Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 35 ÞÓRARINN ÓLAFSSON + Þórarinn Ólafs- son kennari fæddist 23. maí 1912 á Nauteyri við ísafjarðardjúp. Hann Lést á Akra- nesi 8. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Guðrún Samúels- dóttir, fædd 12. nóvember 1893 í Skjaldarbjarnar- vík, og Ólafur Pét- ursson frá Hraund- al, fæddur 5. janúar 1875 á Dröngum. Eftirlifandi eiginkona Þórarins er Rannveig Hálfdánardóttir, fædd 9. janúar 1917, en börn þeirra eru Ólafur Hálfdán, Þórgunna, Kristín Sigrxður og Þórunn Rannveig. Þórarinn var við nám í Héraðsskóla Reykja- ness 1935-37, íþróttaskóla Jóns Þorsteinssonar 1937-38 og Statens Gymnastik Institut í Kaupmannahöfn 1939-40. Einnig sótti hann dómara- námskeið í dýfing- um í Kaupmanna- höfn árið 1940 og var við nám í Hand- íðaskóla íslands árið 1941. Árið 1942 var Þórarinn á íþróttanámskeiði á Laugarvatni og kenndi hjá knatt- spyrnufélögum Vals og Víkings í Reykjavík. Hann var íþróttakennari við Miðbæjarskólann í Reykja- vík 1942-43 og kennari á Eiðum 1943-45. Hann kenndi við Iðn- skólann á Akranesi frá 1946- 1963, gagnfræðaskólann frá 1946-1977 og fjölbrautaskól- ann frá 1977-79. Loks starfaði hann á bókasafni fjölbrautaskól- ans til 1991. Útför Þórarins fer fram frá Akraneskirkju í dag. NÚ HEFUR elskulegur bróðir og mágur lagt upp í ferðalagið mikla, eins og við gerum öll að lokum. Þórarinn lést heima hjá sér að morgni 8. janúar. Hann kvaddi þessa veröld með ljúfum hætti, nán- ast eins og sofnaði og friður og ró bjó í svip hans. Þórarinn hafði minnst á það við okkur að umskiptin væru ákjósan- leg einmitt með þeim hætti sem varð hjá honum. Margt af hans nánasta fólki hef- ur lokið sinni lífsgöngu á þann veg að hjartað sló sín lokaslög með snöggum hætti. Þórarinn fæddist 23. maí 1912 á Nauteyri við Djúp. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður G. Samúels- dóttir, Nauteyri, síðast á Vonar- landi og Ólafur Pétursson frá Hafn- ardal. Þórarinn átti fjórar systur: Ingibjörgu, Kristjönu, Jóhönnu og Hallfríði. Þórarinn missti föður sinn árið 1929, þá 17 ára gamall. Var það mikið áfall fyrir móður hans og systkinin öll, Hallfríður var yngst aðeins tveggja ára. Sigríður móðir Þórarins var alveg einstök að dugnaði og mannkostum og átti ég eftir að kynnast því svo að um munaði þegar ég varð tengdasonur hennar. Þórarinn varð stoð og stytta móður sinnar og eldri systurnar stóðu með í því að hjálpa til og öll að lokum. Samhjálp þessar- ar fjölskyldu var einstök. Með ótrú- legum dugnaði og samstöðu tókst að koma börnunum gegnum barna- skóla, flest þeirra luku námi í Hér- aðsskólanum í Reykjanesi, sem þá var nýlega tekinn til starfa og reyndist mjög góður skóli. í Reykjanesi lauk Þórarinn námi á heimaslóðum. Síðan lá leið hans í Kennaraskólann við Laufásveg og samtímis stundaði hann nám í Iþróttaskóla Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu. Þórarinn fór síðan til Kaupmannahafnar og lauk þar prófi í íþróttum með glæsilegum árangri í Statens Gymnastikinstit- ut. Þórarinn gerði kennslu að sínu ævistarfi og sú ákvörðun hans hef- ur reynst mjög vel og þeir sem ég tek mark á hafa tjáð mér að hann hafí verið sérdeilis vinsæll og góður kennari. Þórarinn kvæntist Rannveigu Hálfdánardóttur 18. sept. 1943. Foreldrar hennar voru hjónin Krist- ín Rannveig Sigurðardóttir og Hálf- dán Hallgrímsson, bóndi á Græn- hóli í Glæsibæjarhreppi, Eyjafirði. Börn þeirra, talin I aldursröð: Ólafur Hálfdán, byggingameistari. Eiginkona Sigríður Borghildur Ás- geirsdóttir. Þau eiga 5 börn og 1 bamabarn. Þórgunna, sjúkraliði og nudd- kona. Eiginmaður hennar Declan Hammond frá Dublin, írlandi. Þau eiga tvíbura. Kristín Sigríður, hjúkrunarfræðingur. Eiginmaður hennar Unnþór Halldórsson, út- gerðarmaður. Þau