Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1994 Ljósmynd/Michel Linssen AÐ ER ekki tekið út með sældinni að vera í hljóm- sveit á íslandi, þ.e. ef menn vilja íifa á tónlistinni, því yfirleitt þarf að spila tónlist eftir aðra til að hafa efni á að spila eigin tónlist. Það freistar því eðlilega margra að verða frægir í útlöndum, eða að minnsta kosti ná því stigi að þurfa ekki að gera annað en semja og spila tónlist. Það er þó hægara um að tala en í að komast, því hundr- uð hljómsveita eru kölluð, en fáar útvaldar. Um þessar mundir er svo íslensk hljómsveit komin á fremsta hlunn með að slá í gegn, í það minnsta ef marka má viðtökur í ýmsum Evrópulöndum. Fyrir réttri viku sneri heim frá útlöndum hafnfírska hljómsveitin Jet Black Joe, eftir að hafa verið á við- tala- og tónleikaferð um Þýskaland og Holland, til að fylgja eftir breið- skífu sveitarinnar, You Ain’t Here, sem kom út þar í landi síðsumars. Sú ferð er afrakstur margra mánaða vinnu við að kynna hljómsveitina og koma henni á framfæri; eftir þrot- lausa vinnu eru menn að uppskera, því Jet Black Joe er komin með annan fótinn inn fyrir dyrastafínn og sætir-iags að komast inn. Afmarkaður markaður Hljómsveitirnar Mezzoforte og Sykurmolamir fóru inn á heims- markað um Bretland; lag Mezzoforte Garden Party sló í gegn og Birthday Sykurmolanna, og Björk Guðmunds- dóttir hefur höfuðstöðvar sínar í Lundúnum. Aðstandendur Jet Black Joe ákváðu það hins vegar á sínum tíma að stefna frekar inn á markað annars staðar í Evrópu, þ.e. að reyna að ná fótfestu í Skandinavíu, Þýska- landi, Hollandi og Belgíu. Markaður fyrir tónlist er þar og vænlegur, enda er Þýskalandsmarkaður sá þriðji stærsti í heimi, á eftir Banda- ríkjamarkaði og Japansmarkaði, Því Hafnfírska rokksveitin Jet Black Joe var á ferð í Þýskalandi og Hollandi fyrir rúmri viku við tónleikahald og viðtalastúss. Árni Matthíasson sá hljómsveitina á tónleikum í Amsterdam og segir Jet Black Joe komna með annan fótinn inn fyrir dyrastaf frægðarinnar. var samið við fyrirtæki í Hollandi, CNR, um útgáfu á geisladiskum Jet Black Joe og annað fyrirtæki í Þýskalandi, ZYX, sem hefur meðal annars á sínum snærum þá eðlu rokksveit Motorhead. Í kjölfar þeirra samninga hafa plötur Jet Black Joe verið gefnar út ytra og sveitin hefur leikið á tónleikum víða í Evrópu og á tónlistarhátíðum; var til að mynda á Miðfjónshátíðinni í sumar. Smá- skífum sveitarinnar hefur líka geng- ið ákjósanlega á listum ytra; meðal annars náð inn á vinsældalista í Hollandi, en lag sveitarinnar er ein- mitt mikið spilað í hollensku útvarpi þessa dagana. Helsta tónlistartíma- rit Hollands, Ooor, sendi svo hingað til lands blaðamann fyrir stuttu til að hitta piltana í Jet Black Joe að máli og kynna sér íslenskt rokklíf. Samhentari en nokkru sinni Eins og áður segir var Jet Black Joe á ferð um Þýskaland og Holland fyrir rúmri viku og Iék þá meðal annars í þeim fræga tónleikastað Melkveg. Fyrir tónleika voru liðs- menn sveitarinnar afslappaðir og létu vel af ferðinni, enda hafði þeim gefist gott næði til að slappa af eft- ir að þrennir tónleikar í Belgíu voru felldir niður með engum fyrirvara. Það fer ekki á milli mála að sveitin er samhentari en nokkru sinni; það virðast allir vera vel með á nótunum um að þetta sé einmitt það sem þeir helst vilja gera; flækjast um útlönd og fá að spiia sem oftast. Þeir hentu gaman af því að fyrsta spurningin í öllum viðtölum væri „þekkið þið Björk?“, og segja að við- töl snúist mjög mikið um Island. Tónleikaferðir eru litlar skemmti- ferðir og allur „glarnúr" fljótur að fara af því að vera á ferðalagi í út- löndum, því tónleikastöðum svipar öllum saman og þeir félagar hlæja mikið að því að allir rótarar séu eins; það sé bara ein manngerð sem sæki í rótarastarfið og myndi með sér einskonar bræðralag. Af meiri alvöru segja þeir að þó gaman sé að tala við áhugasama blaðamenn, skipti ekki minna máli að hitta starfsmenn fyrirtækjanna sem vinna fyrir þá ytra, fulltrúa útgáfunnar, tónleikaskipuleggjend- ur og fleiri. „Við finnum það að fólk er áhugasamt og það er gott að finna fyrir áhuganum hjá fyrirtækinu sem við erum að vinna með Og það hvað allir eru virkir. Það er samt erfitt fyrir okkur að átta okkur á hvað er í gangi, en við fínn- um að það er eitt- hvað orðspor í gangi,“ segja þeir félagar og vilja ekki gera of mikið úr því að þeir séu að verða heims- frægir, það taki