Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Anne Manson stjórnar Sinfóníuhljómsveit íslands fyrst kvenna Anægjulegast að vinna við óperur Morgunblaðið/RAX ANNE Manson á hljómsveitarpallinum í Háskólabíói. Hún hefur starfað víðs vegar um Evrópu og í Bandaríkjunum og verið aðstoðarmaður Claudios Abbados. I forföllum hans stjórnaði hún m.a. Vínarfílharmóníunni, sem er eingöngu skipuð körlum. Opin vika í Keflavík ÞESSA dagna stendur „opna vikan“ yfir í Tónlistarskólanum í Keflavík. Þá fara nemendur og kennarar á stjá og leika fyrir bæjarbúa. Ýmsar stofnanir eins og sjúkrahús, elli- heimili og þroskahjálp eru heimsótt- ar auk þess sem leikskólabörnum er boðið í heimsókn í tónlistarskól- ann og vinnustaðir heimsóttir. Til- gangurinn með „opnu vikunni" er að færa tónlistina út til fólksins og er þetta sjötta árið sem skólinn stendur fyrir slíkri viku. Opna vikan nær hámarki laugardaginn 25. febrúar nk. en þá halda tónlistar- skólamir á Suðumesjum uppá „dag tónlistarskólanna" með sameigin- legum tónleikum í íþróttahúsinu í Njarðvík, „Ljónagryfjunni". Skól- amir á Suðurnesjum em fimm; í Keflavík, Njarðvík, Grindavík, Garði og Sandgerði. A tónleikunum mun hver skóli vera með sérstakt atriði auk þess sem sameiginlegar hljómsveitir og kórar allra skólanna munu leika og syngja saman. Að- gangur að tónleikum, sem hefjast kl. 15 er ókeypis. —...♦ ♦ ♦---- Tvær textíl- sýningar TVEIR textílhönnuðir Leo Santos og Margrét Adolfsdóttir opna sýn- ingar samtímis í Gallerí Sólon ís- landus og í Gallerí Sævars Karls á morgun, föstudaginn 24. febrúar, kl. 16. í kynningu segir: „Leo Santos er breskur og starfar í Bretlandi, hann sýnir textílhönnun 16 verk unnin á pappír í blandaða tækni. Sýning hans er opin daglega til 6. mars. Margrét starfar einnig í Bret- landi, hún sýnir þrjár pullur, áklæð- ið er handklippt og ullarfyllt. Einn- ig em á sýningunni 14 mynstur unnin á pappír í blandaða tækni. Sýning hennar er opin á verslunar- tíma til 15. mars. FYRSTA konan til að stjórna Sinfóníuhljómsveit íslands er ung að árum en hefur engu að síður vakið athygli fyrir störf sín auk þess sem henni hefur gefist færi á því að starfa með einum þekktasta hljómsveitar- sljóra heims, Claudio Abbado. Anne Manson heitir hún og sfjórnar í kvöld flutningi á fjór- um verkum eftir íslensk tón- skáld; Langnætti eftir Jón Nor- dal, Coniunctio eftir Snorra Sigfús Birgisson, Ljáðu mér vængi eftir Atla Heimi Sveins- son og forleikinn Geysi eftirJón- Leifs. Anne segist ekki vita hvort hún eigi að kalla sig Bandaríkja- mann eða Breta. Hún er fædd og uppalin í Bandaríkjunum, dóttir Breta og Bandaríkja- manns, en hefur búið í Bretlandi í áratug. Þar hefur hún aðetur og er m.a. tónlistarstjóri Meck- lenburgh-óperunnar í London. Vegna starfans er hún hins veg- ar á eilífum þeytingi hálft árið. Mest hefur hún starfað í Evr- ópu, t.d. Austurríki, Þýskalandi og Frakklandi. Úr læknisfræði í tónlist Anne lærði á víólu og söng mikið í kórum á unglingsárum. Hún hóf nám í læknisfræði en snerist hugur og hélt til Bret- lands í tónlistamám. Ekki var langt liðið á námið er hljóm- sveitarstjórnin átti hug liennar allan. Eftir að námi lauk hefur hún haft nóg að gera. Hún komst að sem aðstoðar- maður hjá Claudio Abbado fyrir tilviljun, hafði fengið að fylgjast með æfingum hjá honum og hljóp í skarðið þegar aðstoðar- maður hans komst ekki til starfa. „Það er frábært tæki- færi, ég hef lært geysilega mik- ið á öllum sviðum hljómsveitar- stjórnunar á því að starfa með honum,“ segir Anne. Hún er þekkt fyrir túlkun sína á nútímatónlist, sem hún hefur kynnst vel vegna starfanna fyrir Mecklenburgh-óperuna, sem sérhæfir sig í nýrri verkum. En Anne hefur ekki síður stjórnað flutningi á eldri verkum, segir nauðsynlegt að leika bæði nýrra og eldri tónlist. Sjálf hefur hún mest dálæti á þeim verkum sem samin voru á fyrrihluta þessarar aldar, t.d. eftir Bartok, Janacek, Debussy og Ravel. Ánægjulegustu verk- efnin séu þó óperurnar, vegna þess hversu langur tími gefist til æfinga. Anne gafst lítill tími til að kynna sér íslensku verkin, sem hún segir hafa tón, sem hljóti að bera keim af landinu og þjóð- inni. Hún eigi hins vegar afar erfitt með að lýsa tónlistinni. Breytt viðhorf Auk Anne hafa þijár aðrar konur unnið sér fastan sess sem hljómsveitarstjórar í Bretlandi og hún segist vita um fáeinar í viðbót á meginlandinu. Astæðan fyrir því að æ fleiri konur hafi snúið sér að hljómsveitarstjórn, sé líklega sú að þær væntingar sem menn hafi til starfsins hafi breyst. Áður hafi menn talið hljómsveitarstjórann eiga að vera kraftmikinn, með mikið vald, jafnvel einræðistilhneig- ingar, einkenni sem tengist körl- um mun frekar en konum. Þetta þyki hins vegar ekki lengur æskilegt, hlj ómsveitarstjórar leggi nú mun meiri áherslu á samstarf við hljómsveitina. Anne segir að sér hafi yfir- leitt verið vel tekið. „Annars er erfitt að segja til um það hver ástæðan er fyrir viðbrögðum fólks. Fái égt.d. ekki eitthvert verkefni veit ég ekki hvort ástæðan er sú að ég sé kona, mönnum lítist ekki á hvernig ég starfa, falli ekki við mig eða vijji einfaldlega einhvern annan. Stjórnaði Vínarfílharmóníunni Hápunkturinn á mínum ferli var líklega þegar ég stjórnaði Vínarfílharmóníunni en hljóð- færaleikararnir eru þar allir karlkyns. Abbado átti að stjórna hljómsveitinni en veiktist og því var ég kölluð til. Þetta var ein- stakt tækifæri enda um frábæra hljóðfæraleikara að ræða. Mér datt ekki einu sinni í hug að vera bangin við að taka verkefn- ið að mér, það var svo spenn- andi. Ég sagði við sjálfa mig að ef ég nyti þessa ekki, væri til- gangslaust fyrir mig að verá að fást við hjjómsveitarstjórn." Fyrir þá sem ekki geta beðið eftir fmmsýninguririi á RENAULT LAGUNA um helgina: og svo getur þú auðvitað séð hann með eigin augum í sýningarsal okkar að Ármúla 13 um helgina. RENAULT Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf. RENNUR ÚT! ÁRMÚLA 13 • SÍMI 553 1236 •27 •28 •29 •30 ‘31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.