eiga 2 syni. Þórunn Rannveig. Eiginmaður hennar Kristján Kristjánsson, tón- listarmaður. Þau eiga 2 börn. Ekki verður annað sagt en Þórar- inn og Rannveig eigi góðu barna- láni að fagna. Okkar skoðun er sú að þeim hafi farnast vel í einu og öllu. Það hefur alltaf verið gaman að heimsækja þau. Þeirra með- fædda gestrisni og hlýja í öllu hefur ávallt yljað okkur. Þegar við nú lít- um yfir liðna tíð er margs að minn- ast og margt að þakka, því að Þór- arinn var búinn miklum mannkost- um. Hann var ávallt glaður og hress í öllu viðmóti, ræðinn og skemmti- legur og prýðilega vel greindur og góður maður. Það er alltaf mikil eftirsjá í slíkum mönnum sem Þór- arni Ólafssyni. Við erum þakklát fyrir margar ferðir sem við fórum saman og í þeim öllum var alltaf gaman. Við hjónin munum hugsa hlýtt til Rannveigar og fjölskyldu hennar. Hanna og Gísli. Elsku pabbi. Þau verða þung og erfið sporin að stíga þegar þú ert farinn frá okkur. Minningamar um þig hrann- ast upp. Þú komst brosandi og léttur á fæti á móti okkur í hvert skipti, sem við komum heim í Háholt og um- vafðir okkur ylhlýjum armi. Þú varst í senn yndislegur faðir, félagi og vinur. Við börnin þín litum upp til þín. Þú varst gæddur svo miklum þroska og göfugri lífssýn. Þú varst alls staðar. Kleifst kletta og fjöll, yfir jökla og ófærur. Ekk- ert var þér óyfirstíganlegt. Allt í náttúrunni skipti þig máli: Gróður- inn, dýralífið og mannfólkið. Þú undir þér við bækur og skáld- skap. Þú bjóst yfír miklum frásagn- arhæfíleikum. Sagðir á lifandi hátt sögur frá liðnum tíma af fólki og atburðum. Þú sast við rúmstokkinn okkar þegar við vorum lítil og sagðir okk- ur sögur af huldufólki, álfum og dvergum. Sumar skrýtnar og aðrar sem höfðu góðan endi. Öllu þessu miðlaðir þú til okkar á þinn sér- staka hátt og það er okkur ómetan- legur fjársjóður í lífinu. Góðvinur þinn og nágranni orti til þín brag er þú varðst áttræður og kemur þar inn á viðhorf þín til annars lífs og hvað þar muni við taka, þar segir m.a: Yfir landið - austur vestur - áður gekk - af æsku hresstur. Ferðaþránni fær hann svalað - við fjallatinda íslands hjalað. Og nú er andi þinn frjáls. Pabbi minn, ástarþakkir fyrir MINNINGAR allt. Við eigum eftir yndislega mömmu. Með henni njótum við minninganna um þig. Kveðja frá börnum þínum fjórum. Ólafur, Þórgunna, Kristin og Þórunn. Elsku afí, við þökkum þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og allar þær stundir sem við höfum átt með þér. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðstá blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma, missir þinn er mik- ill. Við biðjum Guð að veita þér styrk í sorg þinni. Nú kveðjum við þig, elsku afí, með söknuði og eins og þú kvaddir okkur alltaf kveðjum við þig. Far þú í Guðs friði. Þín barnabörn, Ásgeir, Rannveig Anna, Þórarinn, Ólafur Halldór og Salome María. Jæja, frændi, þá ertu farinn, og ég sem hélt að þú yrðir 112. En þannig varstu alla tíð, kvikur á fæti og léttur í lund og lítið mál að klífa þverhníptan hamarinn. Það er fáum gefíð að vera kenn- ari af Guðs náð, en umhverfis þig öðlaðist allt líf. Hvort sem það voru fornsögurnar eða formæður og feð- ur. Steinar fengu mál og blómið og þangið nafn. Og tréð öðlaðist nýtt líf í högum höndum þínum og festi rætur i nýjum heimkynnum frá íslandi til Nicaragua. í hvert sinn, sem ég tek mér fallegan stein í hönd, læri nafnið á nýju blómi, og reyni að öðlast dýpri skilning á samhengi náttúrunnar og heillast af fegurð hennar, mun ég minnast þín. Farðu fagnandi á feðranna fund. Ég bið að heilsa Helga Péturs. Björk í Skógum. Þórarinn Ólafsson, fyrrv. kennari á Akranesi, var Vestfirðingur í ættir fram. Má rekja þær úr Isa- íjarðardjúpi og af Ströndum. Hann var stoltur af uppruna sínum og