Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 3
2 B MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 ÚRSUT HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ Keila KR vann Keilulandssveitina 2248:2243 í gærkvöldi og er staðan 2:2. Hreinn úrslita- leikur fer fram kl. 20 í Keiluhöllinni. Handknattleikur EM heyrnarlausra Mótið er haldið í Framhúsinu við Safamýri: Ítalía - Króatía...............17:14 Danmörk - Þýskaland.............9:19 f sland - Svíþjóð..............26:16 Mörk íslands: Olgeir Jóhannesson 6, Hjálm- ar Pétursson 6, Bernharð Guðmundsson 5, Jóhann Ágústsson 5, Jón Baran 4. Staðan Þýskaland............2 2 0 0 48:33 4 Ítalía...............2 2 0 0 41:29 4 ísland...............2 1 0 1 45:36 2 Danmörk..............2 1 0 1 29:38 2 Króatía..............2 0 0 2 38:46 0 Svíþjóð..............2 0 0 2 31:50 0 ■í DAG: Svíþjóð - Þýskaland (kl. 17), Danmörk - Króatía (19), ísland - Ítalía (21). Knattspyrna Æfingaleikur Fortuna Köln - KR................1:3 Mihajlo Bibercie 2, Guðmundur Bene- diktsson. Æfingamót U-18 ára á Ítalíu Moldavía - ísland................1:2 - Kjartan Antonsson 2. Grikkland - ísland...............4:0 Frakkland Undanúrslit í bikarkeppninni: París St Germain - Marseille.....2:0 Ricardo (4.), George Weah (33.). 43.211. Ítalía Undanúrslit í bikarkeppninni: Juventus - Lazíó................2:1 Giancarlo Marocchi (47.), Roberto Cravero (89.) — Giuseppe Signori (15.). ■Juventus vann samanlagt 3:1 England Úrvalsdeildin: Wimbledon - Chelsea.............1:1 John Goodman (57.) — Frank Sinclair (37.). 7.022. Ipswich-QPR......................0:1 - Ferdinand (68.). 11.767. Tottenhapi - Man. City...........2:1 Howells (53.), Klinsmann (86.) — Rösler (49.). 27.410. 1. DEILD: Bolton - Luton..................0:0 Skotland Undanúrslit bikarkeppninnar: Celtic - Hibs...................3:1 Willie Falconer (31.), John Collins (45.), Phil O’Donnell (63.). •Celtic mætir Airdrie í bikarúrslitum á Hámpden 27. maí. Körfuknattleikur Evrópukeppni meistaraliða Undanúrslit í meistarakeppni Evrópu, leikið i Zaragosa á Spáni. Real Madrid - Limoges (Frakkkl.)....62:49 Olympiakós - Panathinaikos.....58:52 Bæði liðin frá Grikklandi. NBA-deildin Charlotte - Boston...........119: 95 Minnesota - Denver...........107:114 Dallas - Golden State........112:123 Skí— ftþjóðamót á Akureyri Icelandair Cup, haldið í Hlíðarfjalli við Akur- eyri í gær. Svig karla: 1. Uros Pavlovicic, Slóveniu....1.43,63 (53,66-49,97) Fis-stig..........37,49 2. Matjaz Stare, Slóveníu.......1.45,34 (54,35-50,99)...................46,90 3. Áslak Ottar, Noregi..........1.46,30 (54,75-51,55)................. 52,18 4. SigurðurM. Sigurðss., R......1.49,91 (57,69-52,25)................. 69,42 5. Eggert Óskarsson, Ólafsf.....1.49,99 (57,92-52,07)...................72,47 6. ValurTraustason, Dalvík......1.50,44 (57,84-52,60)...................74,95 7. Sveinn Brynjólfsson, Dalvík..1.50,64 (57,69-52,95)............... 