Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1994  35
BREF TIL BLAÐSINS
Hver er ábyrgur ef raf-
magnseftirlit er ekki sam-
kvæmt lögum?
Frá  Sigurði Magnússyni:
ÉG LEYFI mér enn að vekja at-
hygli á „rafmagnsöryggismálum"
þjóðarinnar. Tilefni skrifa minna nú
eru greinar, sem birtust í Morg-
unblaðinu 27. október og 1. nóvem-
ber sl.
Eins og grein-
arnar bera með
sér hafa í þessu
tilfelli orðið mi-
stök sem ollu
dauð.a tveggja
hesta.
Ég vil benda
á, að það hefðu
getað     verið
menn, sem dóu
af vóldum þeirra
mistaka semgreint er frá í blaða-
greinunum. í seinni blaðagreininni
er sagt að rafmagn hafi komist í
jötur og milligerðir, sem hafa þá
verið úr leiðandi efni.
Spennujöfnun
Sé rétt frá öllu gengið á rafmagn
ekki að skaða þá, sem koma við leið-
andi byggingarhluta, þó að spenna
hafi verið tengd við jarðskautið í
Sigurður
Magnússon
töflunni, eins og segir í greininni.
Leiðandi byggingarhluta á að
„spennujafna". Mistök rafveitu-
mannanna hefðu ekki valdið slysi
ef allur frágangur leiðandi bygging-
arhluta hefði verið réttur.
Lokuð augu
Ég held áfram að undrast blindu
og heyrnarleysi þeirra, sem stýra
rafmagnsöryggismálum þessa lands
og hafa minnkað rafmagnseftirlit
um 90%. Þarf stórslys á mönnum
til að vekja ráðuneytismenn og sér-
fræðinga Rafmagnseftirlits ríkisins
af EES-draumi? Nú er keppst við
að fela skömmina með yfirlýsingum
og hönnun á tilskipunum og eyðu-
blaðaframleiðslu, þar má vel merkja
ráðleysi. Það má ætla að einhverjir
ætli að nota eyðublöðin á sama hátt
og strúturinn notar sandinn.
Spekúlantar óánægðir
Skoðunarstofu-spekúlantar eru
einu sinni ekki sáttir við fyrirkomu-
lagið því þeir hafa ekki verkefni, þar
sem reglur stangast á hvor við aðra,
þannig er kerfið í upplausn. Þar minni
ég á" plástrafund sem haldinn var í
iðnaðarráðuneytinu í nóvember 1993.
Ykjur, SÍR mótmælir
Eins og áður hefur komið fram í
blaðagrein fullyrða nokkrir innan
iðnaðarráðuneytisins (hafa gert það
með bréfi til mín), að þessi mála-
flokkur sé í lagi. Þetta er stórlega
ýkt hjá þeim, flestir telja að þessi
mál séu í molum og sé vitnað til
stjórnarfundar Sambands íslenskra
rafveitna, sem haldinn var 12. októ-
Bindindisdagur fjölskyldunnar
24. nóvember
Með ráði og rænu
Frá Ómari Smára Ármannssyni:
Á HVERJU ári þarf lögreglan í
Reykjavík að hafa afskipti af um
eitt þúsund ökumönnum, sem drukk-
ið hafa áfengi áður en þeir leggja
af stað. Vltað er að u.þ.b. 100 þeirra
höfðu lent í umferðaróhöppum eða
slysum áður en til þeirra
náðist, stundum með
hryllilegum afleiðingum.
Á hverju ári þarf lögreglan
auk þess að hafa afskipti
af um 6.000 einstakling-
um vegna ölvunar á al-
mannafæri. Lögreglan
þarf að stilla til friðar í
heimahúsum og á veit-
ingastöðum eftir að átök
ölvaðs fólk höfðu keyrt úr
hófi. Hún þarf að aðstoða
slasað fólk sem ekki kann
fótum sínum forráð sökum
áfengisneyslu. Og hún
þarf að færa ölvaða og
viðskotailla heimilisfeður
til vistunar í fanga-
geymslu eða aka húsmæð-
rum og börnum til umönn-
unar í kvennaathvarfi.
Víðast hvar setja áhrif
áfengisins mark sitt á
störf lögreglumanna sem og á líf
og líðan allt of margra einstaklinga
og fjölskyldna í okkar annars fallega
landi.
