Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 C 3 Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson æl hverri sýningu og endurspeglar n frístundahesti. ■ LINDA Tellington Jones lætur hrossin ekki leggjast á bekk þegar hún sáigreinir þau eins og venjuleg- ir sálfræðingar gera við okkur mannfólkið. Henni dugðu þrjár ljós- myndir af hrossi og þar með gat hún lýst fyrir eigendum hvaða per- sónuleika hesturinn hans hefur að geyma. Þeir voru margir sem nýttu sér þjónustu hennar á Equitana. ■ ÞAÐ er ekki bara á meginland- inu sem vegur hestvagnanna fer vaxandi því merkja má aukin áhuga á íslandi. ■ STAÐARHALDARARNIR á Leirubakka í Landsveit þau Gísli Sveinsson og Ásta Begga keyptu einn vagn á sýningunni. ■ HYGGJAST þau Gísli og Ásta Begga bjóða þeim gestum sem af einhveijum ástæðum vilja ekki á hestbak, í akstur á vagninum um næsta nágrenni. hvort þetta hafi einhveiju sinni verið fært í tal. Hvað þrengslum fyrir skeið- hestana viðkemur er til lausn sem var reynd nú á dögunum. Opnað var inn í ljósmyndarastúku við enda vallar og með því var hægt að lengja brautina um eina 20 til 30 metra. Að sögn Sig- urðar Marínóssonar, sem sat einn skeiðhestanna, reyndist þetta þó ekki alveg nógu vel því nokkur stallur var þegar hrossin komu inn í sandkass- ann. Lítið mál er að laga þetta og best væri að leggja hreinlega trébraut út allan völlinn og má fullyrða að þá fyrst færi að heyrast almennileg hljóð ofan frá áhorfendum og íslenski hest- urinn slægi almennilega í gegn á kvöldsýningunum. Þeir sem séð hafa sýningarnar á Equitana og geta borið saman við það besta sem sést hefur í reiðhöllinni skynja væntanlega hversu sterkum viðbrögðum yrði hægt að ná fram væri boðið upp á eitthvað í lík- ingu við það á Equitana. Þá erum við komin að peningunum og ætla ég mér ekki áð blanda mér of mikið í þau mál að öðru leyti en því að fullyrða að peningarnir sem til þarf séu til og þá er það bara spurningin um hvort vilji sé til að beina þeim í rétta eða skynsamlega átt eins og til dæmis kynningu á íslenska hestinum á Equit- ana. _________________FRIALSAR IÞROTTIR______________ Martha Ernstdóttirsegistorðin samkeppnishæf Þijdsku aðþakka hve lángt éghef náð Martha Emstdóttir flutti til Noregs í fyrra þar sem hún æfír nú af kappi og hefur gengið vel. Bryndís Hólm hitti hana að máli á dögunum, en Martha keppir í dag á heimsmeistaramótinu í víðavangshlaupi Morgunblaðið/Bryndís Hólm MARTHA og Jón á æfingu í Ekeberg-innanhússhöilinni í Osló: „Á islandi þyrfti að byggja fjölnota íþróttahöll með hlaupa- brautum - Þá myndi árangurlnn batna til muna.“ Eg var orðin svo yfir mig þreytt á því á íslandi að vera á enda- lausum þvælingi. Lífið gekk út á að vinna, æfa og keppa og rembast við að komast á toppinn. Þegar ég fékk nóg hugsaði ég; annað hvort fer ég til útlanda til að einbeita mér að íþróttunum og gera hlutina almennilega eða ég hætti bara, seg- ir hlaupakonan Martha Ernstdóttir í samtali við Morgunblaðið, en fyrir rúmu ári pakkaði hún í tösku og lagði land undir fót ásamt sambýlis- manni og syni. Ferðinni var heitið til Noregs, nánar tiltekið til Oslóar, og var markmiðið að helga sig und- irbúningnum fyrir Ólympíuleikana í Atlanta 1996. Til þess að létta henni undirbúninginn fær Martha nú mánaðarlega styrk fram að leik- unum frá Olympíusamhjálpinni, ásamt sjö öðrum íslenskum afreks- mönnum. Mörthu hefur gengið mjög vel að aðlaga sig íþróttalífinu í Noregi, þar sem aðstæður eru eins og þær gerast bestar. Norðmenn búa yfir mörgum fjölnota íþróttahöllum og fyrir hlaupara og aðra fijálsíþrótta- menn eru æfingar á veturna