Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 33 við saman á gulu bjöllunni hans afa. Þegar ég var sjö ára þurfti ég að fara í skólann eftir hádegi en mamma og pabbi unnu fyrir há- degi. Þá var ég hjá honum afa og langaafa Kristjáni á morgnana. Afi eldaði þá hafragraut fyrir mig og lét mig fá strætómiða sem ég not- aði svo til að komast í skólann. Afi var nýtinn maður og nýtti alla hluti eins vel og hann gat. Ef eitthvað bilaði var hann ekki á þeim buxun- um að henda því, heldur lagaði hann það bara. Ef varahlut vantaði fór hann út í bílskúr, sem er fuilur af allskonar nytsamlegum hlutum og fann eitthvað sem nýttist sem varahlutur. Þegar gula Ladan þeirra ömmu og afa söng sitt síð- asta tók hann flesta gagnlega hluti úr henni (ljós, púströr ög þess hátt- ar) áður en hún var send í bræðslu. Nú á seinni árum fór ég oft í heim- sókn til afa þegar amma var í vinn- unni og spjölluðum við þá gjarnan saman. Spurði hann mig alltaf hvað væri að frétta af mér og mínum og hvemig mér gengi í skólanum. Stundum steikti ég fyrir okkur hamborgara og oft bara fyrir mig því hann vildi helst bara borða skyr. Síðan borðuðum við og horfðum gjarnan á myndbandsspólu í leið- inni. Afi var mér alltaf góður. Ég lærði margt af honum og mun minnast hans svo lengi sem ég lifi. Sigurmundur Guðjónsson. í dag kveðjum við Munda, pabba hennar Önnu vinkonu okkar. Öll okkar unglingsár áttum við því láni að fagna að vera nær daglegir heimaganga hjá fjölskyldunni í Hvassaleiti 97. Þar var oft þétt setinn bekkurinn í eldhúsinu og var kaffið teygað í ómældu magni og lífsgátan ráðin. Við minnumst Munda, þegar hann á sinn hægláta og rólynda hátt heils- aði upp á okkur. Skellti hann þá gjarnan fram stöku, skjallaði okkur, yngismeyjarnar eins og hann gjarn- an kallaði okkur, hældi okkur á hvert reipi eða spjallaði um lífið og tilver- una. Hann sá gjarnan spaugilegar hliðar á hversdagsleikanum, var glettinn á sinn rólynda hátt, en allt- af tók hann okkur alvarlega. stoð. Þarna urðu þáttaskil í lífi ömmu því bróðir húsbóndans varð hennar lífsförunautur. Hann hét Karl Vilberg Karlsson frá Nesi í Norðfirði, sonur hjónanna Karls Guðmundssonar bónda og útgerð- armanns og Steinunnar Björnsdótt- ur. Amma og afi hófu síðan búskap á Skálum næsta vor. Um haustið héldu þau til Norð- fjarðar og bjuggu þar allan sinn búskap að undanskildum sumrun- um 1933 og 1934, en þá var farið að Skálum og dvalið þar sumar- langt. Afi varð síðar kaupmaður í Neskaupstað og gegndi því starfí til dauðadags, en hann lést 1961 ^ eftir löng og erfið veikindn Ömmu og afa varð tveggja barna auðið. Frumburðurinn Jón ísfeld var skírður í höfuðið á bróður afa sem hafði drukknað á Skálum haustið 1933. Þá eignuðust amma og afi dóttur sem skírð var Stein- unn í höfuðið á föðurömmu sinni og er hún móðir mín. í veikindum sínum gerði afi það sér til dægrastyttingar að skrásetja æviminningar sínar. Þar eru m.a. margar lýsingar á ömmu og á einum stað segir hann orðrétt um konu sína: „Innanhúss hefur hún ráðið öllu sjálf og hefí ég ekki þurft yfir að klaga. Bömin hafa líka hænst meira að henni heldur en mér og get ég sagt eins og Matthías: Ég sá um mitt. En hún var húss míns hjarta og húss míns yndi, hvílík móðir. Og þó að margir svannar séu góðir, með sæmri kostum færri munu skarta. Hún gerði marga mæðudaga bjarta, af mæðrum slík- um eflast lönd og þjóðir.