Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIUGAR ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 41 BELLA AÐALHEIÐ UR VESTFJÖRÐ + Bella Aðalheiður Vestfjörð fæddist í Hafnarfirði 15. mars 1955. Hún fórst í snjóflóð- inu í Súðavík 16. janúar síðastlið- inn, ásamt dóttur sinni Petreu Vestfjörð Valsdóttur, og fór út- för þeirra mæðgna fram frá Ögurkirkju 28. janúar. MIG setur hljóða. Ég er orðlaus og harmi slegin, hún Bella vinkona mín er dáin og dóttir hennar Pettý, auga- steinninn hennar. Ég bara skil ekki tilganginn og hvað Guð okkar á við með þessu en einhver hlýtur tilgang- urinn að vera. Þeir sem Guðirnir elska deyja ungir, og á það svo sann- arlega við í þessu tilfelli. Bella var mikill og sterkur per- sónuleiki, hún var vel gefín og manna hressust. Ég kynntist vinkonu minni fyrst' á Núpi í Dýrafírði og urðum við góðar vinkonur upp frá því og allar götur síðan. Við vorum tvo vet- ur saman á Núpi og var oft kátt á hjalla, sérstaklega þegar við vorum á vist í lestíma og áttum að vera að læra. Þá komum við nokkrar saman og sprelluðum oft. Þegar þessar gömlu, góðu minn- ingar koma upp er Bella alltaf þar með. Svo skildu leiðir. Bella fór inn í ísafjarðardjúp þar sem hún sleit barnsskónum og ég suður til Reykja- víkur. Alltaf héldum við sambandi, þó árin liðu. Stundum kom Bella í bæinn og gerðum við þá alltaf eitthvað skemmtilegt ásamt vinkonum líka. Höfum við oft rætt þetta gegnum árin hvað það var alltaf gaman hjá okkur. Bella fluttist til Súðavíkur fyrir nokkrum árum. Hún keypti sér hús fýrir sig og litlu dóttur sína. Man ég hvað var mikill hugur í henni að búa sér til fallegt heimili og tókst henni það svo sannarlega eins og allt annað. í sumar sagði hún mér að nú væri hún að taka alla lóðina í gegn hjá sér, gróðursetja tré og blóm. Sé ég hana fyrir mér hvað hún ljómaði af ánægju þegar hún sagði við mig: „Erla, veistu að fallegasta blómið í garðinum mínum heitir silf- ursóley, þú verður að fá þér svoleið- is blóm, það er svo fallegt.“ Ég gerði auðvitað eins og mér var sagt og keypti þetta fallega blóm, hringdi svo í Bellu og sagði henni að blómið væri komið út í garð hjá mér, en í mínum garði heitir blómið Bella. Aldrei hefði mig órað fyrir þessu,’ elsku vinkona mín. Ég vil þakka þér, Bella mín, fyrir alla tryggðina í gegnum árin og vináttuna. Eg trúi því að þér líði vel og litlu dóttur þinni. Megi góður Guð styrkja móður þína, bróður, Wieslawa, Tomasz og alla aðstandendur. Fjölskylda mín, mamma og systkini, Dísa í Grundar- fírði, vinkonur mínar allar og þeirra fjölskyldur þeirra senda ykkur dýpstu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Erla Kjartansdóttir. ATVINNU/V JGl YSINGAR Verslunarstjóri Herrafataverslun óskar eftir að ráða verslunar- stjóra. Þarf hafa reynslu, frumkvæði og geta unnið sjálfstætt. Æskilegur aldur 28-35 ára. Umsóknir með launakröfum og mynd óskast sendar afgreiðslu Mbl., merktar: „Ábyrgð - 1937“, fyrir 9. febrúar. Kaupfélag Stöðfirðinga óskar eftir að ráða verslunarstjóra í verslun félagsins á Breiðdalsvík. Verksvið: Daglegur rekstur, bókhald, innkaup, greiðsla reikninga. Nánari upplýsingar veittar í síma 97-58880. Aðeins tekið við skriflegum umsóknum. Aukatekjur 20.000 til 100.000 krónur Tilbreyting ískammdeginu ★ Ert þú tilbúin til að fórna 4 til 10 tímum á viku í skemmtilegt verkefni, sem gefur þér, án mikillar fyrirhafnar, 20.000 til 100.000 krónur á mánuði? ★ Þátttaka í virkum og skemmtilegum hóp, sem kemur saman af og til og ber saman bækur sínar. Allar upplýsingar í síma '588-6869. Alþjóða verslunarfélagið, Skútuvogi 11, 104 Reykjavík, sími 588-6869. Grunnskólar Hafnarfjarðar Forfallakennsla Vegna forfalla vantar nú þegar kennara í Öldutúnsskóla. Um er að ræða byrjenda- kennslu í 2/3 hluta starfs. