Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						LMENNAR

2n**gmtÞIafrffe

L9TTO

alltaf á

Midvikudö^um

MORGUNBLADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 3100, SÍMBRÉF 569 1181,

PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 86

MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 1995

VERÐ I LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK

Söluverð hlutabréfa í einkavæðingu ríkisfyrirtækja 1.700 milljónir

2.200 manns hafa eignazt hlut

í fyrrverandi ríkisfyrirtækjum

NALEGA tvö þúsund og tvö- hundruð einstakl-

ingar keyptu hlutabréf í þeim ríkisfyrirtækjum,

sem ríkisstjórnin hefur einkavætt á kjörtímabil-

inu. Þar af eru 177 starfsmenn fyrirtækjanna.

Söluandvirði ríkisfyrirtækja á sama tíma er um

1.720 milljónir króna, samkvæmt tölum frá Rík-

isbókhaldi.

Einstaklingum var gefinn kostur á að kaupa

hlutabréf í fjórum fyrirtækjum, sem einkavædd

voru. Langflestir keyptu bréf í Lyfjaverzlun ís-

lands, eða um 1.600 manns, þar af 58 starfs-

menn fyrirtækisins. Þá keyptu 476 einstaklingar

hlut í Jarðborunum, þeirra á meðal 16 starfs-

'menn.

Mest fékkst fyrir SR-mjöl

og Lyfjaverzlun

í SR-mjöli keyptu 96 einstaklingar hlut og

af þeim voru 77 starfsmenn fyrirtækisins. Við

sölu Ferðaskrifstofu íslands var starfsmönnum

veittur forkaupsréttur og sameinuðust 26 þeirra

um að kaupa fyrirtækið. Alls hafa 2.198 einstak-

lingar eignazt hlut í ríkisfyrirtækjunum, sem

hafa verið einkavædd.

Söluverð ríkisfyrirtækja, sem seld hafa verið

frá því á árinu 1992, er um 1.721 milljón króna.

Mest fékkst fyrir bréfin í SR-mjöli, eða 725

milljónir, 400 milljónir fyrir bréf í Lyfjaverzlun-

inni, 162 fyrir hlut í íslenzkri endurtryggingu

og 130 milljónir fyrir hlut ríkisins í Þróunarfé-

lagi íslands.

Þá voru bréfin í Jarðborunum seld fyrir 88

milljónir, bréf í Þormóði ramma fyrir 87 milljón-

ir og prentsmiðjan Gutenberg fyrir 86 milljónir.

Ferðaskrifstofa íslands var seld fyrir um 19

milljónir, Framleiðsludeild ÁTVR fyrir 15 millj-

ónir og bréf í Rýni hf. fyrir níu milljónir. Á tíma-

bilinu var Skipaútgerð ríkisins jafnframt lögð

niður og eignirnar seldar.

Friðrik Sophusson fjármálaráðherra sagði í

samtali við Morgunblaðið að ekki mætti einblína

á söluverð allra þeirra fyrirtækja, sem ríkið hefði

selt, þar sem í sumum tilvikum hefði ríkissjóður

verið að leggja niður starfsemi, sem hefði verið

byrði á honum, til dæmis Skipaútgerðina. í öðr-

um tilvikum hefði starfsemi verið seld til aðila,

sem nú greiddu skatta.

Þúsundir eigenda

Friðrik sagði að ýmsar aðferðir hefðu verið

hafðar við einkavæðinguna og við sölu Ferða-

skrifstofu íslands hefði starfsfólki til dæmis

verið veittur forkaupsréttur. „í seinni tíð hefur

áhugi ökkar fyrst og fremst beinzt að því að

hafa eignaraðild sem dreifðasta og koma eignar-

hlut í fyrrverandi ríkisfyrirtækjum á sem flestra

hendur," sagði Friðrik. „Við viljum gefa sem

flestum tækifæri til að eignast hlut í fyrirtækjum

og taka síðan þátt í verðbréfaviðskiptum. Slík

viðskipti verða síðan til þess að örva innlendan

hlutabréfamarkað. Ég fagna því þess vegna að

þúsundir einstaklinga skuli nú orðnir eigendur

í fyrrverandi ríkisfyrirtækjum."

Irving Oil

Sóttum

breytta land-

notkun

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að

fela borgarskipulagi að sækja um

breytingu á landnotkun á lóðum við

Eiðsgranda og við Hraunbæ vegna

óska Irving Oil um að reisa þar

bensínstöðvar og verslanir.

í bókun skipulagsnefndar segir

að nefndin tehj rétt að unnið verði

nánar með tillögur að bensínstöðv-

um við Hraunbæ og Eiðsgranda í

samráði við hagsmunaaðila á þess-

um stöðum og jafnframt að þess

verði gætt að sjávarstígur við Eiðs-

granda haldist. Nefndin hafi efa-

semdír um staðsetningu bensín-

stöðvar við Stekkjarbakka þar sem

ekki liggi fyrir hvort eða hvenær

ný stofnbraut verður lögð norðan

Stekkjarbakka.

