Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ MAGNÚS EINARSSON + Magnús Einars- son kennari var fæddur í Reykjavík 25. júní 1916. Dáinn í Reylqavík 28. mars 1995. Magnús var sonur hjónanna Einars Björnsson- ar, bónda i Laxnesi í Mosfellssveit, f. 9.9. 1887, og Help Magnúsdóttur ljós- móður, f. 19.8. ' — 1891. Hann kvænt- ist 14. 5. 1938 Lo- vísu Einarsdóttur kennara, f. 13.9. 1907. Þau skildu á árinu 1952. Börn þeirra eru: Sveinbarn, f. 20.12. 1939, d. 19.6. 1940, Ein- ar, varðstjóri f. 1941, kvæntur Margréti Steingrímsdóttur, eiga þau þrjú börn og búa á Gamla-Hrauni, og Helga, verkakona á Grenivík, f. 1944, hún hefur átt fimm börn. Magnús kvæntist öðru sinni 30.12. 1953 Ingibjörgu Sveins- dóttur, verslunarmanni, f. 30.12. 1917. Hún lifir mann sinn. Börn þeirra eru: 1) Sveinn Einar, húsasmiður, f. 1956. Hann er kvæntur Guð- rúnu Guðmundsdóttur. Þau búa á Kjalarnesi og hafa eignast fjögur börn. 2) Sigurbjörg Inga, saumakona, f. 1960. Hún er heitbundin Kristni Ragnari Jóhanns- syni. Þau eru bú- sett í Reykjavík. Sigurbjörg á einn son. 3) Oddný Sig- rún, hjúkrun- arnemi, f. 1961, gift Ingimundi Guðmundssyni. Þau eru búsett á Kjalarnesi. Magnús stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og Kennraraskóla Islands, lauk kennaraprófi 1937. Síðan kenndi hann á Brúarlandi í Mosfellssveit eitt ár, á Suður- eyri í Súgandafirði þrjú ár og á Seltjarnarnesi tvö ár. Haust- ið 1943 hóf hann kennslu við Laugarnesskólann og kenndi þar til 1974 er hann lét af kennslustörfum. Síðan starfaði hann hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur allt til starfsloka. Utför Magnúsar verður gerð í dag frá Fossvogskirkju og hefst athöfnin kl. 13.30. Að morgni 28. mars kvaddi Hann var afskaplega hlýr og elskulegur móðurbróðir okkar höfðinglegur alla tið við okkur þennan heim og fór á vit nýrra systkinin. Frændrækni og tryggð ævintýra. voru honum í blóð borin. Þegar mæta aJlir í kosnin^alofann 10, íliöina á Naustinu). alla dagakl. 16-22. Heitt á könnunni og kalií krananuml BETRA ÍSLAND Gluggatjaldaefni Vorum að taka upp stórglæsileg, vönduð spænsk satin gluggatjaldaefni, ein/it og einlit mynstruð, í mörgum Jitum. Breidd 140 cm. Þvottekta og straufrí. Verð einlit kr. 830 metrinn Verð einlit mynstruð kr. 960 metrinn MINNINGAR hugurinn reikar til baka er sterkust minningin um Magga frænda, þeg- ar hann sat í eldhúsinu á Litlalandi á sunnudagsmorgnum og las upp frumsamin ljóð fyrir okkur heimilis- fólkið og auðvitað sérstaklega fyrir systur sína. Maggi hafði sérstak- lega næmt tóneyra og samdi mörg falleg lög. Hann var hrókur alls fagnaðar á mannamótum og ómiss- andi í veislunum á Litlalandi. Tón- list og ljóðagerð áttu hug hans allan og spilaði hann og söng fram til síðasta dags. Mamma heimsótti hann tveimur dögum fyrir andlátið og var það hans síðasti dagur heima. Settist hann þá við píanóið og tók lagið og er það sú minning, sem yljar systur hans í dag. Það var alltaf stutt í glettnina þrátt fyrir erfið veikindi eins og við urð- um vitni að í heimsóknum okkar með mömmu á spítalann. Maggi og mamma voru aðeins tvö systkinin og áttu þau einnig uppeldisbróður, Aðalbjöm Halldórs- son, sem nú er látinn. Maggi og mamma voru afar náin og deildu sorg og gleði í gegnum langt líf. Margt var skrafað í sunnu- dagsheimsóknum Magga á Litla- landi og síðar í Urðarholtinu. Höfð- um við krakkamir gaman af að hlusta á þau systkinin rökræða. Sammála voru þau sjaldan, þau höfðu bæði ákveðnar skoðanir og stóðu fast á sínu. Ávallt enduðu þessar umræður þó með því að bæði hlógu