaðir af forstöðumanni
eða Sðrum til þess bærum
aðilum,
• að greiddir reikningar
uppfylli tilskyldar formkr-
öfur,
• að virðisaukaskatti af cigin
notum eða innri þjónustu
sé skilað,
• að tiiefnis útgjaida, t.d.
risnu, sé getið á reikningi,
• að leitað sé samþykkis
ráðuneytis fyrir útanlands-
ferðum og gengið sé frá
rcikningum vegna ferða-
kostnaðar með þeim hættí
sem reglur segja til um,
• að aksturssamningar séu
ekki gerðir við starfsmenn
sem fá greiðslur vegna
aksturs í þngu stofnunar,
• að stimpilklukka sé notuð
til að skrá viðveru starfs-
manna,
• að ekki sé stofnað til út-
gjaida sem ekki tcngjast
rekstri viðkomandi stofn-
unar, s.s. vegna gjafa eða
styrkja tíl ýmissa aðila,
• að vei sé fylgst með stöðu
á viðskiptareikníngum og
slíkir reikningar séu gerðir
upp með reglulegum hættí,
• að stofnanir iialdi sig innan
ramma fjárveitinga varð-
andi mannahald ög annan
kostnað.
embættismannakerfisins."
Getur þetta hafa orðið við að
stjórnmálamennirnir fóru að koma
með sína eigin menn inn í ráðuneyt-
in? „Auðvitað verða stjórnmála-
mennirnir við það sterkari. Ég tel
það ekkert óeðlilegt og ekkert nema
sjálfsagt að ráðherrar komi með
sína menn inn í ráðuneytin. En ég
held að það Jiafi kannski komið nið-
ur á embættisfærshmni."
Heldurðu, úr því að embættis-
mennirnir hafa misst svona völdin,
að þeir segi sem svo þegar þrýst er
á þá um afgreiðslu mála: nú þetta
er bara á ábyrgð ráðherrans? „Já,
það er orðið vert umhugsunar hvort
embættismenn séu að kasta
ábyrgðinni, sem þeir sjálfir bera, á
stjórnmálamennina. Ég tel að ekk-
ert síður sé áhugavert að skoða
hlut embættismanna í þessu kerfi
öllu en stjórnmálamannanna. Emb-
ættismenn geta ekkert lifað í lokuð-
um heimí og vernduðum. Ég tel
ekki þýðingarminna að embættis-
mönnunum sé ljóst hverjar skyldur
þeirra og ábyrgð séu. Það er ein-
mitt þetta sem ég var að vísa til
um það sem ég upplifði þegar ég
kom inn í þetta kerfi, að embættis-
mennirnir voru langtum fastari fyr-
ir og að þeir hafi verið sér meðvit-
aðri um skyldur sínár heldur en er
í dag."
Hafa kannski viðhorfsbreytingar
sveigst meira í þá átt að menn,
stjórnmálamenn og embættismenn,
geri ekki glöggan greinarmun á
sínum eigin fjármunum og opinberu
fé? „Stundum má benda á að menn
séu ekki alltaf nógu vissir í sinni
sök, án þess að ég vilji nú nokkuð
alhæfa um það."
Vegna ýmissa athugasemda um
frágang í bókhaldskerfinu tekur
Sigurður Þórðarson fram að í vinnu
Ríkiseiidurskoðunar komi fram að
fólkið sem að þessu starfar vilji
hafa allt í lagi. Það vanti bara leið-
beiningar og fræðslu og reglur
skorti. Nýlega var t.d. tekin út nið-
urfelling á bifreiðagjöldum og borið
saman hvernig framkvæmd þeirra
mála er á hinum ýmsu stöðum og
kom í ljós að hún er mjög mismun-
andi eftir embættum og ekki í nægi-
lega föstu formi.
Hver á þá að setja slíkar reglur?
„Það eru viðkomandi ráðuneyti.
Álþingi setur lögin og yfirleitt eru
ákvæði í þeim' um að setja reglu-
gerðir um framkvæmd laganna. Ég
held að ekki sé ofsagt að við höfum
oft gert athugasmdir við að þær
reglugerðir hafi ekki verið settar,"
segir Sigurður. „í Noregi eru t.d.
reglugerðir kynntar um leið og log-
in og ég held að það sé rétt að
reglugerðirnar séu staðfestar á
staðnum, þótt ekki sé það með sama
hætti og lögin. Út af fyrir sig er
ekki óeðlilegt að löggjafarvaldið sjái
hvaða túlkun framkvæmdavaldið
hefur á lögunum, eins og hún kem-
ur fram í reglugerðum. Stundum
er líká ástæða til að setja spurningu
við hvort Alþingi hafí oft framselt
fullmikið vald í hendur ráðherra
með víðtækum heimildum honum
til handa til að setja reglugerðir.
