Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ANNA JÓNSDÓTTIR + Anna Jóns- dóttir var fædd á Seljavöll- um í Austur-Eyja- fjallahreppi 16. október 1907. Hún lést á Borgar- spítalanum í Reykjavík 15. maí síðastliðinn. Anna ólst upp hjá for- eldrum sínum Sig- ríði Magnúsdóttur og Jóni Jónssyni á Seljavöllum í hópi fimm hálfsystkina og sex alsystkina, en foreldrar hennar höfðu bæði misst fyrri maka sína. Einn eftirlifandi þeirra systkina er Þorstein Jónsson á Eystri-Sól- heimum í Mýrdal. Eiginmaður Önnu var Sveinn Óskar Ás- björnsson, f. 11. september 1902 á Stokkseyri og ólst upp á Hrútafelli í A-Eyjafjalla- hreppi. Hann lést 7. maí 1967. Anna og Óskar hófu búskap sinn í Berjanesi undir Eyja- fjöllum árið 1928 og bjuggu þar til ársins 1937 er þau fluttu Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Mnn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) KOMIÐ er nú að kveðjustund, Anna mín, og með nokkrum fátæk- legpum orðum langar mig að þakka þér hinar fjölmörgu samverustund- ir á liðnum árum. Þótt við munum ekki oftar sitja að spjalli i eldhús- inu á Seljavöllum eða í sumarbú- staðnum, geymi ég vandlega minn- ingamar um allar okkar dýrmætu stundir. Lífsgleði þín og umburðar- lyndi var heillandi. Vorið og sumar- ið voru árstíðir þínar eins og trén og blómin í garðinum þínum báru gleggst vitni um. Mér er minnisstætt þegar ég kom fyrst til ykkar Óskars að Seljavöllum fyrir tæpum 30 árum. Þú stóðst í eldhúsinu þínu þar sem þú tókst ríkan þátt í glaðværum samræðum og þeirri lífsgleði sem ævinlega einkenndi heimilishald ykkar hjónanna. Mitt í önnum dagsins áttir þú ævinlega stund til þess að spjalla út fyrir hversdags- leikann og upplýsa mig um sveitina þína, ættingja og vini og kynna fyrir mér fólkið sem ég hafði þá að Seljavöllum og tóku þar við búi Sig- ríðar móður Önnu, sem þá hafði misst mann sinn. Á Selja- völlum bjuggu þau óslitið til ársins 1967 er Óskar lést og Anna síðan til ársins 1971 er yngsti sonur hennar og tengda- dóttir tóku við búinu. Hjá þeim á Seljavöll- um var heimili Önnu til dauðadags. Anna og Óskar eignuðust fimm syni. Þeir eru Rútur, kvæntur Sigríði Karls- dóttur, búa í Hafnarfirði; Jón, kvæntur Áslaugu Jónasdóttur, búa á Hellu; Sigurður, kvæntur Eygló Guðmundsdóttur, búa í Reykjavík; Ásbjörn, kvæntur Guðrúnu Ingu Sveinsdóttur, búa í Fosstúni, A-Eyjafjalla- hreppi; og Grétar, kvæntur Vigdísi Jónsdóttur, búa á Selja- völlum. Anna verður jarðsungin frá Eyvindarhólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. bundist fjölskylduböndum. Elsku Anna mín, ég þakka þér kynnin og allar samverustundirn- ar. Minningamar munu lifa þótt við hittumst ekki um sinn í Eyja- fjallasveitinni þinni, þar sem þú fæddist, áttir þín æskuár, lifðir í hamingjusömu hjónabandi og ólst upp fimm syni þína. Þakka þér fyrir allt og allt og Guð blessi minningu þína. Þín tengdadóttir, Eygló. Það hefur verið svo mikið í huga mínum að setja örfá orð á blað í minningu tengdamóður minnar Önnu Jónsdóttur. Ég man þegar ég kom fyrst á heimili þeirra hjóna Óskars, sem dó langt um aldur fram, öllum harmdauði, og Önnu konu hans að Seljavöllum í Eyja- fjallasveit. Þá 17 ára unglingur feiminn og óframfærinn. Ég fékk góðar móttökur. Síðan eru liðin 44 ár og á þau kynni hefur aldrei fallið skuggi. Hún Anna var aldrei að mikla fyr- ir sér hlutina. Vol og víl þekktist ekki í hennar orðabók. Hún var einstaklega hrein og bein í öllu og kom ávallt til dyr- anna eins og hún var klædd. Eitt af því sem ég dáðist svo oft að var hve vel hún var heima í svo mörg- ALMA SIG URÐARDÓTTIR + AIma Sigurðardóttir fædd- ist 15. desember 1929 á Norðfirði. Hún lést 