Morgunblaðið - 19.02.1995, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ég held að sli'kt sé nú að líða undir
lok.“
- Hefur viðhorf ykkar til fyrir-
tækisins breyst eftir að þið urðuð
eigendur þess?
Guðrúnu finnst það ekki. „Það
hefur alltaf verið í mér að standa
mig í vinnu, sama hjá hverjum ég
hef unnið.“
„Það hefur breyst að því leyti
að nú ráðum við og erum með ávís-
anaheftið!" segir Hafdís.
„Ég legg mig meira fram því að
þetta er fyrirtækið mitt,“ segir Ól-
öf. „Ég vil helst ekki vera undir-
lægja einhvers karlmanns þegar ég
veit að ég er ekki síður hæf en
hann. Kannski hef ég verið að upp-
lifa það að hæfíleikar mínir hafa
verið misnotáðir.
Konur hafa oft þurft að beijast
fyrir því sem karlar hafa fengið á
silfurfati. Þeir eiga í flestum tilvik-
um fyrirtækin eða eru á tvöföldum
kvenmannslaunum. En sá sem vinn-
ur vel hjá okkur fær borgað.
Yfírbygging hjá okkur er engin
og í stað þess að halda vélum gang-
andi höldum við fólki gangandi. Það
er me ra virði að fólkið sé ánægt
og hali mannsæmandi laun.“
Kraftur í samstarfinu
Silkiprentarar
Morgunblaðið/Sverrir
VIÐ ERUM ólíkar persónur og kannski einmitt þess vegna er kraftur í samstarfi okkar.
Frá vinstri: Ólöf de Bont, Guðrún Jónsdóttir og Hafdís Óskarsdóttir
m ERUM BESTAR
VIÐSKIFn AIVINNULlF
ÁSUNNUDEGI
Eigendur Fjölprents eru þrír, þær Ólöf de Bont, Hafdís
Óskarsdóttir og Guðrún Jónsdóttir. Ólöf er fædd í Olafsvík
árið 1953. Hún er söngkona að mennt, en lærði einnig elli-
hjúkrun og hefur séð um rekstur skrifstofa. Hjá Fjölprenti
hefur hún starfað á annað ár en hún vann þar í eitt ár fyrir
17 árum. Hún hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins
frá því í nóvember. Hafdís Óskarsdóttir er fædd í Axarfirði
árið 1952. Eftir landspróf vann hún meðal annars við fisk-
vinnslu og í verksmiðju en hóf störf hjá Fjölprenti árið 1977
og hefur starfað þar síðan. Hún er aðalprentari fyrirtækisins
og jafnframt stjórnarformaður. Guðrún Jónsdóttir fæddist I
Vopnafirði árið 1930.1 mörg ár var hún húsmóðir, en vann
síðan við fiskvinnslu, verslun og í verksmiðju eftir að hún
fór að vinna utan heimilis. Hjá Fjölprenti hefur hún unnið
síðan 1978 og hefur séð um framleiðslu og saumaskap.
„Ég held að þær þurfi að vera
miklu meira en laghentar," segir
Ólöf. „H.afdís og Guðrún hafa verið
ómissandi fyrir fyrirtækið og í raun
haldið því gangandi."
Rekið eins og heimili
í þessu rúmlega þijú hundruð
fermetra húsnæði eru framleiddir
hátt á þriðja hundrað fánar á dag,
og fer tala þeirra oft upp í þúsund
þegar mest er um að vera. Satínefn-
ið flytja þær inn frá Hollandi og
litinn frá Þýskalandi og Englandi.
„Við erum með teiknara í vinnu
sem sér um hönnun, en sumir koma
með hugmyndir sjálfir og enn aðrir
láta auglýsingastofu sjá um hönn-
unina. En oft röðum við hugmynd-
um saman með viðskiptavinum og
ræðum þær,“ segir Ólöf.
- Hver er ársveltan hjá ykkur?
„Ársveltan er um 10 milljónir á
ári og er að aukast. Við höfum lagt
áherslu á að reka fyrirtækið eins
og heimili. Fara ekki fram úr fjár-
lögum og safna fyrir því sem við
ætlum að gera. Það er algengt er-
lendis, til dæmis á Ítalíu og í Hol-
landi að fyrirtæki séu með rekstur
sinn í sama hom-
inu í fimmtán til
tuttugu ár.