Athugasemdir sem stofnunin gerði
á sínum tíma við búvörusamning-
ana lutu m.a. að þessu.
Því hefur nú verið haldið fram
að ekki vilji allir í stjórnkerfinu fá
svona breytingar eða skrifaðar regl-
ur, kjósi að hafa þetta frelsi? Sig-
urður viðurkennir að hafa orðið var
við að ekki sé öllum að skapi að
hafa hlutina í svona föstu formi.
Vilji hafa visst frjálst val um af-
greiðslu mála. „Ég er þeirrar skoð-
unar að þegar um almenn af-
greiðsluverkefni í opinbérri stjórn-
sýslu er að ræða og hlutirnir skýrir
og eðlilegir, sé engin spurning um
að gera eigi kröfu til opinbera geir-
ans um skilvirkni engu síður en í
einkageiranum. Skattgreiðendur
eiga auðvitað kröfu á að það sé
gert á sem skilvirkastan og ódýrast-
an hátt. Þegar aftur á móti eru
komnar inn í þetta kerfi beiðnir um
afgreiðslu sem er óljóst hvort og
hvaða heimildir stjórnvöld hafi til
afskipta verða þau að fara með
gát. Mjög erfitt er oft fyrir embætt-
ismannakerfið og fyrir pólitíkusana
að afgreiða slík mál, þar sem skýra
reglu vantar. I þessum tilvikum
reynir mjög á hæfileika og styrk
embættismannsins. Grundvöllurinn
er auðvitað að þeir hafi á bak við
sig reglur til að ákvarða hvað hægt
er að gera. Þannig að jafnræði hins
almenna borgara gagnvart þessu
kerfi sé tryggt. Upp á þetta þarf
embættismaðurinn sérstaklega að
passa."
Dæmi um þetta er að finna í
skýrslunni vegna Guðmundar Árna,
þar sem fram kemur um styrkina
sem veittir voru áf ráðstöfunarfé
ráðherra og viðkomandi einstak-
lingar höfðu jafnvel fengið úrlausn
hjá ráðherra eftir að hafa fengið
synjun hjá viðkomandi stjórnsýslu-
aðila, Tryggingastofnun. Þegar við
rifjum það upp verður Sigurði að
orði: „Svona afgreiðslumáti gengur
auðvitað ekki."
í skýrslunni gerir Ríkisendur-
skoðun verulegar athugasemdir við
afgreiðslu á erlendum' ferðakostn-
aði, þar sem frágangi ferðareikn-
inga sé verulega ábótavant. Þegar
vikið er að hinum erlenda ferða-
kostnaði opinberra starfsmanna
segir Sigurður Þórðarson: „Það
verður enginn bragur á þessu fyrr
en við höfum þetta eins og tíðkast
erlendis, að borga bara útlagðan
kostnað. Það gengur ekki lengur
að hafa þetta að hluta til eins og
einhver kjaramál. Þar sem ég þekki
til erlendis hafa menn ákveðin fyrir-
mæli um það\hvernig á að ferðast,
á hvaða farrými og í hvaða verð-
flokki dvalarhótelið er. Auðvitað á
að gera þetta á sem ódýrastan hátt.
Talað hefur verið um að ríkið geti
samið við ákveðin hótel á þeim stöð-
um sem mest er farið á og ríkis-
starfsmönnum þá gert að búa þar.
Þetta eru  ákveðnar reglur sem
menn eiga að fara eftir og ríkissjóð-
ur greiðir svo sannanlegan kostnað.
Hér er þetta að hluta til samnings-
atriði. Fólk er á dagpeningum. Til-
teknir aðilar fá 73 af dagpeningum
og hótelkostnaðinn greiddan. í
sjálfu sér er auðvitað búið að viður-
kenna að hér sé um augljósa launa-
uppbót að ræða þegar tekin er stað-
greiðsla af erlendum ferðakostnaði
við uppgjör.
Nú eru tímamót
Nú hefur Ríkisendurskoðun sí og
æ verið að gera athugasemdir og
þið eruð að fara í allsherjar úttekt
á ríkisstofnunum og ráðuneytum.
Hafið þið einhverja ástæðu til að
halda að betur verði hlustað á ykk-
ur og farið eftir tilmælum nú?