10. maí sl. í Sjúkrahúsi Suðurnesja og var útför hennar gerð frá Keflavík- urkirkju 18. maí. Ég hef lesið um Ijómandi höllu ofar lágreistum mannanna sölum, fold með iðgrænum blómskrýddum bölum; brátt ég fæ, brátt ég fæ vera þar. Scrfræðingar í blómuskrcytiiigum viö öil (ækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 Hallelúja, Guðs herskarar syngja, Hallelúja á jörðunni ómar. Vilji sporin mín vegraunir þyngja veit ég senn, veit ég senn er ég þar. (Þýð. Jónas Jak.) MEÐ örfáum orðum vil ég minn- ast hennar Ölmu, sem var mér góð og skilningsrík. Kynni okkar stóðu ekki lengi, en aldrei man ég eftir henni reiðri eða með æðruorð á vörum. Það var gott að tala við hana. Með söknuði og þakklæti fyrir samfylgdina. E. Dóris Eiríksdóttir. Legsteinar Krossar Skildir Malmsteypan kaplahraunis TTpr T Á tyl 220 HAFNARFJÖRDUR JT1CiLsLmJ± XU. SlMI 565 1022 FAX 565 1587 ^ 'M 't ...blabib - kjarni máhins! um málum og áhuginn lifandi fyr- ir öllu sem var að gerast. Hún elsk- aði fegurðina í náttúrunni og garð- inn sinn sem hún hlúði vel að meðan hún gat. Þau voru samhent með það eins og fleira, hjónin, meðan hans naut við. Hún hafði líka yndi af að ferð- ast um landið sitt meðan heilsan leyfði og þó ekki væri nema fara bara í smá bíltúr í góðu veðri. Þó hygg ég að hún hafi nú unnað mest sveitinni sinni og stórbrotinni fegurð Eyjafjallanna. Þó hún væri tíma og tíma hér í Hafnarfirði á veturna hin seinni ár lifnaði alltaf yfir henni þegar fór að vora og þá vildi hún fara að komast heim. Þetta eru aðeins fá og fátækleg orð, fátt eitt af því sem segja mætti um Önnu en ég held að hún hefði ekki kært sig um neina mælgi. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að þekkja hana og hafa hana hjá mér, oft nokkra mánuði á ári hin síðari árin, og kannski hlynna ofurlítið að henni. Það eru dýrmætar minningar. Kannski lýsir það stillingu henn- ar og rósemi best þegar hún fékk að vita að ekkert væri hægt að gera og engar batahorfur, þá sagði hún aðeins: „Jæja, þá er bara að bíða.“ Nú er biðin á enda, nú verð- ur hún lögð til hvíldar við hlið síns elskulega eiginmanns á þessum vorbjörtu dögum. Lífíð heldur áfram, en tómlegra verður að koma austur þegar hún er ekki lengur til að fagna okkur. Það er skarð fyrir skildi. Það eru ein af þessum kafla- skiftum í lífinu, eitthvað sem manni fannst nánast óumbreytan- legt er allt í einu horfið. Flett hef- ur verið blaði. En Drottin Jesús Kristur á dauða sigur vann. Hans dauði og líf er okkar sigurvonin. Er ógnir dauðans hrella þá horfum beint á Hann því hver á eilíft líf sem hefur soninn. I.S. Ég blessa minningu þeirra hjóna beggja. Sigríður Karlsdóttir. Mér finnst skrítið til þess að hugsa að um leið og náttúran klæð- ist sumarskrúða sínum, þá skuli amma kveðja okkur, en vorið var einmitt hennar uppáhaldsárstíð enda bjó hún í sveit alla sína tíð, nánar tiltekið að Seljavöllum í Austur-Eyjafjallahreppi, og var því vön að eiga allt sitt undir tíðarfar- inu komið. Fyrstu ár ævi minnar ólst ég upp í sveit, en þó víðsíjarri Selja- völlum og því langt á milli og ferð- irnar þess vegna ekki margar fyrstu árin, en þeim mun eftir- minnilegri, það var ekkert sérlega þægilegt að hossast í brúna Landróvernum í svona 12 klukku- stundir, en hvað var það, við vorum á leið til ömmu og afa. Amma var ekki vön að gera mál úr hlutunum, þar var gaman að koma og þegar sest var að borð- um var hellt kaffi í bollana hjá gestunum og mjólkurglös okkar bræðranna voru líka fyllt af kaffí okkur krökkunum til mikillar ánægju, ekki er ég viss um að mamma hafi hrifist eins. Nokkrum dögum fyrir hver jól kom ávallt sending frá Seljavöllum en það voru einmitt