Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ -I MIIMNIIMGAR REBEKKA EIRÍKSDÓTTIR + Rebekka Ei- ríksdóttir fædd- ist á Sandhaugum í Bárðardal 10. ágúst 1912. Hún andaðist á Landspítalanum 28. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Eirík- ur Sigurðsson, bóndi, og Guðrún Jónsdóttir kona hans, bæði fæddir Bárðdælingar. Re- bekka var yngst fimm systra, en eini bróðirinn var yngri. Systumar voru; Anna, húsfreyja á Sel- fossi, gift Birai Sigurbjörnssyni bankagjaldkera, Guðrún, sem lengi var í Kaupmannahöfn, en nú á Akureyri, ein á lífi þeirra systkina, Kristín Jóhanna, ljós- móðir í Aðaldal, gift Þórhalli Andréssyni, Sigríður, Ijósmóðir á Stokkseyri, gift Sigurði Sig- urðssyni. Bróðirínn var Sigurð- ur, bóndi á Sandhaugum, en kona hans var Steinunn Kjart- ansdóttir. Rebekka ólst upp í föðurgarði. Hún var nemandi í Kveðja frá fósturdóttur ÉG SIT hér við dánarbeð þitt og kveð þig í hinsta sinn, með tár á kinn elsku besta fósturmóðir mín. Guð taki þig í himinn inn, sitji engl- ar yfír þér. Guð blessi þig. Enginn þér gleymir. Guð þig geymir. Drottinn blessi þig og varðveiti þig- Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfír þig og gefí þér frið, í Jesú nafni, amen. Far þú í friði friður pðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Innijeg samúð, Halldór minn. Ósk Elín Jóhannesdóttir. Ég var stödd í Bandaríkjunum ec ég frétti um andlát elskulegrar ömmu minnar hinn 28. janúar sl. Mér var mjög brugðið, því ég átti von þvi að við myndum hittast á ný er ég kæmi til baka. Amma var allt- af svo sterk og bjóst ég því við að háum aldri. Hún hafði átt við veik- indi að stríða um nokkurt skeið og hafði legið á Landspítalanum síðastl- iðna tvo mánuði. Ég átti því láni að fagna að búa hjá afa og ömmu. 2ja ára bjó ég hjá þeim í eitt ár og var síðan hjá þeim á sumrin til ellefu ára aldurs, en þá fluttust þau til Reykjavíkur. Eftir það varð ég tíður gestur hjá þeim og fluttist síðan til þeirra sem ungl- ingur og bjó hjá þeim í sjö ár. Sterkasta minningin um ömmu er hversu einstaklega góð og um- hyggjusöm hún var við mig alla tíð. Ástríki hennar var mikið og ég minn- ist þess hversu auðvelt það var að rata í hlýjan faðminn hennar þegar ég var lítil og hversu beint lá við að þakka henni alltaf fyrir matinn með kossi. Hún hafði gaman af því að syngja og segja sögur og ég man hve ég naut þess að hlusta á vísum- ar og sögumar í orði og tónum. Amma var mjög dugleg að pijóna og sauma á bamabömin sín og síðan barnabarnabömin. Það vom ófáar flíkumar sem báru handbragð henn- ar, sem ég hef stolt gengið í um dagana. Það var gaman að sjá hvað amma var stolt af bamabörnunum sínum. Hún hafði gaman af því að segja frá því að hún ætti engin börn, en að hún ætti 13 bamaböm og sjö bama- bamaböm. Ég var alltaf svo ömgg hjá henni ömmu, alltaf var gott að leita til hennar. Þau afí vom einstaklega umburðarlynd og alltaf tilbúin að greiða götu mína. Amma studdi mig með ráðum og dáð. Hún hvatti mig þegar ég var að gefast upp á nám- inu. Þessi hvatning varð til þess að ég kláraði stúdentspróf og hef ég alltaf verið henni þakklát fyrir það. héraðsskólanum á Laugum 1929-1931 og í Húsmæðra- skólanum þar 1940-1941. Hún giftist 1941 Hall- dóri Kristjánssyni á Kirkjubóli, Bjarnadal í Onund- arfirði, og fluttist þangað. Þar bjó hún óslitið í rúm 30 ár, að öðru leyti en því, að veturna 1946-1950 var hún í Reykjavík. Á