Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um Morgunblašiš C - Menning og listir 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						4  C LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
.—i %
IÍSLENSKU óperunni er nú unn-
ið daga og nætur að uppfærsl-
unni á La Traviata eftir Verdi, en
„ frumsýningardagur hefur verið
ákveðinn 10. febrúar. Og á sauma-
stofunni sitja hinar óskeikulu
saumakonur óperunnar í haugum
af silki og pífum og blúndum og
flaueli og satíni í allskyns pastellit-
um og galdra fram hið skrautleg-
asta safn af íburðarmiklum ball-
kjólum eftir teikningum Huldu
Kristínar Magnúsdóttur, sem er
búningahönnuður sýningarinnar.
Tími í sýningunni er 1860; tími
krínólína og korseletta. Tíminn
þegar fínar konur fóru í korselett-
in sín á morgnana, fengu þjónustu-
stúlkur sínar til að herða þau á
klukkustundarfresti allan daginn,
pössuðu sig að borða ekkert, fóru
'svo mittismjóar og rifjaþunnar á
ball klukkan sex, höfðu vanið sig
á að anda bara niður í háls því
ekki var rúm til að þenja lungun
og svo áttu þær að dansa til mið-
nættis - það er að segja matar-
lausar og loftlausar.
Eðlilega voru þessar fínu konur
að falla í yfirlið allt kvöldið. Samt
voru yfirlið kvenna ekki í tísku.
Urðu það seinna. Aftur á móti
urðu ekki margar fínar konur eldri
en þrítugar. En ekki er nú meining-
in hjá búningahönnuðinum að
ganga frá söngkonunum í sýning-
unní því í leikhúsi eru til margar
aðferðir til að blekkja augað.
„Verdi skrifar þetta verk fyrir
tímann í kringum 1860 og við
höldum okkur við þann tíma hér,"
segir Hulda Kristín. „Búningalega
er það kallað seinni krínólínurnar
en krínólínið er grindurnar sem eru
undir kjólunum - til að breikka
mjaðmirnar og láta ummál mittis-
ins líta út fyrir að vera minna.
Stuttu seinna hófst svo tímabilið
þar sem púðar voru settir á aftur-
endann."
Hefðum þurft að sleppa
körlunum
„Við gátum auðvitað ekki leyft
okkur eins mikið krínólín og var í
rauninni á þessum tíma vegna
smæðar sviðsins. Ef við hefðum
sett fullt krínólín á söngkonurnar
og konumar tólf sem syngja í kórn-
um, þá hefðum við þurft að sleppa
körlunum úr sýningunni.
Þegar þetta var sem ýktast
þurftu konur að ganga á hlið í
gegnum dyr - og það aleinar.
Kariar gátu ekki rétt þeim arminn
því þeir komust ekki að. Frægasta
kvenpersónan á þessu tímabili og
sú sem stjórnaði þessari tísku var
Eugene, keisaraynja í Frakklandi."
Efnin sérhönnuð
fyrir leíkhús
„Við komumst í samband við
verksmiðju í Þýskalandi sem sér:
hæfir sig í efnum fyrir leikhús. í
gerð efnanna er gert ráð fyrir fjar-
lægð og lýsingu, þannig að áferð
þeirra er grófari. Það eru ríkari
kontrastar í vefhaðinum, til dæmis
tveir litir ofnir saman og munstrin
í blúndunum eru þykkari og gróf-
ariJfcfl að þær sjáist úti í sal.
. í La Traviata er mikið af ball-
"kjólum. Verslanir hér geta ekki
leyft sér að flytja inn þennan fjölda
og þetta úrval af efhum. Þær eru
með efni fyrir árshátíðir og annað
slíkt; efni og liti sem eru í tísku
núna. Það voru allt öðruvísi litir í
tísku árið 1860. Auk þess þurfa
þau efni sem hér fást fyrst og
fremst að líta vel út í návígi og
Tími krínólína
og korseletta
Næsta uppfærsla ís-
lensku óperunnar er La
Traviata, eftir Verdi.
Súsanna Svavars-
déttir leit inn á sauma-
stofu óperunnarþar
sem útlit sýningarinnar
er rétt að smella saman
og ræddi við búninga-
hönnuðinn, Huldu Krist-
ínu Magnúsdóttur.
eru mun léttari og fínofnari. Þetta
er allt skiljanlegt og eðlilegt."
En hvaða efni eru í búningun-
um?
„Við erum með hreint silki á
söngkonurnar. Síðan hefur þessari
verksmiðju tekist að búa til gervi-
efni sem líkist mjög silki í útliti
og áferð en er töluvert ódýrara.
Það hentaði okkur mjög vel, vegna
þess líka að ekta silki er ofíð í
mjög mjóa stranga en í leikhúsi
er heppilegt að sem flest efni sé
150 sm. á breidd. Allir kjólarnir
eru með einhverjum lúxus, til
dæmis eru gullofin efni, sem eru
ekki framleidd fyrir tískuna í dag."
