Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1994 21 veltibretti, fólk fleygir krukkum og diskum á milli sín með álíka jafnaðarjgeði og aðrir skrúfa frá krana. I bland við þessar og aðrar jafnvægislistir sem eru ótrúlegar í augum meðalmanns- ins sem á erfitt með að halda jafnvægi á Laugaveginum, kraft og fimi í lausu lofti, birtast „wushu“ vígamenn. Þeir leika eldsnöggar bardagalistir á þann hátt að Bruce heitinn Lee hefði fyllst stolti. Einnig er barist með sverðum og spjótum á leiftur- hraða sem menn hafa hugsan- lega séð í kvikmyndum og haldið að um hraðspólun væri að ræða, en þetta er raunveruleikinn. Fiskurinn sem breytist _________í dreka Kinverskir fimleikar eru rót- gróinn hluti af alþýðulist í gamla heimsveldinu í austri. Þeir taka mið af þjóðlegri, aldagamalli hefð, yfir 2000 ára gamalli segja sumar heimildir og ýmislegt styður þá fullyrðingu, þar á meðal þarlend sagnfræðirit, fornar útskurðarmyndir og skreytingar á vösum og öðrum áhöldum. Meðan Quin- og Han- keisaraættirnar drottnuðu yfir ríkinu, frá því um 221 fyrir Krist og til ársins 220 e.Kr., öðluðust fimleikamenn mikla frægð á sama tíma og búddhatrú barst til landsins og bókmenntir og skipulag ríkisins voru færð á æðra svið. Fimleikamennirnir æfðu stöðugt ný atriði sem varð þess valdandi að sýningar þeirra voru kenndar við „hundruð bragða", enda voru þær stöðug- um umbótum undirorpnar og glæsileikinn óx. Fræðaþulurinn Zhang Heng, sem bjó í austur- hluta veldis Han-ættarinnar, lýsti í einu rita sinna margvís- legum fjölleikabrögðum og sjón- hverfingum, þar á meðal jafn- vægislistum á langri stöng, stökkum í gegn um gjarðir, dans á línu, fiskinum sem breytist í dreka, mönnum sem gleypa sverð og spú eldi, auk „línunnar sem teiknuð er á jörðina og breytist í fljót“. Sagnritarar og rithöfundar sem komu í kjölfar Heng, lýstu einnig ótrúlegum hundakúnstum og bellibrögðum fimleikamanna. Árið 1949 var Kínverska al- þýðulýðveldið stofnað undir þeim kjörorðum Maó formanns að þegnarnir ættu að láta „hund- ruð blóma blómstra og rífa upp illgresi hins liðna til að hleypa að hinu nýja“. Fjölleikalistin átti þá víðtækri útbreiðslu að fagna og hópar sem lögðu stund á þessa list voru yfir hundrað tals- ins í ríkinu. Þegar menningar- byltingin hófst 17 árum síðar, réðust Maó og varðliðar hans á ævaforna siði, menningu og venjur. En einhverra hluta vegna urðu fjölleikahóparnir ekki jafn illa fyrir barðinu á ofstæki formannsins og t.d. óperulistin sem var skotmark á þeim forsendum að þar væri að finna gamlar kreddur og dæmi um stéttaskiptingu, enda fjöll- uðu margar óperur um löngu liðna keisara og aðalsmenn, af- ' rek þeirra og ástir. Árið 1981 var Kinverska fjöllistasamband- ið stofnað og hóf útgáfu á tíma- ritinu „Fimleikar og töfrar", sem er hið fyrsta sinnar tegund- ar um fimlcikalistina í Kína. Hópurinn sem hingað er kom- I inn á vegum TKO á íslandi, treð- ur upp í fyrsta skipti á morgun, mánudaginn 21. nóvember, og síðan á hveijum degi, á Sel- fossi, Akureyri og loks í Reykja- vík. Hópurinn samþykkti að skerða Iaun sín meðan á heim- sókninni til íslands steiulur ti þess að styrkja einhverf börn hérlendis, en börn þykja að jafn- aði helstu aðdáendur þessara hröðu skrautsýninga. ERLEIMT Leita flugvélasmiðir framtíðarinnar í smiðju náttúrunnar? Flýgiu* einn flugmaður tveimur þotum samtímis? HVERNIG munu flugfélög flytja tvöfalt fleiri farþega að 15 árum liðnum en þau gera í dag? Augljóslega í stærri þotum, segja flugvélaframleiðend- ur og kynna áform sín um risaþotur sem eiga að geta flutt allt að 1.000 farþega. Sú lausn er þó ekki jafn sjálfgefin og kann að líta út við fyrstu sýn. Gífurlega stóra flugvéla- skrokka eða margra hæða farþegarými þarf til að rúma svo marga. Það útilokar nánast að hægt verði á neyðarstundu að tæma flugvélar af því tagi á 90 sekúndum, svo sem alþjóðareglur kveða á um. Lloyd Jenkinson og Darren Rhod- es hjá flugverkfræðideild háskólans í Loughborough hafa reiknað út að risaþota sem uppfyllir öryggisregl- ur getur ekki tekið meira en 570 farþega í einu. Það þýðir að það svaraði ekki kostnaði að þróa nýjar risaþotur því þær yrðu aðeins örlítið stærri en breiðþotur þær sem fljúga í dag. Þess vegna skoða þeir aðra mögu- leika. Einn kosturinn er ljölskrokka flugvélar; tveir skrokkar yrðu tengdir saman hlið við hlið með vængbitum. Yrði auðveldara að tæma tvo skrokka af farþegum en einn. Stífurnar sem tengdu skrokk- ana