Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Kynningarfundur um Meistaraskóla rafvirkja og rafvélavirkja verður auglýstur síðar. INNMTUN OG UPPLÝSINGAR UM MEISTARASKÓLA RAFIÐNAÐARMANNA í SÍMA: 91-685010. RAFIBMABARSKÓLINM Innritun er hafin í fagtengdan hluta meistaranáms sem starfræktur verður í Rafiðnaðarskólanum á vorönn 1995. Kennt verður samkvæmt nýrri námskrá sem fagfélög í rafiðnaði hafa samþykkt. Fagtengdur hluti meistaranáms verður aðeins kenndur á einum stað á landinu, í Rafiðnaðarskólanum. Til að jafna búsetuaðstöðu nemenda verða greiddir ferðastyrkir, samkvæmt núverandi reglu skólanefndar Rafiðnaðarskólans. Meistaraskóli rafiðnaðarmanna verður í lotu- og námskeiðaformi á vorönn 1995. KYNNINGARFUNDUR UM , MEISTARASKÓLA RAFEINDAVIRKJA VERÐUR HALDINN HJÁ RAFIDNAÐAR- SAMRANDI ÍSLANDS, HÁALEITISBRAUT 68, ÞRIÐJUDAGINN, 22. NÓVEMBER KL. 18:00. I DAG Farsi 9-21 O 1892 r»nxm Cai1oora4Mrt>utod by LMwrsM Preu SyndicM L-A CS/CCOCTHAfi-T ,, Marrt'na., 'eg seigfci. þitrai „ hnngjcx ekix þegar ég er c vinsujnni! SKÁK Umsjón Margcir Pétursson ÞESSI staða kom upp á helgarskákmótinu á Suðureyri í vor. Tefldar voru atskákir, með 25 mín- útna umhugsunartíma. Magnús Pálmi Örnólfs- son (2.175), Bolungarvík, hafði hvítt og átti leik, en Helgi Ólafsson (2.520), stórmeistari, var með svart. 13. Bb5+! - axb5, 14. Dxb5+ - Kf8, 15. Ra4! - Hxa4, 16. Dxa4 - Rf6 (Það er ekki að sjá að 16. - b5, 17. Da5 - Bb7, 18. Dc7 breyti neinu um niður- stöðuna) 17. Dc4 — Bd7, 18. Hxd7! - Rxd7, 19. Dc8+ - Db8, 20. Dxd7 og svartur gafst upp. Þessa skák er að finna með skýringum sigur- vegarans í 7. og nýjasta tölublaði Tímaritsins Skák- ar 1994, þar sem ljallað er ýtarlega um mótið sem skákforritið Mephisto Ge- nius2 vann óvænt. Meðal annars efnis er fróðleg grein um skákgagna- banka, umijöllun um Tafl- félag Vestmannaeyja og margt annað. Nýlega voru rituð tvö lesendabréf í Morgunblaðið þar sem kvartað var yfir litlum frétta- flutningi frá innlend- um mótum. Síðar var í sunnudagsblaði ýt- arleg umfjöllun um unglingastarf. í þessum greinum var Skákblaðsins að engu getið og í þeirri síðastnefndu jafnvel gefið í skyn að það komi ekki út. Það er því rétt að ítreka að Tímaritið Skák lifir góðu lífi og sinnir einmitt þörfum hins almenna ís- lenska skákunnanda. 6 dagar í Disney mótið. Skráning hjá SI sími 689141, frá 10-13 virka daga. VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Subbulegar gangstéttir EIGANDI smáhunds viðrar sig og hundinn á leyfilegum stöðum í Reykajvík og nágrenni og er það hugsað þeim báðum til heilsubótar og yndisauka. Gangstéttir Reykja- víkur eru þó svo útbíaðar í tyggjókleklessum, síg- arettustubbum og því sem verra er, hrákasl- ummum, áð eigandinn þarf að ganga álútur og góna nður fyrir sig til að sniðganga óþverrann fyrir litla hundinn sinn. Skemmtilegir gang- og hjólreiðastígar leyfðir hundum, hafa verið blessunarlega lausir við sóðaskap og geta hunda- eigendur gengið upprétt- ir og notið undurfagurs útsýnis um leið og útiver- unnar. Örfáir hundaeigendur, sem eru dýrum sínum til skammar, hafa brotið þau tilmæli sem eru á áberandi stöðum við þessa göngustíga, að hreinsa eftir hunda sína, en það er auðvitað sjálf- sögð skylda. Margfalt fleiri menga þó þessi in- dælu svæði með allskyns rusli og með hrákum á miðjum gangstígum. Væri ráð að setja upp skilti með tilmælum til sóða að ganga með hrákabauk á sér? Edda Ragnarsdóttir Með morgunkaffinu Ást er. að skilja koss eftir á símsvaranum hennar. TU Rm. U.S Pat Otf.