í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálf-

stæðisflokks segir að þeir geti fall-

ist á að sótt verði um heimild til

að auglýsa breytta landnotkun við

Eiðsgranda og Hraunbæ.

Formannafundur VMSÍ

+ Oskiverk-

falls-

heimilda

FORMANNAFUNDUR     Verka-

mannasambands Islands samþykkti

í gær að beina því til þeirra félaga

sem ekki hefðu aflað sér verkfalls-

heimildar að gera það nú þegar. Var

þetta samhljóða niðurstaða allra

fundarmanna, að sögn Björns Grét-

ars Sveinssonar, formanns VMSÍ.

Ekki ágreiningur

Fulltrúar     verkalýðsfélagsins

* Dagsbrúnar í Reykjavík, Hlífar í

Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjó-

mannafélags Reykjavíkur mæta til

fundar í dag um nýjan kjarasamning

með fulltrúum annarra félaga innan

VMSÍ. Björn Grétar gerir lítið úr

ágreiningi innan VMSÍ. Segir að

þessi félög þurfi að fá umfjöllun um

sín sérmál. Hann segir að þótt stað-

an sé erfið trúi hann ekki öðru en

að hægt verði að hotta á merina.

? ? ?

Áburðarpinna-

verksmiðja

T í Garðabæ

NORMA hf. hefur í undirbúningi að

setja á stofn áburðarpinnaverk-

smiðju í Garðabæ í samvinnu við

sænska fyrirtækið Bio Bicf. Samn-

ingar standa nú yfir við Svíana og

segist Sævar Svavarsson, fram-

kvæmdastjóri Normu, telja meiri lík-

ur en minni á að samningar takist

og að áburðarpumaverksmiðjan hefji

starfsemi síðar á þessu ári.

Þeir áburðarpinnar sem fyrirhug-

að er að verksmiðjan framleiði, að

mestu til útflutnings, eru pinnar sem

stungið er niður í mold um leið og

tré eða annar gróður er gróðursett-

ur.

Sævar segir að áætlanir geri ráð

fyrir að 10 menn starfi við fyrirtæk-

ið. Húsnæði sé til staðar í Garðabæ,

en nauðsynlegt væri að ráðast í all-

miklar fjárfestingar í vélbúnaði.

Heildarfjárfesting næmi um 70 millj-

ónum króna.

Fjármálaráðherra segir dæmi um misnotkun opinberra útboða

Standa ekki í skilum og

fá sér nýja kennitölu

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð-

herra sagði á Alþingi í gær að grípa

yrði til aðgerða gegn misnotkun á

útboðum opinberra framkvæmda.

Brögð væru að því að lægstbjóðend-

ur stæðu ekki í skilum, m.a. með

opinber gjöld, færu á höfuðið en

væru fljótlega risnir upp að nýju

með nýja kennitölu og nýtt tilboð

í framkvæmdir.

Þetta kom fram i framsöguræðu

Friðriks fyrir frumvarpi um breyt-

ingu refsiákvæða í skattalögum,

sem er hluti af átaki ríkisstjórnar-

innar gegn skattsvikum.  Friðrik

sagði að nefnd, sem skipuð hefði

verið til að skoða árangur útboðs-

stefnu ríkisins og benda á úrbætur,

hefði m.a. fjallað um hvernig koma

mætti í veg fyrir misnotkun á út-

boðum. Endanlegrar greinargerðar

nefndarinnar væri að vænta síðar

í mánuðinum.

Með lægsta boð

„Á undanförnum árum hefur

borið á því í æ ríkara mæli að lægst-

bjóðendur í opinberar framkvæmdir

standi ekki í skilum með opinber

gjöld eða greiðslur til undirverk-

taka," sagði Friðrik. „Skoða þarf

sérstaklega hvernig hægt er að

bregðast við því þegar þeir, sem

boðið hafa lægst og fengið verkefni

við opinberar framkvæmdir, standa

ekki í skilum, fara á höfuðið en

mæta síðan í næsta útboð með nýja

kennitölu og lægsta boð. Þetta eru

afar mikilvæg mál, sem nauðsyn-

legt er að tekið sé á af festu."

Friðrik sagðist hafa skipað fram-

kvæmdanefnd þriggja manna, sem

ætti að yfirfara tillögur skattsvika-

nefndar, og kanna möguleika á

nýjum aðgerðum.

Morgunblaðið/Kristinn

Lætur ekki

ófærðina

aftra sér

ÞAÐ er engan bilbug að finna

á Eiríki Guðjónssyni á ísafirði

þótt fannfergi hafi verið með

mesta móti í bænum undanfar-

ið og suma dagana vart fært

út úr húsi. Þessi kempa, hátt

á níræðisaldri, sem nú dvelur

á dvalarheimilinu Hlíf lætur

ekki ófærðina aftra sér, en

Eiríkur fer daglega allra

sinna ferða á gönguskíðunum

sínum, og ef færið er ekki

nógu gott þá einfaldlega held-

ur hann á skíðunum frekar

en að skilj.i þau eftir heima.

.....¦

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48