þeim tíma var hún m.a. við_ nám í Söngmálaskóla Þjóðkirkjunn- ar. Haustið 1973 settust þau hjón að í Reykjavík. Þau hjónin ólu upp þijú fósturböra, sem eru: Osk Elín Jóhannesdóttir, húsmóðir í Reykjavík, gift Ólafi Sverrissyni, sjö barna móðir, Sigríður Eyrún Guðjónsdóttir, húsmóðir í Grindavík, gift Sæv- ari Sigurðssyni og eiga þau sex dætur, og Sævar Björn Gunn- arsson, múrarí í Reykjavík. Útför Rebekku fer fram frá Fossvogskirkju í dag. Hún bar hag annarra mjög fyrir bijósti og reyndist öðrum ákaflega vel, hún vildi allt fyrir aðra gera. Amma var mikil félagsvera. Hún naut þess að vera innan um fólk og var jafnan hress á mannamótum. Hún var hnyttin í tilsvörum og stutt í grínið. Það var henni mikils virði að eiga góða vini í stúkunni Eining- unni. Amma hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og við vorum ekki alltaf sammála, en alltaf var mikill kær- leikur okkar á milli. Þó svo að við værum ekki blóðskyldar var samt með okkur djúpur andlegur skyld- leiki. Þó svo hún amma mín sé horfin úr þessum heimi, er hún ekki horfin mér, því hluti af henni mun ætíð Iifa í mér, allt sem hún kenndi mér, allt sem hún gaf mér mun ávallt vera með mér, vera hluti af mér, sem ég mun síðan koma áfram til minna barna. Elsku afí minn, ég bið guð um að styðja þig og styrkja á þessum erfiðu tímum, er þú nú kveður ást- kæra eiginkonu, þú sem ert nýbúinn að kveðja kæran fóstbróður þinn, sem kvaddur var um aldur fram. Með sorg í hjarta, en jafnframt þakklæti í huga fyrir þá náð að hafa fengið að deila með þér þessum árum, kveð ég þig elsku, amma mín. Er ég sit hér og skrifa um þig skil ég betur og finn hversu umhyggja þín og ástúð hafði djúp áhrif á líf mitt. Þú varst mér sem ljós í lífínu og það ljós mun ætíð skína innra með mér og lýsa mér veginn. Þú gafst mér dýrmæta gjöf, þú gafst mér af hjarta þínu. Það var mér mikils virði að eiga þig að. Hjartans þakkir fyrir ánægjulega samleið gegnum lífíð. Við kveðjumst í bili, en minningin um þig mun ætíð verma og minna mig á það sem þú kenndir mér og eftir stendur vissan um að við hitt- umst aftur í ljóssins heimi. Blessuð sé þín minning. Sigurlaug R. Sævarsdóttir. Það var mikið lán fyrir samtök okkar góðtemplara í Reykjavík þegar Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli og hans mæta kona, Rebekka Eiríks- dóttir, gerðust félagar stúkunnar Einingar. Sá liðskostur sem okkur í Einingunni bættist með tilkomu þeirra ágætu og samrýndu hjóna hefur auðgað og bætt starfsemi hennar á marga vegu um tæplega hálfrar aldar skeið. Nú hefur Rebekka Eiríksdóttir horfíð okkur sjónum. Hún lést, eftir nokkra legu á sjúkrahú^i, að morgni laugardags 28. janúar sl. á 83. ald- ursári. Við í Einingunni sjáum því nú bak eins úr hópi bestu félaga hennar. Á kveðjustund rifjast upp ýmislegt tengt persónulegum kynn- um af Rebekku og framlagi hennar til starfs í Einingunni um áratuga skeið. Rebekka var hlý og vel gerð mann- eskja, sem kom fram af hispursleysi við alla, jafnt háa sem lága, og glað- værð sveif yfír vötnunum þegar það átti við. Hún átti gott með að tjá sig og bjó yfír þeim hæfileika að segja fróðlega og skemmtilega frá ýmsu sem hafði á daga hennar drifið í starfi og leik. Eftirminnilegt verður hversu stolt og hlýlega hún talaði um sveit- ina sína, æskustöðvarnar í Bárðar- dalnum og fólkið þar. Stundum spurði hún þann, sem þessar línur ritar og sinnti erindum fyrr á árum