“ Amma var hlédræg kona og heimakær. Hún var ákaflega hrifin af móðurhlutverkinu og vakti yfir velferð barna sinna. Hin löngu veik- indi afa voru henni erfið, fyrst Á þessum árum fundum við hlýju og væntumþykju streyma frá Munda rétt eins og við værum dætur hans. Við fundum að hann bar hag okkar fyrir bijósti rétt eins og eigin barna. Og fyrir það erum við þakklátar. Og nú er við setjumst niður og horfum um öxl langar okkur að þakka Munda fyrir þann velvilja sem hann sýndi okkur alla tíð. Við minn- umst þessa tíma með þakklæti í huga. Sá einn sem reynir skynja best og skilur, hve skin frá vinarhug er gott að fínna. í hjarta þér bjó fegurð, ást og ylur, sem innstu lífsins rætur saman tvinna en kærleikurinn er það ljós á leið sem lýsir skærast mannsins ævi skeið. (Ág. Böðvarsson) Við sendum Eddu, börnum henn- ar, tengdabörnum og bamabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Anna Vigdís og María. Mig langar að minnast tengda- föður míns með nokkrum orðum. Ég kynntist Munda fyrst er ég kom í „Hvassó“ fyrir rúmum fjórtán árum. Hann tók þessari fyrstu tengdadóttur sinni strax mjög vel. Mér er sérstaklega minnisstætt fyrsta sumarið mitt í Hvassó þar sem við hjónaefnin ungu drukkum kaffí með Eddu og Munda á fallegu sumarkvöldi úti í garðinum. Mundi var þá orðinn sjötugur, en hann var mjög ungur í anda og manni fannst ekki þá, né heldur síðar, nokkur leið að hugsa um hann sem gamlan mann. Þegar ég fór að venja komur mínar í Hvassó má segja að Mundi hafi verið farinn að draga úr vinnu miðað við það sem áður var, þó að hann hafí unnið ríflega fullan vinnu- dag. Hann vann nánast allan sinn starfsferil hjá Jarðborunum ríkisins, fyrst á höggborum við annan mann, og síðar á stærri borum. Þannig þurfti hann að dvelja langdvölum að heiman, en á móti kom að hann ferðaðist um landið og gat verið í tengslum við náttúruna, sem ég tel að hafi verið honum mikilvægt. Enda átti hann sér unaðsreit rétt utan við bæinn, þar sem hann hafði sinn kartöflugarð ogjarðhús. Þang- að fór hann á gulu bjöllunni sinni og var óspar á að hvetja börn sín og barnabörn að koma með sér og yrkja jörðina. Þetta var einmitt það sem mér fannst svo ríkt í fari tengdaföður míns, að hvetja okkur til að rækta garðinn okkar, vekja okkur til umhugsunar um lífíð og tilveruna. Mundi las mjög mikið, helst bæk- ur um dulræn efni og hafði gaman af því að ræða slík mál við sam- ferðafólk sitt. Aðrir þættir sem ein- kenndu Munda voru hversu mikið ljúfmenni hann var, en samt fastur fyrir, jafnvel þrjóskur. Hann var bjartsýnn, þrautseigur og nýtinn og lýstu þeir eiginleikar sér best í því þrekvirki að köma upp þessu stóra og góða raðhúsi fyrir sig og fjölskyldu sína. Heimilið í Hvassaleiti var mann- margt, sex systkini og auk þess bjó tengdafaðir Munda alla tíð á heim- ili þeirra hjóna. En síðan þá hefur fjölskyldan stækkað enn meira með tengdabömum og barnabömum. Fyrir barnabömin voru Mundi og afí Kristján ætíð fastur punktur. Afí Kristján lést fyrir tæpum þrem- ur árum og núna þegar afí Mundi er ekki heldur til staðar verður tóm- legra fyrir litlu krílin að koma í Hvassó. Mundi hafði mikið dálæti á bama- bömum sínum, sagði þeim sögur og ævintýri á meðan hann hafði heilsu til. Er hann veiktist fyrir rúmum fímm ámm þurfti hann að dveljast á sjúkrahúsi og síðar á Reykjalundi, þar sem hann náði aðdáunarverðum árangri. Mundi var alla tíð mjög heimakær og okkur var öllum ljóst hversu mikilvægt það var honum að vera heima hjá sér. Sá árangur sem hann náði í endurhæfingunni gerði honum það kleift, svo og hinn mikli stuðningur sem hann fékk frá Eddu og bömum. Að öllum ólöstuð- um var dugnaður og ósérhlífni tengdamóður minnar gagnvart öllu sem snerti velferð Munda einstök og aðdáunarverð. Elsku Mundi, ég veit að þú ert nú kominn þangað sem þér líður vel og eins og þú hefðir líklega sjálf- ur orðað það, á æðra tilverustig. Ég vil þakka fyrir þann tíma sem ég fékk að þekkja þig. Guð veri með þér. Anna Elísabet Ólafsdóttir. berklarnir, síðan krabbamein. Hún annaðist hann af stakri ástúð og eftir að hann dó bar hún aldrei sitt barr. Börnin voru þá uppkomin og fannst henni líf sitt hafa lítinn til- gang. Fannst börnum hennar og öðrum sem til þekktu að lífslöngun hennar hafi slokknað