langan tíma að koma sér framfæri ytra og þó vel gangi núna sé engu hægt að spá um framtíðina. „Við sjáum til hvað verður úr þessu," segir Páll Rósinkrans söngvari sveitar- innar, „það er í lagi að gera þetta í einhver ár í viðbót og þá er bara hægt að fara í Flensborg eða í vinnuskólann," segir hann, en Starri Sigurðarson bassaleikari segir að bragði og kímir: „Þú verður þá nógu gamall til að verða flokkstjóri." Viljuin bara spila Eins og áður segir koma margir að því að koma hljómsveit á fram- færi og Steinar Berg frá Spori hf. MORGUNBLAÐIÐ er staddur ytra til að leggja á ráðin með sveitinni og hitta frammámenn í ZYX og fleiri. Þeir félagar segja og að þeir láti Steinar og þá sem þekkja inn á markaðssetningu sjá um alla skipulagningu; þeir vilji bara semja tónlist og flytja hana. „Við pælum ekkert í því hvernig á að selja þessar plötur okkar, við viljum bara hugsa um tónlistina," segja þeir og bæta við að sem stendur sé þetta stúss í raun ekki svo frábrugð- ið því að vera bara heima, „það er ekki fyrr en þetta verður stærra um sig að við förum að finna fyrir ein- hveijum mun.“ Eins og áður segir virðist andinn í hljómsveitinni mjög góður, reyndar hefur hljómsveitin yfirleitt virst sam- heldin, og þeir félagar segj'a að þó komið geti til handalögmála og oft sé rifist en menn eru famir að þekkja hvern annan mjög vel og allt gleym- ist undir. „Samkomulagið verður ekki vandamál á meðan menn talast við,“ segja þeir glaðbeittir. Breytileg stemmning Lagaval fyrir tónleikana tekur ekki langan tíma, þó úr nógu sé að velja, en þeir félagar segjast einmitt mjög ánægðir með plötuna Fuzz, sem kom út á íslandi sama dag og tónleikarnir voru í Melkveg; það sé svo gama að spila lögin af henni á tónleikum og þau gefí skemmtilega breidd í tónleikadagskrána. Eftir að þeir félagar fregna að þeim sé frjálst að spila nánast eins lengi og þeir vilja ákveða þeir að bæta lögum á dagskrána og alls velja þeir fímmtán lög, sem eiga þó eftir að verða fleiri eins og síðar verður rakið. Sjö laganna eru af plöt- unni nýju, en hin eldri, þar á meðal eitt af fyrstu plötunni og gamla Deep Purple lagið Into the Fire'. Eftir hljóðprufu, sem tekur drykk- langa stund, fara piltamir út að borða og síðan gefst stutt hlé áður en tónleikarnir eiga að hefjast. Skemmtilega hrá keyrsla Aðsókn að Melkveg er frekar ró- leg til að byrja með. Fólk tínist þó inn jafnt og þétt og þegar hljómsveit- in fer á svið kl. 22.30, er salurinn orðinn vel skipaður. Henni er og fagnað vel og byijar tónleikana með miklum látum. Keyrslan er skemmti- lega hrá á sveitarmönnum alla tón- leikana og þó spilamennska sé á stundum kæruleysislega, bætir lífleg sviðsframkoma það vel upp. Hol- lensku áheyrendurnir virðast þekkja til nokkurra laga af dagskránni, en best þekkja þeir vitanlega Purple- lagið og þar verður viss vendipunkt- ur á tónleikunum; eftir það hafa Jet Black Joe-liðar áheyrendur í hendi sér. Páll Rósinkrans syngur eins og hann eigi lífíð að leysa, Gunnar Bjarni er á harðahlaupum um sviðið á milli þess sem hann bregður sér í allra kvikinda líki á gítarnum, Starri og Jón Örn Arnarson trommu- leikari pijóna grunninn saman með liprum bassaleik og frábærum trommuleik og Hrafn Thoroddsen kryddar blönduna með gríðarlega skemmtilegurn orgelhljómum, á milli þess sem hann sannar að hann sé liðtækur og lipur gítarleikari. Þegar dagskráin er tæmd með magnaðri útgáfu á Muscle Maniac, vilja áheyrendur alls ekki sleppa sveitinni og klappa hana upp með látum. Tvö lög fá þeir í viðbót, ann- að bítlalagið Come Together, en mikið vill meira og enn er sveitin klöppuð upp. Að þessu sinni taka þeir sveitarmenn annað bítlalag, Lucy in tiie Sky with Diamonds, og nú breytist harðsnúið liða hollenskra rokkara í íslenska sveitarballlimi og syngja hástöfum með. Ekkert fyllerí Eftir tónleikana eru allir þreyttir, en sælir og ekki er að merkja annað en sveitarmenn hafi skemmt sér ekki síður en viðstaddir. Klassísk slökunaraðferð rokksveita er að fara á ærlegt fyllerí eftir tónleika, en Jet Black Joe-Iiðar eru ekki á þeim bux- unum. Þeir eiga erfiðan dag fyrir höndum; eiga að leika á tónleikum í Rotterdam daginn eftir og fara síðan til Hilversum að leika í einum vinsælasta útvarpsþætti Hollands. Að því loknu þurfa þeir svo að keyra aftur til Amsterdam og því affara- sælast að fara snemma í háttinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.