Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1994 25
IttwgmiÞIafeto
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
FYRIRGREIÐSLU-
PÓLITÍKIN
ISAMTALI við Morgunblaðið í
gær um nýútkomna bók sína
segir Gunnar Helgi Kristinsson,
dósent í stjórnmálafræði við Há-
skóla íslands m.a.: „Þegar ég var
að skrifa bókina leitaði ég að heim-
ildum um spillingu og umræðum
um hana í mörgum löndum. Það,
sem við köllum fyrirgreiðslupólitík
á íslandi, er þekkt fyrirbæri víðar,
t.d. í Bandaríkjunum og á ítalíu.
Hún er kannski ekki alvarlegasta
tegundin af spillingu — það má
finna alvarlegri tegundir, sem
tengjast til dæmis glæpastarfsemi.
En hún er engu að síður spilling
og varla vafi á, að hún er af hinu
vonda. Það, að menn líti á hana,
sem eðlilegan hlut, lýsir því að hér
ríkír ekki skilningur 'á, að stjórn-
sýsla er mjög mikilvægt svið og
henni ber að sinna á kerfisbundinn
hátt, en ekki með geðþóttaákvörð-
unum, til þess að mismuna ekki
borgurunum."
Svokölluð „fyrirgreiðsla" hefur
verið stunduð á íslandi áratugum
saman í stóru og smáu. Þekktar
eru sögur af þingmönnum fyrri tíð-
ar, sem stunduðu fyrirgreiðslu af
margvíslegu tagi fyrir kjósendur
sína, keyptu jafnvel fyrir þá
saumnálar og smádót og sendu til
heimabyggðar. Þeir voru eins kon-
ar umboðsmenn fólksins í kjör-
dæminu á þeim árum, þegar sam-
göngur voru erfiðari en nú og menn
áttu ekki heimangengt í jafn ríkum
mæli og nú. Engum datt í hug að
kalla þessa fyrirgreiðslu spillingu.
Þetta var þjónusta við kjósendur
og í einhverjum mæli er hún stund-
uð enn í dag, þótt tæpast nái hún
til saumnála.
Á tímum hafta og skðmmtunar
í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síð-
ari komst fyrirgreiðslustarfsemin
áreiðanlega á stig spillingar, þegar
menn áttu það undir pólitískum
samböndum eða kunningjatengsl-
um, hvort þeir fengu innflutnings-
leyfi fyrir vörum eða leyfi til þess
að fjárfesta. Spilling eins og við
skiljum það orð í dag blómstraði
áreiðanlega á þeim tíma.
Þegar tímabili hafta og skömmt-
unar lauk með valdatöku Viðreisn-
arstjórnarinnar fyrir 35 árum
þurftu menn ekki lengur á slíkum
samböndum að halda til þess að
flytja inn vöru eða byggja hús.
Hins vegar var fjármagn takmark-
að í larídinu og segja má, að fram
á síðasta áratug hafi pólitísk tengsl
og að einhverju leyti kunningja-
tengsl skipt verulegu máli við út-
vegun fjármagns. Þetta var á þeim
árum, þegar lánsfé var ekki verð-
tryggt og vextir voru svo lágir í
hlutfalli við verðbólgu, að þeir sem-
á annað borð höfðu aðgang að
lánsfé borguðu það aldrei til baka
nema að takmörkuðu leyti. Stjórn-
málaflokkarnir höfðu allir tryggt
sér aðstöðu í lánakerfinu og í
krafti hennar gátu ráðherrar og
þingmenn tryggt einstaklingum og
fyrirtækjum aðgang að fjármagni.
Lánveitingar vóru þess vegna ekki
nema að hluta til byggðar á þeim
almennu sjónarmiðum, sem nú
ríkja við ákvarðanir um lánveiting-
ar.
