Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 10
10 D LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
KÖRFUKIMATTLEIKUR
Barkley og
Johnson
fóruá
kostum
REGGIE Miller tryggði Indiana sigur, 97:95, í
íramlengingu gegn New York íþriðja leik lið-
anna 2. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar
í körfuknattleik ífyrrakvöld. Indiana leiðir nú
2:1. Á sama tíma héit Phoenix áfram sigur-
göngu sinni gegn Houston með stórsigri,
118:94. Eftir tvo leiki leiðir Phoenix 2:0, en það
er sama staða og kom upp f fyrra þegar þessi
lið áttust við í úrslitakeppni NBA. Þá sigraði
Phoenix í tveimur fyrstu leikjunum, leikmenn
Houston bitu í skjaldarrendur íframhaldinu og
sigruðu, og urðu að lokum meistarar. Phoenix
menn voru það öruggir þegar þriðja leikhluta
lauk að tveir stigahæstu menn þeirra í leiknum,
Charles Barkley og Kevin Johnson, léku ekkert
með ífjórða leikhiuta.
Leikmenn New York leiddu með ellefu stiga mun
þegar nokkuð var liðið á fjórða leikhluta en Indi-
ana gaf hvergi eftir og jafnaði, 88:88, og kreisti út
framlengingu. Þar skoraði Derek Harper fyrstu stigin
fyrir New York, en leikmenn Indiana undir stjóm Reggie
Miller skoruðu átta stig í röð og náðu forystu 96:90.
Reggie Miller skoraði flest stig Indiana, 26 stig og tók
11 fráköst og Rik Smits kom næstur með 21 stig og
níu fráköst. Patrck Ewing gerði flest stig leikmanna
New York, 11, en hann varð að yfirgefa völlinn með
sex villur, þremur mínútum áður en venjulegum leik-
tíma lauk.
Phoenix Suns byrjaði af fullum krafti gegn Houston
og hafði náð sextán stig forskoti þegar fyrsta leikhluta
j^uk. Skotanýtingin var líka eftir því; leikmenn Phoen-
ix voru með 56% nýtingu á sama tíma og andstæðing-
anna í Houston var aðeins 29%. Barkley og félagar
héldu sínu striki það sem eftir lifði leiks og gáfu hvergi
eftir. Hakeem Olajuwon skoraði 25
stig fyrir Houston og Robert Horry
kom honum næstur með 20 stig.
Charles Barkley og Kevin Johnson
voru stigahæstir hjá Suns, Barkley
skoraði 30 stig og Johnson 29.
Þess má geta að þeir félagar skor-
uðu 21 af 25 stigum liðs síns í þriðja
leikhluta.
NBA
Leikir aðfaramótt föstudags:
Indiana — New York..... 97:
(Indiana leiðir 2:1)
Phoenix — Houston......118:
(Phoenix leiðir 2:0).
95
91
Reuter
REGGIE Mlller tryggðl Indlana slgur í þriðju vlðurelgn Indlana
og New York í fyrrakvöld. Með sigrinum náðu hann og félag-
ar hans í Indiana-liðinu yflrhöndlnni, 2:1, í baráttunni gegn
Patrick Ewing og félögum í New York.
Hörmung á ísafirði
UM HELGINA
Knattspyrna
Litla bikarkeppnin
Úrslitaleikur Litlu bikarkeppninnar verð-
ur á Akranesi á morgun og hefst kl. 18.
Þar mætast lið íslandsmeistara LA. og iið
FH.
Golf
Rangármótið
Fyrsta mótið sem gefur stig til landsliðs
verður haldið á Hellu um helgina. Leikn-
ar verða 36 holur, 18 holur í dag og 18
á morgun.
Opna Benetton
Benetton-mótið verður haldið í Leirunni
á sunnudaginn og verða leiknar 18 holur.
Landsbankamót
Mótið verður á sunnudaginn hjá Golf-
klúbbi E)júpavogs og verða leiknar 18
holur.
Grafarholtið opnar
Fyrsta mót sumarsins á Grafarholtsvelli
QR verður í dag, en þá opnar völlurinn
formlega. Leiknar verða 18 holu högg-
leikur til æfíngar fyrir Hvítasunnubikar-
inn go 32 bestu komast áfram í holu-
keppni. Um kvöldið verður vorblót GR
og hefst það kl. 20.
Almenningshlaup
Húsasmiðjuhlaupið
Hið árlega HÚBasmiðjuhlaup verður í dag
og hefst kl. 12.30 við verslun Húsasmiðj-
unnar í Hafnarfirði. Hlaupnir verða 3,5
:km og hefst það hlaup klukkan 13, en
10 kílómetra hlaupið og hálfmaraþonið
■hefst kl. 12.30. Skráning er á staðnum
milli klukkan 9 og 12.
Smárahlaupið
Á> sunnudaginn verður Smárahlaupið í
Kópavogi. Lagt verður upp frá Smára-
skóia kl. 13 og hægt að velja milli 2,5
km og 5 km hlaups. Skráning á keppnis-
dag frá 11 til 12.45.
Snóker
Síðara stigamót snókermanna verður í
dag og hefst kl. 10 með riðlakeppni.
Átta manna úrslit verða síðan á morgun
og hefjast kl. 12 á Ingólfsbilliard.
