Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SVAVAR ÁRNASON + Svavar Árna- son var fædd- ur í Grindavík 14. nóvember 1913. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 14. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Árni Helgason sjómað- ur, Garði, Grinda- vík, og kona hans Petrúnella Pét- ursdóttir hús- móðir. Svavar átti 18 systkini, þar af tvö hálf- systkini. Svavar var elstur al- systkina sinna og eru sex þeirra á lífi, en þau eru: Eyrún, f. 1918, Jón, f. 1920, Guðmundur, f. 1923, Magnús, f. 1925, Arndís, f. 1930, og Snæbjörn, f. 1933. Sambýliskona Svavars var Sig- rún Högnadóttir. Svavar tók verslunarpróf frá Samvinnuskólanum 1937. Hann var sjómaður framan af ævi. Hann sat í hreppsnefnd og svo í bæjarstjórn í Grindavík í sam- j fleytt 40 ár, þar af oddviti hreppsnefndar í 28 ár. Hann var framkvæmdastjóri fyrir útgerð 1949 til 1985 og formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur 1939 til 1962. Útför Svavars fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. SVAVAR var í fjörutíu ár sköpun- arkrafturinn í sveitarstjóm og síðar bæjarstjórn Grindavíkur. Hann var í 38 ár farsæll frumkvöðull í útgerð og öðrum atvinnurekstri. Hann var í tæpan aldarljórðung formaður verkalýðsfélagsins á staðnum þar sem engum ráðum þótti vel ráðið nema hann legði blessun sína yfir þau. Og hann var allan þennan tíma listfengur organisti Grindavíkur- kirkju, svo sem verið hafði faðir hans næstu fjörutíu árin þar á und- an. Og hann var til hinsta dags fremstur meðal jafningja í röðum okkar jafnaðarmanna í Grindavík og á Suðurnesjum. Hann setti svip sinn á mannamót í okkar röðum af því að hann var gerhogull og góðviljað- ur. Það varjgæfa að kynnast honum. Svavar Amason var gæfumaður í lífi sínu af því að hann var gef- andi. Hann lifði venjubundnu lífi í heimabyggð sinni, sem hann unni hugástum. En ævistarf hans allt lýs- ir óvenjulegum manni. Hann bjó yfir skapandi greind sem hefði ratt honum braut hvert sem hann hefði lagt leið sína. En hann kaus að rækta garðinn sinn í Grinda- vík, byggðarlagi sem ber atorku hans og umhyggju vitni, löngu eftir hans dag. Svavar ávann sér traust þeirra sem til hans leituðu, án þess nokkru sinni að sækjast eftir því. Það var af því að greindin var ávallt í þjón- ustu góðvildar. Ræktarsemi hans var mannbætandi. Hann var þessi fágæti maður sem varð athafnamaður í verki en lista- maður í innsta eðli. Þess vegna var hann óvenjulegur maður sem gekk til venjulegra verka og vann þau öll jafn vel. Fáir hafa ávaxtað betur sitt pund. Og hann var sannur jafn- aðarmaður, jafnt í orði sem á borði. Hann var mannkostamaður. Við erum stolt af því að hafa átt hann að félaga og vini. Við kveðjum hann með þakklæti, söknuði og virðingu. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins Jafnaðarmannaflokks , Islands. Látinn er Svavar Árnason fv. odd- viti í Grindavík. Svavar var einlægur jafnaðarmaður og verkalýðssinni, einn af þeim mönnum sem Alþýðu- flokkurinn bar gæfu til að hafa inn- an sinna vébanda og njóta starfs- krafta um langt skeið. Svavar kom frá miklu menning- arheimili og þann arf sem honum hlotnaðist í uppeld- inu ræktaði hann vel. Hann var búinn miklum mannkostum, velviljaður og fórnfús. Hann hafði fjölþætt áhugamál og lagði ófáum góðum mál- efnum lið á æviferli sínum. Má þar nefna atvinnumál, verkalýðsmál, sveitar- stjómarmál að ógleymdri tónlistinni. Þeim fjöl- mörgu sem kynntust hon- um í leik og starfi