því engum hindrunum bundnar. Martha æfir og keppir fyrir Osló- ar-félagið, Bislett. Hún er ósjaldan á ferð og flugi vegna alþjóðlegra móta víða um heim og hefur tekið miklum framförum. I vetur hefur hún tekið þátt í Grand Prix móta- röðinni í víðavangahlaupum, sem er stigakeppni á vegum alþjóða fijálsíþróttasambandsins, og með góðum árangri tryggði hún sér þátt- tökurétt á heimsmeistaramótinu í víðavangshlaupi sem fer einmitt fram í dag, laugardag, á Englandi. Miklar framfarir á einu ári „Hér í Noregi get ég virkilega einbeitt mér að æfingunum og tek- ið þær alvarlega. Áður fyrr var ég alltaf að keppa erlendis við stelpur sem voru miklu betri en ég, en eft- ir að ég kom hingað út hefur mér stöðugt farið fram. Nú er ég loksins orðin almennilega samkeppnishæf, enda æfi ég undir allt öðrum kring- umstæðum. Á íslandi var ég alltaf útkeyrð af vinnu og álagi, en nú líður mér miklu betur bæði andlega og líkamlega, enda er ég nú að hlaupa allt að hálfri mínútu hraðar en áður. Ég æfi mjög mikið, tvisvar í viku hleyp ég með þjálfaranum mínum, sem mér finnst frábær. Auk þess æfi ég með ákveðnum hópi. En í rauninni hleyp ég mikið ein þegar ég tek gæðaæfíngar og gerði það reyndar mikið á íslandi. Ég hef verið að einbeita mér að Grand Prix stigamótunum í víðavangs- hlaupi og það tekur dijúgan tíma því fyrir vikið er ég mikið á flakki. En sem betur fer er það nokkuð sem ég þarf ekki sjálf að hafa áhyggjur af heldur sér félagið mitt alfarið um þau mál. Ég einblíni bara á æfingarnar og keppi þegar svo ber við. Það sem ber auðvitað hæst í vetur er heimsmeistaramótið í víðavangshlaupi,“ segir Martha, en sem fyrr segir fer það fram í dag. Síðasta ár hefur verið nokkurs konar “come-back“ hjá Mörthu því hún hafði verið í lægð og þurft að hvíla sig vegna veikinda, sem fylgdu í kjölfar of mikils álags og þreytu. Martha segir þijóskuna í sér eiga þar dijúgan þátt, því hennar mottó sé að gera hlutina vel eða hreinlega sleppa þeim. En þar kom að því að líkaminn sagði; hingað og ekki lengra! Á góðri leið með að eyðileggja mig „Ég hreinlega fór yfir strikið" segir Martha. „Ónæmiskerfið hrundi hjá mér, ég fékk sveppasýk- ingu í ristilinn og jafnvel astma því orkan var hreinlega búin. Áhuginn á hlaupunum var bara svo mikill og ég ætlaði mér að komast á topp- inn. Þtjóskan í mér, sem auðvitað hefur haft mikið að segja fyrir þann árangur sem mér hefur tekist að ná í dag, togaði mig áfram og áður en ég vissi af var ég á góðri leið með að eyðileggja mig. Það sem hins vegar bjargaði mér úr veikind- unum voru náttúrulyf af ýmsu tagi og nálastungur, því hefðbundin læknisfræði greindi einhvern veg- inn ekki hvað var að. Ég tók mér kærkomna hvíld á meðan ég var að ná mér. í kjölfarið fékk ég mik- inn áhuga á náttúrulækningum og þegar ég kom til Noregs þá kynnt- ist ég svokallaðri hómópatíu, sem gengur útá að örva orkustarfsemi líkamans og notast við náttúrulegar afurðir og aðferðir. Síðan ákvað ég að mennta mig í þessu fagi, en í því er lögð áhersla á að líta á mann- eskjuna í heild sinni. Bara dæmi; ef einhveijum er illt í hnénu þá er ekkert endilega einblínt á það, held- ur teknir fyrir bæði líkamlegir og andlegir þættir og reynt að rekja eymslin til þeirra," útskýrir Martha af brennandi áhuga. „Undir hómópatíu flokkast um 2000 lyf, sem öll eru unnin á sér- stakan hátt. Ég held að hin klass- íska hómópatía sé lítt þekkt á ís- landi, án þess þó að ég viti það. Markmiðið er að reyna að draga úr pilluáti og sýklalyfjum, sem að mínu mati er að fara með mannkyn- ið. Hómópatamir vinna mikið með astma- og exemsjúklinga og ofvirk börn, svo