Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 45 MINNIIMGAR ULRICH RICHTER + UIrich Richter fæddist í Stykk- ishólmi 22. desem- ber 1911. Hann and- aðist 26. nóvember siðastliðinn, 82 ára að aldri. Foreldrar hans voru Reinhold Richter verslunar- maður, fæddur í Stykkishólmi, og Ragnhildur Krist- mundsdóttir, fædd á Hellissandi. Ulrich lauk versl- unarprófi frá Versl- unarskóla Islands árið 1932. Hann starfaði hjá Sjóvátryggingafé- lagi íslands 1927-1934, ly'á fyrirtækinu Fálkanum 1934- 1939, var verksljóri í Bretavinn- unni 1939-1945 og hjá Vatns- og Hitaveitu Reykjavíkur 1945- 1947. Árið 1947 réðst hann til Flugfélags íslands (síðar Flug- leiða), fyrst sem verksljóri í sjö ár og síðan sem afgreiðslusljóri í 24 ár. Hann lét þar af störfum er hann varð 65 ára. Ulrich sat m.a. í sljórn Starfsmannafélags & + Flugfélags íslands í nokkur ár og í sljórn Kvæða- mannafélagsins Ið- unnar í 19 ár, þar af lengst af sem for- maður. Hann var heiðursfélagi Kvæðamannafé- lagsins. Ulrich kvæntist árið 1935 Mörtu Níelsdóttur frá Helgafelli í Mos- fellssveit en hún lést 1940. Hann kvæntist eftirlif- andi konu sinni Margréti Þórdísi Richter árið 1942. Börn þeirra eru Sigurður H. Richter dýra- fræðingur, kvæntur Margréti Richter læknaritara; Örlygur Richter skólasljóri, kvæntur Helgu Richter kennara, og Marta Hildur Richter bóka- safnsfræðingur, ekkja eftir Að- alstein Asgeirsson lækni. Barnabörnin eru __ sjö og eitt barnabarnabarn. Útför Ulrichs fer fram frá Breiðholtskirkju í dag. 1995 SPASTEFNA haldin í Þiiigsal 1, Hótel Loftleiðum, þriðjudagin'n 13. desémber* 1994, kl. 14.00- 17.3« OKKUR langar að minnast afa okkar, Ulrichs Richter, sem nýlega er látinn. Minningarnar streyma fram og af mörgu er að taka. Það helsta sem kemur upp í huga okkar er hvað afi var uppfullur af fróðleik og væntumþykju. Þegar við vorum litl- ir krakkar var alltaf gott að koma til afa sem hafði endalausan tíma til að sinna okkur og segja okkur sögur. Voru þær flestar þjóðsögur, ýmsar sögur af forfeðrum okkar og hans eigin minningar. Ættfræð- in var eitt hans helsta áhugamál og hann lagði ríka áherslu á að við þekktum uppruna okkar, en stund- um vildi það skolast til hjá okkur. Auk ættfræðinnar hafði hann yndi af því að safna hlutum sem höfðu sögulegt gildi. Einnig stundaði hann blómarækt og garðyrkju í frístund- um. Afi var mikill dýravinur og til að mynda ræktaði hann fugla. Því var oft ævintýri líkast að fá að gista hjá ömmu og afa í Lambó, hlusta á sögurnar og skoða dýr og hluti. Afi hafði mjög gaman af vísnagerð og kveðskap og var sjálfur mjög góður hagyrðingur. Hann var lengi formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar og það kom fyrir að við fengum að fara með honum á fundi og þótti okkur það spennandi. Við kveðjum nú afa og þökkum fyrir liðnar samverustundir. Elsku afi, við eigum eftir að sakna þín og munum aldrei gleyma þér. Bjarni, Margrét og Ragna. Ulrich Richter fyrrverandi af- greiðslustjóri í vöruafgreiðslu Flug- félags íslands og síðar Flugleiða er látinn. Það eru höggvin skörð í raðir þeirra manna og kvenna sem byggðu upp hinar ýmsvf starfsgrein- ar er tengdust flugstarfsemi þeirri sem hófst fyrir alvöru eftir seinni heimsstyijöldina. Ulrich réðst til starfa sem verk- stjóri hlaðdeildar, en tók síðar við uppbyggingu vöruafgreiðslu flugfé- lagsins sem hann veitti forstöðu uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Það er margs að minnast frá frumbýlisárum flugs á íslandi er allir lögðust á eitt til þess að vel mætti til takast og var Ulrich einn þeirra manna sem lögðu hönd á plóginn í þeirri ræktun. Það voru margar ánægjustundimar í gamla vöruafgreiðslubragganum þegar þeir þremenningarnir Ulrich, Ormur Ólafsson og Eggert Loftsson létu gamminn geisa og hleyptu skáld- fáknum á skeið, enda voru þeir miklir kvæðamenn og rímsnillingar og virkir félagsmenn í Kvæða- mannafélaginu Iðunni. Þegar starfsmannafélagið okkar hélt árs- hátíð var farið í smiðju þeirra og brást það aldrei að úr varð hin besta skemmtan og vorum við Flugfélags- menn ákaflega stoltir af því að hafa slíka menn innanborðs. Ég vil þakka Ulrich góða við- kynningu og samstarf og síðast en ekki síst fyrir framlag hans í upp- byggingu á vöruflutningum í innan- landsflugi. Ég votta eiginkonu hans, börn- um, tengdabörnum, barnabömum og barnabarnabörnum mína inni- legustu samúð. Hvíl í friði. Aðalsteinn Dalmann Októsson. agskrá: Kl. 14.00 Setning spástefnu: Jón Ásbergsson, fomtaður SFÍ. Kl. 14.10 Bœtt samkeppnisstaða fyrirtœkja og þjóðfélagsins í heild (Competetiveness - Helping Business to Win) Rob Williamson, yfirmaður samkeppnisdeildár viðskipta- og iðnaðarráðuneytis Bretlands. Kl. 14.30 Heildarstefna um bœtta samkeppnisstöðu - tilgangur og markmið. Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra. Kl. 14.45 Samkeppnisstaða íslands og íslenskra fyrirtœkja íbreyttu alþjóðlegu umhverfi. Geir A. Gunnlaugsson, framkv.stj., Marel hf. Kl. 14.55 Samkeppnisstaða íslenskra fyrirtœkja. Hugarfar ogframkvæmd. Edda Helgason, framkv.stj., Handsals hf. Kl. 15.05 Næstu 20 ár. Samkeppnisstaða íslands íframtíðinni. Sigurður B. Stefánssöit,.framkv.stj., VÍB hf. Kl. 15.20 Fyrirspumir - Álit Kl. 15.45 Kaffihlé Kl. 16.05 Spá fyrirtœkja um efnahagsþróun 1995-1996. Hagstærðir, ríkisbúskapurinn, efnahags- og atvinnulíf. Sigurður Ágúst Jensson, viðskiptafræðingur. Kl. 16.25 Umræður um horfur í efnahags- og atvinnulífi. „Getur árið 1995 haft afgerandi áhrif á árin fram til aldamóta?" Hildur Petersen, framkv.stj., Hans Petersen hf., Kristín Guðmundsdóttir, fjárm.stj., Granda hf., Ragnar Kjartansson, framkv.stj., Aflvaka Reykjavíkur, Þorkell Sigurlaugsson, framkv.stj., þróunarsviðs, Hf. Eimskipafélags íslands, og Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Spástefnustjóri: Ámi Sigfússon, framkvæmdastjóri Stjómunarfélags Islands. Kl. 17.30 Spástefnu slitið. rí m JónÁsbergss. Rob Williamson Friðrik Sophuss. Geir A. Gunnlaugss. Edda Helgason Siguröur B. Stefánss. SigurðurÁ. Jenss. Hildur Petersen Kristín Guðmundsd. Ragnar Kjartanss. Þorkell Sigurlaugss. Þórður Friðjóns ArniSigfúss. Scjórnunarfélag Skráning er hafin í síma 621066 ÍSlandS Ánanaustum 15, slmi 621066 MOCCA OG RÍÓ stólarnir eru dæmi um stílhreina hönnun sem sameinar notagildi og fegurð. Þeir eru léttir, sterkir og þægilegir. Stólafnir fóst krómaðir, messing húöaóir, hvítir eða svartir. Tré bakið fæst í 8 mismunandi litum og óklæði fæst í fjölbreyttu úrvali, leður eða leðurlíki. Komdu og kynntu þér úrvalið og hvað viS getum gert sérstaklega fyrir þig. 0mm\m kompanflð f?ri«lján Siggeirsson stofnað 1919 ■jteinar »tálhú»B»gn«gcrG stofnuð 1960 Smi&juvegi 2, Kópavogi, sími: 67 21 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.