verður hann ætíð minnisstæður. Svavar átti langan og farsælan feril sem sveitar- stjórnarmaður. Það era ekki margir sem geta státað af samfelldri setu í sveitarstjórn í fjörutíu ár, og segir það sína sögu um þá virðingu og það traust, sem til hans var jafnan borið. Það var því að vonum að Sva- var var gerður að heiðursborgara á tuttugu ára kaupstaðarafmæli Grindavíkur á síðasta ári. Svavar varð ungur formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur og gegndi því trúnaðarstarfi í á þriðja áratug. í því naut hann sín vel og á þeim vettvangi sló hjarta jafnað- armannsins örast. Það er því ekki tilviljun að hann valdist til forystu- sveitar jafnaðarmanna og var lengi formaður Alþýðuflokksfélags Grindavíkur. Eg votta eftirlifandi eiginkonu Svavars, Sigrúnu Högnadóttur, og öðram ástvinum hans samúð mína og þakka fyrir giftudijúg störf í þágu flokks og þjóðar. Rannveig Guðmundsdóttir. í lútherskri kristni er lögð rík áhersla á guðsþjónustu hins daglega lífs, að hver og einn sé trúr í sinni stétt og stöðu og inni þar þjónustu af hendi, samfélaginu til blessunar og góðs. Svavar Árnason var trúr þjónn í framangreindum skilningi. Hann lagði gjörva hönd á margt sem horfði til framfara fyrir byggðarlag hans, Grindavík. Hann gengdi þar mörg- um trúnaðarstöðum. Félagsmála- áhugi hans fékk útrás í verkalýðs- baráttu fyrr á öldinni sem hann tók þátt í af alhug. Hann tók virkan þátt í bæjarpólitík, var oddviti sveit- arstjórnar Grindavíkur um árabil, stundaði útgerð og var umboðsmað- ur tryggingarfélags, svo eitthvað sé nefnt. Svavar var félagsmálamaður af lífi og sál og kom víða við. Á jólum 1949 settist hann við orgelið í Grindavíkurkirkju og tók þar með við organistastarfi af föður sínum, Árna Helgasyni. í fjóra áratugi þjón- aði hann kirkju sinni af einstakri trúmennsku sem organisti og kór- stjóri án þess að taka eyri fyrir. Svavar hafði vandaðan tónlistar- smekk og lagði sig fram um að skapa viðeigandi andrúm við hverja athöfn. Hann vildi vandaðan söng og orgel- leik og gaf lítið fyrir „sætsúpulög" og „kabarett“ stemmingu við brúð- kaup og útfarir. Svavar hafði ákveðnar skoðanir á flesfum málum. Hann vildi standa vörð um kirkju- tónlist sem hann hafði mótast af, einkum hina rómantísku, gat vel sætt sig við eldri kirkjusöng, en var þó ekkert yfir sig hrifínn af gregorí- önskum messusöng. Kynni mín af Svavari hófust árið 1985 er ég var kosinn sóknarprestur í Grindavíkur- og Kirkjuvogssókn- um. Þá hafði verið messað að „dönskum“ hætti svo lengi sem menn mundu. Þjóðkirkjan hafði gef- ið út nýja Handbók 1981 en þar var tekin upp klassísk messa eins og hún er flutt í lútherskum kirkjum í flest- um löndum. Eitt af því fyrsta sem Svavar spurði um var hvort ég ætlaði að taka upp nýtt messuform og sagðist ég stefna að því í náinni framtíð. Hann lét í ljós að hann væri nú frem- ur tregur til slíkra breytinga. En viti menn. Eftir nokkrar vikur var hann farinn að æfa nýju messuna á orgelið og komst þá að því að hér var ekki bara verið að innleiða greg- oríanskan söng heldur var hægt að flytja messuna með lítið breyttu Sigfúsar-tóni. Hann kom til mín og sagði: „Við komum þessu bara á fljótlega eftir áramótin." Þessi viðbrögð lýsa Svavari vel. Hann vildi ekki standa í vegi fyrir framþróun en vildi gaumgæfa hvert skref vel og vandlega. Svavar var mikill eldhugi og því gerðu færri sér grein fyrir aldri hans en ella. Hann hélt fullum dampi mun lengur en gengur og gerist og var