Óhætt er að fullyrða, að tíðar-
andinn á þessum árum var með
þeim hætti, að almennt var ekki
litið á þetta fyrirgreiðslukerfi sem
spillingu. En tímarnir breytast. Á
nokkrum árum hefur sú breyting
orðið á viðhorfi almennings, að
krafan um jafnræði er orðin mjög
almenn. Þess er krafizt, að stöðu-
veitingar byggist á almennum
hæfnisrökum og ívilnun í skjóli
flokkstengsla er litin hornauga.
Nú er lán í banka að vísu ekki gjöf
eins og einu sinni var en burtséð
frá því er það ríkjandi viðhorf um
þessar mundir, að lánveitingar eigi
að byggjast á efnislegum rökum
um tryggingar og greiðslugetu.
Segja má, að sjónarmið tveggja
tíma hafi tekizt á fyrir nokkrum
dögum í orðaskiptum á milli Matt-
híasar Bjarnasonar, alþingismanns
Vestfirðinga, og Landsbanka ís-
lands. Þingmaðurinn gagnrýndi
Landsbankann harkalega í ræðu á
Alþingi fyrir rúmri viku og upp-
lýsti, að hann hefði snúið sér til
viðskiptaráðherra og beðið um að-
stoð hans við að fá Landsbankann
til þess að taka tvö fyrirtæki í við-
skipti. Ráðherrann hefði skrifað
bankanuirT bréf en bankinn engu
að síður neitað.
Nú getur enginn bannað við-
skiptaráðherra að skrifa banka
bréf eða þingmanni að gagnrýna
banka. Á hinn bóginn er það svo,
að viðskiptavinir bankakerfisins
hafa á undanförnum árum borgað
milljarðatöp banka og að einhverju
leyti sparisjóða með háum vöxtum
og síhækkandi þjónustugjöldum.
Þessi milljarðatöp og kostnaður
viðskiptavina bankanna er til kom-
inn m.a. vegna afskipta stjórn-
málamanna af lánveitingum ríkis-
bankanna, þótt mistök bankanna
sjálfra eigi einnig hlut að máli.
Matthías Bjarnason sagði á Al-
þingi, að það væri kominn tími til
fyrir stjórnvöld að „moka út úr
hýbýlum" Landsbankans og
„hreinsa þar almennilega til" í ljósi
þeirrar afgreiðslu, sem bréf við-
skiptaráðherra fékk. Með tilvísun
til framangreinds og þeirra upplýs-
inga, sem fram hafa komið um
stöðu viðkomandi fyrirtækja, má
færa rök að því, að þær aðgerðir
hefðu verið réttmætar, ef bankinn
hefði orðið við beiðni ráðherrans.
102.!
WITOLD
iGombrow-
icz var pólskur. Hann
var lögfræðingur frá
háskólanum í Varsjá,
en lagði auk þess
stund á heimspeki og
efnahagsmál í París. Hætti lög-
fræðistörfum þegar hann sneri sér
að skáldskap og gaf út smásagna-
safn tæplega þrítugur, Minningar
úr æsku, 1933. Síðan fylgdu sögur
og leikrit í kjölfarið, t.a.m. Jó-
hanna, prinsessa af Burgund 1938
(Yvonne). Leikritið Hjónabandið,
skrifað í útlegð í Argentínu á stríðs-
árunum, er talið meistaraverk
Gombrowicz. Hann sneri aftur til
Evrópu 1963, dvaldist um tíma í
Vestur-Berlín, en bjó síðan í Frakk-
landi þar til hann lézt 1969. Þegar
verk hans voru þýdd hlaut hann
alþjóðlega viðurkenningu og síðustu
tvo áratugina sem hann lifði var
harín af mörgum rithöfundum og
gagnrýnendum talinn í hópi fremstu
rithöfunda í nýbókmenntum aldar-
innar.
Gombrowicz skrifaði dagbók á
argentínuárunum og voru kaflar
úr henni birtir í tímariti pólskra
útlaga í París, Kultura. Fyrsta bind-
ið frá árunum 1953-1956 hefur
verið gefið út á ensku. Ég ætla að
vitna í þessa dagbók sjálfum mér
til afsökunar. Gombrowicz segir,
Ég skrifa dagbókina hikandi.
