Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						38    ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Framtíð til þroska
Þekking eykst með ári hverju
Læknisfræðin hefur tekið mikl-
um breytingum og framundan eru
meiri breytingar. Kjarneðlisfræði,
erfðalækningar og háþróuð upp-
lýsingatækni hafa þar afgerandi
þýðingu. Framfarir við sjúkdóms-
greiningar og þekkingu á tilurð
sjúkdóma ásamt bættum með-
ferðarmöguleikum munu breyta
högum sjúklinga. Sem dæmi má
nefna smitsjúkdóma, alzheimer,
liðagigt og meðfædda sjúkdóma.
Tölvusamskipti munu auðvelda
mjög upplýsingaflæði og bæta
gæði heilbrigðisþjónustunnar.
Afleiðingar atvinnuleysis
I kjölfar atvinnuleysis fjölgar
þeim er starfa „réttindalausir" á
gráum vinnumarkaði, tekjur heimil-
anna lækka, launamismunur vex og
stéttaskipting eykst. Þessu fylgja
eftirköst, því fólk í láglaunastéttum
t.d. á íslandi þjáist ennfrekar af
langvinnum sjúkdómum s.s. gigt,
hjarta- og æðasjúkdómum og
lungnasjúkdómum en aðrar þjóðfé-
lagsstéttir. Orsökin er m.a. erfiðara
starfsumhverfi, slítandi starf og
jafnframt reykja þessar stéttir
gjarnan meira en aðrar, temja sér
óheppilegri matarvenjur og stunda
síður alhliða líkams-
þjálfun. Afleiðingin er
að yngri og eldri styrk-
þegum hins opinbera
fjölgar og kostnaður
við félags- og heil-
brigðisþjónustu eykst
verulega.
Að lækna en ekki
fyrirbyggja
Forvörnum hefur
verið nokkuð vel sinnt
á íslandi en þó má
margt betur gera.
Glasafrjóvgun er nú
sinnt í auknum mæli Ólafur
vegna vaxandi tíðni
ófrjósemis. Mörg hundruð konur
fylla biðlista. Klamydíu-sýking er
algeng meðal kvenna og gefur lít-
il einkenni en veldur m.a. bólgum
í eggjaleiðurum. Örvefur sem
myndast eftir þessa sýkingu á
m.a. sök á utanlegsþungun en
þeim tilfellum hefur fjölgað mjög.
Jafnframt er þekkt að örvefs-
myndun eftir þessa sýkingu veldur
'/4-73 af langvarandi ófrjósemi.
Rétt væri að skima reglulega fyrir
þessar sýkingu því auðvelt er að
lækna þetta. Kostnaður við eina
til tvær glasafrjóvgunaraðgerðir,
en hver þeirra kostar 250.000 kr.,
myndi fara langt með
að kosta reglulegar
skimanir á íslandi fyr-
ir klamydíu meðal
18-25 ára kvenna og
draga þannig veru-
lega úr tíðni ófrjó-
semi.
Of ströng lög um
líffærabrottnám?
Árangur við líf-
færaflutninga er orð-
inn mjög góður.
Margir álíta t.d. að
jafna megi árangri
Ólafsson nýrnaflutninga fyrir
nýrnasjúklinga við
uppgötvun insúlíns, fyrir sykur-
sjúka, fyrir 70 árum. Erlendur
kollegi minn sem greindist með
sykursýki 1921, en þá hafði hann
nýiokið læknisnámi, tjáði mér að
honum var ætlað að lifa í tvö ár.
Ári síðar fékk hann skeyti frá vini,
sem vann hjá dr. Banting í Kanada
en sá hafði fundið insúlínið. Skeyt-
ið var stutt: „Komdu strax, insúlín-
ið fundið". 45 árum síðar rann
honum enn vatn milli skinns og
hörunds er hann minntist þessa
skeytis! Á Norðurlöndum er talið
að aðeins helmingur þeirra er
bjarga má með líffæragjöf eigi
ISLENSKT MAL
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
777 þáttur
Enn á ég Baldri Ingólfssyni
að þakka liðsinni við þáttinn og
móðurmálið:
„Kæri Gísli.