eru áður óþekkt stærð og erf- itt að segja fyrir um hvernig tog- kraftar virkuðu á þær. Tveir skrokkar Þess vegna varð sú hugmynd til hjá vísindamönnunum að skrokk- arnir yrðu ekki tengdir saman með bitum, heldur með rafeindasam- bandi. Sá möguleiki gerir ráð fyrir að tvær venjulegar þotur flygju í sam- flugi og væri þeim stjórnað af einum og sama flugmanninum sem sæti í stjórnklefa annarrar þeirrar. Myndi hann hefja þær báðar á loft og lenda samtímis. Hugmyndin er reyndar sótt til sjálfrar náttúrunnar. Margar teg- undir fugla fljúga í oddaflugi. Það auðveidar samskipti og leiðsögu og sparar orku og krafta þeirra sem á eftir forystufuglinum koma; þeir fljóta í kjölsogi hans. Hið sama gæti átt við um flugvél- ar. Rannsóknir Dornier sýna að flugvél sem á eftir kemur í odda- flugi þarf 10% minna afl til að halda í við þá fremri sé lengd milli flug- véla sem svarar fjór- eða sexföldu vænghafi þeirra og hliðaraðskilnað- ur er þannig að ferill vængendanna skerst lítillega. Það er jafn mikill orkusparnaður og mest er talið unnt að ná fram með nýrri hönnun farþegaflugvéla. Fjarstýring Samflug í herflugi (sem er mjög algengt og gæti hvatt til þróunar nýrrar tölvufjarstýringar) bendir til þess að kvika í lofti geri flugmanni að fylkingin riðlist ekki. Tölvustjórnbúnaður gæti leyst þann vanda þann veg að fiugvélin sem á eftir kemur veit nákvæmlega hvernig stýrum og öðrum stjórn- tækjum þeirrar sem fremst fer er beitt. - Sú rafboðastýring sem þegar er að fínna í nokkrum tegundum flug- véla gæti orðið grundvöllur nýrrar tækni sem gerði flugmanni kleift að stjórna tveimur þotum samtimis. Farþega sem legðust gegn þvi að fljúga i ijarstýrði flugvél mætti hugga með því að þeir sem í fremri þotunni sætu væru i raun á sama báti og þeir. Flugvélar sem búnar eru rafboðastýri eru i raun fjar- stýrðar. Einungis hefðin og sálræn- ar ástæður gera ráð fyrir að fjar- stýrandinn sitji í stjórnklefanum. Tækni sem væri þeim miklu kost- (ekki síst ef þær fljúga ekki við nákvæmlega sömu veðurskilyrði, t.d. við vindahvörf) útheimtir ógn- armikla þróun hugbúnaðargerðar. Erfiðleikarnir við að markaðs- setja slíka flugvélartvennu yrðu þó liklega erfíðari að yfirstíga. (Til þess að yfirvinna tregðu farþega mætti hugsa sér, að til að byija með yrði aftari flugvélin einungis notuð sem farangursvagn.) Hvað sem þessu líður gæti hug- myndin ef til vill orðið að veruleika ef menn einbeittu sér að réttu spurningunni. Sem er hvernig flytja megi fleira fólk milli staða með því að bæta alla þætti loftflutninga- kerfisins, í stað þess að glíma ein- ungis við það hversu stóra dós megi troða því inn í. (Heimild: The Economist) Unga fólkið ottast at- vinnuleysi MIKILL meirihluta norskra ung- menna er andvígur aðild að Evr- ópusambandinu. Er þetta niður- staða umfangsmikillar könnunar, sem MMI-stofnunin framkvæmdi á tímabilinu 28. október til 10. nóvember, með viðtölum við fólk á aldrinum 18-25 ára. Niðurstaða könnunarinnar var sú að 50% ungmennanna voru á móti aðild en einungis 31% fylgj- andi. 19% höfðu ekki gert upp hug sinn. Könnunin leiddi í ljós að það sama á við um yngra fólkið sem hið eldra: AndstaOan er meiri meðal kvenna en karla. All sögð- ust 58% kvenna yngri en 25 ára vera á móti aðild en 21% fylgjandi. Einungis í höfuðborginni Osló var meirihluti ungmenna fylgjandi aðild. Alls staðar annars staðar í Noregi voru andstæðingar í mikl- um meirihluta. Tore M. Bredal, forstöðumaður MMI, tekur þó fram að unga fólk- ið virðist ekki jafn ákveðið í af- stöðu sinni og hið eldra og mun móttækilegra fyrir að verða fyrir áhrifum af úrslitunum í Svíþjóð. Bredal telur helstu ástæðu þess- arar mikiu andstöðu meðal ung- menna vera ótti við atvinnuleysi. „Unga fólkið lítur til þess að at- vinnuleysi meðal yngri fólks er mun meira í ESB en í Noregi," segir hann. Þá telur hann að stuðningsmenn aðildar hafi ekki náð að höfða til ungmenna varð- andi umhverfismál en það sé mála- flokkur sem unga fólkið hugsi mikið um. Islenskt Jól '94 já takk! Öðruvtsi aðventuskreytingar Jólastjörnutilboð 3 jólastjörnur í . tr-ma 00/1 poka kr. 890,- Opið frá kl. 9-21 alla daga ,,t* oy^y Næg bílastæbi (bílastæðahúsib Bergstaðir) Ekkert stöbumælagjald um helgar Sjón er sögu ríkari Full buð aföðruvísi gjafavörum AUar skrcytingar unnar affagntönnum blómaverkstæði NNA SKÓLAVÖRÐUSTÍG 12, BERGSTAÐASTRÆTISMEGIN, SÍMI 19090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.