í Suður-Þingeyjarsýslu, um menn og málefni, sem snertu á einn eða annan hátt Bárðardalinn. Var ekki laust við að undirritaður, sem borgarbarn, öfundaði þá, sem áttu slíkan minn- ingasjóð, sem fólst í dalnum hennar og lífínu sem lifað var þar á fyrstu áratugum aldarinnar. Fáir félagar hafa verið jafn trúir stúkunni sem Rebekka, hvað þátt- töku í starfí hennar snerti. Hljómlist- in var hennar sérgrein og auðgaði hún fundi með orgelleik. Oft leið- beindi hún minni og stærri hópum um söng, sem komu fram á samkom- um góðtemplara. Auk þess lét hún stundum að sér kveða, þegar mál voru rædd í stúkunni og lagði ávallt gott til máia. Við Einingarfélagar minnumst Rebekku Eiríksdóttur með virðingu og þakklæti fyrir allt það góða og ljúfa sem hún lét okkur í té með vin- áttu sinni og í ánægjulegu samstarfi um Iangt skeið. Hugurinn leitar nú til Halldórs okkar, sem misst hefur mikið, en þau Halldór og Rebekka áttu að baki rúmlega hálfrar aldar farsælan hjúskap. Við sendum hon- um hugheilar samúðarkveðjur sem og öðrum ástvinum Rebekku. Blessuð sé minning Rebekku Ei- ríksdóttur. Einar Hannesson. í fáum orðum langar okkur systk- inin til að minnast Rebekku Eiríks- dóttur frá Sandhaugum í Bárðardal. Kynni okkar hófust fyrir tæpum fímmtíu árum þegar Halldór og Re- bekka bjuggu í Meðalholti 15 ásamt foreldrum okkar. Á þessum árum starfaði Halldór við blaðamennsku á Tímanum. Þá vorum við systkinin orðin fjögur og aðeins sex ára mun- ur á því yngsta og því elsta. Það var því í mörg horn að líta hjá móð- ur okkar við heimilisstörf og varð því að ráði að Rebekka aðstoðaði mömmu við heimilisstörfín. Frá þessum árum eigum við margar minningar og sameiginlegt með þeim öllum er góðvild og hlýja sem Rebekka og Halldór sýndu okkur. Rebekka var músikölsk og hafði Iært að spila á orgel. Hjá okkur var píanó og þó hún væri óvön píanói þá greip hún í það við og við og mamma söng og var þá oft glatt á hjalla í Meðalholtinu. Hún kunni mikið af ljóðum og lögum og var óspör að miðla þeim til okkar á sinn giaðværa hátt. Rebekka var spaug- söm og hafði mikla frásagnargleði. Þegar Dúna fór að læra á píanó hvatti Rebekka hana og leiðbeindi henni. Það má því segja að hún og Halldór hafí sýnt okkur systkinunum áhuga og umhyggju sem við værum þeirra eigin börn. Áreiðanlega hefur oft reynt á þolinmæðina þegar átti að ná okkur inn á kvöldin og við búin að tvístrast út um holt og móa. Eftir að hafa búið nokkra vetur í Reykjavík, en Rebekka var alltaf á Kirkjubóli á sumrin, fluttu þau Halldór alfarið vestur og bjuggu þ'ar samfleytt til ársins 1973. Þau flutt- ust þá til Reykjavíkur og bjuggu fyrstu árin í næsta nágrenni við mömmu og pabba. Var þá hægt að rækja vináttusambönd á ný. Mamma og Rebekka höfðu náið samband á þessum árum og eftir að mamma dó hafa þessi vináttutengsl aldrei rofnað. Rebekka hefur tekið virkan þátt í starfí Félags framsóknarkvenna í Reykjavík til margra ára. Hin síðari ár eftir að Stína tók að starfa í félag- inu hafa hún og Rebekka oftast verið samferða á fundina og viðhald- ið gömlum vinskap og skal henni hér þakkað fyrir þann áhuga sem hún sýndi málum félagsins. Við þökum Rebekku vinskap og tryggð í gegnum árin. Halldóri fær- um við innilegar samúðarkveðjur frá okkur systkinunum og föður okkar. Guðrún, Tryggvi, Steinunn, Kristín og Kolbeinn. Það greri lítill kvistur í grýttu holti hér sá granni sproti lifir og er falinn þér