Mér blöskraði þegar ég las
þessa dagana frétt í Morgun-
blaðinu [nóv.] um menn sem fóru
í eftirleit austur á Mývatnsfjöll
og fundu þar útigengna ær. Ég
á bágt með að trúa að Mývetn-
ingur hafi komist svona að orði,
en hafi það verið blaðamaðurinn
sem samdi fréttina, þyrfti hann
að vanda sig betur.
Vegna þess að furðu margir
eiga í erfiðleikum með að beygja
orðin ær og kýr langar mig að
biðja þig að sýna- beygingu
þeirra.
		Eintala	
an greinis		með	greim
nf.	ær	nf.	ænn
þf.	á	þt	ána
Þgf.	á	þgf.	anm
ef.	ær	ef.	ænnnar
nf.	kýr	nf.	kýrin
þf. ,	kú	nf.	kúna
W-	kú	W.	kúnni
ef.	kýr	ef. Fleirtala	kýrinnar
án greínis		með	greim
nf.	ær	nf.	ærnar
þf.	ær	þf.	ærnar
W-	ám	Þ«f.	anum
ef.	aa	ef.	ánna
nf.	kýr	nf.	kýrnar
þf.	kýr	þf.	kýrnar
M	kúm	w	kúnum
ef.	kúa	ef.	kúnna
Það er kannski að bera í
bakkafullan lækinn að fara að
ræða líka um kvenkynsorðið sýr
(= gylta) sem mun hafa beygst
eins og kýr meðan það var við
lýði. Það er enn varðveitt í bæja-
nöfnunum Sýrnes og Sýrlækur
og svo var einu sinni konungur
í Noregi sem var nefndur Sig-
urður sýr."
Við þetta er því einu að bæta,
að viðurnefni Sigurðar Hálfdan-
arsonar, sýr, var iðulega haft
óbeygt, t.d. í Ólafs sögu helga
eftir Snorra.
Leó er hrein latína og merkir
ljón. Snemma þótti við hæfi að
slíkt nafn bæru páfar, konungar
og kappar í sögum og rímum.
Nafnið virðist ekki bráð-
snemma hafa orðið skírnarheiti
hérlendis, elsta dæmi, sem ég
finn og er þá einsdæmi, er Leó
Halldórsson, fjögurra ára hús-
mannssonur í Saltvík á Kjalar-
nesi, fæddur í Norðuramtinu.
Þetta nafn fór vítt um lánd,
afar hægt ífyrstu, en nú bera
það um 150 íslendingar. Algeng-
ara er það sem síðara nafn en
fyrra.
•
Upprekur ofan kvað:
Að eiga tólf flöskur af Finlandía
er stórfenglegra en ég kann að
að ýja,
sagði herra Pétur
og saup á meira og betur,
og symfónían stórlék Finlandía.
•
Ýmsir hafa verið forvitnir um
orðið kvarg, svo sem von er.
Þessi mjólkurafurð er ekki gömul
á landi hér, kannski nokkurra
ára. En hráefnisheitið kvarg
hefur verið lengur við lýði í ís-
lenskum mjólkuriðnaði. Það sem
umsjónarmaður skrifar um þetta
orð, byggist á upplýsingum frá
Mjólkursamsölunni, Mjólkur-
samlagi KEA og samtölum við
menn sem hafa snætt þessa fæðu
erlendis.
Kvarg er tökuorð, lítillega
breytt. Er þá fyrst að Ieita í
þýsku, því að viðmælandi minn
einn hafði etið „Kvark" í Þýska-
landi. í orðabók Jóns Ófeigssonar
er nafn þessarar fæðu Quark.
Það er talið merkja mjólkurhlaup,
ystingur og sitthvað fleira. Mér
er tjáð að það sé skyldast skyri
af því sem við þekkjum best,
bæði að gerð og bragði.
í Nudansk ordbog stendur
kvark, orðið sagt komið í dönsku
úr þýsku og þangað úr serb-
nesku. Kvark er skilgreint á
dönsku „syrnet mælkeprodukt"
og tekið fram að orðið sé ekki til
í fleirtölu. íslendingum mun hafa
þótt eðlilegra að hafa orðmynd-
ina kvarg, enda er orðið þá
mýkra með g í stað k í endann.