„Eg held að það sem hefur verið
að gerast síðustu dagana séu ákveð-
in tímamót í þessum málum. Það
er ég alveg sannfærður um," svarar
Sigurður Þórðarson. „Að menn
komi til með, einkum Alþingi og
framkvæmdavaldið, að horfa enn
frekar til þeirra athugasemda sem
stofnun eins og Ríkisendurskoðun
gerir. Það sé því ákveðinn vendi-
punktur í þessum málum. Jafnframt
er ljóst að þótt við teljum að við
höfum unnið eftir þeim verklags-
reglum sem við höfum sett okkur
og eftir viðurkenndum endurskoð-
unarreglum og gætt samræmis, þá
tel ég að þetta kalli á að við vinnum
enn betur en áður. Að enn meiri
kröfur verði til okkar gerðar. Raun-
ar erum við alltaf að endurmeta
okkar störf og vinnuaðferðir.
Um hvað við komum til með að
gera meira í framtíðinni, þá höfum
við verið að leggja meiri áherslu á
að endurskoða ákveðna útgjalda-
þætti. Fara meira í það sem við
köllum þversum endurskoðun. Við
tökum þá ákveðna útgjaldaflokka
í öllu ríkiskerfinu og berum það
saman milli stofnana, t.d. prent-
unarkostnað, allan ferðakostnað,
bifreiðakostnað o.s.frv., til að sjá
hvernig þessir liðir eru með-
höndlaðir frá einni stofnun til ann-
arrar. Þá teljum við að við fáum
betri samanburð á því hvernig til
tekst varðandi viðkomándi út-
gjaldaflokk. Við munum leggja
miklu meiri áherslu á slíka endur-
skoðun í framtíðinni. Þá er það
stjórnsýsluendurskoðunin sem hef-
ur innan við 10% af mannafla hér.
Ef horft er til dæmis til Norður-
landanna eru þau að nálgast það
að vera með 30% í henni og jafn-
vel allt að helming starfsfólks. Ég
sé fram á að þessi málaflokkur
eigi eftir að taka til sín meira af
því starfsfólki sem við höfum hér
til ráðstöfunar."
ara
afmælistilbod
a
KitchenAid
fy'wa. sk9'
í tilefni 30 ára afmælis okkar og 75 ára afmælis KitchenAid
bjóðum við takmarkað magn af nýjustu heimilishrærivélinni K90
á kr. 31.400 (rctt verð kr. 36.900).
Staðgreitt kr. 29.830.
K90 vélin er framtíðarvél með enn sterkari mótor og hápóleraðri
stálskál með handfangi.
Fjöldi aukahluta er fáanlegur, m.a. kommylla og kransakökustútur.
íslensk handbók fylgir.
KitchenAid
Lágvær - níðsterk - endist kynslóðir
Umboðsmenn:
REYKJAVÍKURSVÆDI:
Helmasmiðjan, Kringlunni
Húsasmiðjan. Skútuvogi
Rafvörur hf., Ármúia 5
H.G. Guðjónsson. Suðurveri
Rafbúðin, Álfaskeiðl 31, Hafnarf.
Miðvangur, Hafnaríirði
VESTURLAND:
Rafþj. Slgurdórs, Akranesi
Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi
Blómsturvellir, Hellissandi
Versl. Hamrar, Grundarfirði
Versl. E. Stefánssonar, Búðardal
VESTFIRÐIR:
Kf. Króksfjarðar, Króksf.
Skandi, Tálknafirði
Kf. Dýrfirðlnga, Pingeyri
Laufið, Bolungarvlk
Húsgagnaloftið, (safirði
Straumur, ísatirdi
Kf. Steingrlmsfjarðar, Hólmavlk
NORÐURUND:
Kf. Hrútfirðinga, Borðeyri
Kf. V-Húnvetnlnga, Hvammstanga
Kf. Húnvetninga, Blönduósi
Kf. Skagfirðlnga, Sauðárkróki
KEA, Akureyri og útibú
Kf. Þlngeylnga, Húsavlk
Kf. Langnesinga, Pórshöfn
Versl. Sel, Skútustöðum
AUSTURLAND:
Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði
Rafvirkinn, Eskiftrði
Kf. Héraðsbúa, Seyðisfirði
Kf. Héraösbúa, Egilsstöðum
Kf. Fram, Neskaupstað
Kf. Hérðasbúa, Reyðaríirði
Kf. Fáskrúðsfjarðar,
Fáskrúðsfirði
Kf. A-Skattfellinga, Diúpavogi
Kf. A-Skaftfellinga, Hðfn
SUDURLAND:
Kf. Rangæinga, Hvolsvelli
Kf. Rangæinga, Rauðalœk
Versl. Mosfell, Hellu
Reynlstaður, Vestmannaeyjum
Kf. Arnesinga, Selfossi
Kf. Árnesinga, Vík
SUÐURNES:
Samkaup, Keflavík
Stapafell, Keflavlk
Einar
Farestveit &Co.hf.
Borgartúni 28 g 622901 og 622900
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48