áhugasamur um mörg málefni. Hin síðari árin beitti hann sér einkum fyrir framgangi kirkjunnar í Grinda- vík. Hann var sóknarnefndarmaður í áratugi og formaður sóknarnefndar til fjölda ára. Hann átti dijúgan þátt í að ljúka við byggingu nýrrar kirkju. Svavar var útsjónarsamur maður og skynjaði vel tíðir og tíma. Honum var ljóst að það var lag á ofanverðum áttunda áratugnum og í byijun hins níunda að ljúka byggingu kirkjunnar því þá voru ekki önnur stórverkefni í gangi í Grindavík. Sem dæmi um útsjónarsemi hans lagði hann til á fundi í félagi í eigu helstu fiskverk- enda í Grindavík, að dijúgum hluta höfuðstólsins, sem hafði vaxið meir en menn væntu, yrði varið til þess að greiða fyrir nýja altaristöflu í kirkjuna. í gömlu kirkjunni hafði verið alt- aristafla eftir Ásgrím Jónsson, mál- uð um 1910, er sýnir Jesú kyrra vind og sjó. Myndin er sérstök fyrir þá sök að hún sýnir Jesú í íslensku umhverfi. Grænleitt hvolf öldunnar sýnir að Ásgrímur þekkti brim og litbrigði sjávar eins og verður á viss- um árstíma í Grindavík. Sóknar- nefndin ákvað að láta stækka mynd- ina og vinna hana í mósaik og prýð- ir hún nú kórþil nýrrar kirkju og sómir sér vel með á annað hundrað þúsund litfögrum steinum. Áður en kirkan var vígð hafði nýtt orgel verið keypt í gömlu kirkj- una. Mig minnir að það sé 11 radda verkfæri af þýskri gerð. Orgel eru ekki gefin. Hver rödd mun í dag kosta á annað hundrað þúsund og ekki réð söfnuðurinn við kaup á slíku „rariteti" á tímum lágra sókn- argjalda. En Svavar lét það ekki aftra sér í því að fá almennilegt orgel í kirkjuna. Hann mun sjálfur hafa borgaði um helming í orgelinu. Ég spurði hann einhveiju sinni um þessi mál og vildi hann lítið ræða það en viðurkenndi þó að hafa lagt málinu lið. Nú á tímum búa sóknir landsins við betri fjárhag en oftast áður og því eru sóknarnefndir hvattar til þess að gera fjárhagsáætlanir og skipuleggja starfið. Margir gefa lítið fyrir þess konar vinnubrögð og telja það bara einhveija sérvisku nútím- ans. Svavar var á öðru máli. Á átt- ræðisaldri lagði hann til á aðalfundi sóknarinnar að hárri fjárhæð yrði varið til æskulýðsmála og vildi að unnið væri eftir markmiðum. Svavar var maður framtíðarinnar. Hann þekkti baráttu fyrri kynslóða fyrir bættum hag og sá þorpið, sem Schv- ing málaði á striga fyrr á öldinni, verða að myndarlegum bæ með vax- andi útgerð og blómlegu félagslífi. Grindvíkingar kveðja í dag fyrsta heiðursborgara sinn, mann sem setti svip á bæinn, hvers hag hann lagði sig alla tíð fram um að bæta. Kistan hans er borin í helgidóminn þar sem altaristaflan flytur sína hljóðu préd- ikun um vernd Krists í stormum og stórsjóum lífsins. Hjá honum erum við örugg eins og segir í sálmi er Svavar beitti sér fyrir að kæmist í nýja sálmabók þjóðkirkjunnar, en þar segir: Ljós ert þú lýði, lífsins í stn'ði, Jesús, heimsins hjálparvon. Fra þér vér fáum, frið er vér þráum, þín er dýrðin, Drottins son. Höndin þín styður hann, sem þig biður hjálpar í vanda, helgum með anda, heimur þó svíki. Hallelúja. (Guðmundur Sigurðsson. Sálmar 1991, nr. 540.) Svavar flíkaði ekki trú sinni en verkin hans tala þeim mun skýrari rómi. Fáir hafa lagt kirkju sinni meira lið en Svavar Árnason. Hann lét allstaðar um sig muna. Af alhug þakka ég samstarf við Svavar. Hann var alla tíð hreinskiptinn og ærlegur í samskiptum okkar. Svavar fyllir þann flokk manna sem ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að kynn- ast. Ég bið Sigrúnu