Óheiðarleikinn í heiðarleika hennar
veldur mér áhyggjum. Fyrir hvern
er ég að skrifa? Ef ég er að skrifa
fyrir sjálfan mig, hversvegna hef
ég þá Iátið gefa hana út? Ef ég hef
skrifað hana fyrir lesandann, hvers-
vegna er ég þá að látast einsog ég
HELGI
spjall
sé að tala við sjálfan
mig? Ertu að tala við
sjálfan þig svo að aðr-
ir geti heyrt til þín?
Eg hef spurt sjálf-
an mig sömu spurn-
inga þegar ég hef ver-
ið að setja þessi orð á blað. Það er
gott að finna skjól í þessari spyrj-
andi játningu Gombrowicz. Hann
bætir því við að á dagbókarblöðun-
um sé hann á leið útúr blessaðri
nóttinni og inní harðnéskjulegt ljós
dögunarinnar sem dregur takmark-
anir hans fram í dagsljósið, einsog
hann kemst að orði, og hann biðst
afsökunar á þessu tiltæki. En bætir
því svo við honum sé ljóst að menn
verði ávallt að vera þeir sj.álfir í
ritverkum sínum, að hann eigi að
geta tjáð sig hvortsem erí Ijóði eða
leikriti og þá ekkisíður í venjulegu
óbundnu máli, I grein eða dagbók
- og flug listarinnar verði að eiga
sér samsvörun á vettvangi venju-
legs lifs, nákvæmlega einsog skuggi
hræfuglsins hverfur til jarðar. Menn
eigi að geta tjáð sig á hversdags-
legu máli - og hví þá ekki einnig í
dagblaði?
1AQ KUNDERA SEGIR
AVfÖtverk hans hafi oft verið
illa þýdd. Franskur þýðandi einnar
sögu hans hafi endurskrifað hana
og fyllt útí stílinn með skrauti.
Enskur útgefandi einnar sögu hans
hafi endursamið hana. í enn öðru
landi hafi hann hitt þýðanda sinn,
"mann sem kann ekki stakt orð í
tékknesku", og spurt hvernig hann
færi að því að þýða söguna. Með
hjartanu, svaraði þýðandinn. Og-svo
dró hann upp mynd af mér úr vesk-
inu sínu, bætir Kundera við. Hann
segist hafa verið farinn að trúa því
unnt sé að þýða með "huglestri
hjartans" einsog hann kemst að
orði, en þá hafi hann komizt að því
að þessi þýðandi hafí notað einfald-
ari aðferð: hann vann söguna uppúr
frönsku endurriti einsog argen-
tínski þýðandi hennar hafði einnig
gert.
En mikið vatn hefur runnið til
sjávar frá því þetta var. Og Kund-
era þarf ekki að kvarta yfir islenzk-
um þýðanda sínum svo vel sem
Friðrik Rafnsson hefur innt verk
sitt af höndum. Hann starfar í nán-
um tengslum við skáldið sem hefur
komið til íslands oftaren einusinni,
tekið ástfóstri við það — og þá
ekkisízt einsog það birtist í verkum
Kjarvals.
En hvað mætti þá segja um verk
á smáþjóðamálum einsog íslenzku?
Þau eru víst ekki mörg sem komast
klakklaust á leiðarenda - inní
heimstungurnar. Þess vegna m.a.
erum við alltaf með hugann við
önnur norðurlandamál. En þau eru
bara nokkur smáþjóðamál í viðbót
og undantekning ef bókmenntir
þeirra komast klakklaust á heimst-
ungu. Bandaríski pulitzerverð-
launahafinn í bókmenntagagnrýni,
Richard Eder, skrifaði mér að hann
hefði aldrei séð snilld Ibsens í þeim
verkum hans sem þýdd höfðu verið
á ensku; þau hafi verið kauðaleg.
