Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995   B   "3
KORFUKNATTLEIKUR
Rondey Robinson besturíveturaðmati Morgunblaðsins
Eðlislægt að leggja
mig alltaf eins
vel fram og ég get
RONDEY Robinson, miðherj-
inn sterki í ísiandsmeistaraliði
Njarðvíkur, var besti leikmað-
ur úrvalsdeildarinnar í körf u-
knattleik í vetur að mati
íþróttafréttamanna Morgun-
blaðsins og tók við viðurkenn-
ingu frá blaðinu af þvítilefni
í gær. Rondey er 27 ára, fædd-
ur 14. maí 1967 í Chicago í
Bandaríkjunum. Hann er ógift-
ur.
Rondey hefur nú leikið í fimm
vetur með liði Njarðvíkinga
og hefur lýst því yfir að hann hygg-
ist söðla um og reyna fyrir sér á
meginlandi Evrópu. Hann nefnir
Belgíu og Portúgal sem möguleika
í því sambandi. Morgunblaðið
greindi hins vegar frá því í gær
að miklar líkur væru á að Rondey
kæmi enn á ný næsta vetur til liðs
við íslandsmeistarana. „Það yrði
gott að hætta nú; eftir svo góðan
árangur liðsins. Fólk man þá eftir
mér eins og ég stóð mig í vetur.
En ég veit auðvitað að ef ég fer á
nýjan stað gæti það orðið erfitt —
gæti tekið ein tvö ár að aðlagast
nýju umhverfi og eftir þann tíma
væri kannski tímabært að hætta!
Ég veit því í raun ekki hvað verður
— það getur vel verið að ég komi
aftur."
Rondey kom fyrst til landsins
sem þjálfari og leikmaður Njarðvík-
inga, aðeins 22 ára. Fljótlega kom
í ljós að þjálfun hentaði honum
ekki og Friðrik Rúnarsson, núver-
andi þjálfari Grindvíkinga, sem þá
lék með Njarðvíkingum, lagði
skóna á hilluna og tók við stjórn
liðsins. En Njarðvíkingar héldu
Rondey sem leikmanni og sjá ekki
Rondey Robinson
1994-1995
45 leikir í deildarkeppni
og úrslitakeppni
STIG ALLS:
^\^^ Meðalt.
?     ileik
1.085   24,1
Kðrfur/Skot
Körtur innan teigs     437/676
Skot utan teigs        20/48
3ja stiga körfur         4/9
Vítaskot            159/323
Fráköstalls
- Varnariráköst
Hlullall
eftir því. Hann segist hins vegar
ekki stefna að þjálfun á ný síðar:
„Eg er ekki nógu mælskurtil þess,"
segir hann einfaldlega.
Robinson er 1,96 metrar á hæð
og segir það varla nóg til að leika
í stöðu miðherja. „Þess vegna tók
ég upp á því að lyfta lóðum fyrir
nokkrum árum, til að styrkja mig.
Eg Iyfti fjórum til fimm sinnum í
viku." Þær æfingar hafa sannar-
lega skilað sér. Hann er gríðarlega
sterkur og þess vegna erfiðari við
að eiga undir körfunni en ella.
Mjög góðar skyttur
Rondey telur úrvalsdeildina mun
sterkari en þegar hann hóf að leika
hér á landi. Liðin séu jafnari og
góðir leikmenn fleiri. „Mér finnst
samt of margir leikir ídeildinni sem
skipta engu máli. Ég held það
væri betra, ef liðin yrðu áfram 12
í deildinni, að spila bara einu sinni
við hvert þeirra heima og að heim-
an eða þá að fækka í deildinni."
„Lítill risi"
„ÞAÐ ER ekkert vandamál að segja eittvað
um Rondey," var það fyrsta sem John Rhodes,
þjálfari IR, sagði er Morgunblaðið bað hann
um álit hans á Rondey Robinson.
„Fyrir það fyrsta þá er hanii mjög góður
vinur minn, alveg frábær uáungi. I vetur hefur
hann leikið mjög vel og þau ár sem ég hef
verið hér hefur hann sífellt leikið betur og
betur. Ég held að margir vanmeti hann. Hann
er ekki mjög hávaxinn en bætir það upp með
styrk sínum. Þegar maður horfir á hann þá
hugsar maður ef til vill að það verði ekkert
vandamál að eiga við hann, en annað kemur í
h'ós þegar út í leikinn er komið. Hann er „lít-
ill risi" — gríðarlega erfiður mótherji, sterkur
og gefst aldrei upp. Hann er m. jög ákveðinn í
öllu sem hann gerir og veit nákvæmlega hvern-
ig á að sigra. Hann skilar alltaf sínu, í öllum
leikjum og er mjög mikilvægur fyrir Njarðvík-
urliðið. Eg vona bara að hann komi aftur til
íslands næsta vetur," sagði John Rhodes.
Akveðinn
Morgunblaðið/Sverrir
ROÍMDEY er gífurlega ákveðlnn leikmaður og fylg-
Inn sér. Hér sækir hann að körfu Grindvíkinga
í úrslitakeppninni um íslandsmeistaratitilinn á
dögunum.
Öaðfinnan-
legursem
samherjí
VALUR Ingimundarson er
einn fárra sem hefur bæði
leikið með Rondey og á móti
og hann er alveg v iss að hann
vill frekar vera með honum
í liði. „ Ha nn er ölhi verri
mótherji en samherji," segir
Valur. „Það var alltaf númer
eitt þegar við lékum á móti
Rondey að reyna að sloppa
hann, en það tókst yfirleitt
ekki mjög vel," segir Valur
um þann tíma er han n þj álf-
aði og lék með Tindast óli.