og mér hann á að geta vaxið og orðið meiður sá sem öryggi og heilbrigði og blessun stafar fri Og hvað sem líður aldri og okkar Ijölda hér þá ætlum við að beijast fyrir því sem betra er, við viljum frelsa ísland frá vímu og eiturreyk, við viljum ekki taka þátt í mannskemmandi leik. (H.Kr.) Fundarslitasöngur okkar í Kvisti hljómar í huga mér nú, er ég kveð góða vinkonu, enda voru hugsjónir hennar bundnar í textanum. Kynni okkar Rebekku urðu í upphafi þegar undirbúningur að stofnun barna- stúku í Breiðholti var hafínn. Maður hennar, Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli, knúði dyra hjá mér dag nokkum til að falast eftir aðstoð minni. Lét ég tilleiðast og fínnst mér í minningunni að uppfrá því hafi ég verið tíður gestur á heimili þeirra hjóna. Barnastúkan Kvistur nr. 170 var stofnuð 6. nóvember 1977 í Fella- helli. Frá upphafi var Rebekka lif- andi þátttakandi í starfí stúkunnar. Hún var söngelsk og spilaði á orgel. Hún var óþreytandi við að láta böm- in syngja og bauð gjarnan heim til sín nokkrum bömum til að kenna þeim lögin. Margt var gert skemmti- legt í Kvisti og mannvænleg börn glöddu okkur með athafnasemi sinni. Leikin voru leikrit og um tíma áttum við mjög skemmtilegan sönghóp, sem Rebekka æfði og leiðbeindi. Oft lá leiðin heim til Rebekku og Halldórs til að ræða málin og oft var bömum stefnt til fundarins því vissulega áttu þau að vera með í ráðum, enda væn- legt til þroska einstaklingsins. Óhætt er að segja að Rebekka náði góðum tengslum við börnin, ekki síst þau sem erfitt áttu með að sitja kyrr og hlusta. Hún var óþreytandi að spjalla við þau og vissi um þeirra hæfíleika og góðu hliðar og benti þeim á væn- legar leiðir til að lifa vel. Veit ég að mörg þeirra minnast hennar í hjarta sínu alla tíð. Samstarfið í Kvisti þróaðist fljótt í góða vináttu og fýlgdist Rebekka náið með mínum högum. Mat ég það mikils hve góður hlustandi hún var og eins það sem hún lagði til mál- anna, sem góð vinkona, þegar það átti við. Hún var tilfinninganæm og mikill náttúruunnandi og blómin hennar voru einhver þau fegurstu sem ég hafði séð. Margan afleggjar- ann fékk ég hjá henni og tókst að koma sumum til þroska og njóta feg- urðar þeirra. Rebekku var frændrækni í blóð borin og tryggð hennar við frændur og vini einstök. Hún bar mikla um- hyggju fyrir fósturbömum sínum og var hreykin af ömmu og langömmu- bömunum og sýndi mér gjaman myndir af þeim og sagði frá þeirra ágæti. Oft ræddi hún um sveitirnar sín- ar, bæði Bárðardalinn, þar sem hún ólst upp, og Önundarfjörðinn, þar sem hún bjó lengst af, og flest eða öll sumur sóttu þau Halldór báða staðina heim eftir að þau fluttu til Reykjavíkur. í seinni tíð dvöldu þau hjón einnig á hveiju sumri vikutíma í Galtalækjarskógi, sumarparadís okkar góðtemplara, þar sem Re- bekka fylgdist með gróðri og fugla- lífí. Þau Rebekka og Halldór ræktu vel stúkufundi og hygg ég að varla hafí verið haldinn fundur hér í Reykjavík um árabil þar sem þau hefur vantað. Allt þar til hún lagðist á sjúkrahús í lok nóvember sl. fór Rebekka á stúkufundi og svo ríkur þáttur var það í hennar lífí að þótt heilsan leyfði ekki þátttöku lengnr var hugur hennar þar. Fársjúk spurði hún um mitt fólk þegar ég leit til hennar. Hún hafði alla tíð fylgst grannt með heilsufari okkar, einkum þó dóttur minnar, og hélst sú umhyggja allt til enda. Kvistur var ofarlega í huga henn- ar alla tíð og sætti