Það hefði ekki verið fyrren hann
sá eitt þeirra á sviði í Stokkhólmi
sem hann hefði rennt grun í snilld-
ina. Hann skildi ekki orð af því sem
sagt var. En hann skynjaði andrúm-
ið.                       M
(meira næsta sunnudag)
VIÐ LOK KALDA
stríðsins, er ljóst var
að Sovétríkin og
heimskornmúnisminn
voru í rústum, bar á
bjartsýni á Vesturlönd-
um um að fátt stæði
nú í vegi fyrir sigur-
göngu vestræns lýðræðis og markaðshag-
kerfis víða um heim. Ýmislegt fleira en
lýðræðisþróunin í Austur-Evrópu varð til
að ýta undir þessa bjartsýni, til dæmis
lausn ýmissa svæðisbundinna deilna, sem
byggzt höfðu á hugmyndafræðilegum
átökum eða kalda stríðið hafði með ein-
hverjum hætti kynt undir. Hin víðtæka
alþjóðlega samstaða, sem náðist um að
stöðva útþenslustefnu Saddams Husseins
við Persaflóa, vakti sömuleiðis nýjar vonir
með mörgum.
Hins vegar eru nú ýmis teikn á lofti
um að þetta hafi verið ótímabær bjart-
sýni. Margir halda því fram að í stað hinna
hugmyndafræðilegu átaka lýðræðis og
markaðskerfis annars vegar og alræðis í
formi þjóðernissósíalisma, fasisma og
kommúnisma hins vegar, muni koma átök
Siðmenninga. Helzti formælandi þessarar
skoðunar er Samuel P. Huntington, pró-
fessor í stjórnmálafræði við Harvardhá-
skóla í Bandaríkjunum. Huntington er einn
þekktasti stjórnmálafræðingur heims og
hefur mikið skrifað um alþjóðamál, meðal
annars um forsendur pólitísks stöðugleika
í þriðja heiminum og áhrif pólitískrar sið-
menningar á stjórnkerfísbreytingar. Á síð-
asta ári skrifaði hann grein í Foreign
Affairs undir fyrirsögninni „Árekstur
menningarheima?" (The Clash of Civilizati-
ons?). Greinin hefur haft mikil áhrif á
umræður um alþjóðastjórnmál og orðið
tilefni fjölmargra andsvara fræðimanna
og stjórnmálamanna.
Huntington heldur því fram að við séum
komin á fjórða stig alþjóðlegra átaka. Á
því fyrsta hafi kóngar og furstar einkum
átzt við. Eftir frönsku byltinguna hafi
hernaðarátök aðallega verið milli þjóða. Á
tuttugustu öldinni hafi átök byggð á mis-
munandi hugmyndafræði verið einkenn-
andi, og þau átök hafi í raun átt sér stað
innan vestrænnar siðmenningar og á for-
sendum hennar — kapítalismi, fasismi og
kommúnismi séu vestræh fyrirbæri. Nú
stöndum við hins vegar frammi fyrir öld
átaka menningarheima. „Hin miklu
ágreiningsefni mannkynsiffs og meginupp-
spretta átaka verða af menningarlegum
toga. Þjóðríkin verða áfram valdamestu
gerendurnir í heimsmálum, en mikilvæg-
ustu átökin í alþjóðastjórnmálum verða
milli þjóða og^ hópa með mismunandi sið-
menningu. Árekstrar menningarheima
munu verða ríkjandi í heimsmálum.
Markalínurnar milli menningarheima
verða víglínur framtíðarinnar," segir Hunt-
ington.
Hann segir að flokkun ríkja í fyrsta,
annan og þriðja heim sé úrelt arfleifð kalda
stríðsins. Það sé miklu nær að flokka þau
eftir siðmenningu. Siðmenning byggist
bæði á hlutlægum einkennum eins og
tungu, sögu, trú, siðum og stofnunum og
á huglægri samkennd. ítölum finnst þeir
til dæmis eiga meira sameiginlegt með
öðrum Evrópubúum en með múslimum
handan Miðjarðarhafsins.
