Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1994 17
Bræðsluveiðar Norðmanna á ókynþroska
síld úr norsk-íslenska stofninum, fyrir
hrun stofnsins í lok sjöunda áratugarins
Tonn
500.000
400.000
300.000
200.000
100.000
¦V
442.624
314.678
19.110 SLISi
1961 1962 1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969 1970
skynsamlegrar nýtingar og eðli-
legrar endurnýjunar stofna sem
ganga um hafsvæðið milli íslands
og Jan Mayen ..."
Og 8. grein hefst með þessum
orðum:
„Aðilar viðurkenni að nauðsynlegt
kunni að vera vegna raunhæfrar
verndunar og skynsamlegrar nýt-
ingar flökkustofna að ráðgast við
önnur lönd og samræma fískveið-
iráðstafanir             hlutaðeigandi
landa. .."
En hverngi gekk svo að vinna
með Norðmönnum eftir þessu sam-
komulagi?
„Það gekk illa," segir Gunnar.
„Sérstök vinnunefnd Alþjóða haf-
rannsóknaráðsins kom saman í
Bergen 4.-16. maí 1980 til að fjalla
um hið alvarlega ástand^ norsk-
íslenzka síldarstofnsins. í nefnd
þessari áttu sæti fískifræðingar frá
Noregi, íslandi, Færeyjum, Sovét-
ríkjunum og Kanada. I skýrslu, sem
norskum stjórnvöldum var afhent
skömmu síðar, sagði að vinnunefnd-
in endurtæki fyrri skoðun sína þess
efnis að banna eigi allar veiðar úr
norsk-íslenzka stofninum bæði 1980
og 1981.
Blekið var varla þornað á undir-
skriftum norsk-íslenzka samkomu-
lagsins og aðvörunarskýrslu Alþjóða
hafrannsóknaráðsins þegar norsk
stjórnvöld leyfðu á ný veiðar úr
margnefndum norsk-íslenzkum síld-
arstofni.
Efnahagslegt áfall
Ég hef oft haldið því fram, að
hrun norsk-íslenzka síldarstofnsins
væri eitt af mestu efnahagslegu
áföllunum sem íslendingar hefðu
orðið fyrir á öldinni og er ég enn
þeirrar skoðunar. Á opinberum
fundi, sem haldinn var í húsakynnum
Raunvísindadeildar Háskólans vet-
urinn 1980, lagði ég þá spurningu
fyrir Jakob Jakobsson, fiskifræðing,
sem manna bezt þekkir lifnaðar-
hætti norsk-íslenzku síldarinnar,
hvort hann teldi að stofninn myndi
þá þegar hafa náð sér vel á strik,
ef norsk stjórnvöld hefðu bannað
veiðar strax eftir hrunið mikla og
svaraði Jakob því hiklaust játandi.
Ég hygg að þetta hafi þá þegar
verið almenn skoðun þeirra fiski-
fræðinga, innlendra og erlendra,
sem sérhæfðu sig í síldarrannsókn-
um.
Með hliðsjón aí framansögðu tel
ég nauðsynlegt að í væntanlegum
viðræðum um stjórnun veiða úr
norsk-íslenzka síldarstofninum og
skiptingu á aflakvóta, verði Norð-
mönnum rækilega gerð grein fyrir
því tjóni, sem norsk stjórnvöld hafa
á undanförnum áratugum valdið ís-
lendingum með framferði sínu varð-
andi norsk-íslenzka síldarstofninn,
og að hafa verði þessa staðreynd í
huga þegar til kvótaúthlutunar kann
að koma. Tjóni okkar í þessum efn-
um má líkja við það að olíulindir
Norðmanna hefðu verið ónýtanlegar
í aidarfjórðung.
Þá er og nauðsynlegt að benda á
þá staðreynd að ef ekki hefði komið
til hruns stofnsins vegna áður-
nefndra mistaka hefði hrygningar-
stofninn að öllum líkindum hagað
göngum sínum á svipaðan hátt og
jafnan áður og haldið sig á veiðislóð-
unum norður og austur af landinu
7-8 mánuði á árinu en aðeins u.þ.b.
tvo mánuði í norskri lögsögu.
í þessu sambandi er einnig rétt
að vekja athygli á því, að meira en
þriðjungur af öllum útflutningi Is-
lendinga á fyrri hluta sjöunda ára-
tugarins var síldarafurðir og þa fyrst
og fremst afurðir úr norsk-íslenzka
síldarstofninum.
