Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 C 5 KÖRFUKNATTLEIKUR Valur Ingimundarson Njarðvíkingur „Við erum í skýjunum" Við erum í skýjunum núna. Við sýndum hvers við erum megn- ugir í þessum leik. Þetta var spennu- leikur en við héldum Frímann alltaf rónni og við Ólafsson fórum ekki út í neina skrifarfrá vitleysu. Við vissum Grindavík fyrirfram að leikurinn yrði spennandi og sigurinn er ekki síður sætari eftir framlengingu," sagði Valur Ingimundarson þjálfari og ieikmaður íslandsmeistara Njarð- víkur. Hann er nú að leiða liðið til sigurs annað árið í röð — á öðru ári sínu sem þjálfari þess. Margir hafa sagt að það hljóti að koma að því að Valur leggi skóna á hilluna. „Nei það vona ég ekki. Ég hef svo sem ekkert hugsað út í það en allt kemur til greina," sagði Valur. Byrjunarliðið var talsvert frábrugð- ið því sem það hefur verið venjulega. Var þetta þaulhugsað hjá þér? „Við höfum það mikið af mann- skap að mér fannst tilvalið að breyta byrjunarliðinu talsvert, því menn fá oft aukið sjálfstraust ef þeir fá að byija og leika þá betur en ella. Með þessu vildi ég fá nokkra leikmenn meira inn í leikinn, og ég held það hafí tekist. Við sem hvíldum höfðum sjálfstraustið í lagi þannig að við þurftum ekkert að vera í byrjunar- liðinu. Mér finnst það heldur ekki skipta máli hverjir byrja, ef hópurinn er nægilega sterkur," sagði Valur. Grindvíkinga er framtíðin „Það eru náttúrulega heilmikil vonbrigði að tapa í annað sinn á heimavelli eftir að hafa verið yfír í lokin,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn á laugardaginn. „Það er einnig sárt fyrir Grindavík að horfa upp á annað lið taka bikar- inn á þessum velli annað árið í röð. Við áttum möguleika í lokin að halda forystunni og þá hefði allt geta gerst, þá hefði stressið verið komið yfir á Njarðvíkinga á heimavelii en því miður náðum við ekki að klára þetta. Grindavíkurliðið er þó að skapa sér nafn í körfuboltanum og er meðal þeirra stærstu. Það hefur tekið gríð- arlega miklum framförum á undan- förnum tveimur árum og með frá- bærum áhorfendum, sem ég vil meina að séu litskrúðugustu og bestu áhorfendur sem eru til, á liðið eftir að ná lengra. Ég held að Grindavík sé ekki búið að segja sitt síðasta í körfuknattleiknum, þeirra er fram- tíðin," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson. Lokahóf á morgun LOKAHÓF körfuknattleiks- fólks verður haldið í Stapanum í Njarðvík á morgun, síðasta vetrardag og opnar húsið kl. 19. Morgunblaðið/Bjarni Það tókst! RONDEY Roblnson fagnar Innllega. Hann lék mjög vel f úr- slitakeppninnl — hefur reyndar verlö kjölfesta í llði Njarðvík- Inga síðan hann kom fyrst tll þelrra fyrir fimm árum. Rondey lík- lega áfram |iklar líkur eru á því að Rond- ey Robinson leiki áfram .með Njarðvíkurliðinu en hann hafði lýst því yfir að hann hefði hug á því að reyna fyrir sér í Evrópu. Hann var að ljúka fimmta keppnis- tímabilinu með Njarðvík og eru menn þar mjög ánægðir með vinnuna sem hann Frimann Ólafsson skrifar frá Grindavik skilar. Ólafur Eyjólfsson formaður körfuknattleiksdeildar UMFN sagði við Morgunblaðið að Rondey væri jákvæður á að endurnýja samning sinn við Njarðvíkurliðið. Hann hefði verið með vangaveltur um hvort fólkið vildi sig áfram. Ólafur sagði að þeir í Njarðvík væru mjög ánægðir með Rondey og mikill vilji fyrir því að halda í hann. Það væri mikill akkur fyrir liðið að hafa hann innanborðs því Rondey væri mjög sterkur leik- maður og félli vel inn í Njarðvík- urliðið. Rondey sagði sjálfur við Morgunblaðið að framtíðin væri óráðin. „Ég fer heim núna en ég veit ekki hvað ég' geri eftir það. Ég reyni kannski fyrir mér í Evr- ópu en það verður að ráðast.