Um jól og áramót er það seg-
in saga, að fólk spyr um heiti
áhalds þess sem sumir hafa til
að slökkva á kertum. Um það
hef ég heyrt eða séð þessi orð:
Skarklofi, skaraklofi, skar-
panna, skarhjálmur, Ijósabani
og yóskæfa.
Ég hef minnst á flest þessara
orða áður, svona dálítið á tvist
og bast, hér í pistlunum, en set
nú saman svolítið yfirlit:
1)  Skarklofi kemur fyrir árið
1542 í íslensku fornbréfasafni
(Diplomatarium Islandicum).
2)    Skaraklofi er í Guð-
brandsbiblíu (frumpr. 1589). Þar
sem menn hafa dregið í efa
merkingu orðsins, læt ég hér
fylgja hluta af Annarri Móse-
bók (Exodus), svo að sjáist að
merkingin er skýr: „Þú skalt og
gjöra sjö lampa þar á ofan, so
að þeir lýsi hver í gegn öðrum,
og ljósasöx og skaraklofa, ljósin
að slökkva."
3)  Skarpanna í sumum bibl-
íum síðar er í stað skaraklofa;
þetta hef ég ekki fullkannað.
4)   Skarhjálmur. Þetta orð
kenndi mér Leifur Tómasson
verslunarmaður á Akureyri og
bar fyrir því austfirskar konur.
Skjótt er af því að segja, að ég
mæli hiklaust með þessu orði.
5) Ljósabani. Það kenndi mér
Vilborg Dagbjartsdóttir skáld og
hafði það frá Arnfríði Jónatans-
dóttur skáldi.
6) Ljóskæfa. Það sagði Sverr-
ir Pálsson mér að Þórður Frið-
bjarnarson minjavörður á Akur-
eyri hefði notað.
Auk þess þakka ég kærlega
fyrir gamla árið og vona að hið
nýja verði sem flestum fremur
gjöfult heldur en „gefandi" upp
á dönsku.
kost á líffæri. Lög um brottnám
liffæra eru líklega of ströng en þar
segir að forsendur fyrir brottnámi
líffæra sé samþykki hins látna eða
fyrir liggi samþykki nánasta
vandamanns ef það er ekki talið
brjóta í bága við vilja hins látna.
Komið hefur í Ijós að allflestir
fallast á að gefa blóð. Blóð er
vefur líkt og hjarta, lifur og nýru.
Ef málið er kynnt nægilega vel
fyrir fólki er líklegt að það verði
jákvæðara varðandi líffæragjöf.
Vart eru þeir margirer ekki vilja
bjarga lífi náungans
Athugandi væri að breyta lög-
um um brottnám líffæra á þann
veg að aðgerðin sé heimil ef sam-
þykki hins látna liggur fyrir eða
að fyrir liggi samþykki nánásta
vandamanns og ekki liggi fyrir að
hinn-látni hafi verið líffæragjöf
mótfallinn.
„Harðstjórar" heilsunnar
Það má ekki troða sálinni í hvít-
an slopp. Sumir heilbrigðisstarfs-
menn ganga hart fram í kröfum
til sjúklinga um heilsusamlegt líf-
erni. Líferni sem nálgast meinlæti
má ekki verða aðgangskort að
heilbrigðisþjónustunni. Sagt hefur
verið að þeir sem ganga harðast
fram í þessu efni séu háðari kenni-
setningum en aðrir. Hafa ber í
huga að margir kjósa heldur að
lifa hófsömu lífi en að stunda
"meinlætislifnað" og telja því önn-
ur lífsgæði fýsilegri. Við sem
Þygg)um laun fyrir að ráðleggja
Áthuga þarf hvort ekki
eigi að ákveða kjör heil-
brígðisstétta í kjara-
dómi, segir Ólafur
Olaf sson. Fari svo
verða stjórnvöld, að
hans dómi, að ábyrgjast
að heilbrigðisstéttir
dragist ekki kjaralega
aftur úr sambærilegum
starfsstéttum.
fólki ættum að hugleiða þetta og
þá jafnframt að heilsurækt getur
snúist upp í sjálfselsku og and-
hverfu sína, s.s. vöðvadýrkun, sól-
dýrkun, lystarstol og ótímabæra
beinþynningu t.d. meðal ungra
maraþonhlaupara svo að eitthvað
sé nefnt. íþróttamenn mega ekki
tapa áttum í auglýsinga- og pen-
ingaflóði.