Við erum ef til
vill gamaldags í
viðskiptaháttum,
stöndum við allar
okkar skuldbind-
ingar og eyðum
engu í óþarfa. Það felst mikill
ViA erum gamaldags
í viAskiptaháttum,
stöndum viA allar okk-
ar skuldbindingar og
eyAum engu í óþarfa.
^eftii Kristínu Morju Boldursdóttur
GAMLA Gutenbergshúsinu í
Þingholtsstræti 6 er hátt til
lofts, birtan svipuð og á vinnu-
stofum gömlu frönsku listmálar-
anna og fánar í hundraðatali þekja
veggina. Sagt er að safnarar sleppi
sér þegar þeir komi þarna inn. En
eins og oft er raunin hjá gömlum,
evrópskum fyrirtækjum, segir útlit-
ið ekki allt um framleiðsluna. Hjá
Fjölprenti eru gæðin slík að félaga-
samtök á öðrum Norðurlöndum
kjósa að beina viðskiptum sínum til
þess en ekki til sambærilegra fyrir-
tækja í eigin landi.
I þessum stóru gömlu vinnustof-
um sem hýsa elstu silkiprentun
landsins eru prentaðir borðfánar,
hátíðarfánar, útifánar, og einnig er
prentað á límplast, auglýsingaskilti,
boli og húfur. Um verkið halda ein-
göngu konur.
Starfsmenn verða eigendur
Fjölprent er elsta silkiprentun
landsins og var fyrirtækið stofnað
árið 1955 af Þórami Sveinbjörns-
syni og fleirum. Árið 1975 var Þór-
arinn orðinn aðaleigandi fyrirtækis-
ins og keypti hann þá gamla Guten-
bergshúsið í Þingholtsstræti 6, þar
sem Fjölprent hefur verið til húsa
síðan.
Eigendaskipti urðu í nóvember
síðastliðinn þegar þijár konur tóku
við fyrirtækinu, þær Ólöf de Bont,
Hafdís Óskarsdóttir og Guðrún
Jónsdóttir. Þær höfðu allar verið
starfsmenn hjá fyrirtækinu, Hafdís
í 18 ár, Guðrún í 17 ár og Ólöf í
rúmt ár, en hafði starfað þar áður.
Ólöf, sem er framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, segist hafa hitt Þór-
arinn á götu fyrir rúmu ári. Þá
hafí reksturinn verið orðinn erfiður
og hann hafi boðið henni að koma
og sjá um reksturinn og bókhaldið.
„I nóvember lét Þórarinn af störf-
um og seldi okkur fyrirtækið. Við
yfírtókum 1,5 milljóna króna skuld,
sem er hið eina sem fyrirtækið
skuldar. Við leigjum síðan hús-
næðið af Þórarni.
Starfsmenn eru fjórir með okkur
eigendunum, en á sumrin þegar
annir eru mestar bætist fímmta
konan við.“
Fjörutíu ára tækni
Borðfánar eru aðalsmerki Fjöl-
prents, en fyrirtækið er með
stærstu silkiprentunum landsins.
- Hveijir eru helstu viðskiptavin-
ir ykkar?
„Það eru íþrótta- og ungmenna-
félög, Lionsklúbbarnir, Kiwanis-
klúbbarnir, sveitarfélög og Reykja-
víkurborg. Við prentum líka fyrir
viðskiptavini á Norðurlöndum, í
Færeyjum og í Evrópu.
— Hvernig stóð á því að önnur
Norðurlönd fóru að panta fána frá
ykkur?
„Við erum bestar i tauprentun."
segir Ólöf formálalaust. „Hafdís er
besti silkiprentari landsins og það
kemur fyrir að önnur fyrirtæki hér
á landi sem eru með sömu fram-
leiðslu biðji okkur um að prenta
borðfána og hátíðarfána því þeir
ráða ekki við það sjálfír.
Hróður okkar barst til útlanda
þegar félagar úr ýmsum klúbbum
fóru með fána prentaða hjá okkur
utan. Handbragð okkar þykir fínt
og við erum ódýrari en aðrir. Við
gefum fólki upp verð ef það biður
um það og við höldum okkur við.
það verð. Það er enginn aukakostn-
aður sem bætist við þegar greitt er.
Við erum líka ódýrari af því að
við erum ekki vélvæddar. Hér er
allt handunnið og sömu tækni beitt
og gert var fyrir fjörutíu árum.