jólapakkamir, þeir reyndust yfírleitt vera mjúkir við fyrstu rannsókn okkar bræðra en við opnun kom alltaf einhver spennandi hlutur í ljós sem gladdi bamssálina, amma vildi hafa það bæði til gagns og gamans. En svo kom að nánari kynnum okkar ömmu. Þegar ég var 14 ára var ákveð- ið að ég færi í sveit til ömmu, að vísu hafði hún brugðið búi eftir fráfall afa og yngsti sonur hennar tekið við, en amma átti sinn sess á heimilinu og vann ýmis verk þar, stóð gjarnan í eldhúsinu og var áhugi hennar fyrir gangi mála ósvikinn og gilti þá einu hvort um inni eða útiverk væri að ræða. Það var ekki laust við að ég væri kvíð- inn, að vera heilt sumar hjá ömmu, hvernig skyldi það nú ganga, skyldi hún ekki skipta sér af og ráðskast í mér. En sá ótti var óþarfur, amma var einfaldlega ekki þannig, það var alltaf létt yfir henni og hún gerði sér ekki rellu útaf smá- munum. Við amma urðum miklir mátar og um margt var hægt að spjalla við hana. Víðlesin var hún með eindæmum, svo ekki sé minnst á áhuga hennar á þjóðlífi og þjóðmál- um þar hafði hún alltaf eitthvað að segja. Eftir þessa fyrstu sumar- dvöl mína fyrir austan fór ég ánægður heim, ánægður með létt- leikann sem þarna ríkti þó að oft hafi verið mikið að gera, og helgi hvíldardagsins ekki alltaf virt. Sumrin mín á Seljavöllum áttu eftir að verða fleiri, og ekki minnk- aði sambandið þó að ég giftist og eignaðist mína eigin fjölskyldu. Margar ferðimar höfum við farið austur, auk þess dvaldi amma oft hjá pabba og mömmu yfír dimm- ustu vetrarmánuðina nú síðustu árin og því hæg heimatökin að kíkja í heimsókn til hennar, að ég tali nú ekki um stelpurnar okkar sem gátu nánast óhindrað skotist yfír til langömmu. Nú er erfítt fyrir litlu barnssál- imar að trúa því að guð hafi tekið hana langömmu til sín, en nú líður henni vel og laus við líkamlegar þjáningar sem eflaust hafa oft plagað hana þó að aldrei hefði hún hátt um slíkt. En hafi hún þökk fyrir allt og allt, blessuð sé minning hennar. Sumarliði J. Rútsson og fjölskylda. Á Seljavöllum undir Eyjaíjölluni hefur verið búið vel á aðra öld, allt frá því að annar af tveim bæj- um sem stóðu undir Lambafelli var fluttur inn í dalinn. Þar hafa lengstum búið afkomendur Jóns Jónssonar og Guðnýjar Vigfúsdótt- ur sem bjuggu á Lambafelli upp úr miðri síðustu öld. Um þau segir í III. bindi Eyfellskra sagna, Þórð- ar Tómassonar frá Vallnatúni, þau ynutu ætíð frábærrar mannhylli“. I sömu umfjöllun er að fínna lýs- ingu sveitunga Jóns á honum í vísu: Jón minn steypa kopar kann, kveikir, skrifar, rennir, les og syngur listamann, líkna gestum nennir. Þessi lýsing fínnst mér geta átt við alla þá afkomendur Jóns og Guðnýjar. Kosti þessa erfði Anna Jónsdóttir á Seljavöllum í ríkum mæli. Anna giftist sveitunga sínum Óskari Ásbjörnssyni sem uppalinn var á Hrútafelli. Hann var einstak- lega ljúfur, vandaður og skemmti- legur maður. Anna og Oskar hófu búskap í Berjanesi þar sem þau bjuggu í nokkur ár áður en þau tóku við búi á Seljavöllum þar sem þau bjuggu allan sinn búskap. Með dugnaði og samheldni byggðu þau ný hús, virkjuðu bæjarlækinn og færðu búskap sinn að nýjum hátt- um þegar tæknibylting varð í land- búnaði. Þau voru einstaklega sam- rýnd og samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur hvort heldur var til verka í búskap eða í hlut- verki gestgjafa. Gestagangur var alltaf mikill hjá þeim. Félagsskap- ur við þau hjón var eftirsóknar- verður. Bæði voru þau vel gefín og sérstaklega víðsýn. Fordóma- leysi og jákvæð viðhorf þeirra gerðu samræður sem þau tóku þátt í hollar og innihaldsríkar. Anna varð að sjá á bak Óskari árið 1967 en hann lést langt um aldur fram. Þar