Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 4
4 C LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Leirlist á
Kjarvalsstödum
KOMIN TIL AD VERA
LEIRLISTARFÉLAGIÐ gaf í vik-
unni Listasafni Reykjavíkur verk
eftir 33 félagsmenn. Þeir eru raun-
ar flestir konur og líta svo á að
með gjöfinni hefjist nýtt tímabil í
sögu íslenskrar leirlistar. Henni
verði loksins gert jafn hátt undir
höfði og öðrum listgreinum, en
hingað til hafi hvergi verið hægt
að skoða íslenska leirlist og nálgast
upplýsingar um leirlistarmenn.
Raunar stendur einmitt núna á
Kjarvalsstöðum yfirlitssýning um
íslenska leirlist frá upphafi, fyrir
65 árum. Nokkur verk af sýning-
unni eru í gjöf Leirlistarfélagsins
en hún telur líka listaverk sem ekki
er stillt upp í safninu. Að því ætti
þó að koma bráðum því ákveðið er
að sýna leirlistina með annarri lista-
Verkaajgn safnsins, að sögn Guð-
rúnar Jónsdóttur formanns Menn-
ingarmálanefndar.
Elísabet Haraldsdóttir, formaður
Leirlistarfélagsins, segir að í kjölfar
gjafarinnar hafí markvissri söfnun
leirlistarverka verið lofað. Það fari
ekki milli mála. Og vissulega sé
gleðiefni að fá nú inni á Kjarvals-
stöðum, það sé vísir að auknum
metnaði hvað varðar listhandverk í
landinu. í gjöfinni nú hafi eldri
verkum verið teflt fram til að fá
eðlilegan grunn í leirlistarsafn,
seinna fylgi fleiri og nýrri og van-
þekking breytist í innsýn og áhuga
á þessari listgrein.
Leirlistarfélagið verður 15 ára á
næsta ári og Elísabet segir að allar
götur hafi aðgengilegar upplýsingar
um íslenska leirlist og sýnishom
hennar á einum stað verið baráttu-
mál félagsins. Tvö ár séu síðan bréf
vom send til safna og sveitarfélaga
með þessari málaleitan og Hulda
Valtýsdóttir þáverandi formaður
Menningarmálanefndar Reykajvíkur
hafí tekið erindinu vel. Sýningin nú
og gjöf listafólksins sé framhald
málsins. Leirlistarmenn muni svo að
sjálfsögðu fylgja því eftir.
Þ.Þ.
DOPPÓTT kanna, Rannveig
Tryggvadóttir, 1994.
FORM og innihald, Borghild-
ur Óskarsdóttir, 1992.
SPEGLUNI, Bryndís Jónsdóttir, 1993.
BtebrigAi gylltia tóna
Málmblásarar halda sína árlegu tónleika í
Langholtskirlq'u á morgun, sunnudag.
Súsanna Svavarsdóttir ræðir við stjóm-
anda tónleikanna, Osmo Vánská, um hin
ólíku verk og höfunda þeirra.
MÁLMBLÁSARAR og slagverks-
menn Sinfóníuhljómsveitar Islands,
ásamt félögum, halda sínu árlegu
tónleika í Langholtskirkju sunnu-
daginn 5. febrúar. Tónleikamir hefj-
ast klukkan 17. Eins og á fyrri tón-
lfeikum málmblásara er leitast við
að kynna verk sem ekki hafa áður
heyrst í lifandi flutningi á íslandi.
Fyrst á efnisskránni verða þijár
Cansónur eftir ítalska tónskáldið
Giovani Gabrieli sem uppi var síðari
hluta sautjándu aldar. Éinnig verður
flutt verk norska tónskáldsins Knuts
Nystedts, Pia Memoria, fyrir níu
málmblásara og slagverk. Þau tvö
verk er hæst ber á þessum tónleik-
úm era þó Sinfónía fyrir málmblást-
urshljóðfæri og slagverk eftir Gunt-
her Schuller, skrifað fyrir sex
trompeta, fjögur horn, þrjár básún-
ur, bariton, tvær túbur, pákur og
slagverk - og Konsertmúsík fyrir
málmblásara, tvær hörpur og píanó
eftir Paul Hindemith.
. Hljóðfæraleikararnir sem koma
fram á tónleikunum era í hópi okk-
ar bestu hérlendra á sín hljóðfæri,
auk þess sem fínnskur píanóleikari,
Raija Kerppo, leikur einleik í verki
Pauls Hindemiths, en hún er meðal
fremstu ungra píanóleikara í Finn-
landi. Stjórnandi á tónleikunum er
Osmo Vanská, aðalhljómsveitar-
stjóri SI.
Tónskáldin
Giovanni Gabrieli (ca. 1553-
1612) er talinn eitt merkasta tón-
skáld Feneyjaskólans og sá sem
talinn er bera hæst í tónlist endur-
reisnartímabilsins. Madrigalar og
tónlist af öðrum trúarlegum toga
fyrir söngraddir er mest áberandi í
verkum Gabriellis en hann samdi
einnig mikið af ýmiss konar hljóð-
færatónlist.