Högnadóttur, ástvinum hennar og Svavars bless- unar Guðs um ókomin ár. Blessuð sé minning Svavars Árna- sonar. Örn Bárður Jónsson. Heiðursborgari Grindavíkur, Svavar Árnason, er kvaddur frá Grindavíkurkirkju í dag. Frá unga aldri hefur hugur hans og athafnir beinst að því sem helst horfði til heilla fyrir samfélag íbú- anna í bænum. Sveitarfélagið, verkalýðsfélagið, athafnafélög, líknarfélög og ekki síst kirkjan í bænum hafa notið óeigin- gjarnra starfa hans á langri ævi. Á 20 ára afmæli bæjarins 10. apríl 1994, var Svavar kjörinn heið- ursborgari bæjarins. Vildi bæjar- stjórnin með því sýna honum þakk- læti og virðingu bæjarbúa. Svavar var lengi tregur til að sam- þykkja það hlutskipti að verða kjör- inn fyrsti heiðursbörgari Grindavík- urbæjar. Félagsleg þjónusta var hon- um ástríða, sem hann naut ríkulega. Fyrir það að mega þjóna kirkjukórn- um í áratugi gaf hann kirkjunni nýtt orgel að hluta. Bæjarstjórn Grindavíkur kveður heiðursborgarann Svavar Árnason og sendir aðstandendur hans innileg- ar samúðarkveðjur. Margrét Gunharsdóttir, forseti bæjarstjórnar. Svavar Árnason fyrrverandi odd- viti og fyrsti heiðursborgari Grind- víkinga hefur lokið æviskeiði sínu á 82. aldursári. Hann var kosinn heið- ursborgari hinn 20. apríl 1994 af bæjarstjórn Grindavíkur á hátíð- arfundi í tilefni af 20 ára kaupstað- arafmæli bæjarins. Með þessu voru Grindvíkingar að þakka honum þau störf sem hann hafði unnið sveitarfé- laginu vel og dyggilega í áratugi. í hreppsnefnd var hann fyrst kos- inn 1942 en tók við starfi oddvita 1946 og gegndi því í 28 ár eða þar til Grindavík fékk kaupstaðarrétt- indi, en að loknum fyrstu bæjar- stjórnarkosningunum 1974 var hann kjörinn forseti bæjarstjórnar og sat í bæjarstjórn til 1982. Hafði hann þá setið í sveitarstjórn samfellt í 40 ár. Það var honum hugsjón að vinna að framfara- og menningarmálum í byggðarlagi sínu, enda naut hann til þess óskoraðs trausts. Framgangur hafnarmála í Grindavík var eitt. af hans aðal- áhugamálum en í hafnarnefnd var hann kosinn 1944 og sat þar óslitið til 1970 en þá baðst hann undan endurkjöri. Framkvæmdastjórn og fjármál Grindavíkurhrepps hvíldu á hans herðum frá því hann varð odd- viti 1946 til 1971 en þá var ráðinn sveitarstjóri, enda Grindavík þá í svo öram vexti og mannmörg að þörf var á ráðningu sveitarstjóra. Tónlist var mjög í hávegum höfð á bernskuheimili Svavars og var faðir hans Árni Helgason organisti Grindavíkurkirkju í um það bil 40 ár, en árið 1950 tók Svavar við því starfi af honum sem organisti og stjórnandi kirkjukórs Grindavíkur- kirkju. Svavar hafði mikinn áhuga á að hafa gott hljóðfæri að leika á, en til þess að sá draumur rættist lagði hann fram úr eigin vasa hluta af kaupverði orgels sem tekið var í notkun 1968. Svo framsýnn var Svavar á vali á hljóðfæri að enn þjónar orgelið sínu hlutverki í Grindavíkurkirkju. Formlega lét Svavar af organistastarfi 1988 en leysti eftir það oft af ef á þurfti að halda. Þess má geta að aldrei tók Svavar greiðslu fyrir verk sín sem organisti. Einnig var Svavar alltaf tilbúinn til að æfa og stjórna kórum við hin ýmsu tækifæri. I sóknarnefnd sat Svavar lengi, þar af sem formað- ur í áratug. Á þeim árum var reist ný og glæsileg kirkja í Grindavík. Svavar lét verkalýðsmál mjög til sín taka og var formaður Verkalýðs- félags Grindavíkur frá 1939 til 1962. Einnig tók hann þátt í atvinnu- rekstri ásamt öðrum og rak útgerð- ar- og fiskvinnslufyrirtæki sem hann var framkvæmdastjóri