missti hún einnig sinn besta vin. Hún stóð áfram að búi með aðstoð sona sinna í nokk- ur ár þar til yngsti sonurinn tók við búinu. Foreldrar mínir fluttust langt frá heimahögum sínum að Skógum undir Eyjafjöllum þegar faðir minn varð kennari við Skógaskóla haust- ið 1950. Hann kenndi m.a. sund í Seljavallalaug. Hann kynntist þá fljótlega fjölskyldunni á Seljavöll- um og bundust foreldrar mínir þeim sterkum vináttuböndum. Frá barnæsku hefur fjölskyldan á Seljavöllum verið hluti af minni fjölskyldu. Allt frá því ég man eft- ir sóttist ég eftir að vera á Selja- völlum og fá að taka þátt í leik og starfi. Á Seljavöllum var alltaf mikill fjöldi barna og unglinga í sveit á sumrin. Foreldrar sóttust eftir að koma börnum sínum þang- að. Óskari og Önnu var það létt verk að hafa allan hópinn ánægð- an. Skipti þar engu hvort um var að ræða barn eða ungling. Þeim var það einkar lagið að gera vinnu að leik. Það var aðdáunarvert hvemig þau gættu þess að allir fengju að njóta sinna eiginleika og gátu með lítilli fyrirhöfn komið málum þannig fyrir að enginn yrði settur til hliðar eins og oft vill verða í stórum hópi. Þegar foreldrar mínir fóru í sitt fyrsta eiginlega sumarfrí, sem var 6 vikna ferðalag til útlanda, þurftu þau að koma fjórum börnum í fóst- ur. Systkinum mínum þremur reyndist auðveltað koma fyrir og fengu færri en vildu. Hins vegar voru fáir sem treystu sér til að bera ábyrgð á mér svo langan tíma. Var komið að máli við hjónin á Seljavöllum enda úr vöndu að ráða. Anna sagði mér síðar að þeim hjón- um hafí verið vel kunnugt um mitt óstýrilæti og strákapör og settu það ekki fyrir sig. Hins vegar hefðu þau haft af því áhyggjur að ég myndi engum hlýða. Hinu gerðu þau sér ekki grein fyrir sem kom á daginn að ég var reiðubúinn að fórna miklu og jafnvel að sýna mínar sparihliðar fyrir 6 vikur á Seljavöllum. Frá þeim tíma var ég sumur á Seljavöllum og yfirleitt alltaf þegar því var við komið. Það þurfti að sjálfsögðu oft að vanda um við mig. Háttur þeirra hjóna að vanda um við börn eða unglinga var oftar en ekki að gera það með glettni sem bar tilætlaðan árang- ur. Mér er minnisstætt að ein- hveiju sinni, sem oftar, sýndi ég af mér glannaskap við akstur dráttarvélar. Anna spurði mig þeg- ar ég kom heim hvort tilteknar stelpurnar á næstu bæjum hefðu átt leið hjá. Ég skyldi að sjálfsögðu ábendinguna. Reyndi að fara var- lega næst. Eftir að Anna hætti sjálf að standa fyrir búskap naut hún þess að ferðast og dvelja hjá sonum sínum og íjölskyldum. A vorin og sumrin vildi hún vera heima á Seljavöllum og taka þátt í þeim önnum sem þeim árstímum fylgdu. Síðustu misseri átti hún við illvígan sjúkdóm að stríða. Líkaminn var orðinn lúinn af striti fyrri ára. Hún var til hins síðasta með skýra hugsun, hafði engu tapað. Því sem ekki varð umflúið tók hún af æðruleysi og eðlis- lægri skynsemi, sátt við allt og alla. Hennar er saknað. Það er lán að hafa fengið að kynnast henni og njóta samvista við hana. Jón H. Snorrason. Nú þegar við kveðjum Önnu Jónsdóttur á Seljavöllum er efst í huga þakklæti. Við kynntumst þeim hjónum á Seljavöllum, Önnu og Óskari Ásbjörnssyni, fljótlega eftir að við fluttum að Skógum undir Eyjaíjöllum fyrir 45 árum. Þau hjón voru sérstaklega vel gerðar manneskjur, samhent og samrýmd. Það var gæfa okkar að eignast þau fyrir vini. Að Seljavöll- um var alltaf gott að koma. Þar ríkti mannkærleikur. Þau létu sér annt um alla, stóra sem smáa. í samskiptum við þau fengu allir notið sín. Af vinafundi á Seljavöll- um fóru allir ríkari og ánægðari. Blessuð sé minning þeirra Önnu og Óskars. Olga og Snorri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.