hinni vestfirsku menningararfleifð, sem mótaði hann. Þórarinn var ungur að árum er faðir hans féll frá á besta aldri. Hann var eini sonurinn en systurnar voru fjórar. Það kom því í hlut hans strax í æsku að taka þátt í búskapnum á Vonarlandi - litlu býli skammt frá Melgraseyri. Slík urðu örlög margra ungra manna á þeim tíma. Um frek- ari menntun að loknu barnaskóla- námi var ekki að ræða, þrátt fyrir góða námshæfileika. Eftir að Aðalsteinn Eiríksson hóf skólastarf í Reykjanesi við ísafjarð- ardjúp 1935 hóf Þórarinn þar nám þótt kominn væri nokkuð við aldur. Tók hann mikla tryggð við þann skóla og taldi sig eiga honum mik- ið að þakka. Áhugi hans beindist fljótlega að íþróttanámi og kennslu í handavinnu. Þar fann hann hæfi- leikum sínum best borgið, enda mikill hagleiksmaður að upplagi. Eftir tveggja vetra nám í Reylqa- nesi liggur leið hans í íþróttaskóla Jóns Þorsteinssonar í Reykjavík og þaðan sumarið 1939 í Statens Gymnastik Institut í Kaupmanna- höfn. Haustið 1940 kemst hann heim um Petsamó, ásamt mörgum öðrum íslendingum, sem flýðu styrjöldina. Var það mikil glæfra- för, sem mörgum er enn í fersku minni. Eftir heimkomuna snýr hann sér að námi í Handíða- og mynd- listaskólanum í Reykjavík og lýkur þar kennaraprófi 1941. Á þessum árum kenndi Þórarinn fimleika hjá hinum ýmsu íþróttafélögum í Reykjavík. Haustið 1943 - þá ný- kvæntur - fer hann austur að Eið- um og er þar kennari næstu 2 árin. Sumarið 1945 er svo ævistarfíð ráðið er hann fær kennarastöðu við Gagnfræðaskóla Akraness og síðan Fjölbrautarskóla Vesturlands. Þar starfar hann óslitið fram að sjö- tugu. Á Akranesi hefur heimili hans staðið í tæp 50 ár. Þórarinn var vel metinn kennari. Nemendur hans fundu strax ein- lægni hans og þann staðfasta ásetn- ing að vilja auka þroska þeirra og þekkingu. Hann var vinur nemenda sinna og félagi, sem þeim þótti vænt um. Þá bjó Þórarinn yfír mik- illi þekkingu út fyrir námsefnið, sem hann miðlaði nemendum sínum óspart. Hag nemenda sinna bar hann mjög fyrir bijósti og fylgdist með þeim, svo sem siður er góðra kennara. Það er því stór hópur fólks á Akranesi sem á góðar minningar um eftirminnilegan og umhyggju- saman læriföður. Af samkennurum sínum var hann vel metinn og minn- ist ég þess sérstaklega hversu sam- kennarar hans á Eiðum bundust honum sterkum vináttuböndum. Hvar sem Þórarinn kom nærri félagsmálum lét hann hlut sinn ekki eftir liggja. Hann var endur- skoðandi Norræna félagsins á Akranesi í rúm 30 ár og góður liðs- maður í Framsóknarfélagi Akra- ness og sat í ýmsum nefndum fyrir félagið í bæjarstjórninni, t.d. stjórn Byggðasafnsins í Görðum, og var í hópi bestu stuðningsmanna sr. Jóns M. Guðjónssonar við uppbygg- ingu safnsins á frumbýlisárum þess. Þórarinn var harðduglegur að hveiju sem hann gekk. Kjarkaður og óræðinn. Hann virtist ekki ótt- ast neitt. Afglapi var hann þó ekki. Eitt sinn vorum við að klifra í klettasyllum sunnan í Akrafjalli. Ég var orðinn hræddur og langt á eftir honum. Þá kallar hann til mín: „Uss, þetta er ekki neitt. Þú ættir að sjá bersyllurnar í Hornbjargi, sem þeir hlaupa eftir.“ Ferðir um óbyggðir landsins voru sælustundir í lífí Þórarins, enda mikið náttúru- barn. Hann lét sig ekki muna um það í ágúst 1944 að ganga frá Brú í Jökuldal við annan mann og banka að dyrum á Kalmannstungu í Hvít- ársíðu eftir 14 daga. Það var ekk- ert mál fyrir Þórarinn að vaða árn- ar eða synda yfír þær ef með þurfti. Þórarinn var skemmtilegur fé- lagi. Kunni ógrynni af þjóðsögum, kvæðum og lausavísum. Islendinga- sögurnar voru honum jafnan sem opin bók. Persónur þeirra ræddi hann um sem kunningja sína og gerði þær Ijóslifandi í frásögnum sínum. Hann var frásagnarglaður og mikill fróðleiksmaður. Vandur að virðingu sinni og hallmælti aldr- ei