„Sem saniherji er hann
óaðfinnanlegur. I þau tvö ár
sem ég hef þjálfað hann hef-
ur hann aldrei komið of seint
á æfingar og ekki misst úr
eina einustu æfingu. Hanu
gerir nák væmlega það sem
honum er sagt að gera og
þannig vill hann haf a það.
Þjálfariiui á að ráða og leik-
menn eiga að fara eftír því
sem þjálfarinn segir.
Hann er líkamlega mjög
sterkur og það er hans heisti
styrkleikí. Hann æfir mikið
til þess að halda þessura styrk
sínum. Hann hef ur einnig
góða tímasetningu und ir
körfunni, sama, hvort hann
er að fara í skot eða ná frák-
astí. Hann er með bestu skot-
nýtinguna í deildinni og það
segir sitt Hans veikasta hlið
er auðvitað yftatiý tiugin og
svo boltameðferðin, en hann
veit nákvæmlega sín tak-
mörk og það hcfur ekki svo
lítið að segja.
Annað sem er mjög gott
við Rondey er að hann er
mjög góður félagi, bæði iim-
an vallar og ekkí sfður utan
vallar. Haim er drengur góð-
ur," sagði Valur.
bolta, en sagðist hafa hræðst
árekstrana í þeirri íþrótt og því
hætt. Snéri sér þá að körfuknatt-
leik og hafi strax líkað það vel.
Segja megi að hann hafi því
sprungið seint út sem íþróttamað-
ur.        "*>                ^
Það kemur fram í viðtölum við
leikmenn og þjálfara að Rondey sé
einstaklega samviskusamur og
stundvis. „Það er rétt að ég er
samviskusamur. Ég er atvinnu-
maður í körfuknattleik, sit heima
á daginn og bíð eftir æfingum á
meðan hinir strákarnir" í liðinu
stunda vinnu sína. Mér finnst ég
því verða að mæta á réttum tíma
og leggja mig allt eins vel fram
og ég get. Þetta er mér bara eðlis-
lægt. Ég var alinn upp svona."
Um íslenska leikmenn almennt seg-
ir Rondey að hér sé að finna mjög
góðar skyttur en skortur á hávöxn-
um leikmönnum hái íslendingum.
„Gummi [Guðmundur Bragason]
er eiginlega sá eini sem getur tal-
ist alvöru miðherji." Hann nefnir
Guðmund einnig sem erfiðasta
mótherjann af íslenskum leikmönn-
um, er reyndar mjög fljótur til svars
og brosir. John Rhodes, vinur hans
hjá ÍR, er hins vegar sá allra erfið-
asti við að eiga í deildinni, segir
Rondey. Þegar spurt er um bestu
íslendingana að hans mati telur
Rondey upp Herbert Arnarson,
leikmann IR og félaga sína úr
Njarðvíkurliðinu, Val Ingimundar-
son og Teit Örlygsson. „Þegar ég
kom hingað fyrst var Valur ótrú-
legur," segir Rondey. Valur lék þá
með Tindastóli, og þegar Rondey
spilaði gegn liðinu í fyrsta skipti
segist hann hafa velt því fyrir sér
hvern andsk... þessi leikmaður
væri að gera hérlendis!
Erfiðara í fyrra
Rondey segir úrslitarimmuna við
Grindvíkinga hafa verið erfiðari í
fyrra en nú. „Við gátum þó alls
ekki verið vissir um að sigra nú.
Þeir unnu okkur í bikarúrslitunum
og svo voru þeir með nýjan útlend-
ihg í úrslitakeppninni sem við viss-
um ekkert hvernig yrði. Hvað mig
varðar og baráttuna við Gumma
er ég á því að hann hafi verið
þreyttur eftir fimm erfiða leiki
gegn Keflavík, þar sem hann var
á móti [LeNear] Burns. Hann fékk
bara tveggja daga frí eftir það
áður en leikirnir við okkur tóku
við. í úrslitaleikjunum var hann
alltaf erfiður við að eiga í fyrri
hálfleik en svo var eins og hann
væri orðinn þreyttur í þeim seinni."
Byrjaði17ára
Rondey byrjaði ekki í körfu-
knattleik fyrr en 17 ára. Hann var
í hornabolta og amerískum fót-
Nýjung á lokahófi köríuknattleiksmanna
Leikmaður úrslita-
keppninnar valinn
Körfuknattleiksmenn halda
lokahóf sitt í kvöld í Stapa
í Njarðvík og opnar húsið kl.
19. Dagskrá hátíðarinnar verður
með hefðbundnu sniði. Leik-
menn í úrvalsdeild karla og 1.
deild kvenna hafa kosið NIKE-
liðið, bestu leikmenn í deildun-
um, bestu nýliðana, bestu þjálf-
arana, besta erlenda leikmann-
inn, besta dómarann og þann
dómara sem mestum framförum
hefur tekið. Valið á þessu úr-
valsfólki fór fram áður en úrsli-
takeppnin hófst og því hefur
KKÍ ákveðið að hafa þá nýjung
að útnefna leikmann úrslita-
keppninnar. Auk þessa verða
leikmenn verðlaunaðir fyrir
bestan árangur samkvæmt tölu-
legum upplýsingum um hina
ýmsu þætti leiksins.
Veislustjóri verður Svali
Björgvinsson,- heiðursgestur er
Jón Gunnar Stefánsson, bæjar-
stjóri í Grindavík og að aflokinni
verðlaunaafhendingu, skömmu
eftir miðnætti hefst dansleikur
þar sem hljómsveitin Karma frá
Selfossi leikur.
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4