að mestu þegar hún missti manninn sinn. Eftir lát afa fluttist amma til Reykjavíkur og bjó þar allar götur síðan. Lengst af í eigin íbúð, en síðasta eitt og hálfa árið dvaldi hún að Droplaugarstöðum þar sem vel var hugsað um hana. Síðasta áratuginn glímdi amma við erfiðan sjúkdóm, þunglyndi, sem lýsti sér í stöðugum kvíða og von- leysi. Hún var þó svo lánsöm að fá hægt andlát í svefni og hlaut því þann dauðdaga sem flestir óska sér og þar með lausn frá þrautunum. Eftir að hafa rakið í stuttu máli lífshlaup ömmu minnar langar mig til að minnast þeirra stunda- sérstak- lega sem ég átti með henni, ekki síst af því að hún var mér miklu meira en venjuleg amma. Amma var nýorðin fímmtug árið sem ég fæddist. Mínar fyrstu minn- ingar um hana eru um fíngerða, fallega og hægláta konu, sem hafði hlýjan og ástríkan faðm. Hún hafði óþijótandi þolinmæði og biðlund og umhyggja hennar fyrir mér var tak- markalaus. Vegna aðstæðna minna í æsku flutti ég til ömmu sex ára gömul og bjó hjá henni í nokkur ár. Á þessum árum bundumst við sterkum tryggðaböndum sem héld- ust alla tíð. Erfitt var að horfa upp á veikindi hennar síðasta áratuginn sem hún lifði og sárt að sjá hana þjást og geta ekkert við því gert. Þjáningum hennar er nú loksins lok- ið og hún hefur fengið frið. Hafí hún innilega þökk fyrir allt. Svala Ólafsdóttir. Klara Ólafsdóttir var orðin roskin kona með langa lífsreynslu að baki þegar ég kynntist henni fyrst árið 1984. Var þá farið að bera á sjúk- dómi þeim sem henni fylgdi eftir það. Náið samband hennar og Svölu, dótturdóttur hennar og eig- inkonu minnar, gerði það að verkum að hún varð upp frá því einnig snar þáttur í lífi mínu og sona okkar hjóna. Á heimilinu var hún sjaldan kölluð annað en langamma Klara. Og nú er langamma Klara dáin. Því verður ekki breytt. Klara var ung að árum þegar hún hóf búskap með manni sínum. Líf hennar var þaðan í frá helgað manni og börnum. Það hlutverk leysti hún vel af hendi. En Klara varð ekkja árið 1961 aðeins 47 ára gömul. Mig grunar að þá hafi kom- ið brestur í lífsklukku þessarar hlé- drægu og góðu konu og hljómurinn hafi ekki að fullu orðið samur aftur. Skoruvík á Langanesi, þar sem Klara fæddist og sleit barnsskón- um, er með nyrstu byggðum á ís- landi. „Okkur skorti ekki neitt þar ...“, sagði hún við mig þegar ég hitti hana síðast er ég heimsótti hana á Droplaugarstaði, „... við höfðum nóg að bíta og brenna; egg og fugl í bjargi og rekavið á fjör- um.“ En við vitum líka að á þessum nyrstu byggðum verða myrkur löng á vetrum, en á sumrum nætur al- bjartar sem dagur. Sem ung stúlka fær Klara því þegar að reyna and- stæður ljóss og myrkurs eins og þær verða skarpastar á íslandi. Þannig var líka barátta hennar við sjúkdóm sinn þann tíma sem ég þekkti hana. Þar háðu glímu ljósið og myrkrið. Nú er þeirri glímu lok- ið og ég sé fyrir mér langömmu Klöru baðaða skæru ljósi. Þannig verður mynd hennar í huga mér. Davíð Þór Björgvinsson. HAUKUR VIGFÚSSON + Haukur Vigfús- son frá Gimli, Hellissandi, fæddist 26. desember 1913. Hann lést á Hrafn- istu í Reykjavík 20. apríl sl. Kona hans er Steinunn Jó- hannsdóttir, f. 19.2. 1917, kennari frá Löngumýri í Skaga- firði. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Jó- hann, d. 1986, kvæntur Önnu Ara- dóttur og eiga þau þrjár dætur og fjög- ur barnabörn. 2) Kistinn, kvæntur Helgu Friðriksdóttur og eiga þau þijú börn og eitt barnabarn. 3) Sigurlaug, gift Sigurjóni Kristóferssyni og eiga þau tvær dætur. 