Hyað með sniðin?
„Ég nota upphafleg snið frá
1860 sem ég tók upp úr sníðabók.
Það eru þröngir efri hlutar sem
gera eiginlega ekki ráð fyrir brjóst-
um, heldur þrýsta þeim upp úr.
Kjólarnir eru mjög flegnir og mik-
il áhersla lögð á lítil mitti og mikl-
ar mjaðmir, þannig að konan fái
þetta viðkvæma, kvenlega útlit -
líti út fyrr að vera hjálparvana.
Þar sem mikið af verkinu gerist
í ballsölum eru karlarnir aðallega
í kjólfötum en vesti og hálstau eru
í samræmi í períódu - það er að
segja í samræmi við tískuna 1860."
Þú talaðir um að aðrir litir væru
í tísku í dag en fyrir 135 árum.
Hvaða litir eru þetta?
„Pastellitir. Reyndar höfum við
skipt þáttunum niður í litagrúppur;
gefið bverjum þætæti yfírlitarheiti.
Fyrsti þáttur er gylltur; þá er ball.
2. þáttur gerist úti í garði hjá Víól-
ettu og er grænn. 3. þáttur er rauð-
ur og 4. þáttur er hvítur. Litatón-
arnir í hverjum þætti taka mið af
þessu. Það eru þó fyrst og fremst
einsöngvararnir sem fylgja litatón-
unum. Kórinn er bara i einum bún-
ingi en fær fylgihluti til þess að
taka upp tóna hvors þáttar en
kórinn er bara í 1. og 3. þætti."
Örlítið breyttir tímar
Hulda Kristín hefur hannað bún-
inga fyrir margar sýningar ís-
lensku óperunnar; La Traviata
1983, Símann og miðilinn, Örkina
hans Nóa og Sardasfurstynjuna.
Auk þess var hún aðstoðarbún-
ingahönnuður í Carmen, Évgení
Ónegín og Niflungahringnum. Nú
eru um 12 ár frá því hun hannaði
búninga fyrir þessa sðmu óperu,
en eru búningarnir núna eitthvað
frábrugðnir þeim sem hún hannaði
þá?
„Já. Þetta er að vísu sama perí-
óda og þá en bæði hef ég lært
mikið síðan og þroskast og maður
finnur fyrir því að fjárhagur óper-
unnar er ekki alveg eins þröngur
og þá. Við getum leyft okkur pínu-
lítið meira núna. Áður þurfti mað-
ur að vera svo ofsalega nægjusam-
ur. Þetta var á byrjunarárum óper-
unnar og sumt var bara ekki hægt.
Þá var ekki heldur eins mikið til
af efnum og það var ekkert hægt
að hlaupa út í búð og kaupa háa
hvíta hanska eða skartgripi og
skraut. Búningarnir voru því dálítð
hversdagslegir. Við þurftum að
kaupa efnið í heildsölu sem þýddi
að við urðum að kaupa heilan
stranga af hverjum lit. Við gátum
bara leyft okkur að kaupa þrjá
stranga og þar af leiðandi var kór-
inn bara í gulum, rauðum og bláum
lit."
Þetta skraut
og fiff og dúll
Þú virðist njóta þín ansi vel
hérna innan um allar þessar blúnd-
ur og pífur og silki.
„Já, mér finnst þetta alveg rosa-
lega gaman. Þetta skraut og fiff
og dúll er svo skemmtilegt að mér
finnst ég gengin í barndóm og
komin aftur í Barbie-leik. Svo er
alveg sama um hvað ég bið,
saumakonurnar hér geta allt. Sumt
af því sem ég bið um kann ég að
teikna en hef ekki hugmynd um
hvernig á að framkvæma það. Þær
leysa það allt. Þær eru ótrúlega
færar," segir Hulda Kristín um
saumakonur íslensku óperunnar.
Þar fer fremst í flokki Sigrún Stef-
ánsdóttir, yfirsaumakona, en
ásamt henni sitja þær Elsa Péturs-
dóttir, Ingibjörg Ástvaldsdóttir,
Sigríður Guðmundsdóttir og Fjóla
Helgadóttir.
„Það sem setur svo punktinn
yfir i-ð," segir Hulda Kristín, „er
hár og smink. Það er er ekki nóg
að hafa bara kjóla. í þessari sýn-
ingu verða söngkonurnar með
perlufestar og gyllt skraut í hár-
inu. Þetta er slöngulokkatimabil
og miklar greiðslur. Það er mjög
flinkur hárgeiðslumeistari hér við
húsið, Hólmfríður Kristinsdóttir.
Ég gef henni punkta og hún hann-
ar greiðslurnar.
Það sama má segja um sminkið,
sem er í höndum Margrétar Niel-
sen. Ég fletti með þeim períódu-
bókum og þær hanna þennan þátt
útlitsins."
					
Fela smįmyndir
C 1
C 1
C 2
C 2
C 3
C 3
C 4
C 4