Paul Hindemith (1895-1963)
þykir með athyglisverðustu tón-
skáldum 20. aldar. Hann fæddist í
Hanau, nálægt Frankfurt og starf-
aði í Þýskalandi sem kennari, m.a.
við Hochschule fúr Musik í Berlín
og var mjög virkur fíðlu- og víólu-
leikari í kammertónlist, jafnhliða því
sem hann vann að tónsmíðum. Þeg-
' ar nasistar voru farnir að ráða öllu
í Þýskalandi varð Hindemith fyrir
miklum ásökunum frá þeim fyrir
að „svíkja köllun sína sem þýskt
tónskáld." Hann var Ieystur frá
störfum sem kennari við tónlist-
arskólann og fluttist endanlega burt
frá Þýskalandi árið 1937, fyrst til
Sviss en þremur áram síðar til
Bandaríkjanna.
Knut Nystedt (1915) nam orgel-
leik og tónsmíðar í heimalandi sínu
en fór síðan til Bandaríkjanna til
frekara náms. Meðal kennara hans
þar í tónsmíðum var Aaron Copl-
and. Nystedt hefur starfað í Noregi
sem orgelleikari, kórstjómandi og
verið virkur þátttakandi í tónlistar-
lífi Noregs. Tónverk Nystedts era
ljóðræn og rómantísk.
Gunther Schuller (1925) er
bandarískt tónskáld, kennari og
hljómsveitarstjóri. Schuller nam
tónsmíðar, ^lautu- og hornleik og
hafði samið sína fyrstu sinfóníu 14
ára gamall. Schuller náði ótrúlega
miklum árangri sem hornleikari á
skömmum tíma og var ráðinn sóló-
hornleikari við Metropolitan óperu-
hljómsveitina aðeins átján ára gam-
all. Tónsmíðar áttu hug hans allan
svo hann lagði homið á hilluna eft-
ir fímmtán ára starf sem einn
fremsti hornleikari Bandaríkjanna
og sneri sér að fullu að tónsmíðum.
Þá var hann þegar búinn að semja
yfir 30 tónverk af ýmsum stærðum
og gerðum. Schuller er í röð fremstu
tónskálda Bandaríkjanna og hefur
hlotið fjölda viðurkenninga og heið-
ursnafnbóta bæði í heimalandi sínu
sem og víða í Evrópu fyrir tónsmíð-
ar. Hljómsveitarstjóraferill Schull-
ers er ekki síður litríkur. Á þeim
vettvangi hefur Schuller einnig get-
ið sér frægðar beggja vegna hafs
og verið talinn í röð merkari hljóm-
sveitarstjóra. Þess má geta að Gunt-
her Schuller hefur komið hingað til
lands tvisvar og stjómað Sinfóníu-
hljómsveit íslands.
Einleikarinn
Raja Kerppo er í röð
efnilegustu ungra finn-
skra píanóleikara í dag.
Hún nam fyrst við tón-
listarháskólann í Ábo
og síðan við Síbelíusar
akademíuna en innrit-
aðist að því loknu í
Julliard tónlistarhá-
skólann í New York.
Raja Kerppo hefur
unnið til fyrstu verð-
launa í Maj Lind píanó-
keppninni og hún vann
einnig Norrænu píanó-
keppnina í Danmörku
árið 1989. Hún hefur
komið fram sem ein-
leikari með flestum sin-
fóníuhlj ómsveitum
Finnlands og tekið
virkan þátt í kamm-
ermúsík. Kerpo lék
píanókonsert Selims
Palmgrens inn á hljóm-
disk með Sinfóníu-
hljómsveitinni í Ábo og
hlaut sá hljómdiskur
verðlaun sem besti
hljómdiskur ársins
1990.
Efnisskráin
Það er aðalhljóm-
sveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar
íslands, Osmo Vánská sem stjórnar
tónleikum málmblásaranna að þessu
sinni. Hann segist hafa mikla
ánægju af því að vinna að sérstökum
verkefnum með hljóðfæraleikuram
sveitarinnar. „Ég næ að kynnast
þeim betur og við fáum góðan tíma
til að vinna að ýmsum þáttum er
varða tækni og skoða hljóðfærin á
nýjum forsendum," segir Osmo. „í
sinfónískum verkum koma málm-
blásturshljóðfærin annaðhvort inn
sem eitthvað stórfenglegt, eða þau
eru í biðstöðu. Sú efnisskrá sem við
bjóðum upp á á málmblásaratón-
leikunum gefur þeim hins vegar
mikið svigrúm. Hljóðfæraleikaramir
takast þar á við langa efnisskrá sem
felur í sér samfelldan leik og mikla
þjálfun í blæbrigðum. Vegna þess
hve flókin verkin eru hefur undir-
búningurinn verið nokkuð erfiður
en einstaklega skemmtilegur, því
þetta eru mjög góðir hljóðfæraleik-
arar og tilbúnir að framkvæma allt
sem maður biður um í flutningnum.