Íslenska landsliðið tapaði öðru sinni
gegn Dönum á jafn mörgum dög-
um. í gær mættust liðin á ísafirði
og var þetta fyrsti landsleikurinn í
körfu þar vestra. Úrslitin urðu 53:81,
eftir að staðan í leikhléi hafði verið
25:42 fyrir Dani.
Jafnt var framan af, ísland 16:12
yfir en þá var eins og allt færi í ba-
klás og Danir sigldu framúr. Það
gekk allt á afturfótunum og hittnin
var ömurieg, verri en nokkru sinni
hjá íslensku landsliði.
„Vonandi er þetta botninn hjá okk-
ur,“ sagði Torfí Magnússon eftir leik-
inn og bætti við að nú lægi leiðin upp
á við og toppnum yrði að ná áður
en Evrópukeppnin hæfíst.
Skotnýtingin var léleg og sagði
Torfi að hann hefði ekki séð landslið-
ið skora bara tvær þriggja stiga körf-
ur síðan þriggja stiga línan var fund-
in upp. Tvær þriggja stiga körfur í
25 tilraunum! Hræðilegt.
Innan teigs fóru 8 skot niður af
23, utan teigs voru það 6 af 15 og
meira að segja gekk illa á vítalín-
unni, þar hittu menn úr 19 skotum
af 31.
Enginn náði tveggja stiga tölu í
stigaskorun. Jón Kr. gerði 9 stig,
Hermann og Jón Amar 8 stig hvor,
Herbert 7, Valur 6, Guðmundur 4 og
þeir Marel og Falur 2 hvor. Teitur og
Sigfús téku ekki með, komust ekki
vestur af persónuleegum ástæðum.
Hjá Dönum var Mikkel Langager
stigahæstur með 19 stig, Joachim
Jerichow gerði 15 ogF. Danielsen 14.
Morgunblaðið/Kristinn
GUÐMUNDUR Bragason og félagar í landsllðlnu náöu sér ekkl á strik I fyrsta körfuknattleiks-
landsleiknum sem fram fer á ísafirði.
„Bréfber-
inn“ fékk
flest stig í
lið ársins
KARL Malone, framherji
Utah Jazz, sem hefur viður-
nefnið „bréfberinn“, var efst-
ur á blaði þegar lið ársins I
NBA-deildinni í körfuknatt-
leik var tilkynnt í gær. Þetta
er í sjöunda sinn sem Malone
er valinn og fékk hann lang-
flest atkvæði, 102 í fyrsta lið
og 519 stig, en það er hópur
fjölmiðlamanna um gervöll
Bandaríkin sem kýs.
David „aðmlrálí“ Robinson
frá San Antonio — sem þykir
sigurstranglegur í vali á leik-
manni ársins í NBA — var
næstur í röðinni í atkvæða-
greiðslu fjölmiðlamannanna,
með 86 atkvæði í fyrsta lið
og 479 stig. Aðrir voru
Scottie Pippen frá Chicago
Bulls með 451 stig, John
Stckton úr Utali Jazz með 447
— sem báðir fengu 73 at-
kvæði í fyrsta liðið — og An-
femee Hardaway úr San
Antonio Spurs með 394 stig
og 55 atkvæði. Gefin eru
fimm stig fyrir atkvæði í
fyrsta liðið, þrjú fyrir annað
liðið og eitt fyrir atkvæði í
þriðja lið.
Annað liðið samanstendur
af Charles Barkley úr Phoen-
ix, Shawn Kemp frá Seattle
Supersonics, Shaquille O’Ne-
al úr Orlando, Gary Payton
frá Seattle og Mitch Rich-
mond frá Sacramento.
í þriðja liðinu em Dennis
Rodman frá San Antonio,
Detlef Schrempf úr Seattle,
Reggie Miller frá Indiana og
Clyde Drexler og Hakeem
Olajuwon frá Houston.
Beint úr
mennta-
skóla í
NBA?
KEVIN Gamett, mennta-
skólapiltur úr Farragutskól-
anum í Chicago, hefur ákveð-
ið að reyna að komast beint
innf NBA deUdina; sleppa því
að fara i háskólalið, en gefa
þess í stað kost á sér i hið
árlega NBA-val. Fara þarf
20 ár aftur í tímann eftir slíku
fordæmi.
Gamett, sem leikur í stöðu
miðherja, þykir mikið efni og
blaðið USA Todiiy tilnefndi
hann sem leikmann ársins i
menntaskólakeppninni. Ke-
vin, sem er 2,08 metrar og
98 kíló, hugðist leika í há-
skólakeppninni og komu fjór-
ir skólar til greina, en snérist
síðan hugur.
Verði hann hins vegar ekki
vaUnn, þegar NBA-valið fer
fram 28 .júní, hefur hann enn
rétt til að leika með háskóla-
liði næsta vetur, svo fremi
hann ákveði það innan þrjátíu
daga frá valinu, og ráði sér
ekki umboðsmann.
Flestir ungir leikmenn
kjósa að fara fyrst í háskóla
til að öðlast reynslu en Kevin
virðist þegar hafa gert upp
hug sinn. „Ég veit að þetta
verður stærsta ákvörðun í lífi
mínu en ég er hinsvegar
tilbúinn. Eg veit líka að að
ég verð með bestu leikmönn-
um í heiminum,“ sagði hann
í bréfi til David Stern fram-
kvæmdastjóra NBA. Kevin
fer beint í fyrstu umferð þeg-
ar valið verður í deildina og
félag sem velur hann, sernur
við hann til ársins 2.000.