nokkrum manni. Hann hafði ákveðnar skoðanir á því hvað við tæki eftir dauðann og ræddi það opinskátt. Æskustöðvarnar við Djúpið voru honum hugstætt um- ræðuefni, enda unni hann þeim og fólkinu sem þar býr hugástum. Tfyggð hans og ræktarsemi Var einstök. Melgraseyri við Djúp var honum helgur staður. Þar skein sól jafnan í hádegisstað. Slíkar voru endurminningar hans eftir vinnu á unglingsárunum hjá Jóni Fjalldal. Ég efast um að nokkur dagur hafi liðið svo að hann hugsaði ekki til æskustöðvanna fyrir vestan. Oft leiddi hann hugann að því að gam- an væri að eiga býli í Nauteyrar- hreppi og silfurtæra veiðiá. Þórar- inn var vel hagmæltur, þótt hann flíkaði því lítt. Sá ég nokkra bragi hjá honum er hann sendi vinum sínum á ýmsum tímamótum í lífí þeirra. Þeir voru blandaðir glettni, góðum óskum og fölskvalausri vin- áttu. Hagleiksmaður .var hann mik- ill, vann mörg sumur í byggingar- vinnu sem fullgildur trésmiður og eftirsóttur vegna dugnaðar. Þá stundaði hann útskurð á mörgum gripum sem voru eftirsóttir. Kona Þórarins, Rannveig Hálf- dánardóttir frá Grænhól í Krækl- ingahlíð við Akureyri, var mikill gæfuvaldur í lífí hans. Hún var mikilhæf húsmóðir, sem búið hefur Þórarni og börnum þeirra fjórum fallegt og aðlaðandi heimili, sem margir hafa notið ánægjulegra stunda á. Börn þeirra hafa öll stofn- að heimili, eignast böm og reynst hinir bestu þegnar. Þórarinn var ákaflega umhyggjusamur heimilis- faðir og lét sér mjög annt um upp- eldi barna sinna. Samheldni þeirra hjóna og tillitsemi var einstök og mér finnst hún hefði ekki getað verið betri fyrir 50 árum er ferð þeirra hófst á lífsbrautinni. Af miklum dugnaði en litlum efn- um hóf Þórarinn byggingu á glæsi- legu íbúðarhúsi við Háholt 3 nokkru eftir að hann flutti til Akraness 1945. Þangað flutti hann 1952, óg var hann fyrsti íbúinn við þá götu. Nokkrum árum síðar tók gatan að byggjast. Þessu kunni hann vel. Einlæg vinátta og náin kynni tók- ust með nágrönnunum og Þórarni og fjölskyldu hans. Þótt ein fjöl- skyldan hafi eftir árabil flutt í ann- an bæjarhluta hélt vináttan áfram, þar til kom að leiðarlokum. Hjá öðrum hefur vináttan staðið í tæp 40 ár. í samfélagi þessu gegndi Þórarinn mikilvægu hlutverki með glaðværð sinni, frásagnargleði, vel- vild og hjálpsemi og þjónustuíund, hvenær sem til hans var leitað. I hugum okkar nágrannanna voru engin ellimörk sjáanleg á Þórarni né að dauðinn stæði skammt und- an. Þvert á móti, hann var í Þjóð- leikhúsinu kvöldið áður og naut þar góðrar skemmtunar með börnum sínum og tengdabörnum, eins og fjölskyldan hafí gert svo lengi um þetta leyti árs. Fallegur og góður siður. Helfregnin sem barst svo á sunnudagsmorguninn kom því öll- um á óvart. Þetta var ekki vondur draumur, heldur blákaldur veruleik- inn. Vináttusamfélagið við Háholt verður hér eftir að láta sér nægja minningarnar um einstakan vin og samferðamann. Það þakkar Þórarni ógleymanleg kynni og vináttu í 40 ár og sendir þeim sem mest hafa misst, Rann- veigu og fjölskyldunni, einlæga samúðarkveðju. Daníel Ágústsson. Fleiri minningargreinar um Þórarin Ólafsson bíða birt- ingar ogmunu birtast hér í blaðinu næstu daga. t Innilegt þakklæti til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð, vinarhug og hjálp við andlát og útför ÓLAFS JÓHANNESSONAR, Álfaskeiði 80, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir viljum við færa eigend- um veitingastaðarins Carusó í /Banka- stræti og starfsfólki Hótel Esju, sem heiðruðu hann á ógleymanlegan hátt. Bergþóra Þorvaldsdóttir, Þór Sigurjón Ólafsson, Guðrún Johansen, Jóhannes Ólafsson, Þuríður Sigurðardóttir, Gunnar Ólafsson, Erla B. Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Guð blessi ykkur öll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.