fyrir og tók þar með þátt í atvinnusögu Grindvík- inga. Svavar var jafnaðarmaður af heil- um hug og í þess orðs fyllstu merk- ingu og lengi formaður Alþýðu- flokksfélags Grindavíkur. Ekki hafði hann tapað áhuganum á þeim mál- efnum þegar ég hitti hann fyrir stuttu þótt farinn væri að heilsu. Eins og að framan getur kom Svav- ar víða við í mannlífi sveitar sinnar enda sérstökum mannkostum búinn og eftirminnilegur þeim sem honum kynntust, skarpgreindur, góðgjarn og hjálpsamur. Sambýliskona Svavars, Sigrún Högnadóttir, sér nú á bak honum eftir 27 ára farsæla sambúð. Það var þeim báðum mikið gæfuspor þegar leiðir þeirra lágu saman. Ann- aðist Sigrún hann með sérstakri ástúð og umhyggju þegar heilsa hans fór að bila. Ég og mín fjöl- skylda þökkum Svavari fyrir allan þann vinskap og velvilja sem hann sýndi okkur og ég persónulega fyrir allt það trausta samstarf sem við áttum á ýmsum sviðum í áratugi, sem aldrei bar skugga á. Sigrúnu bið ég Guðs blessunar i sínum missi og að gæfan verði henni hliðholl nú sem hingað til. Jón Hólmgeirsson. Síminn hringdi og mér var flutt andlátsfregn vinar míns Svavars Árnasonar frá Garði í Grindavík. Mér fannst kólna í stofunni minni. Hugurinn vatt sér í hraðferð um áratugina átta og kom við á fjölda mörgum skyggnishólum og sam- verustundum sem yljuðu. Jú, það hlaut að koma að þessu. Eftir síð- ustu heimsókn til hans á Landspítal- ann - þétt og innilegt kveðjuhand- tak, hafði ég vænst nokkurs bata og fleiri samverustunda, en hlut- verkinu hér var lokið. Fæðing til nýrrar tilvistar hefur væntanlega farið fram. Ekki er að efa góðar og hjartkærar móttökur foreldra og áður farinna systkina Svavars hand- an landamæranna. Hvort það gerist með svipuðum hætti og fæðingin 14. nóv. 1913 er manni hulið. En þann dag varð vinum og vandamönnum í Grindavík ljóst að mikil hamingju- stund var upprunnin hjá þeim Petr- únellu Pétursdóttur og Árna Helga- syni, sem lengst af voru kennd við Garð í Grindavík. Þeim hafði fæðst fyrsta barnið, sonur, sem í skírninni hlaut nafnið Svavar. Síðar bættist við stór hópur mannvænlegra og góðra barna. Fyrir fátæka verkamannafjöl- skyldu þýddu slíkar aðstæður marg- háttaða örðugleika, einkum í hús- næðismálum og öðrum nauðþurftum heimilisins. Mikil fátækt svarf því að, enda engar fjölskyldubætur þá komnar til sögu. Vinnusemi, skyldu- rækni, nægjusemi - hörð og mark- viss barátta húsbóndans fyrir bættri afkomu hinnar stóru fjölskyldu, ásamt glaðværð og ástúð húsfreyj- unnar skópu heimilisbrag sem fleytti barnahópnum yfir bernsku- og upp- vaxtarárin og bjó þau undir átök í lífsbaráttunni. Jafnt kunnugir sem ókunnugir undruðust það þrek og þá seiglu, að koma svo til öllum börnum til framhaldsnáms í háskóla, verslunarskóla, sjómannaskóla og í mörgum iðngreinum. Öll urðu börnin að vinna strax og hendur þeirra gátu verki valdið, sem einkum var þá við fiskverkun og síðar við önnur sjávar- og fiskveiðistörf. Svavar var því hvorki stór né gamall, þegar hann fékk fyrstu kynní af vinnu- markaðnum. Hann var elstur 17 systkina og að sjálfsögðu varð hann kornungur að leita eftir vinnu til að létta undir með föður sínum til að sjá farborða stóru heimili, fyrst við að stokka upp línu, síðar vinnu við saltfiskverkun og svo sjómennsku. Alls staðar þar sem hann lagði hönd að verki var iðjusemi og skyldurækni hans við- brugðið. Það varð öllum ljóst að hann var mikið mannsefni. Þessi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.