Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						8   B  LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
KOSNINGAR 8. APRIL
Goðsögnin um tveggja
flokka ríkisstjórn
EITT      helsta
áhersluatriði   Sjálf-
stæðisflokksins     í
kosningabaráttunni
er goðsögnin um
tveggja flokka ríkis-
stjórn. Þar er gefið í
skyn að forsenda
réttlátra og skynsam-
legra stjórnarhátta sé
í því fólgin að tveir
og ekki fleiri en tveir
stjórnmálaflokkar sitji
saman í ríkisstjórn.
Viðeyjarskotta er
tveggja flokka
stjórn
Það er eins og það gleymist nú
í hita leiksins að hér situr einmitt
tveggja flokka ríkisstjórn. Ríkis-
stjórn sem meirihluti þjóðarinnar
vill að fari frá. Ríkisstjórn sem
meira að segja meirihluti þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins vill að
fari frá. Það er ekkert í störfum
núverandi ríkisstjórnar sem gefur
-íölki einhverja vísbendingu um að
trygging fyrir ábyrgum og réttlát-
um stjórnarháttum á næsta kjör-
tímabili sé tveggja flokka stjórn.
Heldur þvert á móti. Sú tveggja
flokka ríkisstjórn sem nú'situr
hefur meira minnt á tíu flokka
ríkisstjórn heldur en tveggja
flokka. Ráðherrar opinbera sund-
urlyndið og ósamkomulagið í
fréttatíma eftir fréttatíma þar sem
þeir ráðast hver að öðrum og skipt-
ir þá engu hvort það er innan
fiokka eða milli flokka. Ósam-
komulagið er á öllum sviðum nema
einu og það er að sitja og það
hefur þeim tekist. Kjörtímabilinu
er lokið og þjóðin ásamt meiri-
hluta þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins bíður spennt eftir því að
ný ríkisstjórn taki við.
Óskar Bergsson
Þjóðvaki er ekki
stjórnarandstöðu-
flokkur
Miðað við nýjustu
skoðanakannanir er
það alveg í járnum
hvort núverandi ríki-
stjórn heldur meiri-
hluta sínum eða hvort
stjórnarandstaðan
nær meirihluta. Þar
spilar framboð Jó-
hönnu talsvert mikið
inn í. Það er ekki
hægt að tala um
framboð Þjóðvaka
sem framboð stjórn-
arandstöðunnar þar sem eini
þingmaður flokksins var ráð-
herra í þeirri ríkisstjórn sem
þjóðin öll er fyrir löngu farin að
Tveggja flokka ríkis-
stjórn er að mati Osk-
ars Bergssonar engin
forsenda fyrir stöðugu
stjórnarfari. Dæmin úr
núverandi ríkisstjórn
sanni það.
bíða eftir að fari. Meira að segja
Jóhanna gat ekki lengur beðið,
hún var alveg búin að fá nóg
eins og reyndar öll þjóðin.
Óþolið hjá Jóhönnu gagnvart
ríkisstjórninni hefur orðið meira
og meira áberandi eftir að hún
hætti sem félagsmálaráðherra.
Þjóðvaki "einn flokka hefur lýst
því yfir að hann útiloki samstarf
við Sjálfstæðisflokkinn og kemur
það að mörgu leyti talsvert á
óvart, því að á meðan Jóhanna
sat í ríkisstjórninni var Davíð sá
eini sem hún gat orðið talað við
á stjórnarheimilinu. Það var ekki
út af Davíð og Sjálfstæðisflokkn-
um sem Jóhanna fór úr ríkis-
stjórninni. Það var vegna þess
að hún gat ekki unnið með einum
manni, Jóni Baldvin Hannibals-
syni. Samt sem áður nú, níu
mánuðum seinna, útilokar Jó-
hanna samstarf við" Sjálfstæðis-
flokkinn en ekki samstarf við Jón
Baldvin.