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 50943. Skólafulltrúinn í Hafnarfirði. Mergur málsins Við hyggjum á umfangsmikla söluherferð á hinu einstæða og sígilda ritverki Mergur málsins sem fékk íslensku bókmenntaverðlaunin er forseti íslands veitti 1994. Einnig á hinu heimsfræga metsöluverki Alfræði unga fólksins Við viljum ráða dugmikið og áhugasamt sölu- fólk. Dag-, kvöld- og helgarvinna. Góðirtekju- möguleikar, góð vinnuaðstaða, skemmtilegt andrúmsloft. Vant sölufólk er boðið sérstak- lega velkomið. Allar upplýsingar veitir Guðfinna Þorvalds- dóttir, sölustjóri, næstu daga í síma 813999 kl. 10-12 og 14-16. Bókaklúbburinn, Síðumúla 11. Matreiðslumeistari Óskum eftir að ráða matreiðslumeistara í eldhús sjúkrahússins Sólvangs í Hafnarfirði sem fyrst. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist undirrituðum á skrifstofu Sólvangs, Hafnarfirði, fyrir 20. febrúar. Forstjóri. FLUGLEIDIR Flugmenn Flugleiðir óska eftir að ráða flugmenn til starfa við innanlandsflug félagsins. Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirfarandi: 1. Hafa atvinnuflugmannsskírteini með blindflugsréttindum. 2. Hafa náð 21 árs aldri. 3. Hafa lokið stúdentsprófi. Skriflegar umsóknir, er tilgreini menntun og flugreynslu, óskast sendar starfsmannaþjón- ustu félagsins á Reykjavíkurflugvelli fyrir 14. þ.m. Ljósrit af skírteinum og flugdagbók þurfa að fylgja umsókn. Eldri umsóknir þarf að endurnýja með sama hætti fyrir 14. þ.m. Reykjavík, 7. febrúar 1995. Starfsmannaþjónusta. AUGL YSINGAR Landsþing Lífs og lands Landsþing Lífs og lands verður haldið þriðju- daginn 14. febrúar nk. í salnum Litlubrekku á veitingastaðnum Lækjarbrekku, Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 20.00. Dagskrá samkv. 4. gr. laga samtakanna. Stjórnin. Þjónustusamband íslands 3. þing Þjónustusambands íslands verður haldið laugardaginn 6. maí 1995 kl. 14.00. Dagskrá þingsins verður samkvæmt gr. 8.5 í lögum Þ.S.I. Nánar auglýst síðar. Framkvæmdastjórn Þ.S.Í. Aðalfundur félagsins íslensk grafík verður haldinn laugardaginn 4. mars kl. 10.30 f.h. í húsi félagsins íTryggvagötu 16. Umsókn- ir nýrra félaga ásamt grafíkverkum þurfa að hafa borist til stjórnar fyrir 20. febrúar nk. Upplýsingar hjá Aðalheiði í síma 50261. Vélsleðamenn - ferðamenn Miðvikudaginn 8. febrúar kl. 20.00 halda LÍV og Björgunarskóli Landsbjargar og Slysa- varnafélags íslands fræðslufund í sal kvenna- deildar SVFÍ, Sigtúni 9. Á fundinum fjallar Stefán Bragi Bjarnason um notkun áttavita og korts. Allir vélsleðamenn og annað áhugafólk um ferðamennsku er velkomið. Aðgangur er ókeypis en kaffi og námsgögn verða seld á fundinum. L? v«lm T'f •4 LANDSBJÖRC Rekendur gisti- og veitingahúsa í Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur ákveðið að framfylgja ákvæðum 9. gr. reglug. nr. 149/1990 (heilbrigðisreglugerð) og 3. gr. reglug. nr. 522/1994 um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla um veitingu á starfsleyfi fyrir gisti- og veitingahús, þótt sú starfsemi, sem þar fer fram, sé einnig háð starfsleyfi lögreglu- stjóra. Umsækjendur um rekstur gisti- og veitinga- húsa þurfa eftirleiðis að sækja um starfs- leyfi til heilbrigðisnefndar á sérstökum eyðu- blöðum, sem fást hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í Drápuhlíð 14, þar sem nánari upplýsingar eru veittar. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.