En af hverju átök menningarheima
fremur en einhverra annarra heilda? Hunt-
ington segir að í fyrsta lagi fari ýmis
grundvallarviðhorf manna eftir því hvaða
siðmenningu þeir tilheyri. Þannig hafi
mismunandi menningarheimar ólíkar skoð-
anir á tengslum guðs og manns, einstak-
lingsins og hópsins, þegnsins og ríkisins
o.s.frv. Þessi munur sé arfleifð aldalangrar
félagsmótunar og gufí ekki upp eins og
dögg fyrir sólu. I öðru lagi sé heimurinn
að smækka með sívaxandi samskiptum.
Það hafí í för með sér að vitund manna
um eigin siðmenningu verði sterkari og
menningarmunur skýrari. Þetta komi til
dæmis skýrt fram þegar múslimar taki sér
búsetu í Evrópuríkjum. í þriðja lagi losi
félagslegar breytingar og efnahagsleg
nútímavæðing víða um heim um þau holl-
ustubönd, sem tengt hafí einstaklinginn
nánasta samfélagi sínu. Þjóðríkið hafí
veikzt og þjóðarvitundin veiti mönnum
ekki það skjól sem hún gerði. Víða um
heim hafi trúarbrögðin fyllt þetta tóma-
rúm, einkum í formi „bókstafstrúar".
í fjórða lagi, segir Huntington, ýtir hið
tvöfalda hlutverk Vesturlanda undir sið-
menningarvitund þeirra, sem tilheyra öðr-
um menningarheimum. Annars vegar eru
Vesturlönd á hátindi valda sinna og áhrifa
og hafa að mörgu leyti mótað heiminn
eftir sínu höfði. En um leið leita margir
þeir, sem ekki sætta sig við drottnun vest-
rænnar menningar, aftur til hinnar upp-
runalegu siðmenningar sinnar. Huntington
nefnir sem dæmi að í Indlandi sé vaxandi
afturhvarf til hindúisma, í íslömsku ríkjun-
um sæki bókstafstrúarmenn í sig veðrið
og í Rússlandi vaxi þeim fiskur um hrygg,
sem vilja fremur að Rússar taki forystuna
í slavnesku bandalagi, sem standi vörð um
menningu og hagsmuni slava, en að Rúss-
land gangi í náið bandalag með Vestur-
löndum.
Fimmti orsakaþátturinn að mati Hunt-
ingtons er sú staðreynd, að miklu erfiðara
er að breyta menningarlegum einkennum
en til dæmis að skipta um hagkerfí eða
leggja hugmyndafræði fyrir róða. í Sovét-
ríkjunum fyrrverandi geti kommúnistar
orðið lýðræðissinnar, ríkir geti orðið f átæk-
ir og öfugt, en Rússar geti ekki orðið Eist-
lendingar og Azerar verði ekki Armenar.
í stað þess að spurt var á tíma stétta- og
hugmyndafræðiátaka: „Með hverjum held-
urðu?" sé nú spurt: „Hver ertu?" í Bosníu
eða Kákasus geti rangt svar við þeirri
spurningu oft þýtt byssukúlu í höfuðið. í
þessu efni sé trú manna e'nn meira vanda-
mál en til dæmis þjóðerni — það sé hægt
að vera hálfur Serbi og- hálfur Króati, en
menn séu varia hálfkristnir og hálfislamsk-
ir.
Loks bendir Huntington á að svæðis-
bundið efnahagssamstarf færist nú mjög
í vöxt og virðist oftar en ekki byggjast á
sameiginlégum menningareinkenaum.
Slíkt eigi að minnsta kosti við um Evrópu*
sambandið og að einhverju leyti um Frí-
verzlunarsvæði Norður-Ameríku. Þess
vegna sé ekki ósennilegt að viðskiptástríð
framtíðarinnar verði enn harðvítugri en
ella vegna þess að þau verði jafnframt
milli ólíkra menningarheima.
