Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1994 19
70 ára verslunarafmæli
Einar ríki
A thafnamaður-
/JÉ inn Einar Sig-
-*¦ ¦*• urðsson
fæddist á Heiði í
Vestmannaeyjum 7.
febrúar 1906. Hann
lauk verslunarprófi
vorið 1924 og um
haustið, hóf hann eig-
in atvinnurekstur.
Vestmannaeyjar urðu
of Iitlar fyrir athafna-
semi Einars og flutti
hann til Reykjavíkur
1950 og var þar með
starfsemi í viðbót við
reksturkm í Eyjum.
Þegar Einar hafði
mest umleikis í sjáv-
arútvegi var hann
með útgerð og fisk-
vinnslu í Vestmanna-
eyjum,     Keflavík,
Reykjavík á Flateyri
og víðar. Allt voru
þetta einkafyrirtæki
og var Einar oft með
milli fimm og sex-
hundruð manns í
vinnu.
EINAR, nemandi í
Verzlunarskólan-
um árið 1924.
Einar gegndi mörgum trúnaðar-
störfum og var í forystu á sviðí
útgerðar og fiskvinnslu. Hann var
einn af stofnendum og lengi í for-
ystu Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
husanría, í stjórn skipafélagsins
Jökla, Tryggingamiðstöðvarinnar,
Umbúðamiðstöðvarinnar, Síldar-
og fiskimjölsverksmiðjunnar í
Reykjavík og stjórnarformaður
Coldwater í Bandaríkjunum.
Einar var bæjarfulltrúi í Vest-
mannaeyjum 1942-50 og vara-
þingmaður 1959-63. Hann var
mikill áhugamaður um íþróttir og
lengi formaður Knattspyrnufélags
Vestmannaeyja. Einar var góður
sundmaður og frægt varð þegar
hann synti út brimgarðinn við
Eyjafjallasand til að komast um
borð í bát, sem var á leið til Eyja.
Einar iðkaðí löngum sund og Mull-
ersæfingar sér til heilsubótar.
Ritstörf voru Einari hugleikin.
Auk þess að halda dagbækur var
hann lengi ritstjóri vikublaðsins
Víðis í Vestmannaeyjum
og gaf út nokkra ár-
ganga af mánaðarritinu
Gamalt  og  nýtt.  Um
árabil  annaðist  Einar
vikulegan þátt í Morg-
unblaðinu, Úr verinu, og
flutti þar fréttir og eigin
viðhorf  um  sjávarút-
vegsmál.
Osk Snorradóttir á
Hlíðarenda í Vestmannaeyjum
byrjaði að vinna í Vöruhúsinu hjá
Einari Sigurðssyni 1933. Hún
starfaði hjá fyrirtækjum •Einars
og eftir hans dag undir stjórn Sig-
urðar sonar hans allt til ársins
1991 eða í 58 ár. Ósk segir að
eftir að Einar flutti til Reykjavíkur
kom hann helst vikulega til Vest-
mannaeyja til að fylgjast með
rekstri fyrirtækja sinna. Henni er
í fersku minni að Einar kallaði
alla verkstjórana á fund til að
ræða málin, svo var haldið í yfir-
reið um athafnasvæðið. „Einar
stikaði áfram langfremstur og svo
fylgdu hinir á eftir í halarófu. Það
var alltaf mikið kapp og kraftur
í Einari," sagði Ósk.
Einar andaðist í Reykjavík í
mars 1977, 71 árs að aldri.
Fagur fiskur í sjó
Þórbergur Þórðarson skráði
bernskuminningar Einars og at-
hafnasögu til ársins 1947. Kom
þessi saga út í þremur bindum.
Hér á eftir fylgja nokkur brot úr
2. bindinu, Einar ríki, Fagur fiskur
í sjó, (Reykjavík 1968), þar sem
segir frá upphafi athafnaferils
Einars ríka:
Eg sældist til
að opna hálf-
tíma fyrr á
morgnana og
loka hálftíma
seinna á
kvöldin.
EG TEL, að ég hafi
byrjað minn atvinnu-
rekstur 20. nóvember
1924, daginn sem ég
opnaði búðina. Upp á
þann dag hef ég hald-
ið síðan sem tímamót
í lífi mínu.