Það er líka mjög gaman að takast
á við Hindemith, sem er hratt rísandi
tónskáld. Á seinustu 2-3 árum era
verk hans í síauknum mæli á efnis-
skrám tónleika víða um
heim og mjög margir
hljóðfæraleikarar era
að leggja drög að því
að hljóðrita þau.“
En hvað geturðu
sagt okkur um verkin
á efnisskránni.
„Cansónur Gabrielis
era dæmigerð uppruna-
leg hljóðfæratónlist.
Gabrieli hafði aðstöðu
í Markúsarkirkjunni í
Feneyjum, þar sem
hann var organisti og
það gaf honum mikla
möguleika í sambandi
við tónsmíðarnar. Tón-
listin sem hann skrifaði
var antifónal (víxlsöng-
ur). Hann skrifaði fyrir
Qórar til fímm raddir
sem sungust á. Hvort
sem það voru manns-
raddir eða hljóðfæri þá
fór hann að senda flytj-
endur hingað og þang-
að um kirkjuna; til hlið-
ar, aftur fyrir kirkju-
gesti og upp á svalir.
Það má því segja að
hann hafi verið með
tónlistarflutninginn í
steríó og kvadrófón.
Verkið sem við flytjum
er 450 ára gamalt og
við ætlum að flytja það
og útfæra í anda Gabrielis í Lang-
holtskirkju.
Konzertmusik fyrir málmblásara
er fyrir mér dæmigerð Hindemith
tónlist. Það er skrifað fyrir málm-
blásara, tvær hörpur og píanó, sem
er ekki beint algeng hljóðfærasam-
setning. Þar era hörpurnar einhvers
konar englar og málmblásturshljóð-
færin og píanóið eru í andstöðu við
þær. En þetta er lýrískt málmblást-
ursverk og mjög fallegt."
Enginn hávaði?
Osmo Vanská
VASI, Ragna Ingimundar-
dóttir, 1989.
SÁLNAKER, Guðný
Magnúsdóttir, 1994.
ELDGOS, Jónina Guðnad.,1987
„Nei - og veistu, ég er ekki sátt-
ur við að samasem merki sé sett
milli málmblásturs og styrkleika.
Það er mikið til af mjúkri tónlist
fyrir þessi hljóðfæri og þetta verk
er gott dæmi um það.
Pia Memoria, eftir Nystedt, er
sálumessa fyrir níu málmblásturs-
hljóðfæri. Hann samdi það í tilefni
minningartónleika um norsku
skautadrottninguna Sonia Heine og
var það frumflutt 1971. Orðið Pia
segir töluvert mikið um verkið. Það
þýðir eitthvað fagurt og fínlegt -
allt að því upphafið. Og það er stað-
reynd að þetta verk snertir mann
strax mikið þegar maður heyrir
það. Það er eins og ævintýratónlist
og tjáir vel ást Norðmanna á So-
niu. Ég myndi kalla það meistara-
verk. Það er ekki heilatónlist -
heldur gefur það mikið og er nær-
andi fyrir tilfinningarnar.
Sinfónía fyrir málmblásara og
slagverk eftir Schuller er samið
1949-1950. Það er mun raunsæis-
legri mynd af samtíma okkar en
verk Nysteds; tíma þar sem ekki
er allt svo fagurt. Schuller tjáir líka
ljótleikann. Þetta verk er mikil ögr-
un fyrir hljóðfæraleikarana og
krefst gríðarlegrar tækni fyrir öll
hljóðfærin. Þegar það var skrifað
fyrir 45 árum var sú hæfni sem til
þarf ekki fyrir hendi í þeim mæli
sem hún er í dag. Auðvitað var til
einn og einn nógu góður hljóðfæra-
leikari - en kröfurnar aukast stöð-
ugt og hæfni hljóðfæraleikara er
alltaf að vaxa. En jafnvel þótt svo
sé er þetta gríðarlega erfitt verk í
æfingu og flutningi.
Vegna þess hve tæknilegar kröf-
ur til hljóðfæraleikara aukast hratt
er til mikið af mjög góðum hljóð-
færaleikurum af yngri kynslóðinni
- og þeir bestu verða stöðugt yngri.
Það var mjög gott að vinna með
málmblásurunum hér að þessu
verki. Þeir eru mjög góðir hljóð-
færaleikarar og reiðubúnir að gera
allt sem þeir eru beðnir um. 'Sem
stjórnandi hef ég ekki þurft að
hlusta á neinar kvartanir eða afsak-
anir frá þeim. Hæfni hvers einasta
hljóðfæraleikara er mjög mikil."
Nú er þetta í áttunda skipti sem
málmblásarar halda sérstaka tón-
leika. Hver er sérstaða þeirra?
„Tónleikagestir eru vanir að
hlusta á strengjasveitir og söngv-
ara og þetta er vissulega tiibreyt-
ing. Við erum að kynna aðra teg-
und af tónlist sem er ekki síður
ögrun við áheyrendur - og eykur
við þá Ij'ölbreytni sem tónlistará-
hugafólk vill hafa.“