Heimsstyrj-
öld á menn-
ingarlegum
forsendum?
HUNTINGTON
tiltekur     fjölda
dæma til stuðnings
kenningu sinni.
Hann segir að
margar harðvítug-
ustu deilurnar í
heiminum undan-
farin misseri hafi einmitt átt sér stað á
mörkum menningarheima. Járntjaldinu,
sem skipti Evrópu, hafí nú verið lyft, en
nýjar víglínur séu byrjaðar að koma í ljós:
Hin forna markalína vestur- og austur-
kristni annars vegar og mörk kristni og
íslams hins vegar. í lýðveldum fyrrum
Júgóslavíu komi þessir þrír menningar-
heimar til dæmis allir saman, og einmitt
þess vegna séu átökin jafnáköf og raun
ber vitni. Þar komi líka fram að frekar
en að velta fyrir sér skynsamlegustu lausn
á deilunni, styðji önnur ríki þann hóp, sem
sé tengdur þeim menningarböndum. Þjóð-
verjar styðji kaþólikkana í Króatíu, Rússar
slavneska trúbræður sína í Serbíu og
múslimum hafí borizt margs konar aðstoð
frá ríkjum íslams. Huntington segir að á
komandi árum séu svæðisbundnar deilur,
sem eigi sér stað á mörkum menningar-
heima, líklegastar til að stigmagnast og
verða að stórstyrjöldum. „Komi til nýrrar
heimsstyrjaldar verður hún stríð milli sið-
menninga," segir Huntington.
Ógnin, sem Vesturlöndum stendur af
íslam, er prófessornum drjúgt umfjöllunar-
efni. Hann bendir raunar á að átök kristni
og íslams hafi staðið í 1.300 ár og ekkert
bendi til að þau séu úr sögunni. A þessari
öld hafí Vesturlönd staðið með ísraelum
gegn aröbum, Evrópuríki .hafi staðið í
styrjöldum eða smáskærum við ríki í
REYKJAVIKURBREF
Laugardagur 19. nóvember
Norður-Afríku (Alsír, Egyptaland og
Líbýu) og hin mikla herför gegn Saddam
Hussein árið 1990 sé hápunktur þessara
átaka á öldinni. Það sé vissulega þver-
sögn, en þróun í átt til vestræns lýðræðis
í sumum arabaríkjum hafi leitt af sér upp-
gang afla, sem andstæð séu vestrænum
áhrifum. Þannig sigruðu bókstafstrúar-
menn í Alsír í kosningum fyrir tveimur
árum, en sett voru herlög til að koma í
veg fyrir að þeir næðu völdum. íslömsku
ríkin eigi hins vegar ekki aðeins í útistöð-
um við Vesturlönd. Spenna milli íslömsku
ríkjanna í Norður-Afríku og ríkja svartra
sunnar í álfunni, sem oft eru að stórum
hluta kristin, fari vaxandi. Á norðurlanda-
mærum hins íslamska heims standi mús-
limar í stríði við kristna menn, einkum
slava. Þannig berjist múslimar og Serbar,
Ossetar og Ingúsetar, Armenar og Azer-
ar, og andstaða við áhrif Rússa fari-vax-
andi í Mið-Asíulýðveldunum, en þar hafa
rússneskar hersveitir sums staðar íátið til
sín taka að undanförnu til að gæta hags-
muna rússneskra minnihlutahópa. Sunnar
í Asíu komi sígild togstreita múslima og
hindúa ekki .aðeins fram í fjandskap Pak-
istans og Indlands, heldur trúarbragðadeil-
unum innan landamæra Indlands sjálfs.
„Landamæri íslams eru blóðug," segir
Huntington.
Asíuþjóða, sem leggja áherzlu á það, sem
skilur eina þjóð frá annarri."