Um kvöldið þennan
fyrsta verzlunardag
minn hef ég skrifað í
dagbókina: „í gær-
kvöldi kom Esja með
nokkuð af vörunum
mínum frá Reykjavík
og „íslandið" í morg-
un með varninginn frá
Skotlandi. Ég hafði
ætlað að opna í morg-
un á venjulegum búð-
artíma, en gat það
ekki, því að ég þurfti
að komast í bankann
til þess að leysa út
vörurnar, og banka- •
tími hófst ekki fyrr
en klukkan ellefu. Ég
gat þess vegna ekki
byrjað höndlunina
fýrr en eftir hádegið.
Ég seldi því lítið í dag."
Ég- lét mála stórt skilti, sem ég
festi fyrir ofan búðardyrnar:
Verzlunin Boston. Fyrsta húsið,
sem faðir minn eignaðist í Eyjum,
kallaði hann Boston. Nú var hætt
að nefna húsið Gömlu brauðsölu-
búðina. Nú voru allir farnir að
segja Boston, og loddi það nafn
við slotið í 40 ár, en þá var það
rifíð. Það var líka hætt að kenna
mig við Heiði. Nú hét ég Einar í
Boston, og stóð svo, þangað til ég
fór líka að verzla í Vöruhúsinu.
Eftir það var ég kallaður Einar í
Vöruhúsinu.
Haustið leið með litlum tilbreyt-
ingum. Verzlanir voru opnar frá
klukkan 9 á morgnana til klukkan
7 á kvöldin og laugardaga líka.
Þetta fannst mér ekki nóg. Ég
sældist til að opna hálftíma fyrr á
morgnana og loka hálftíma seinna
á kvöldin. Fólkinu þótti þetta gott.
Karlarnir komu snemma í morgun-
mund skelþunnir eftir kvöldið áður
og nóttina og fengu sér
pilsner, og neftóbaks-
maður fékk sér á bauk-
inn, og Siggi Munda,
með taumana niður
munnvikin, var búinn
með tóbakstöluna sína
og bað mig um einn
pakka af mellemskro
frá Brödrene Braun. Og
Oddný í Gröf, tuttugu
barna móðir, hafði orðið sein fyrir
að fá sér á könnuna og kom með
þeim fyrstu til að ná sér í kaffi-
pakka og rótarbréf.
Um árámótin 1933 og 1934
hafði ég verzlað í tæp 10 ár. Þá
hafði ég komið upp átta sölubúð-
um, sem fyrr greinir. I þeim unnu
þá 16 fastir starfsmenn. Það voru
ekki skilyrði í Vestmannaeyjum til
að færa frekar út kvíarnar á sviði
verzlunar. En ef ég hefði setzt að
í Reykjavík og byrjað höndlun
þar, þegar ég kom úr Verzlunar-
skólanum, myndi ég ef til vill aldr-
ei hafa fengizt við annað en verzl-
un alla mína ævi.
Verzlun í Eyjum nægði nú ekki
lengur athafnasemi minni. Ég fór
því að snúa mér að öðrum við-
fangsefnum með verzluninni og
búskapnum, en ég nytjaði túnin
áfram, þó að ég væri hættur að
hafa skepnur. Frystihúsið í Vöru-
húsinu, sem ég byggði upphaflega
til að geyma í kjöt, freistáði mín
til að fara að framleiða ís. Pönnum
var stungið inn á milli spírala,
svokallaðra rekka, og pönnurnar
síðan fylltar af vatni. Þetta var
EINAR Sigurðsson ræsir fiskimjölsverksmiðju sína í Eyjum.í fyrsta sinn.

i  <
FYRSTI bátur Einars var
Sæbjörg. Einar er lengst t.h.
gert í frystinum. í honum var
meira frost en í öðrum klefum
hússins, því að þar var fryst nýtt
kjöt. ísinn var síðan sleginn úr
pönnunum, og var þetta ákaflega
frumstæð aðferð. Það er eitthvað
annað nú, þegar mannshöndin
kemur.«kki nálægt ísgerðinni og
hann fellur sjálfkrafa úr vélinni í
ísgeymsluna.