dátt. Með þessum kveðjuorðum þökk- um við þér, elsku frændi, fyrir sam- fylgdina í þessum heimi. Elsku Ingibjörg, þú stóðst ætíð við hlið hans sterk og staðföst sem bjarg í gegnum lífið og sérstaklega í veikindum hans. Vottum við þér og Börnum ykkar samúð okkar svo og Einari og Helgu, börnum Magga frá fyrra hjónabandi. Fyrir hönd systkinanna frá Litlalandi, Hildur Jörundsdóttir, Halla Jörundardóttir. samviskusemi, manngæska og hjartahlýja voru leiðarljósin í kennslustarfínu, ásamt einlægri trú. Þau fróðleiksfræ, sem hann sáði meðal nemenda sinna, uxu og döfnuðu undir handleiðslu hans, því Magnús hafði einstaklega gott lag á að glæða þekkingarþrá þeirra. Kennsla var Magnúsi svo eiginleg, að nemendur urðu varla varir við að hann þyrfti að beita sér til að halda uppi aga. Áhugi hans smitaði frá sér og eru mér margar minning- ar hugstæðar frá kennslu hans. Það var sama hvort kennslugreinin var skrift, lestur, reikningur, kristin fræði eða íslandssaga, allt fór hon- um þetta jafnvel úr hendi. Magnús var ákaflega hneigður fyrir tónlist og lék vel bæði á píanó og orgel. Nutu nemendur Laugar- nesskóla þess ekki síst með „morg- unsönginn" sem var ein af hefðum skólans og margir munu minnast með hlýju. Það var Magnúsi mikið metnað- armál að undirbúa nemendur sína fyrir alvöru lífsins, ef svo má að orði komast. Hann brýndi fyrir okk- ur bömunum mikilvægi allra starfa í þjóðfélaginu og að allir störfuðu af heilum hug, samviskusemi og kostgæfni. Það vom, tel ég, háns einkunnarorð. Það er mikil gæfa fyrir skóla að hafa á að skipa góðum kennurum. Fyrir nemendur getur góður kenn- ari skipt meira máli en auðvelt er að gera grein fyrir í stuttu máli. Magnús Einarsson var meira en góður kennari, hann var úrvals- kennari. Vil ég að lokum þakka honum fyrir allt, en við nemendur hans heiðrum minningu hans best með því að hlúa áfram að því sem hann miðlaði okkur, og taka hann okkur til fyrirmyndar í uppeldismál- um. Eiginkonu hans, börnum og ættingjum votta ég mína dýpstu samúð, en minningin um Magnús Einarsson mun lifa um ókomin ár í hjörtum nemenda hans. Egill H. Bragason. Ég vil minnast Magnúsar Einars- sonar kennara, með nokkrum fá- tæklegum orðum. Hann var kenn- ari minn við Laugamesskóla í Reykjavík á árunum 1967 til 1969. Honum á ég mikið að þakka, eins og aðrir nemendur hans. Haustið 1967 hóf ég skólagöngu í Laugamesskóla, því ég flutti milli skólahverfa, úr Hlíðunum í Laugar- nesið, til afa og ömmu sem bjuggu við Laugateiginn. Það var gæfa mín að fá Magnús Einarsson sem kennara. Hann var miklum og góð- um kostum búinn, bæði sem kenn- ari og sem maður. Magnús lét sér ákaflega annt um nemendur sína og gerði oft margt umfram það sem skyldan bauð í þeirra þágu. Hann var kennari af hugsjón, þar sem Með Magnúsi er hniginn í valinn ötull liðsmaður úr röðum íslenskra kennara að loknu starfí, löngu og giftudijúgu. Honum var margt til lista lagt og hann var gæddur hæfí- leikum, sem reynast hveijum kenn- ara notadijúgir, kunni þeir með að fara. Hér verður mér hugsað til list- fengi hans á ýmsum sviðum. Ekki verður sagt að listagáfa hans félli öll í einn farveg. Miklu fremur má segja að hún greindist í ólíka strauma, er þó fléttuðust saman á ýmsa lund. Það átti víst ekki fyrir honum að liggja að verða afreks- maður á afmörkuðu sviði, en hann lagði gjörva hönd á margt og reynd- ist farsæll í starfi, vinsæll og vel metinn. Sound faaigiHa H Tæknival Skeifunni 17 • Sími 568-1665 • Fax 568-0664 Magnús var drátthagur með ágætum. Sá hæfileiki er hveijum kennara ómetanlegur. Hann var líka