Spyrja má; hvers vegna kemur
margt fólk sér sjálfviljugt í það
ástand að missa möguleikann á að
geta ráðið sínum gerðum? Oft er
sagt að fólk drekki áfengi eða neyti
annarra vímuefna til að flýja eitt-
hvað, sem býr í því sjálfu, eða til
að öðlast eitthvað annað og meira
en það hefur. Það getur varia verið,
því áreiðanlegt er að fólk getur án
efa haft meiri áhrif á gengi sitt og
gæfu án áhrifa vímuefna og líklegra
er að þannig farnist því betur en ella.
Á bindindisdegi fjölskyldunnar 24.
nóvember nk. sameinast fjölskyldan
FOLK getur haft meiri áhrif á gengi sitt
og gæfu án áhrif a vímuef na, segir Omar
Smári Ármannsson.
um að hafna neyslu áfengis og ann-
arra vímuefna. Tilgangurinn með
þessum sérstaka degi er að sú
ákvörðun hvers og eins að neyta
ekki vímuefna, sem vonandi flestir
taka á þeim degi, vari svo lengi, sem
skynsemin segir til um. Þar fara
saman hagsmunir lögreglu og al-
mennings.
ÓMAR SMÁRIÁRMANNSSON,
aðstoðaryfirlögregluþjónn
í Reykjavík.
Rauði kross íslands
óskar eftir sagnf ræðingi til að
rita 70 ára sögu félagsins.
Æskilegt er að verkið hefjist í
byrjun árs I995.umsóknir, ásamt
upplýsingum um fyrri ritstörf,
berist til skrifstofu RKÍ,
Rauðarárstíg 18,105 Reykjavík.
ber sl., kom fram m.a. að stjórn SÍR
telur að iðnaðarráðuneytið hafi farið
offari í breytingum á rafmagnsör-
yggismálum og óskar eftir viðræðum
um þau mál sem fyrst.
Ólög
Minn skilningur er "sá, að aðeins
örfáir menn innan Rafmagnseftirlits
ríkisins og iðnaðarráðuneytisins séu
ánægðir með rafmagnsöryggismál í
landinu. Einnig vil ég ítreka fyrri
skoðun mína að rafmagnseftirlit er
ekki framkvæmt samkvæmt gild-
andi lögum og það eru ólög og svik.
Hvað ætlar hæstvirtur ráherra,
hr. Sighvatur Björgvinsson, að sætta
sig við það lengi að hafa flumbruráð-
gjafa sem eru ekki þeim vanda vaxn-
ir sem við er að etja í rafmagnsör-
yggismálum á íslandi.
Fer tilraunum með rafmagns-
öryggismál ekki senn að ljúka?
Hver vill?
Hver vili breyta gangi mála og
því óöryggi sem landsmenn búa við
í rafmagnsöryggismálum? Hver vill
hvetja iðnaðarráðuneytið og Raf-
magnseftirlit ríkisins til að láta af
þessum tilraunum? Það hefur sýnt
sig að þetta fyrirkomulag passar
ekki fámennri þjóð.
Ef ég man rétt var gert ráð fyrir
endurskoðun á þessari miklu upp-
stokkun rafmagnseftirlitsins eftir
tveggja ára reynslutíma sem senn
er liðinn.
Það er ljóst, eftir þessa misheppn-
uðu tilraun, að öruggasta leiðin er
að skoða allar veitur strax þegar þær
eru tilbúnar, eins og gert var. Þá
er komið fyrirbyggjandi eftirlit og
jafnframt það ódýrasta, fyrir alla.
SIGURÐUR MAGNÚSSON,
Hofteigi 14, Reykjavík.
FYRSTAIBUÐIN
Ný 3ja herbergja íbúó kr. 6.480,000 - Ný 4ra herbergja íbúö kr. 7.080.000
EU3HHES3
3ja herbergja íbúð
...er nær en þig grunar
Almannarómur segir að erfiðara sé að kaupa nýja íbúð en gamla. Ármannsfell hefur afsannað það.
! 4fa iierti.. Siúa ^íi/ifi j átaWflJIOfl)		I	á tac. &Æ8«Lfl0E&i s	
;  Við undirritun kaupsamnings ;  Með húsbréfum ;  Lán seljanda :  Viú afhendingu	200.000 kr. 4.602.000 kr. 1.000.000 kr. 1.278.000 kr.	I	Vifl undirritun kaupsamnings Með húsbréfum Lán seljanda Við afhendingu	200.000 kr.  j 4212.000 kr.  Í 1.000.000 kr.  > 1.068.000 kr.  ¦
Þú færð allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar að Funahöfða 19 eða f síma 873599.
Ármannsfell hf.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48