1.50,64 8. Jóhann B. Gunnarss., ísaf....1.50,82 (57,54-53,28)...................77,04 9. Egiíl Birgisson, Reykjav.....1.51,29 (57,11-54,18)...................79,62 10. Jóhann H. Hafstein, Reykjav..1.51,66 (58,16-53,50)...................81,66 11. Gabriel Hottegindre, Frakkl..1.54,18 (59,00-55,18).................,.95,52 12. Jóhann F. Haraldss., Reykjav.1.54,48 (59,31 -55,17)..................97,17 13. Elmar Hauksson, Reykjav......1.54,98 (59,96-55,02)...................99,92 14. GuðmundurÁsgeirss., R........1.57,53 (62,27-57,26)..................124,95 15. AndreasTörnblom, Svíþjóð.....2.00,26 (62,04-58,24)..................129,07 Stórsvig kvenna: 1. Ásta S. Halldórsd., fsaf......2.06,42 (62,39-64,03) Fis-stig.............30,95 2. Trude Gimle, Noregi...........2.06,57 (62,27-63,30.......................31,88 3. Trine Bakke, Noregi...........2.08,24 (62,56-65,68)......................42,19 4. Theodóra Mathiesen, Reykjavík ...2.11,80 (64,44-67,36)......................64,12 5. BrynjaÞorsteinsd., Akureyri...2.13,76 (66,03 - 67 73)....................76,24 6. Hrefna Óladóttir, Akureyri....2.18,00 (67,44-70,56).....................102,40 7. Þóra Sveinsdóttir, Akureyri...2.19,28 (68,74 -70,54)....................110,30 8. Hallfríður Hilmarsd., Ak......2.20,73 (69,72-71,01)....................119,2.4 9. Sigríður Flosadóttir, ísaf....2.23,09 (70,86-72,22).....................133,74 10. Anna Antonsdóttir............2.27,51 (73,35-74,16).....................161,07 Morgunblaðið/Kristinn BERGSVEINN Bergsveinsson verður aðalmarkvörðurinn gegn Japan í kvöld. Hann hefur einu sinn! áður leikið gegn Japönum — á Flugleiðamótí 1990. Vitum Irtið um jápanska liðið" i» Þeir leika ÞORBERGUR Aðalsteinsson varldi í gærkvöldi þá flórtán leikmenn, sem mæta Japan í Smáranum í kvöld. Markverðir: Bergsveinn Bergsveinsson, UMFA Sigmar Þröstur Óskarsson, KA Homamenn: Konráð Olavson, Stjömunni Gunnar Beinteinsson, FH Valdimar Grímsson, KA Bjarki Sigurðsson, Víkingi Línumenn: Gústaf Bjamason, Haukum Birgir Sigurðsson, Víkingi Leikstjórendur: Dagur Sigurðsson, Val Jón Kristjánsson, Val Skyttur: Júlíus Jónasson, Gummersbach Patrekur Jóhannesson, KA Einar G. Sigurðsson, Selfossi Ólafur Stefánsson, Val „VIÐ vitum lítið sem ekkert um styrkleika japanska liðsins, en ég reikna með að Japanir leiki svipaðan og áður — hraðan handknattleik," sagði Þorberg- ur Aðalsteinsson, landsliðs- þjálfari íslands. „Það er ágætt að vita ekki of mikið um and- stæðinginn, því að þá leggjum við meira upp úr eigin leik.“ ísland og Japan mætast í Smár- anum í Kópavogi í kvöld — í fjórtánda landsleik þjóðanna. Síðast þegar Japanir léku hér á landi, var það á Flugleiðamót- inu í árslok 1990. Þeim leik lauk með sigri íslenska liðsins 24:19, en fyrr á árinu stjórnaði Þorbergur landsliðinu til sigurs, 27:19, gegn Japan á Friðarleikunum í Seattle. Guðmundur Hrafnkelsson átti þá stórleik í markinu og varði 24 skot, Héðinn Gilsson skoraði flest mörk, eða sex. Á Flugleiðamótinu lék Sig- urður Bjarnason aftur á móti aðal- hlutverkið og skoraði átta mörk. Japanir