Ríkisstjórn
stjórnarandstöðuflokkanna
I þessum kosningum sem öðr-
um ganga flokkarnir óbundnir til
kosninga að Þjóðvaka undan-
skildum. Þrálát umræða hefur
verið um það að Sjálfstæðisflokk-
ur og Framsóknarflokkur verði í
næstu stjórn og hafa reyndar
aðrir flokkar minnt á sig í hugs-
anlegu samstarfi við Sjálfstæðis-
flokkinn. Enda ef svo fer frám
sem horfir að Sjálfstæðisflokkur-
inn fái á bilinu 35-40% í kom-
andi kosningum þá getur hann
valið sér samstarfsflokk nokk-
urnveginn að vild.
Formaður Framsóknarflokksins
hefur marglýst því yfir að hann
vilji reyna að koma á ríkisstjórn
þeirra flokka sem nú eru í stjórnar-
andstöðu. Hann hefur lýst sig
reiðubúinn til að veita slíkri stjórn
forystu. En hann hefur einnig bent
á það grundvallaratriði að til þess
að slík ríkisstjórn geti orðið verða
stjórnarandstöðuflokkarnir á Al-
þingi að vinna kosningasigur í
vor. Vonum að svo verði.
Ég mæli með xB.
Höfundur er formaður FVF í
Reykjavik.
Það sem máli skiptir
STJORNMAL snúast einkum
UM\ tvenna hluti, þ.e. trúverðug-
leika og árangur. Trúverðugleiki
byggist á því að stjórnmálaflokk-
ur hafi skýra stefnu í landsmál-
um, „styrkleika til að hrinda-
stefnumálum sínurn í framkvæmd
og trausta forystu til að standa
af sér ýmis pólitísk moldviðri og
allar þær stórhættulegu skamm-
tímalausnir sem bjóðast til lausn-
ar erfiðum pólitískum viðfahgs-
efnum.
Árangur er mælikvarði sem
kjósendur eiga að nota þegar til
þeirra kasta kemur að velja sér
landsstjórn því með verkum stjórn-
málaflokkanna verða þeir dæmdir.
-Egósendur verða því að leggja mat
á hvort stefnumál flokkanna hafi
náð fram að ganga og hvort ár-
angurinn hafi lagt grunn að betri
framtíð landsins.
Það er því mikilvægt að fólk
skoði stefnuskrár flokkanna fyrir
þessar kosningar og athugi hvort
styrkleiki flokkanna gefí það til
kynna að stefnumið þeirra nái fram
að ganga á næsta kjörtímabili.
I mínum huga stendur valið um
tvennt í þessum kosningum. Valið
stendur um þriggja eða fjögurra
^íísekka vinstristjórr} eða um
tveggja flokka ríkisstjórn með
þátttöku Sjálfstæðisflokksins og
undir forystu Davíðs Oddssonar.
Við þekkjum öll sögu síðustu rík-
isstjórnar sem samanstóð áf'
Framsóknarflokki, Alþýðubanda-
lagi, Borgaraflokki og Alþýðu-
fjokki. Sú ríkisstjórn var stofnuð
af hræðslu við Sjálf-
stæðisflokkinn og hún
afrekaði   það   að
hverfa aftur til pólití-
skrar hentistefnu við
stjórn  landsins  þar
sem sjóðasukk og of-
stjórn    stjórnmála-
manna átti að leysa
landið úr viðjum efna-
hagskreppunnar.
Árangur ríkisstjórnar
Steingríms     Her-
mannssonar  var því
sögulegur  því  hún
dýpkaði   efnahags-
kreppuna og olli því
atvinnuleysí sem hér
ríkir í dag. Ofsköttun á einstakl-
inga og fyrirtæki rýrði lífskjörin
og dró þrótt úr íslensku atvinnu-
lífi.
Þetta fyrrum ríkisstjórnarfyrir-
komulag getum við auðveldlega
Valið í kosningunum
stendur milli Sjálfstæð-
isflokksins, segir Guðr
laugnr Þór Þórðar-
son, og fjögurra flokka
vinstri stjórnar.
kosið aftur yfir okkur. Við getum
kosið yfir okkur vinstriflokkana
sem í nokkur ár hafa reynt að
sameinast en ekki tekist það sök-
Guðlaugur Þór
Þórðarson
um djúpstæðs póli-
tísks ágreinings og
leitt forystumenn
þessara flokka til
valda sem allir hafa
lýst því yfir að þeir
séu hentugastir til að
leiða nýja vinstri-
stjórn.
