Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 C 3 B&l með umbod fyrir fímm framíeióendur Fleiri stoðum skotið undir rekstur B&L BIFREIÐAR og Landbúnaðarvélar hf., sem er umboðsaðili Lada og Hyundai, hefur sem kunnugt er komist að samkomulagi við Bí- laumboðið hf. að taka við umboði BMW og Renault. Með í samning- unum fylgir umboð fyrir Rover sem BMW eignaðist meirihluta í á síð- asta ári. Með þessum breytingum verða Bifreiðar og Landbúnaðar- vélar eitt stærsta bílaumboðið hér á landi. A síðasta ári seldi umboðið 763 fólks- og sendibíla af Hy- undai- og Lada-gerðum. Bílaum- boðið seldi á síðasta ári 254 fólks- bíla, þar af 28 BMW, 45 Renault Clio, 43 Twingo og 128 Renault 19. Þá seldust einnig 10 Renault vörubílar yfir 5.000 tonn, þar af 4 yfir 22.000 tonna bílar. Gísli Guð- mundsson forstjóri Bifreiða og landbúnaðarvéla segir að gengið hafi verið til þessara samninga til að skjóta fleiri stoðum undir rekst- ur B&L og fyrirtæki á þessu sviði þurfi að vera af ákveðinni stærð- argráðu til þess að þau beri sig. Gengið verður frá samningunum einhvern næstu daga, að sögn Gísla. Hann segir að forsvarsmenn BMW sem voru staddir hér á landi nýlega hafi lagt á það áherslu að Rover-umboðið yrði hjá sama inn- flytjanda og BMW. Hann segir að of snemmt sé að segja til um hvaða möguleika Rover eigi hér á landi, fyrst þurfi að kynna merkið og það eitt og sér útheimti mikla fjár- muni. Hann kveðst þó sjá ýmsa möguleika í bílum eins og Land Rover Discovery og jafnvel smá- bílnum Mini, sem eitt sinn seldist ágætlega hérlendis, þá undir teg- undarheitinu Austin. HOFUÐSTOÐV AR Bif- reiða og landbúnaðarvéla við Armúla. Þar verður innan tíðar að öllum líkindum boðið upp jfeaN. á bíla frá fimm itk. frainleiðendum. ROVER hefur kynnt áform um nokkra minni bíla þar á meðal þennan glæsilega smábíl sem ráð- gert er að framleiðsla hefjist á 1997. Gísli segir að sala á nýjum bílum Renault og BMW verði flutt strax í höfuðstöðvar B&L í Ármúla en verkstæði og varahlutaþjónusta verði fyrst um sinn, líklega fram að páskum, í höfuðstöðvum Bí- laumboðsins að Krókhálsi 1. „Það verður dálítið erfitt að koma vara- hlutadeildinni fyrir en það mun takast. Við förum út í þetta meðal annars til að skjóta fleiri stoðum undir reksturinn og nýta betur okkar aðstöðu og mannskap. Við seldum hér eitt árið 2.800 bíla á einu ári og árið áður seldum við 2.500 bíla,“ segir Gísli. Hann segir BMW 316 Compact verður einn þeirra bíla sem B&L býður. að á vissan hátt sé fyrirtækið að fara út í samkeppni við sjálft sig með því að selja Renault samhliða Hyundai en þó eru þessir bílar með ólíkan karakter. En sama gildi um mörg önnur umboð, ekki síður hér- lendis en erelendis. Hann bendir á að í Danmörku er BMW og Hy- GÍSLI Guðmundsson forstjóri B&L. undai umboðin á sömu hendi, í Noregi er Mazda og Hyundai saman og í Svíþjóð Mitsubishi og Hyundai. Sama vélarlína í BMW og Rover „Fyrirtækin virðast þurfa að vera af ákveðinni stærðargráðu því auglýsingakostnaðurinnn er rnikill og dýrt er að þjálfa upp starfsfólk. Auglýsir.gakostnaðurinn lækkar svo með fleiri seldum einingum." Gísli segir að B&L hafi ekki sóst eftir Rover-umboðinu heldur hafi forsvarsmenn BMW boðið það á fundi í síðustu viku. „Þeir ætla að bjóða sömu vélar og búnað að hluta til í BMW og Rover og þess vegna fínnst þeim betra að umboðin séu á einni hendi,“ sagði Gísli. „Þetta leggst vel í mig. Við erum komnir með breiðari línu og bíla frá bæði Evrópu og Asíu,“ sagði Gísli. ■ STÓR hjól en lítil framrúða er sterk- asta svipmótið á tveggja sæta sport- bilnum sem Audi setur á markað 1998. Sportbíll frú Audi '98 AUDI setur senn á markað nýjan hlaðbak í smábílaflokki, A3, sem í stórum dráttum er byggður á Golf. Út frá A3 hafa verksmiðjurn- ar svo þróað opinn tveggja sæta sportbíl, roadster, RS3, og annar bíll er á teikniborðinu en sá kall- ast RS og er óvenjulegur hlaðbak- ur. RS3kemur á markað snemma árs 1998 og verður smíðaður af Porsche. Útlitshönnun sportbílsins er eins og á mörgum öðrum sportbíl- um í dag, lítill framendi en þeim mun stærri afturendi. Bíllinn er hannaður í Ingolstadt þar sem höfuðstöðvar Audi eru. Framrúðan er lítil og hægt að bregða blæju yfir bílinn með rofa úr ökumanns- sæti. Aftan við hnakkpúðana er veltivörn. Bíllinn verður með nýrri fjögurra strokka, 1,8 lítra, 20 ventla túrbóvél sem einnig er í A4, þó í breyttri mynd, og skilar hún 190 hestöflum. Hugsanlegt er að bíllinn verði boðinn með Syncro fjórhjóladrifskerfí VW en kúpling, hemlar og fjöðrun er sér- smíðuð fyrir þennan bíl. VR6 túrbó? Hlaðbaksútfærslan verður með sérstaklega gerðum stuðurum og grilli, breiðari hjólum og fleiri sér- kennum. Líklegast þykir að hann verði búinn fjögurra strokka túrbó- vélinni en Porsche gælir einnig við þá hugmynd að búa hann út með VW VR6 túrbó sem fyrst var kynnt í Sharan RSl fjölnotabílnum í Par- ís sl. haust. Audi gerir sér vonir um að selja 10 þúsund hlaðbaka og roadstera á ári. ■ TILBOÐ ÓSKAST í Isuzu Tropper4x4,4 dyra, 6 cyl., árgerð ’92 (ekinn 9 þús. mílur), Chevrolet Blazer S-10,4x4, árgerð '87, Buick Somerset, árgerð '86, Dodge Dakota (tjónabifreið), árgerð '94 (ekinn 9 þús. mílur) og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 31. janúar 1995 kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA ...blabib - kjarni málsins! Sjábu hlutina í víbara samhengi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.