—M rigmt reserved • 1994 Lo> Ar>g,l«j TimB* SyndiC«l8 Ef þér þarf endilega blæða, viltu þá gjöra svo vel að láta blóðið ekki leka á teppið. Víkveiji skrifar... LÍFSKJÖR verða ekki til í kjara- samningum, ef grannt er gáð, heldur í verðmætasköpun í atvinnu- lífínu. Víkvetji er samt sem áður þeirrar skoðunar að við ausum nú þegar meiru en góðu hófi gegnir úr auðlindum sjávar, þótt á skorti á stundum að vinna hráefnið í nægi- lega verðmæta vöru. Búvörufram- leiðslan er og töluvert umfram eftir- spurn. Við höfum reynt ýmsar nýjar leiðir til að stækka skiptahlutinn á þjóðarskútunni. Nefna má ferða- þjónustu, sem malað hefur gull í fijóðarbúið. Einnig loðdýrarækt, fískeldi og vatnsútflutning, þar sem kappið var meira en forsjáin. Trú- lega er þó mörg matarholan í þess- um greinum, ef rétt er að þeim stað- ið. Freysteinn Sigurðsson jarðfræð- ingur fjallar í tímaritsgrein um nytjavatnsauðlindir okkar: „Vatnið í veitum og krönum landsmanna er virði nokkurra millj- arða króna, eins og stendur." - Þær eru því ófáar vatnskrónur okkar. XXX LINDARVATNIÐ verður þó trú- lega síðar meir enn verðmæt- ara en nemur þessum kranamillj- örðum! Þannig segir Freysteinn: „Allt lindarvatn í byggð, flutt út í dýrum neytendaumbúðum, skilaði tvö hundruð þúsund milljörðum ís- lenzkra króna, eða fimmþúsund- földum þjóðartekjum okkar núna. Sjálfsagt á sú arðnýting langt í land. Til þess þyrfti hvert manns- barn um víða veröld að drekka tvo lítra af íslenzku drykkjarvatni á degi hverjum. Veljum annað viðmið: Tökum 10% af lindarvatni í byggð og selj- um það á sama verði og kranavatn í Kaupmannahöfn. Því samsvarar að um 10 milljónir manna notuðu íslenzkt vatn til heimilishalds. Það gæfi um 300 milljarða króna eða svipaða stærð ogþjóðartekjur okkar eru. “ í þingskjali sem Víkverji hefur undir höndum er vitnað í bréf bandarísks krabbameinslæknis, sem hingað kom til að kynnast ómenguðu umhverfi: „Ég vil eiga kost á að fá íslenzkt vatn hvar sem ég ferðast. Það er bezta vatnið sem ég hefi drukkið og þið megið vera viss um að ég mun kynna og auglýsa ykkar ágæta vatn hvar sem ég get ...“ Þótt gaman sé að glugga í bolla- leggingar af þessu tagi, telur Vík- veiji, að við eigum að sigla eftir skynsemikompás á vatnsgróðamið- in, minnug þess, að sígandi lukka er bezt. En tímabært verður þó að telja að móta framtíðarstefnu um nýtingu þessarar náttúruauðlindar, þessarar viðvarandi framtíðarauð- lindar, sem trúlega á eftir að leggja dijúgt lóð á vogarskálar viðskipta- jöfnuðar okkar, réttu meginn!. FRAM ER komin tillaga til þings- ályktunar um notkun stein- steypu í slitlag á vegi, þar sem umferð fer yfír 5 þúsund bíla á dag, sem og til fleiri umferðarmannvirkja. Röksemdir flutningsmanna eru þessar: 1) Meiri ending og minna viðhald en þar sem malbik er notað. 2) Minni erlendur kostnaður. 3) Fleiri störf hérlendis (steypustöðvar, efnisvinnsla og sementsverksmiðja). 4) Umhverfisvernd, minni efna- mengun vegna slitryks. 5) Minni eldsneytisnotkun vegna harðara yf- irborðs (10-15%). 6) Grynnri hjólför, minni slys. 7) Minni kostnaður við lýsingu þar sem steypa er ijós en malbik dökkt. í greinargerð segir m.a.: „A allt of mörgum sviðum hefur hagkvæmum og atvinnuskapandi möguleikum, þar sem um hefur ver- ið að ræða íslenzkt efni, verður hafn- að ... íslenzk yfirvöld verða að stemma stigu við því að verkþekking og atvinnutækifæri glatist sökum andvaraleysis þegar vegið er að starfsgreinum í atvinnulífí lands- manna“. Víkverji fagnar öllum hugmynd- um, ekki sízt á hinu háa Alþingi, er lúta að hagkvæmni og hyggindum í nýtingu innlends efnis, íslenzkrar hugkvæmni og verkþekkingar. Þetta land á ærinn auð, ef menn kunna að not’ann!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.