hún sig aldrei til fulls við að ekki var hægt að halda starfínu áfram, en ýmsar aðstæður urðu þess valdandi og þar, sem víða annarstaðar, skorti aðstoðarfólk. Þau ár sem barnastúkan var við lýði voru gefandi og góður tími og er von okkar og bæn að börnin hafi fengið hollt veganesti sem þau búa að í framtíðinni. Rebekka taldi sín störf ekki eftir og eru ómældar þær stund- ir sem hún varði í þágu Góðtemplara- reglunnar, ekki síst fyrir Kvist. Re- bekka var trú hugsjónum sínum alla tíð og vann að þeim af heilum hug. Hún átti sterka trú og eitt sinn er ég leit inn á sjúkrahúsið var henni, þá stund er hún vakti, efst í huga dásemd trúarinnar og ég veit hún sofnaði hinsta svefni með fullvissuna um_ eilíft líf. Ég kveð svo Rebekku mína í Drott- ins nafni! Katrín Eyjólfsdóttir. Kveðja frá Kvenfélagi Mosvallahrepps. Nú hverfur sól í haf og húmið kemur skjótt. Ég lofa góðan Guð. sem gefur dag og nótt, minn vökudag, minn draum og nótt. Þú vakir, faðir vor, og vemdar bömin þín, svo víð sem veröld er og vonarstjama skín, ein stjama hljóð á himni skín. (Sigurb. Einarsson.) Það var fyrir rúmum fimmtíu árum að hún Rebekka kom norðan úr Bárðardal í Þingeyjarsýslu og sett- ist að hér í Önundarfirði. Það var þegar hún hitti hann Halldór og hóf með honum búskap á Kirkjubóli í Bjarnardal. Okkur kvenfélagskonum er ljúft að minnast hennar og þá ekki síst vegna þess að hún var mikill hvata- maður að stofnun kvenfélags hér í sveit. Hún hafði ung kynnst kvenfélags- starfí í Bárðardal og var sannfærð um að þess konar félagsskapur kvenna væri nauðsynlegur í okkar samfélagi. Það má því með sanni segja að með stofnun Kvenfélags Mosvalla- hrepps árið 1960 hafí hennar draumabarn fæðst. Hún var frá stofnun félagsins varaformaður þess þar til hún tekur við formennsku árið 1967 og er formaður félagsins þar til hún flyst búferlum suður til Reykjavíkur árið 1974. Á formannsárum Rebekku dafnaði félagið vel undir röggsamri stjóm hennar, en röggsemi, hreinskiptni og dugnaður einkenndu ætíð öll hennar störf. Eftir að hún flyst suður til Reykja- víkur og fer að starfa að öðrum fé- lagsmálum var hún samt oft með hugann hjá félögum sínum hér fyrir vestan, vildi ætíð fá fréttir af félags- starfínu og var dugleg að senda handunna muni á basara félagsins. Nú í ár þegar 35 ár eru síðan Kvenfélag Mosvallahrepps var stofn- að hugsum við með þakklæti í huga til hennar sem á sínum tíma átti þann draum að félagsskapur kvenna yrði til. Félagsskapur sem sett hefur sinn svip og haft mikil áhrif á allt mann- líf í þessari sveit í þijátíu og fímm ár. Þökk sé þér Rebekka og blessuð sé minning þín. Halldóri, Ósk, Sigríði, Birni og ástvinum öllum vottum við innileg- ustu samúð. Sigríður Magnúsdóttir. Af himni dagur horfmn er að höndum nótt og myrkur ber og þreyttu höfði hallar þú á hvíldarbeð í von og trú. H.Kr. Hún var geðþekk og prúð kona, hafði reisn og bar með sér gleði sem góðum vinum duldist aldrei. Til úti- verka átti hún til að vera eftirminni- lega aðsópsmikil annað veifið s.s. með hrífu í hendi er loft var þung- búið og hey flatt. Þá duldist manni ekki að mikið lá við. Hamhleypa og röskleiki komu þá fram á sviðið. Eins var næsta víst að ekki sluppu marg- ar kindur þegar staðið var fyrir safn- inu og beina átti því réttan farveg. Góð tilþrif dugðu vel. Undir yfirborði daglegrar framkomu þýðleikans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.