Enginn sem hefur
áhuga á því að horfast
í augu við raunveru-
leikann vill kjósa
svona vinstri óskapn-
að yfir sig. Vinstri
flokkarnir hafa hvorki
sýnt trúverðugleika
né árangur með störf-
um sínum en það hefur Sjálfstæð-
isflokkurinn gert. Ríkisstjórn Dav-
íðs Oddssonar hefur snúið vörn í
sókn í baráttu sinni við eina mestu
efnahagskreppu íslandssögunar.
Því er kosið um hvort áfram skuli
haldið á sömu framfarabraut und-
ir styrkri forystu Sjálfstæðis-
flokksins með Davíð Oddsson við
stýrið eða stjórnleysi margflokka
vinstri stjórnar undir forystu
þriggja eða fjögurra sjálfskipaðra
sameiningartákna félagshyggju-
aflanna á íslandi.
Valið er því skýrt. Við skulum
vera þess minnug að kosið er um
framtíð okkar allra þann 8. apríl
næst komandi og skora ég á þig,
lesandi góður, að kjósa vor en
ekki vinstra hret.
Höfundur er formaður Sambands
ungra sjáifstæðismanna.
Peningar af
himnum?
Pétur H. Blöndal
Síðastliðinn laugar-
dag birti ég grein með
spurningunni hvort
velferðarkerfið væri að
gera alla jafn fátæka.
Síðan hef ég rætt við
margt fólk, sem segir
sínar farir ekki sléttar
vegna skattlagningar.
Mun ég koma að því
hér á eftir.
Ögmundur Jónas-
son sér sig knúinn til
þess að svara þessari
grein og býður mér til
málfundar um velferð-
arþjónustuna. Tek ég
því fagnandi og er
greinarstúfur þessi innlegg í þá
umræðu.
Ögmundur gerir mér og þjóðinni
upp allskonar skoðanir. Hann segir
mig vilja hverfa frá þeirri hugsun
sem velferðarkerfið er byggt á.
Þetta er ekki rétt. Ég varpaði ein-
ungis fram spumingum. Ég vil
forða velferðarkerfinu frá hugsan-
legu skipbroti. Ef velferðarkerfið
verður of víðtækt og sífellt færri
og færri eigi að standa undir því
með sífellt hærri og hærri sköttum
muni það sliga efnahagslífíð. Það
er betra að rýja rolluna en flá hana.
Vill þjóðin meiri skatta og
meiri velferð?
Ögmundur segir þjóðina vilja
öfluga velferðarþjónustu og vísar
til margs konar kannana. Þegar
spurt er hvort menn vilja fá nýtt
elliheimili eða nýtt barnaheimili er
þess ætíð gætt að geta þess ekki
hvernig dýrðin skuli borguð. Fólk
vill að sjálfsögðu fá ókeypis þetta
og hitt. En ef þess væri getið í
leiðinni að fólkið ætti að greiða
fyrir þetta með nýjum og auknum
sköttum er hætt við að tvær grím-
ur rynnu á marga. Ef fólk væri
spurt hvort það vildi lægra vöru-
verð með lækkun virðisaukaskatts
eða lægri tekjuskatta jafnvel þó
það bitnaði að einhverju leyti á
félagslegri þjónustu er ég sann-
færður um að margir mundu svara
öðruvísi. Fólk er í auknum mæli
farið að átta sig á því að það borg-
ar sjálft fyrir velferðarkerfíð. Pen-
ingunum rignir ekki af himnum!