hafa á undanförnum árum verið að byggja upp landslið fyrir Ólympíuleikana í Atlanta 1996 — þeir hófu uppbyggingu sína eftir HM í Tékkóslóvakíu, þar sem þeir urðu í næst neðsta sæti. Japanir léku í B-keppninni í Austurríki 1992 og sýndu ekki neinar rósir — töp- uðu 32:22 fyrir Pólverjum í keppni um ellefta sætið. „Japanir leika svipaðan hand- knattleik og Suður-Kóreumenn, sem við leikum með í riðli í heims- meistarakeppninni — eru fljótir og líkamlega sterkir. Leikirnir gegn þeim er því góð æfing fyrir okkur,“ sagði Þorbergur. Landsleikir í handknattleik hafa farið fram á Fyrsti landsleikurinn sem fer fram á ísafirði er gegn Japönum fimmtudaginn 13. maí 1995. Þá verða liðin, upp á dag, 45 ár síðan fyrsti landsleikurinn fór fram hér á landi. Húsavík Blönduósi Akureyri Stykkishólmi Reykjavík: Á Melavelli, í Laugardalshöll, Seljaskóla, Víkinni, Austurbergi og að Hlíðarenda Akranesi gs Seltjamamesi ^ Keflavík Keflavíkur- flugvelli [ Kópavogi: í Digranesi og Smáranum Hafnarfjörður: í Kaplakrika og Strandgötu / Vestmannaeyjum Fyrsti landsleikurinn handknattleik á íslandi var leikinn gegn Finnum á Melavellinum 13. maí 1950, úrslit 3:3. Fyrsti leikurinn innanhúss var leikinn gegn Bandarikjamönnum á Keflavíkur- flugvelli 1964, úrslit 32:16. GEIR Sveinsson, fyrirliði landsliðsins, og Sigurður Sveinsson leika ekki nieð landsliðinu gegn Japönum. Geir meidd- ist í baki í úrslitaviðureignum Vals og KA og þá er Sigurður einnig slæmur i baki. Héðinn Gilsson leikurekki með i kvöld, þar sem hann er með flensu. Valdimar Grimsson mun taka við fyrir- liðabandinu. urinn á Isafirði FYRRI leikurinn gegn Japan verður í Smáranum í Kópavogi í kvöld kl. 20, seinni léikurinn á ísafirði kl. 16.30 á morgun. Það er fyrsti landsleikurinn sem leikinn er á Isafirði. Japanir verða í æfingabúðum á í safirði á föstudaginn og koma aftur suður á laugardaginn. Þess má geta að leikurinn í Smáranum er þriðji landsleikurinn þar, í hinum tveimur hafa íslendingar fagnað sigrum — 23:22 gegn Dönum og 22:20 gegn Þjóðverjum. Fyrstu landsleik- irnir gegn Japan töpuðust Islendingar og Japanir hafa leikið þrett- án landsleiki. Islendingar hafa átta sinn- um fagnað sigri, tvisvar hefur orðið jafntefli og Japanir hafa unnið þrísvar. Þeír unnu tvo fyrstu landsleiki þjóðanna — 20:19 í HM i Frakklandi 1970 og 19:18 á Ólympiuleikunum í Mtinchen 1972. Þriðji leikurinn tapaðist í Tókýó 1988, 19:22, en þá lék íslenska landsliðið fjóra leiki í Japan. Fjórir af þeim leikmönnum sem leika með liðinu nú gegn Japan, fóru ferðina þangað. Guðmundur Hrafn- kelsson, Júlíus Jónasson, Bjarki Sigurðs- son og Birgir Sigurðsson. Japanir átta sinn- um íHM JAPANIR taka þátt í HM hér á landí. Þeir hafa átta sinnum tekið þátt í HM, síðast 1990 í Tékkóslóvakíu, en þar áður sjö sinnum í röð á árunum 1961-1982. Japanir, sem urðu í fimmtánda sætí 1990 i Tékkóslóvakíu, unnu einn leík þar - 21:20 gegn Alsír, sem varð í sext- ánda og síðasta sæti. Þetta cr sama markatala og þeir unnu eina leik sinn í B-keppninni í Austurríki — gegn Bandaríkjunum. Átta leikmenn leika sinn fyrsta landsleik í ár ÁTTA landsliðsmenn fslands, sem leika gegn Japan, leika i fyrsta skipti með landsliðinu í ár —Bergsveinn Berg- sveinsson, Valdimar Grítnsson, Júlíus Jónasson, Héðinn Gilsson, Einar Gunnar Sigurðsson, Gústaf Bjamason, Ólafur Stefánsson og Birgir Sigurðsson, sem lék sinn síðasta landsleik gegn Egyptum 1992 — fyrir 43 landsleikjutn síðan. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 B '3 KORFUKNATTLEIKUR Rondey Robinson bestur í vetur að mati Morgunblaðsins Eðlislægt að leggja mig alltaf eins vel framogégget RONDEY Robinson, miðherj- inn sterki í íslandsmeistaraliði Njarðvíkur, var besti leikmað- ur úrvalsdeildarinnar íkörfu- knattleik í vetur að mati íþróttafréttamanna Morgun- blaðsins og tók við viðurkenn- ingu frá blaðinu af þvítilefni í gær. Rondey er 27 ára, fædd- ur 14. maí 1967 í Chicago í Bandaríkjunum. Hann er ógift- ur. J^ondey hefur nú leikið í fimm vetur með liði Njarðvíkinga og hefur lýst því yfir að hann hygg- ist söðla um og reyna fyrir sér á meginlandi Evrópu. Hann nefnir Belgíu og Portúgal sem möguleika í því sambandi. Morgunblaðið greindi hins vegar frá því í gær að miklar líkur væru á að Rondey kæmi enn á ný næsta vetur til liðs við Islandsmeistarana. „Það yrði gott að hætta nú; eftir svo góðan árangur liðsins. Fólk man þá eftir mér eins og ég stóð mig í vetur. En ég veit auðvitað að ef ég fer á nýjan stað gæti það orðið erfitt — gæti tekið ein tvö ár að aðlagast nýju umhverfi og eftir þann tíma væri kannski tímabært að hætta! Ég veit því í raun ekki hvað verður — það getur vel verið að ég komi aftur.“ Rondey kom fyrst til landsins sem þjálfari og ieikmaður Njarðvík- inga, aðeins 22 ára. Fljótlega kom í ljós að þjálfun hentaði honum ekki og Friðrik Rúnarsson, núver- andi þjálfari Grindvíkinga, sem þá lék með Njarðvíkingum, lagði skóna á hilluna og tók við stjórn liðsins. En Njarðvíkingar héldu Rondey sem leikmanni og sjá ekki Rondey Robinson 1994-1995 45 leikir í deildarkeppni og úrslitakeppni VtN m Meðalt. íleik STIG ALLS: 1,085 24,1 Körfur innan teigs Skot utan teigs 3ja stiga körtur Vítaskot Fráköst alls - Varnariráköst Kðrfur/Skot 437/676 20/46 4/9 159/323 383 Hlutfall 65% 42% 44% 49% Meðaltal íleik 12,4 8,5 - Sóknariráköst W H175 3,9 " - VliQldi Meðaltal ileik Varin skot 4 1,4 Stoðsendingar ■ ■/ P|121 2,7 Bolta náð 125 2,8 Boita tapað 100 2,2 Vlllur Fjöldi 131 Meðaital í leik 2,9 eftir því. Hann segist hins vegar ekki stefna að þjálfun á ný síðar: „Ég er ekki nógu mælskur til þess,“ segir hann einfaldlega. Robinson er 1,96 metrar á hæð og segir það varla nóg til að leika í stöðu miðherja. „Þess vegna tók ég upp á því að lyfta lóðum fyrir nokkrum árum, til að styrkja mig. Ég lyfti fjórum til fimm sinnum í viku.