dæmi sé tekið, og þeir þykja hafa náð mjög góðum ár- angri. Mér finnst þetta mjög spenn- andi og skemmtilegt fag og í raun hefur það alveg heltekið mig. Ég er menntuð í sjúkraþjálfun og hef starfað við það síðan 1989. Þegar ég fer aftur heim til íslands, þá held ég áfram að starfa sem sjúkra- þjálfari, en með hómópatann mér við hlið“. Sambýlismaður Mörthu er lang- stökkvarinn Jón Oddsson, sem í mörg ár hefur keppt með landsliði íslands í fijálsum íþróttum. Undan- farin misseri hefur Jón átt við meiðsli að stríða, en er nú allur að ná sér. Hann ákvað að setjast á skólabekk í Noregi og stefnir að því að ljúka meistaragráðu í við- skiptafræðum í vor. En hvernig finnst Mörthu og Jóni samanburð- urinn vera við æfingar og árangur ^ Norðmanna í fijálsum íþróttum? Norðmenn meðvitaðir um hvað þarf „Norðmenn hafa á undanförnum misserum verið að uppskera árang- ur markvissrar gæðaþjálfunar. Þeir hafa byggt upp frá grunni og alveg uppí topp og öll aðstaða er fyrir hendi, hvort sem er í borgum eða bæjum. íþróttafélögin eru sterk og þau hlúa vel að sínu fólki. Fyrir þá er skara framúr er Olympia Toppen sá vettvangur sem tekur við og fylgir íþróttamönnunum alla leið“, segir Martha. Og Jón bætir við; „Norðmenn ákváðu á sínum tíma að búa til topp afreksfólk, ekki bara í fijálsum íþróttum, heldur einnig í öðrum ' greinum, svo sem á skíðum og í fótbolta. Markmiðið var að skapa einstaklinga og félagslið á Evrópu- og heimsmælikarða. Þeir sem velj- ast inní Olympia Toppen fá mjög mikla alhliða aðstoð og í raun verða íþróttamennirnir að atvinnumönn- um. Afrekshópurinn í fijálsum íþróttum heitir „Team Telenor“, en Telenor, Póstur og sími þeirra Norð- m manna, er helsti styrktaraðili. Svo er hver einstaklingur með sinn sér- staka styrktaraðila þannig að fjár- hagslega _eru íþróttamennimir vel staddir. Á íslandi vantar peninga til að styðja almennilega við bakið á fólki og því eigum við í raun svo fáa virkilega afreksmenn". En hver er þá lausnin og hvað þarf að koma til? „Á íslandi þyrfti að byggja fjöl- nota íþróttahöll með hlaupabraut- um til að fijálsíþróttamenn og aðrir gætu stundað sínar æfingar af krafti á veturna", segir Jón. „Þá myndi árangurinn batna til muna“, bætir Martha við. „Hér í Osló getum við að minnsta kosti tvisvar í viku tekið gæðaæfingar og það skiptir miklu máli. Maður finnur svo sannarlega muninn á því að hlaupa inni á veturna, í stað þess að beijast á móti stórhríðinni á íslandi eða hlaupa hring eftir hring á harðri steypu í bílageymslu Kringlunnar. íslenskir ftjálsíþrótta- menn missa oft margar vikur úr æfingum vegna veðurofsa. Einu hlaupabrautirnar eru í Baldurshaga og þær eru einungis 50 metra lang- ar“. Og Jón bætir við; „Brautimar í Baldurshaga eru í raun mjög góð- ar, en það er náttúrlega vitað mál að aðstaðan þyffti að vera umfangs- meiri. Baldurshaginn er mér afar kær og þar hef ég yfirleitt náð að stökkva vel. Fyrir mig sem lang- stökkvara nægir Baldurshaginn, en til að taka almennilegar hraða- og hlaupaæfingar þarf auðvitað meira innanhússpláss. En einhvern veginn vantar vilja og skilning yfirvalda til að taka á þessum málum og Fijálsíþróttasambandið hefur lengi búið við fjárskort þannig að til sam- ans kemur þetta niður á heildar- starfinu. Fjálsíþróttasambandið hefur nú hrundið af stað því ágæta framtaki - FRÍ 2000, sem miðast við að velja ákveðinn úrvalshóp. Þetta er í fyrsta sinn sem menn taka á málun- um markvisst og kerfisbundið og vonandi að það skili sér þegar fram líða stundir“. Höfundnr stundnr blnðanminsku í lausamennsku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.