Barátta menningarheima er ekki aðeins
líkleg til að ýta undir milliríkjaátök; hún
klýfur sum þjóðfélög að endilöngu. Hunt-
ington nefnir Mexíkó, sem þarf að gera
upp við sig hvort það eigi að tilheyra róm-
önsku Ameríku eða markaðsvæddu ríkjun-
um í norðri, Tyrkland, þar sem bæði sé
horft til Brussel og Mekku, og síðast en
ekki sízt Rússland. Togstreíta vestrænna
og austrænna áhrifa sé auðvitað aldagöm-
ul í Rússlandi, en breitt hafi verið yfír
hana á valdatíma bolsévíka. Kommúnism-
inn hafi verið vestræn hugmyndafræði og
vestrænn lýðræðissinni hafi auðveldlega
getað haldið uppi fræðilegum samræðum
við sovézkan marxista. Slíkar samræður
væru hins vegar óhugsandi milli Vestur-
landabúa og rússnesks hefðarsinna, sem
vildi hverfa inn í rótgróinn níssneskan
hugsunarhátt — hugtakanotkun þeirra og
heimsmynd væri gjörólík.
Áhrif nú-
tíma-
væðingar
Vesturlönd
að missa
tökin
HUNTINGTON
spáir því að veruleg
hætta sé á að Vest-
uriönd missi þau
tök, sem þau hafa
haft á alþjóðakerf-
inu og stofnunum þess, til dæmis Samein-
uðu þjóðunum og Álþjóðagjaldeyrissjóðn--
um, þar sem ákvarðanir séu teknar út frá
vestrænum hagsmunum. Þótt vestræn sið-
menning hafi á yfirborðinu náð fótfestu
um állan heim, sé ljóst að kafí menri
dýpra, samrýmist vestræn hugtök alls
ekki viðteknum viðhorfum í oðrum menn-
ingarheimum. Hugtök á borð við einstak-
lingshyggu, frjálslyndi, stjórnlagahyggju,
mannréttindi, jafnrétti, lýðræði og frelsi
markaðarins eigi sér oft afar litla samsvör-
un i siðmenningu múslima, slava, hindúa,
búddista eða konfúsíusarsinna. Tilraunir
Vesturlandabúa til að festa þessi hugtök
í sessi geti af sér andsvör um „mannrétt-
indaheimsvaldastefnu" (þ.e. að vestrænum
hugmyndum um algild mannréttindi sé
þröngvað upp á aðra) og afturhvarf til
gamalla gilda viðkomandi menningar-
heims: „Sú hugmynd að til sé „altæk" sið-
menning er vestræn hugmynd, og gengur
beinlínis gegn sértækri menningu flestra
FJÖLMARGIR
hafa orðið til þess
að gagnrýna kenn-
ingu Huntingtons,
eins og áður segir.
Sú gagnrýni beinist
ekki sízt að því að hann vanmeti styrk
vestrænna viðhorfa á heimsvísu. Vestræn
viðhorf brjóti á bak aftur ýmis gömul gildi
og þótt aðrir menningarheimar glati ekki
siðmenningu sinni, neyðist þeir til að að-
laga hana vestrænum hugmyndum, eigi
þeir að geta nútímavæðzt og nálgazt þau
lífskjör, sem almenningur á Vesturiöndum
búi við. Þannig segir Fouad Adjami, pró-
fessor við John Hopkins-háskóla, í svar-
grein í Foreign Affairs að strangtrúaði
hindúar muni aldrei ná tökum á Indlandi
á ný. Hin sívaxandi millistétt, sem herði
.í sífellu sóknina eftir veraldlegum gæðum,
muni standá vörð um vestrænt hagkerfí
og þau gildi, sem nauðsynleg séu til þess
að, það dafni. Jeanne M. Kirkpatrick, pró-
fessor við Georgetown-háskóla og fyrrver-
andi sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum,
tekur í sama streng í grein í sama riti og
segir að enginn ætti að vita það betur en
prófessor Huntington að nútímavæðing
breyti fólki, þjóðfélögum og stjórnmálum.