“ Þær æfingar hafa sannar- lega skilað sér. Hann er griðarlega sterkur og þess vegna erfiðari við að eiga undir körfunni en ella. Mjög góðar skyttur Rondey telur úrvalsdeildina mun sterkari en þegar hann hóf að leika hér á landi. Liðin séu jafnari og góðir leikmenn fleiri. „Mér fínnst samt of margir leikir í deildinni sem skipta engu máli. Ég held það væri betra, ef liðin yrðu áfram 12 í deildinni, að spila bara einu sinni við hvert þeirra heima og að heim- an eða þá að fækka í deildinni." fj Lítill risi“ „ÞAÐ ER ekkert vandamál að segja eittvað um Rondey,“ var það fyrsta sem John Rhodes, þjálfari IR, sagði er Morgunblaðið bað hann um álit hans á Rondey Robinson. „Fyrir það fyrsta þá er hann mjög góður vinur minn, alveg frábær náungi. I vetur hefur hann leikið mjög vel og þau ár sem ég hef verið hér hefur hann sífellt leikið betur og betur. Ég held að margir vanmeti hann. Hann er ekki mjög hávaxinn en bætir það upp með styrk sínum. Þegar maður horfir á hann þá hugsar maður ef til vill að það verði ekkert vandamál að eiga við hann, en annað kemur í ljós þegar út í leikinn er komið. Hann er „lít- ill risi“ — gríðarlega erfiður mótherji, sterkur og gefst aldrei upp. Hann er mjög ákveðinn í öllu sem hann gerir og veit nákvæmlega hvern- ig á að sigra. Hann skilar alltaf sínu, í öllum leikjum og er mjög mikilvægur fyrir Njarðvík- urliðið. Ég vona bara að hann komi aftur til Islands næsta vetur,“ sagði John Rhodes. Akveðinn Morgunblaðið/Sverrir RONDEY er gífurlega ákveðinn leikmaður og fylg- inn sér. Hér sækir hann að körfu Grindvíkinga í úrslitakeppninni um íslandsmeistaratitilinn á dögunum. Óaðfinnan- legursem samherji VALUR Ingimundarson er einn fárra sem hefur bæði leikið með Rondey og á móti og hann er alveg viss að hann vill frekar vera með honum í liði. „Hann er öllu verri mótherji en samherji,“ segir Valur. „Það var alltaf númer eitt þegar við lékum á móti Rondey að reyna að stoppa hann, en það tókst yfirleitt ekki mjög vel,“ segir Valur um þann tíma er hann þjálf- aði og lék með Tindastóli. „Sem samherji_er hann óaðfínnanlegur. í þau tvö ár sem ég hef þjálfað hann hef- ur hann aldrei komið of seint á æfingar og ekki misst úr eina einustu æfingu. Hann gerir nákvæmlega það sem honum er sagt að gera og þannig vill hann hafa það. Þjálfarinn á að ráða og leik- menn eiga að fara eftir því sem þjálfarinn segir. Hann er likamlega mjög sterkur og það er hans helsti styrkleiki. Hann æfir mikið til þess að lialda þessum styrk sinum. Hann hefur einnig góða tímasetningu undir körfunni, sama hvort hann er að fara í skot eða ná frák- asti. Hann er með bestu skot- nýtinguna í deildinni og það segir sitt. Hans veikasta hlið er auðvitað vitanýtingin og svo boltameðferðin, en hann veit nákvæmlega sín tak- mörk og það hefur ekki svo lítið að segja. Annað sem er mjög gott við Rondey er að hann er mjög góður félagi, bæði inn- an vallar og ekki síður utan vallar. Hann er drengur góð- ur,“ sagði Valur. bolta, en sagðist hafa hræðst árekstrana í þeirri íþrótt og því hætt. Snéri sér þá að körfuknatt- leik og hafi strax líkað það vel. Segja megi að hann hafí því sprungið seint út sem íþróttamað- ur. j) Það kemur fram í viðtölum við leikmenn og þjálfara að Rondey sé einstaklega samviskusamur og stundvís. „Það er rétt að ég er samviskusamur. Ég er atvinnu- maður í körfuknattleik, sit heima á daginn og bíð eftir æfingum á meðan hinir strákarnir' í liðinu stunda vinnu sína. Mér finnst ég því verða að mæta á réttum tíma og leggja mig allt eins vel fram og ég get. Þetta er mér bara eðlis- lægt. Ég var alinn upp svona.