4) Vigfús, kvæntur Helgu V aldimar sdóttur og eiga þau fjögur börn. Haukur stund- aði sjómennsku meiri hluta ævinn- ar. Haukur og Steinunn bjuggu fyrst á Hellissandi en stofnuðu svo nýbýlið Lauftún út úr Löngumýri. Þau fluttu svo aftur til Hellissands uppúr 1960 og bjuggu þar þangað til fyrir fimm árum að þau fluttu að Hrafnistu í Reykjavík. Haukur verður jarðsunginn frá Áskirkju í dag, 28. apríl, og hefst athöfnin kl. 13.30. í DAG kveðjum við elskulegan afa okkar. Það er sárt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur. Við munum alltaf minnast þess þegar við komum í heimsókn á Hellissand og þið amma stóðuð úti á palli og tókuð svo vel á móti okkur. Til- hlökkunin að fara með þér út í Krossavík var svo mikil, það var skemmtilegur tími sem við áttum með þér og munum aldrei gleyma. Eftir að þið amma fluttuð á Hrafn- istu í Reykjavík urðu samveru- stundirnar fleiri og alltaf varðstu glaður og ánægður að sjá okkur, þegar við komum í heimsókn. Við tengdumst sterkari böndum í verk- falli sjúkraliða, þegar þú dvaldist hjá okkur á daginn. Og glaður varðstu þegar bakaðar voru pönnu- kökur með kaffinu. Elsku afi, við munum varðveita minninguna um þig og hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku amma, megi Guð styrkja þig í sorg þinni. Steinunn og Friðrik. Mig langar með fáum orðum að kveðja góðan vin, Hauk Vigfússon frá Gimli á Hellissandi. Margt er það sem flýgur í gegnum hugann á kveðjustund sem þessari, því margs er að minnast og margt er að þakka. Ég hef talið það gæfu mína hvað ég hef kynnst mörgu góðu fólki á vegferð minni í gegn- um lífið og er Haukur í þeim hópi. Kynni mín af þeim hjónum, Hauki og Steinunni, hófust fyrir tæpum 26 árum er við hjónin festum kaup á húsi þeirra og æskuheimili Hauks, Gimli. Tel ég þau hjón síð- an til minna bestu vina og skipti aldursmunur þar engu máli og tel ég hann til tekna fyrir mig. Hauk- ur og Steinunn voru þá að flytja í glæsilegt hús við Naustabúð 8 sem þau voru búin að byggja sér. í kringum það hús var stór og mikil garður og var hann mjög fallegur og þar kenndi „margra góðra grasa“. Þær voru ómældar stundimar sem þau hjón eyddu í garðinum við að fegra hann og prýða. Við urðum svo seinna ná- grannar því við byggðum svo nokkrum árum seinna hús á ská á móti þeim. Var ekki hægt að hugsa sér betri nágranna. Það leið varla sá dagur þau 16 ár sem ég bjó á Hellissandi að Haukur liti ekki inn svona eins og til að athuga hvort ekki væri allt í lagi og hvernig við hefðum það. Hann stoppaði venju- lega ekki lengi. Þetta var svo nota- legt og fylgdi þessu svo mikil umhyggja. Haukur taldi sig mikinn gæfumann í lífinu, hann átti góða og mæta konu sem hann virti mjög og mannvænleg börn sem þau voru stolt af og var það ekki að ósekju. Mér fannst það aðdáunarvert hvað umhyggjan, væntumþykjan og samheldnin var mikil í fjölskyld- unni og fannst mér ekki gerður greinarmunur á bömum og tengdabörnum, sama sagan var með barnabömin og virtist mér þetta vera á báða bóga. Fyrir nokkrum árum urðu þau fyrir þeirri stóra sorg að sjá á bak elsta syni sínum, fjölskyldumanni, í blóma lífsins. Margar minningar tengdar Hauki fljúga í gegnum hugann og erfitt að koma þeim í orð. Margar ferðir áttum við upp að Ingjalds- hóli til messu því við sungum bæði í kirkjukórnum, fyrst undir stjóm systur hans Jóhönnu, sem var org- anisti þar í yfir 50 ár og síðar undir stórn Kay Wiggs. Við voram jafnan þijú samferða í kirkjuna, við Haukur og Alla sem enn býr í Naustabúðinni. Ég er þakklát fyrir að hafa haft Hauk að sam- ferðarmanni og tel það hafa auðg- að líf mitt og þakka ég það af al- hug. Steinunn mín, ég og bömin mín sendum þér og bömum ykkar og öllum afkomendum ykkar okkar innilegustu samúðarkveðjur, eftir lifir minningin um góðan og mætan mann, blessuð sé minning hans. Mér fínnst vel viðeigandi að kveðja með þessum fallegu erindum úr sálmabókinni okkar en þau segja allt sem segja þarf. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ingibjörg Óskarsdóttir. RÝMINGARSALA vegna flutnings Góður afsláttur -nýjar vörur \<#HW5IÐ LAUGAVEGUR 21 SÍMl25580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.