Og eftirsóknin eftir nútímalífsgæðum
Vesturlanda hafi oftar en ekki í för með
sér að þjóðir samþykki menningu þeirra
að meira eða minna leyti.
Aðrir benda á að nær sé að hafa augun
á hnignun vestrænnar menningar. Kishore
Mahbubani, varautanríkisráðherra Sing-
apore, segir í enn einni svargreininni að á
Vesturlöndum sé fjárlagahalli að fara úr
böndum, velferðarkerfíð sé að sliga ríkis-
fjárhirzlur, vinnusiðferði fari hnignandi og
sérhver stjórnmálamaður, sem flytji kjós-
endum sínum hinn óvinsæla sannleika,
tapi í kosningum. James Kurth, stjórn-
málafræðiprófessor við Swarthmore Col-
lege í Bandaríkjunum, heldur því fram í
nýjasta hefti tímaritsins The National Int-
erest að hinn raunverulegi árekstur menn-
ingarheima sé ekki milli vestrænnar sið-
menningar og annarra svæða, heldur séu
átök innan hins vestræna menningarheims
milli hefðbundinna gilda og „síð-vestrænn-
ar siðmenningar" menningarlegra fjöl-
hyggjumanna og femínista.' En það er
önnur saga.
Gagnrýnin á kenningar Huntingtons á
sumpart rétt á sér. Þær útskýra ekki sér-
hvert tilvik þar sem til átaka kemur milli
ríkja eða þjóða. En ábendingar hans eru
vel ígrundaðar og vekja upp ýmsar áleitn-
ar spurningar. Er til dæmis misráðið af
Vesturlandabúfum að draga jafnört úr
hernaðarmætti sínum og þeir hafa gert?
Og hvaðan steðjar til að mynda mest
hætta að ríkjum Atlantshafsbandalagsins?
Margt bendir til að hún komi nú úr suðri,
fremur en úr austri. Slíkt krefst endur-
skipulagningar vamaráætlana (sem raun-
ar er hafin í einhverjum mæli) og nýrra
áherzlna í utanríkisstefnu Vesturlanda.
Og hverjar eiga að vera áherzlurnar í þró-
unaraðstoð? Er við því að búast að Vestur-
lönd aðstoði ríki til sjálfshjálpar í e/nahags-
málum, ef þau neita jafnframt að sam-
þykkja það gildakerfi, sem nauðsynlegt
er til að standa undir frjálsu markaðshag-
kerfi? Eða er rétt að reyna með öllum
ráðum að milda þau öfl, sem eru reiðust
Vesturiöndum og draga úr óánægju al-
mennings, eins og Evrópusambandið
hyggst nú reyna að gera með víðtækri
efnahagsaðstoð við íslömsku ríkin í
Norður-Afríku?
En það er engan veginn nóg að sjá
hættur í hverju horni, þótt það væri
ábyrgðarleysi að gera ekki ráð fyrir hinu
versta. Eins og Samuel Huntington bendir
á, er engin altæk heimsmenning til. Menn-
ingarmunur er mikilvæg uppspretta tog-
streitu og átaka. Eitt mikilvægasta verk-
efnið í alþjóðamálum er þess vegna að
auka skilning og traust milli menningar-
heima og leita að þeim sviðum, þar sem
allt mannkyn á sameiginlega hagsmuni.
Aðeins með því að skilja aðra menningar-
heima getum við búið í sátt við þá og reynt
að afstýra átökum.
Morgunblaðið/RAX
„Margir halda því
fram að í stað
hinna hugmynda-
fræðilegu átaka
lýðræðis og mark-
aðskerfis annars
vegar og alræðis
í f ormi þjóðernis-
sósíalisma, fas-
isma og kommún-
isma hins vegar,
muni koma átök
siðmenninga."
H-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48