Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						,*•
Aji 'a'ifl'it h'jri !rrqfi;H
RISC System / 6000
^^^_   <(J_^5nýherji
I
tlf    tlf      MK.    ^  J^.    I  Þaötekuraðeins     A«*
aö hfmm péstmmn
þínum til sktía
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85          bUNNUDAGUR 20. NOVEMBER 1994
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK
Sprengt í
Breiðadals-
göngunum
SPRENGINGAR í Breiðadals-
göngum eru að hefjast um helg-
ina að austanverðu, það er Skut-
ulsfjarðarmegin, eftir flutning
tækjanna sem unnið hafði verið
með Önundarfjarðarmegin í
sumar. Notuðu bormenn tæki-
færið til að láta fara fram við-
hald á tækjunum.
Jarðgöngin í gegnum Breiða-
dals- og Botnsheiði eru þriggja
arma, Tungudalsgöng úr Skut-
ulsfirði, Botnsdalsgöng úr Súg-
andafirði og Breiðadalsgöng úr
Önundarfirði. Mætast þau í
gatnamótum undir Botnsheiði.
Búið er að grafa út Tungudals-
göng sem eru tæpir tveir kíló-
metrar og Botnsdalsgöng sem
eru tæpir 2,8 km. Breiðadals-
göngin eru lengst, tæpir fjórir
kílómetrar, og eru aðeins 900
metrar eftir af þeim. Samkvæmt
upplýsingum Björgvins Guðjóns-
sonar, jarðfræðings hjá Vega-
gerðinni, er áætlað að borinn
fari þar í gegn í mars.
Umferð hleypt á í vetur
Vesturís er með alla sína að-
stöðu í Tungudal qg Dagverðar-
dal í Skutulsfirði. I sumar var
þó borað Onundarfjarðarmegin
og þjónustan sótt yfir heiðina.
Það gengur ekki öllu lengur og
voru tækin því flutt yfir fyrir
viku og byrjað aftur að austan-
verðu um helgina.
Framkvæmdir hafa gengið vel
í sumar að sögn Björgvins Guð-
jónssonar. Vatnrennsli hefur
ekki tafið fyrir eins og stundum
áður.
Reynt verður að hleypa tíma-
bundið á umferð á Tungudals- og
Botnsdalsgöng í vetur svo fólk
komist milli Suðureyrar og Isa-
fjarðar þegar heiðin er ófær.
Göngin verða tekin í notkun
næsta haust þó malbikun og ýms-
um frágangi verði ekki lokið og
verklok verða síðan haustið 1996.
Jafnframt hefur í sumar verið
unnið að vegagerð í öllum dölun-
um og byggingu vegskála við
munnana.
Morgunblaðið/RAX
KRISTJÁN Pálsson og Gunnar Þór Björnsson voru að lagfæra loftræstistokk í Breiðadalsgöngum, áður en hafist var handa við síðasta
áfanga sprengivinnunnar. Stokkurinn blæs fersku lofti inn að stafninum, sem síðan þrýstir reykmettuðu sprengiloftinu út eftir göngunum.
Umræða í bæjarráði Akureyrar um íslenskar sjávarafurðir hf.
Höfuðstöðvar IS verði
fluttar til Akureyrar
JAKOB Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, kynnti þá hugmynd í bæjarráði
Akureyrar á fundi ráðsins sl. fimmtudag að íslenskar sjávarafurðir hf. flytji
höfuðstöðvar sínar norður til Akureyrar gegn því að Útgerðarfélag Akur-
eyringa gangi í fyrirtækið og segi sig þar með úr Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna. Þessi hugmynd er samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins komin
upp vegna þess að líklega verða íslenskar sjávarafurðir hf. húsnæðislausar
innan skamms þegar og ef samningar takast á milli aðila um sölu á Sam-
bandshúsinu. Því hefur verið rætt um að ekki væri óskynsamlegt að fyrir-
tækið setti upp höfuðstöðvar á Norðurlandi, þar sem svo stór hluti viðskipta-
vina þess er, svo sem á Sauðárkróki, Dalvík, Húsavík og Þórshöfn.
LUÐVIK JOSEPSSON LATINN
EINN helsti forystumaður ís-
lenskra sósíalista um áratuga
skeið, Lúðvík Jósepsson, fyrrum
sjávarútvegsráðherra, lést á
sjúkrahúsi í Reykjavík á föstu-
dagskvöld eftir skamma legu.
Hann var 80 ára að aldri.
Hann barðist ötullega fyrir út-
færslu íslenskrar fiskveiðilögsögu
og var sjávarútvegsráðherra þegar
hún var færð út í 50 mílur 1972.
Hann var fulltrúi flokks síns á
Hafréttarráðstefnunni í Genf.