“ Um íslenska leikmenn almennt seg- ir Rondey að hér sé að finna mjög góðar skyttur en skortur á hávöxn- um leikmönnum hái íslendingum. „Gummi [Guðmundur Bragason] er eiginlega sá eini sem getur tal- ist alvöru miðherji." Hann nefnir Guðmund einnig sem erfiðasta mótheijann af íslenskum leikmönn- um, er reyndar mjög fljótur til svars og brosir. John Rhodes, vinur hans hjá ÍR, er hins vegar sá allra erfið- asti við að eiga í deildinni, segir Rondey. Þegar spurt er um bestu íslendingana að hans mati telur Rondey upp Herbert Arnarson, leikmann IR og félaga sína úr Njarðvíkurliðinu, Val Ingimundar- son og Teit Örlygsson. „Þegar ég kom hingað fyrst var Valur ótrú- legur,“ segir Rondey. Valur lék þá með Tindastóii, og þegar Rondey spilaði gegn liðinu í fyrsta skipti segist hann hafa velt því fyrir sér hvern andsk... þessi leikmaður væri að gera hérlendis! Erfiðara í fyrra Rondey segir úrslitarimmuna við Grindvíkinga hafa verið erfiðari í fyrra en nú. „Við gátum þó alls ekki verið vissir um að sigra nú. Þeir unnu okkur í bikarúrslitunum og svo voru þeir með nýjan útlend- ing í úrslitakeppninni sem við viss- um ekkert hvernig yrði. Hvað mig varðar og baráttuna við Gumma er ég á því að hann hafi verið þreyttur eftir fimm erfiða leiki gegn Keflavík, þar sem hann var á móti [LeNear] Burns. Hann fékk bara tveggja daga frí eftir það áður en leikirnir við okkur tóku við. í úrslitaleikjunum var hann alltaf erfíður við að eiga í fyrri hálfleik en svo var eins og hann væri orðinn þreyttur í þeim seinni.“ Byrjaði 17 ára Rondey bytjaði ekki í körfu- knattleik fyrr en 17 ára. Hann var í hornabolta og amerískum fót- Nýjung á lokahófi körfuknattleiksmanna Leikmaður úrslita- keppninnar valinn K örfuknattleiksmenn halda lokahóf sitt í kvöld í Stapa í Njarðvík og opnar húsið kl. 19. Dagskrá hátíðarinnar verður með hefðbundnu sniði. Leik- menn í úrvalsdeild karla og 1. deild kvenna hafa kosið NIKE- liðið, bestu leikmenn í deildun- um, bestu nýliðana, bestu þjálf- arana, besta erlenda leikmann- inn, besta dómarann og þann dómara sem mestum framförum hefur tekið. Valið á þessu úr- valsfólki fór fram áður en úrsli- takeppnin hófst og því hefur KKÍ ákveðið að hafa þá nýjung að útnefna ieikmann úrslita- keppninnar. Auk þessa verða leikmenn verðlaunaðir fyrir bestan árangur samkvæmt tölu- legum upplýsingum um hina ýmsu þætti leiksins. Veislustjóri verður Svali Björgvinsson, heiðursgestur er Jón Gunnar Stefánsson, bæjar- stjóri í Grindavík og að aflokinni verðlaunaafhendingu, skömmu eftir miðnætti hefst dansleikur þar sem hljómsveitin Karma frá Selfossi leikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.