Næst fór ég að kaupa nýjan
fisk og ísa hann til útflutnings,
aðallega ýsu á vertíðinni. ísfram-
leiðslan í frystinum var allsendis
•ónóg, og sótti ég ís til viðbótar inn
í Daltjörn og upp á Vilpu. Þetta
var erfitt verk. Fyrst að höggva
ísinn í tjörnunum, draga jakana
upp úr vatninu, flytja þá heim á
bílum og mala þá síðan í handkn-
únum kvðrnum.
Hraðfrystistöð Vestmannaeyja
var formlega tilkynnt til firmaskrár
yestmannaeyja 16. febrúar 1938.
Ég var einkaeigandi og rak fyrir-
tækið með ótakmarkaðri persónu-
legri ábyrgð, og hefur svo verið
allt fram á þennan dag, eða í 30 ár.
Svo var það vorið 1939 að við
byrjuðum fyrir alvöru að flaka og
frysta fisk í frystihúsi Vöruhússins,
og var það í fyrsta sinn, sem fiskur
var flakaður og frystur í Vest-
mannaeyjum með sama hætti og
gert er enn þann dág í dag. Ég
hafði, eins og áður segir, heilfryst
nokkuð af fiski í ískarinu og gert
tilraunir með flakafrystingu. Isfé-
lag Vestmannaeyja og Fiskur og ís
byrjuðu ekki að frysta flakaðan fisk
fyrr en nokkrum árum seinna.
Þó að ég færi að fást við fisk-
kaup strax upp úr 1930, eignaðist
ég ekki fiskibát fyrr en 1939, en
þá um vorið, 23. maí, fæ ég afsal
fyrir Sæbjörgu, VE 244. Þetta var
gamall 12 tonna bátur, úreh r eftir
þeirra tíma kröfum. Þá voru al-
mennt keyptir bátar, sem voru
helmingi stærri. En það freistaði
mín eins og oftar í lífinu, að ég
þurfti ekki að borga mikið út. Þó
greiddi ég í bátnum 4 þúsundir, en
hann kostaði 13 þúsundir.
EIN AR framan við Vöruhúsið með heyfeng af túni
sem hann ræktaði. Honum þótti skemmtilegra
að rækta en að standa í búðinni.
4
Morgunverðarfundur
fimmtudaginn 24. nóvember 1994
kl. 08.00 - 09.30, í Átthagasal Hótels Sögu
Rússar hér og Rússar þar:
ER EinHVERT VIT í TALINU
UM LANDNÁM
í FYRRUM SOVÉTRÍKJUM?
í apríl í vor kom út skýrsla nefndar um leiðir og úrræði til
þess að efla viðskiptí við Rússa hér og að hasla íslenskum
aðilum völl í uppbyggingu eystra. Skýrslan verður tíl
afhendingar á fundinum.  Hefur hún breytt einhverju
- og hvað stendur tíl?
Er vit í því að heyja sér verkefni í fyrrum Sovétríkjum?
Er áhættan of mikil? Er gróðavonin eins risavaxin og
margar sögur segja? Og vilja menn bar eitthvað hafö
saman að sælda við íslendinga?
*>fu/tor framsögur:
SÍghvatur Björgyinsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
Jón Sigurðarson, forst/óri Fiskafurða hf.,
Svavar Jónatansson, stjórnarform. Virkis-Orkint hf.,
María E. Ingvadótiir, deiidarstjóri hjá Úlfíutningsráði.
iJighvatur lét gera skýrsluna, Jón, Svavar og María sátu í
nefndinni og hafa öll verið nýlega í ferðum eystra.
Öll munu svara fyrirspurnum fundarmanna.
Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 1.200.-
Fundurinn er opinn, en tilkynna verður þátttöku fyrirfram
ísíma 886666 (kl. 08 - 16). Þeir sem vilja geta fengið
nefnda skýrslu afhenda fyrir fundinn á skrifstofu okkar
í Húsi verslunarinnar.
VERSLUNARRAÐ ISLANDS
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48