Hann var forystumaður sósíalista
í Neskaupstað þar sem þeir hafa
haft meirihluta í um hálfa öld og
þingmaður Austfirðinga um langt
skeið. Lúðvík Jósepsson var vin-
sæll maður og vel látinn og hafði
mikil áhrif innan vinstri hreyfingar
hér á landi. Síðasta áratug hafði
hann lítil afskipti af þjóðmálum
en fylgdist þó vel með og var full-
trúi flokks síns í bankaráði Lands-
banka Islands.
Lúðvík Jósepsson var fæddur í
Neskaupstað 16. júní 1914. For-
eldrar hans voru
Þórstína Þorsteins-
dóttir og Jósep B.
Gestsson.
Lúðvík lauk gagn-
fræðaprófí á Akur-
eyri 1933 og var
kennari við gagn-
fræðaskólann í Nes-
kaupstað     1934-
1943. Hann starfaði
við útgerð í heimabæ
sínum 1944-1948,
var um langt árabil
formaður Samvinnu-
félags útvegsmanna í
Neskaupstað og for-
stjóri Bæjarútgerðar Neskaup-
staðar frá 1948 til 1952.
Lúðvík sat í bæjarstjórn Nes-
kaupstaðar frá 1938-1970 og var
forseti bæjarstjóriiar 1942-1943
og frá 1946-1956.
Hann sat á Alþingi fyrir Sósíal-
istaflokkinn og síðar Alþýðu-
bandalagið frá 1942-1979, ýmist
sem landskjörinn þingmaður eða
sem þingmaður S-
Múlasýslu, og, frá
1959, Austurlands-
kjördæmis.     Frá
1956-1958 og frá
1971-1974 varLúð-
vík Jósepsson ráð-
herra sjávarútvegs-
og viðskiptamála.
Hann var formað-
ur Alþýðubandalags-
ins 1977-1980 og
formaður þingflokks
Alþýðubandalagsins
1961-1971 og frá
1975-1979.
Lúðvík Jósepsson
sat í stjórn Fiskimálasjóðs 1947-
1953, stjórn Framkvæmdasjóðs
1966-1968 og í bankaráði Út-
vegsbankans 1957-1971.
I bankaráði Landsbanka ís-
lands sat hann frá 1980 til dauða-
dags.
Lúðvík Jósepsson lætur eftir sig
eiginkonu, Fjólu Steinsdóttur, og
son.
Ef félagið fengi ÚA til liðs við sig
væri um stórkostlega aukningu við-
skipta að ræða, en ÚA er lang-
stærsti eigandi Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna með á milli 12%
og 13% eignarhlut.
Bærinn meirihlutaeigandi í ÚA
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins mun bæjarstjóri A-kur-
eyrar hafa lagt áherslu á það, er
hann kynnti ofangreindar hugmynd-
ir, að ekki kæmi til þess að bæjarráð
eða bæjarstjórn myndi knýja fram
ákvörðun í þessa veru ef stjórn ÚA
væri hugmyndinni andyíg. Akur-
eyrarbær á 53% hlut í Útgerðarfé-
lagi Akureyringa og KEA á nálægt
10%.
Andstaða í stjórn
Morgunblaðið hefur upplýsingar
um að meirihluti stjórnar UA telji
þennan möguleika ekki aðgengileg-
an þar sem fyrirtækið eigi svo mik-
illa hagsmuna að gæta með við-
skiptum sínum í gegnum dótturfyr-
irtæki SH í Bandaríkjunum, Cold-
water.
Stjórnin telji ekki að hagsmuna
ÚA verði gætt með sama hætti ef
viðskiptunum verði beint í gegnum
dótturfyrirtæki ÍS í Bandaríkjunum,
Iceland Seafood.
Ríkisendurskoðun
Einkavæðingar-
skýrsla væntanleg
FYRIR áramót eru væntanlegar
nokkrar skýrslur frá Ríkisendur-
skoðun. Á næstu grösum er t.d.
ítarleg skýrsla um einkavæðingu á
starfstíma ríkisstjórnarinnar, sem
Ríkisendurskoðun hefur unnið að
eigin frumkvæði.
í liðinni viku sendi Ríkisendur-
skoðun frá sér stjómsýsluendur-
skoðun á Heyrnar- og talmeinastöð
íslands, þar sem talið er rétt að
leggja hana niður og sameina háls-,
nef- og eyrnadeild Borgarspítalans,
og spara með því 8-9 milljónir á ári.
Ríkisendurskoðandi,   Sigurður
Þórðarson, telur í viðtali við blaðið,
að ákveðin tímamót séu að verða
og hér eftir muni Alþingi og fram-
kvæmdavald horfa enn frekar til
þeirra athugasemda sem stofnun
eins og Ríkisendurskoðun gerir við
stjórnsýsluna. í þessum málum sé
því ákveðinn vendipunktur nú. Enn-
fremur kemur fram, að frá því hann
fyrir 25 árum hóf störf hjá ríkis-
kerfinu hafi slaknað á aðhaldi emb-
ættismanna. Telur hann vanta sam-
ræmdar reglur.
¦ Tímamót/14
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48