“ Það hefur einnig flogið fyrir að Teitur Örlygsson ætli að leita fyr- ir sér með öðru liði. „Það eru áreiðanlega mörg lið á höttunum eftir Teiti en við munum gera allt til að halda í hann. Hann er að skila einu sínu besta tímabili sam- kvæmt tölfræðinni og við viljum hafa hann áfram í okkar röðum,“ sagði Ólafur. Get ekki annað en verið ánægður „ÉG GET ekki annað en verið ánægður núna. Þetta er búið að vera langt og erfitt tímabil. Grindavík er með gott lið og gott að vinna það í þessum leik því það er aldrei að vita hvernig sjöundi leikurinn hefði farið ef skotmennirnir þeirra hefðu farið í gang. Þessir leikir hafa verið erfiðir í úrslitunum og miklar sveiflur hjá liðunum. Liðin voru að vinna með 10 stigum til skiptis og síðan komu jafnir leikir," sagði Rondey Robinson Njarðvíkingur. Morgunblaðið/Bjami Var karfan „góð“? KRISTINN Albertsson dömarl skoðar endursýningu af sfðasta sekúndubrotlnu hjá þelm Valtý Blrnl Valtýssynl og Elnarl Bollasynl, sem lýstu lelknum belnt á Stöð 2. Dómaramir í sviðsljósinu ÞAÐ mæddi mikið á dómurun- um I úrslitakeppninni í körfu- knattleik. Eins og undanfarin ár hafa þeir komist vel frá flest- um leikjunum þó svo menn verði að sjálfsögðu aldrei sammmála þeim um hvern einasta dóm. Það hlýtur að vera einskær tilviljun að Kristinn Albertsson, annar dómarinn í siðasta leik Njarð- víkinga og Grindvíkinga lendir tvívegis í því að úrskurða um hvort dæma ætti körfu, sem gerð var á síðasta sekúndubroti leiks, gilda eða ekki. í bæði skiptin var um körfur að ræða sem hefðu breytt úrslitum leiks- ins. Fyrst varð Kristinn að skera úr um hvort þriggja stiga karfa frá Jóni Kr. Gíslasyni væri gild. Þetta gerðist í fyrsta leik UMFG og Keflavíkur í undanúrslitun- um í íþróttahúsinu í Grindavik. Kristinn ákvað að karfan væri ekki gild og Grindvíkingar fögn- uðu 74:71 sigri og náðu foryst- unni í rimmu liðanna. Á laugardaginn lenti Kristinn aftur i því sama, á sama stað. Marel Guðlaugsson skoraði sek- úndubroti áður eða eftir að klukkan gall. Kristinn, sem aðal- dómarí, varð að skera úr um hvort karfan værí gild eða ekki. Haim dæmdi körfuna ekki góða og því varð að framlengja. Kristínn skoðaði atvikið í hægrí endursýningu á Stöð 2 áður en hann tók ákvörðun. „Það þjálpaði mér ekkert að skoða þetta á Stöð 2,“ sagði Kristinn við Morgunbiaðið eftir leikinn. Skoðanir manna voru skiptar, virtust fara eftír því með hvoru liðinu menn héldu, en er hægt að vera alveg viss í svona stöðu? „ Já, auðvitað getur maður verið alveg viss,“ sagði Kristínn. Teiturjafnaði með þriggja stiga körfu Vanur þessu TEITUR Örlygsson jafnaði metin fyrir Njarðvíkinga með glæsilegri þriggja stiga körfu þegar 12 sek- úndur voru eftir af venjulegum leik- tíma, og var það ekki í fyrsta skipti sem hann gerir þetta. „Nei, ég hef gert þetta nokkrum sinnum áður, sérstaklega í vetur. Maður er orðinn vanur þessu og þó ég hafi verið búinn að reyna þijú önnur þriggja stiga skot sem mistókust var ég alls ekki ragur,“ sagði Teitur. Þið tókuð þrjú sóknarfráköst í þessari sókn. Það vegur þungt er ekki svo? „Jú auðvitað. Þeir urðu að spila utarlega á móti okkur til að við gætum síður skotið þriggja stiga skotum. Ég var í þannig aðstöðu þegar Rondey skaut að ég sá strax að hann myndi ekki hitta og náði því frákastinu. Ég hugsaði með mér þegar við lögðum af stað í sóknina að við gætum gert tvö stig og reynt síðan að bijóta á þeim, en það fór svo langur tími í öll þessi skot hjá okk- ur að það kom ekkert annað til greina en fara út fyrir þriggja stiga línu og skjóta þaðan,“ sagði Teitur. Teitur sagðist hafa haldið að karfa Marels í lokin væri „góð“ og liðin þyrftu því að mætast sjöunda sinni í Njarðvík. „Mér fannst eins og karfan væri góð, en það er auð- vitað ekki að marka því maður er ekki með hugann við þetta ná- kvæmlega. Kristinn var ekki í nein- um vafa og mér finnst aðdáunar- vert að þetta er í annað sinn sem dómararnir lenda í þessu í úrslita- keppninni og hafa haft rétt fyrir sér í bæði skiptin."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.