Minnkandi fjárfesting -
atvinnuleysi
Þess sjást þegar merki að at-
vinnulífíð sé að sligast undan skött-
um. Fjárfesting hefur minnkað
hættulega mikið og jafnvel svo að
við íslendingar erum að afskrifa
vélar og verksmiðjur, sem veita
okkur atvinnu, meira en sem nem-
ur fjárfestingunni. Afleiðingin er
aukið atvinnuleysi, sem er atvinnu-
leysingjum mikið böl og kostar
þjóðina allt of mikið. Þessu þarf
að snúa við. Við verðum að örva
vilja fyrirtækja og einstaklinga til
að fjárfesta í atvinnulífinu með
•lægri skattheimtu til þess að vinna
bug á atvinnuleysisvofunni. Og við
verðum að örva frumkvæði og
dugnað einstaklinga í stað þess að
drepa hvort tveggja með of háum
sköttum.
Skattbyrði launafólks
Undanfarið hef ég hitt margt
launafólk, sem kvartar sáran undan
þungri skattbyrði. Menn geti sig
ekki hreyft. Sumir sögðust hafa
haft það fjárhagslega best meðan
þeir voru í námi. Ef
menn leggja á sig yfir-
vinnu fer stór hluti
launanna í skatta.
Skattbyrði er slík að
menn, sem hafa háar
tekjur, segjast ekki
hafa efni á því að fara
í bíó. Yngra fólk talar
um að yfirgefa skerið.
Erum við að flæma
fólk í burtu?
Allt er orðið tekju-
og eignatengt. Vaxta-
bætur, barnabótar-
auki, meðalakostnað-
ur, námslán og húsa-
leigubætur. Eins og
fólk sé ekki búið að borga skatta
af tekjum sínum og eignum.
Sýnu verst _ er almannatrygg-
ingakerfið. Áratuga iðgjalda-
greiðslur gefa lítið sem ekkert í
aðra hönd.
Spurning mín er hógvær. Getur
verið að við höfum gengið of langt
á þessari braut? Getum við hagr-
ætt meira í velferðarkerfinu? Hver
passar upp á kostnaðinn þegar fólk
greiðir lítið sem ekki neitt fyrir
Er gætt þeirrar spar-
semi og ráðdeildar hjá
ríkinu, spyr Pétur H.
Blöndal, sem við þurf-
um að gæta heima hjá
okkur?
opinbera þjónustu, t.d. sjúkrahús-
vist og skólagöngu og veit ekki
einu sinni hvað hún kostar? Er
gætt þeirrar sparsemi og ráðdeild-
arsemi, sem við þurfum að gæta
heima hjá okkur?
Nokkur svör
Ögmundur spyr hvað ég eigi við
með því að sá sem njóti velferðar-
þjónustunnar megi aldrei bera
meira úr býtum en sá sem greiðir
hana með sköttum sínum. Velferð-
arkerfið er tekjujöfnun. Það þarf
að gæta þess að tekjujafna ekki
um of, þannig að sá sem fær t.d.
bætur frá félagsmálastofnun sé
betur settiqr en yerkamaður, sem
er skattlagður til þess að greiða
bæturnar. Þetta er því miður orðið
of algengt og dregur verulega úr
vilja manna til þess að leggja sig
fram.  .
Ögmundur spyr hvort ég vilji
láta ríkið hætta þátttöku í dýrum
læknisaðgerðum. Það nefndi ég
hvergi í grein minni og verð ég að
krefja Ögmund um að lesa ekki
meira út úr orðum mínum en ég
segi og gera mér ekki upp skoðan-
ir. Hins vegar spyr ég á móti hvers
vegna ríkið borgi mér ekki tjónið
ef ég klessukeyri bílinn minn? Eða
ef ég tapa aleigunni vegna fjárfest-
inga í áhættusömu atvinnulífi?
(Fjárfestingu, sem skapar störf!)
Mundi fólk ekki hafa sömu fyrir-
hyggju gagnvart sjúkrahúsvist og
þegar það kaskótryggir bílinn sinn?
Tryggja sig hjá tryggingafélagi.
Eðá erum við fyrirhyggjulaus börn
sem ríkið verður að hafa vit fyrir?
Höfundur er stærðfræðingur og
skipar 8. sæti é lista
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8