Viðbrögð lækna við kvörtunum
- réttindi sjúklinga
Tímarnir breystast og sjúkling-
ar með en hafa viðhorf okkar
lækna breyst? Almenn þekking
sjúklingahópsins sem nú leitar til
okkar er meiri en áður. Þetta þýð-
ir að sjúklingar krefjást meiri upp-
lýsinga, samráðs og jafnframt
sannana um gæði og árangur
lækninga. Við verðum að bregðast
rétt við þessum kröfum og vænti
ég að kennarar læknanema hafi
frétt af þessari breytingu. Kvenna-
deild Landspítalans hefur riðið á
vaðið í þessu efni. Æskilegt væri
Menningar-
fulltrúinn
Jakob Frímann
ÞAÐ ER örugglega
erfitt að taka að sér
nýtt starf og vera
brautryðjandi í því.
Þetta hefur Jakob Frí-
mann reyndar gert og
eru allir sammála sem
til þekkja að hann hafi
staðið sig frábærlega
vel. Hann hefur lagt sig
allan fram um að gera
vel og verið heiðarlegur
í starfi og ósérhlífinn.
Það hlýtur að vera
erfitt að sitja undir
þeirri umfjöliun sem
fram hefur farið und-
anfarið um menn-
ingarskrifstofuna í
London og finna þar hvergi jákvæð-
an punkt, jafnvel þó einhver mistök
hafí átt sér stað um framkvæmd
þessa brautryðjendastarfs. >
Skoðun fjölmiðla
Það er með ólíkindum hvað fj'öl-
miðlar reyna að gera mikið úr „fjár-
hag" menningarskrifstofunnar í
London sem Jakob Frímann Magn-
ússon stýrir. Það er reynt að láta
líta svo út, að um þvílíka fjárhags-
óreiðu og hreinlega „sukk" í fjár-
málum sé að ræða. Að það sé spurn-
ing um hvort Jakob eigi eða muni
taka við sem sendiherra þó svo að
engin niðurstaða frá ríkisendur-
skoðun sé komin. Þeir tala meira
að segja um slæmt mál fyrir Jón
Baldvin og Alþýðuflokkinn. Það er
eins og enginn opinber starfsmaður
hafi gert mistök í starfi, en þeir eru
meira eða minna flestir ráðnir í
gegnum pólitík ogtengjast flokkum
á einhvern hátt. Allir sjá að það er
eitthvað að hjá fjölmiðlum sem setja
Hermann
Ragnarsson
þetta svona upp gagn-
vart Jóni Baldvin og
Alþýðuflokknum svo
ég tali nú ekki um Jak-
ob Frímann.
Mín skoðun:
Af hverju geta fjöl-
miðlar ekki sett málið
öðruvísi upp? T.d.
svona: „Ríkisendur-
skoðun er í sinni árlegu
skoðun á sendiráðum
nú um þessar mundir.
Komið hefur í ljós að
menningarskrifstofan í
London hefur farið
töluvert fram úr fjár-
hagsáætlun og að ýms-
ar nótur og reikningar eru ekki
fullnægjandi. Það er greinilegt að
fjárhagsáætlun hefur verið mjög
lág eða um 9 milljónir króna og
hefði því heft starfsemi menningar-
skrifstofunnar ef staðið hefði verið
við þessa þröngu áætlun. Enda má
segja að mjög erfitt sé að gera
kostnaðaráætlanir þegar verið er
að setja upp sýningar og uppákom-
ur listamanna hvað þá á lýðveldis-
ári, þegar mikið er að gerast. En
Jakob er með duglegustu mönnum
og sat ekki aðgerðalaus og yppti
öxlum og sagði að engir peningar
væru til, hann varð að halda áfram,
annað væri ekki hægt. Jakob fór
þá að safna styrkjum frá hinum og
þessum aðilum sem hugsanlega
njóta góðs af íslandskynningu og
varð honum nokkuð ágengt og má
segja að hann hafi staðið sig frá-
bærlega í þessari þröngu stöðu og
að einungis vanti 1-2 milljónir upp
í 18 milljónirnar sem menningar-
skrifstofan kostaði þetta árið, geri
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68