Nútíminn hefur þó aðeins haldið
innreið sína í fyrirtækið því nú erum
við komnar með bréfsíma!"
„Ég hef tekið eftir því að fólk
verður dálítið hissa þegar það heyr-
ir að engin tölva er á staðnum,"
segir Gúðrún, og Hafdís bætir því
við að yngsta tækið þeirra sé tutt-
ugu ára gamalt, svonefndur „repro-
master" sem útbúi filmur.
- Hvað þurfa konur að kunna
til að geta prentað á tau?
„Þær þurfa bara að vera laghent-
ar held ég,“ segir Hafdís. „Ég lærði
handbragðið smám saman.“
sparnaður í því að greiða ætíð á
gjalddaga og vera laus við dráttar-
vexti. Við höfum byggt upp ákveð-
ið traust og höfum því fengið lán
hjá bankanum út á nöfn okkar og
andlit.
Við stefnum að því að vera með
engar skuldir eftir þrjú ár, aðeins
eignir. Ég tel að slíkur hugsunar-
háttur og viðskiptahættir séu það
sem koma skal í þjóðfélaginu. Prett-
ir og svik hafa verið alltof lengi
ríkjandi í íslensku viðskiptalífi, en
En hvernig er andrúmsloftið á
vinnustað þar sem eingöngu starfa
konur og eru auk þess eigendur?
„Það er engin samkeppni á milli
okkar,“ segir Ölöf. „Ég sé um rekst-
ur og markaðssetningu en hef ekki
hundsvit á prentun eða þeirri verk-
stjórn sem Guðrún hefur. En við
grípum í hver hjá annarri eftir því
sem þörf krefur.
Hér er ekkert kerlingarvæl og
ef óánægja kemur upp er hreinsað
til. Þetta er sannkallaður samyrkju-
búskapur."
- Hvað er vinnutíminn langur
hjá ykkur?
„Guðrún og Hafdís vinna oft 14
tíma á dag á sumrin. Guðrún mæt-
ir oft klukkan sex á morgnana, og
fer heim á níunda tímanum á kvöld-
in. Þetta er kona sem er alltaf vökn-
uð klukkan fimm á morgnana og
fær sér þá sinn morgunskatt í róleg-
heitum. Hún þarf þó ekki að fara
snemma í háttinn á kvöldin, því að
hún er eins og jógamir, býr yfir
andlegri ró og skiptir aldrei skapi.
Þess vegna þarf hún sama og ekk-
ert að sofa!
Hafdís staðfestir að þetta sé rétt,
en segist sjálf vera hundlöt að eðlis-
fari enda þótt hún vinni þennan
langa vinnudag.
ðlöf segir að söngnámið hafi
nýst sér vel í starfinu og að hún
hafí unun af að umgangast fólk.
„Hér er vel tekið á móti viðskipta-
vinum, jafnvel sungið fyrir þá! En
við erum allar mjög ólíkar persónur
og kannski einmitt þess vegna er
kraftur í samstarfí okkar.
Við ætlum nú að færa út kvíarn-
ar og leyfa einum karli að sænga
hjá okkur. Við höfum leigt Bjarna
Olafssyni hluta af húsnæðinu, en
hann ætlar að prenta á boli, húfur
og taupoka. Hann er uppfinninga-
samur eins og við og því eru öll
tæki sem hann notar smíðuð af
honum sjálfum. Það verður engin
samkeppni okkar í milli, heldur
blöndum við saman því besta frá
okkur öllum.“
Þær Ólöf, Hafdís og Guðrún hafa
einnig fært út kvíarnar með öðrum
hætti því að þær eru nú þegar bún-
ar að stúka af
hluta húsnæðisins
þar sem gert er
ráð fyrir að skrif-
stofur og móttaka
verði. Fyrirtækið
fer því augljós-
lega að fá á sig
nútímalegt yfír-
bragð þótt gamla, góða handbragð-
ið breytist ekkert. En hvert er fram-
tíðarmarkmiðið?
„Við stefnum að því að ná aftur
til okkar markaðinum," segir Ólöf.
„Borðfánarnir hafa verið aðals-
merki okkar og verða það áfram,
en við ætlum okkur meira og viljum
ná meiri markaðshlutdeild í útifán-
um til dæmis. Við ætlum líka að
leggja meiri áherslu á útflutning,
styrkja viðskiptasambönd okkar við
önnur Norðurlönd og hasla okkur
enn betur völl á Evrópumarkaði."