orðhagur og prýðilega máli farinn. Að vísu kvaddi hann sér ekki hljóðs á hveijum mannfundi, hafði sig ekki í frammi að tilefnis- lausu. En fyndist honum ástæða til, átti hann létt með að koma skoð- un sinni á framfæri í stuttu máli og skýru. Enn var Magnús hag- mæltur í betra lagi en hélt ekki kveðskap sínum mjög á lofti. Þó bar það við að hann færi með vel gerða vísu svo að félagar hans heyrðu. Þar var einatt snoturlega kveðið. Vonandi hefur hann haldið einhveiju af því til haga. Segir mér svo hugur, að þar kunni að leynast ljóðperlur. Þá víkur sögu að tónlistariðkun Magnúsar. Á því sviði var hann vafalaust góðum hæfileikum búinn. Ekki leikur vafi á því að þeir hafa komið honum að góðu liði í skóla- starfínu. En það vakti einkum at- hygli þeirra, er til þekktu, að sjálf- ur lagði hann stund á sönglaga- smíð. Hann samdi m.a. lög við nokkur ljóð samkennara síns, Jens Hermannssonar, auk þess sem hann gerði lög við sín eigin ljóð. Ég minn- ist þess að hann orti afmælisljóð og lag til skólastjórans okkar, Jóns Sigurðssonar, þegar hann var sjö- tugur. Þetta lag var svo sungið í afmælishófí sem honum var haldið í skólanum. Það bar einnig til tíð- inda á sjötugsafmæli Magnúsar, að nokkrir vinir hans úr hópi söng- manna og -kvenna birtust í sam- kvæminu undir forystu Garðars Cortes og sungu nokkur af lögum hans, sem þeir höfðu æft af þessu tilefni. Það vissi ég að Magnúsi þótti vinarbragð. Magnús átti auð: velt með að fá fólk til að syngja. í samkvæmum átti hann það til að drífa _upp fjöldasöng öllum að óvör- um. Á yngri árum fékkst hann líka við að æfa og stjórna kórum áhuga- hópa og átthagafélaga. Kynni okkar Magnúsar hófust fyrst er hann réðst til kennslustarfa við Laugamesskólann haustið 1943, en þar hafði ég þá starfað um tveggja ára skeið. Ekki urðu kynni okkar fyrstu árin meiri en gerist og gengur um samstarfs- menn á nokkuð fjölmennum vinnu- stað. Á því varð þó nokkur breyting er fram liðu stundir. Um þessar mundir vorum við báðir í húsnæðis- hraki. Þá vildi svo til um sumarið 1945 að gamalt timburhús á Kirkju- sandi varð laust úr höndum breska setuliðsins, sem þá hvarf af landi brott. Hús þetta var illa farið af elli og vondri meðferð. Við Magnús áttum þó fárra kosta völ. Því tókum við það ráð, að fengnu leyfi eigand- ans, að freista þess að dytta svo að hússkrifli þessu að þar mætti hafast við uns önnur lausn fyndist. Hér þarf ekki að orðlengja það, að okkur tókst að ljúka þessu verki áður en vetur gekk í garð, enda unnum við að því öllum stundum, oft af nokkru harðfylgi. Þama kom hagleikur Magnúsar og verklagni okkur að góðu haldi og margt hand- takið gat ég lært af þvi að fylgjast með, hvernig hann hitti naglann á höfuðið. Þegar sigur var unninn í þessari glímu áttu fjölskyldur okkar húsaskjól á þessum stað um nærri tveggja ára skeið. Þama áttum við reyndar furðugóða daga. Þó að þröngt væri setið kom það ekki að sök, enda tókst þarna vinátta með fjölskyldum okkar og hefur hún haldist allt til þessa dags, nærfellt hálfa öld. Því verður mér nú hugsað til liðinna daga á kveðjustund. í afmæliskveðju Magnúsar til Jóns Sigurðssonar, sem áður er getið, kemst hann svo að orði á einum stað: Þú skildir þá nauðsyn að sá með varúð í barnshjartans viðkvæma reit og víkja þar illgresi frá. Þessa nauðsyn skildi Magnús sjálfur án alls efa af næmleik hug- ans. Því gat hann kvatt þennan heim, þegar kallið kom, sáttur við hlutskipti sitt. Hann hafði skilað sínu dagsverki. Blessuð sé minning hans. Kristinn Gíslason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.