Staðreyndum snúið við
Mér finnst það vægast sagt ófyr-
irleitin blekking og einstök öfug-
mæli, þegar norskir ráðamenn
hreykja sér-af því að hafa staðið vel
að enduruppbyggingu norsk-
íslenzka síldarstofnsins. En þessir
sömu aðilar hafa forðast að nefna
hver tjóninu olli og m.a. af þeim
sökum hefir málstaður okkar íslend-
inga hvað eftir annað verið rangtúlk-
aður í norskum fjplmiðlum. Sem enn
eitt dæmi um óafsakanlega fram-
komu norskra stjórnvalda gagnvart
rétti okkar til samráðs varðandi
verndun og nýtingu norsk-íslenzka
stofnsins, samanber áðurnefndan
fiskveiðisamning landanna frá 1980,
vil ég nefna að 1986 leyfðu Norð-
menn Rússum að hefja veiðar úr
stofninum án minnsta samráðs við
íslenzk stjórnvöld og hafa Rússar
haft þessi réttindi síðan og mega
þeir stunda veiðarnar innan norskrar
fiskveiðilögsögu. Kvóti Rússa á yfir-
standandi ári er 73 þúsund tonn eða
sem svarar til um 700 þúsund tunna
af heilsaltaðri síld.
Rök okkar verði
vandlega undirbúin
Það hlýtur að koma að því fyrr
eða síðar að ganga verður frá sam-
komulagi viðkomandi þjóða um
skynsamlega nýtingu norsk-íslenzka
síldarstofnsins og því tel ég áríðandi
að öll rök fyrir réttindum okkar ís-
lendinga séu vandlega vegin og
metin áður en til viðræðna kemur.
Það er t.d. ekki einhlítt að miða
aflakvóta eingöngu við aflatölur á
ákveðnum tímabilum, enda væri það
t.d. fráleitt ef rányrkjan á ungsíld-
inni, sem leiddi til hruns stofnsins,
ætti að koma Norðmönnum til góða
þegar og ef 'aflakvótum verður út-
hlutað. I væntanlegum samningum
verða samningsaðilar að skuldbinda
sig til að banna með öllu veiðar á
ungsíldinni. Einnig verður að taka
tillit til þess hve langan tíma árs
hrygningarstofninn hélt sig innan
við núverandi mörk fiskveiðilögsögu
viðkomandi landa þegar stofninn var
í eðlilegu ástandi fyrir hrunið mikla.
Þá verður og að taka tillit til þess
við hugsanlega aflaúthlutun „hversu
efnahagur íslands er háður fískveið-
um" eins og það er orðað I áður-
nefndum samningi frá 1980," segir
Gunnar Flóvenz.
eytingar
ðsluflmdir
Dagskrá:
kl. 20-22
mánud. þriðjud. og miðvikud.
1. Aðventuskrevtingar
Skreytingameistararnir Gitte Nielsen,
Hjördís Jónsdóttir og Michael Jörgensen
sýna fólki réttu handtökin og nýjustu
línurnar í aðventuskreytingum.
2.  Utískreytingar/tröppuskraut
Iifandi grenivamingar, hurðakransar o.fl.
3. Útiliósaseríur
Hafsteinn Hafliðason fer yfir helstu atriðin
varðandi útiseríur. Kynnir ýmsar nýjungar.
Dagarnir sem skreytingakvöldin verða eru:
Mánudagur 21. nóv.
Þriðjudagur 22. nóv.
Miðvikudagur 23. nóv.
Dagskráin hefst kl. 20.
Vinsamlegast skráið þátttöku
í síma 689070.
Ökeypisaðgangur - Allir velkomnir
blémwcnl
Matur, tónlist og skemmtun
Jólahlaðborð i Skrúði 28. nóvember til 22. desember.
Úrval ljúffengra jólarétta á notalegum stað. Tónlistarflutningur er
í höndum Jónasar Þóris og Jónasar Dagbjartssonar.
Verð í hádeginu: 1.650 kr. Verð á kvöldin: 2.490 kr.
Jólastemning í Súlnasal 3. og 10. desember.
Glæsilegt jólahlaðborð og fjölbreytt skemmtiatriði: Bossa Nova
bandið með splunkunýja dagskrá. Égill Ólafsson og Guðrún
María Finnbogadóttir (sigurvegari í Tónvakakeppni RÚV 1994).
Jónas Þórir og Jónas Dagbjartsson. Hljómsveitin Saga Klass
ásamt söngvurunum Reyni Guðmundssyni og Guðrúnu Gunnars-
dóttur leikur fyrir dansi til kl. 3.
Verð: 2.700 kr.
Borðapantanir eru ísíma 29900.
m
¦ þtn jólasaga!
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48