Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FOSTUDAGUR
2. JÚNÍ 1995
c
Færri
útlendingar
komu í maí
FÆRRI útlendingar komu til Islands í
maí nú en í fyrra og er þetta fyrsti
mánuður ársins 1995 þar sem komum
útlendinga fækkar. Nú komu 13.665
erlendir gestir hingað en voru 14.846 í
maí í fyrra. íslendingum fjölgaði hins
vegar um rösklega 900.
Flestir erlendu gestanna voru frá
Þýskalandi eða 2.229 og næstir voru
Bandaríkjamenn 2.053, Svíar 1.968 og
Danir 1.899. Alls komu gestir af 79 þjóð-
ernum hingað í maímánuði, og tíu og
færri voru frá 34 löndum.     \   ¦
Hægt að spara
tugi milljóna króna í stóreldhúsum
ENDURSKIPULEGGJA mætti
mörg stóreldhús í sjúkrahúsum og
víðar með það að markmiði að
spara umtalsvert í rekstri og gera
fæðið mun hollara að mati Ingu
Þórsdóttur dósents í næringarfræði
við Háskóla Islands. Til stuðnings
þessari fullyrðingu sinni bendir
Inga á niðurstöður af 3ja ára rann-
sóknastarfi sínu sem hlutastarfs-
forstöðumaður í eldhúsinu á Lands-
sj)ítalanum á árunum 1991-1993.
A 3 árum tókst Ingu í samvinnu
við Jóhönnu Ingólfsdóttur og Val-
gerði Hildibrandsdóttur forstöðu-
menn eldhúss spítalans að spara
nærri 60 millj. króna á ári með því
endurskipuleggja  matseðla,  gera
næringarútreikninga á þeim og
auglýsa útboð vegna matarinn-
kaupa.
Útboð vegna
matarinnkaupa
„Það mætti gera ofsalegt gæða-
átak í ýmsum eldhúsum," sagði
Inga í samtali við Daglegt líf. „Á
fyrsta ári tilraunarekstursins end-
urskipulögðum við matseðla og buð-
um sjúklingum upp á hollara fæði
í samræmi við manneldismarkmið.
Strax á öðru ári höfðum við ágæta
yfirsýn yfír hráefni sem við þyrftum
í nýju matseðlana. Við jukum magn
brauðs, pöstu, grænmetis og ávaxta
í matarskömmtum á kostnað kjöts
og feitra matvæla. Takmarkið var
að minnka magn mettaðrar fitu en
auka magn kolvetna og trefjaefna.
Þannig gátum við endurskipulagt
öll innkaup fyrir eldhúsið og aug-
lýstum útboð í samvinnu við skrif-
stofu Ríkisspítalanna. Með þessu
hafa sparast um 60 milljónir króna
á ári," sagði Inga.
Aðspurð fullyrti Inga að ekkert
bruðl hafi viðgengist í eldhúsi
Landsspltalans fyrir tíð útboða.
Næringarútreikningar séu nýlega
tilkomnir og útboð hafi hreinlega
ekki tíðkast áður fyrr. Inga segir
að nú starfi menntaður matarfræð-
ingur og næringarráðgjafi við hlið
matráðskonu eldhússins.      ¦
Fjölskyldufræð-
ingar stofna fagfélag
NÝLEGA var stofnað Félag há-
skólamenntaðra fjölskyldufræð-
inga. í mörg ár hafa sálfræðingar,
félagsráðgjafar, prestar, læknar og
fleiri sem eru í sálgæslu sinnt fjöl-
skyldum í vanda. Ekkert samheiti
hefur verið til fyrir þá sem taka
fjölskyldur í meðferð og því hafa
mörg hjón eða einstaklingar í erfið-
leikum ekki vitað hvert ætti að leita
eftir aðstoð.
Markmiðið með fjölskyldumeð-
ferð er að líta á vanda eínstaklings-
ins út frá fjölskyldunni og nýta
hana til að hjálpa einstaklingnum
að leysa vanda sinn.
Á aö vera
gæðastimpill
Tilgangur félagsins er að efla
fagið, stuðla að frekara námi og
mynda tengsl við sambærileg félög
í öðrum löndum. Að sögn aðstand-
enda hafa sumir lagt fyrir sig fjöl-
skyldumeðferð án þess að hafa
þekkingu á slíku og með stofnun
þessa fagfélags á að sporna við
því að of mikill leikmannabragur
sé á fjölskyldumeðferð hér. Fólk á
að vita að hverju það gengur þeg-
ar það leitar til fagfólks sem hefur
þennan stimpil félagsins.
Haldinn var kynningarfundur
fyrr í vikunni þar sem reynt var
að ná til sem flestra er starfa við
fagið. Þar kom fram að inngöngu-
skilyrði eru að viðkomandi hafi
lokið a.m.k. 3ja ára viðurkenndu
háskólanámi, hafi fimm ára starfs-
reynslu í fjölskylduvinnu og hafi
lokið viðurkenndri sérmenntun og
/eða framhaldsnámi í fjölskyldu-
meðferð. Þá skulu félagar að hafa
hlotið handleiðslu í starfí um 2ja
ára skeið og hafa meðmæli félags-
manns og umsögn
annars er þekkir til
starfa viðkomandi.
Haldin hafa ver-
ið ýmis námskeið í
fjöískyldumeð-
ferð og í
annað
sinn
stendur
yfir hjá
endur-
mennt-
unar-
stofnun
Háskól-
ans 2ja
ára fram-
haldsnám í
fjölskyldu-
fræðum
sem dr. Sig-
rún Júlíus-
dóttir     og
Nanna   Sig-
urðardóttir fé-
lagsráðgjafar
hjá Tengslum
hafa þróað  í
samvinnu  við
endurmennt-
unarstofnun og
viðurkennda
fjölskyldufræð-
inga.     ¦
POX er nýjasta söfnunarárátta
5-16 ára krakka og poxkeppnir
haldnar út um borg og bæ. Leik-
urinn felst í að skiptast á poxi,
hringlaga myndum, 4,15 sm í
þvermál. Aðferðin er einföld;
leikmenn stafla myndum sínum
í bunka og nota svokallaða
sleggju til að kasta á bunka mót-
spilarans og vinna þær myndir
sem snúast við.
Upphafsmenn poxæðisins á ís-
landi eru Stefán Guðjónsson og
Einar Gunnar Guðmundsson.
Fyrir þremur árum kynntist
Stefán fyrirbærinu á Hawaii, en
þar er það upprunnið. Hann seg-
ir að 1948 hafi kennara nokkr-
um dottið i hug að teikna
margvíslegar myndir á inn-
sigli af mjólkurf löskuni og
umbuna nemendum sínum,
sem hafi fundið upp á að
keppa um spjSldin.
Leikurinn var vin-
sæll um hríð, en
áhugi dalaði þar til
1990 er fyrirtæki,
sem framleiðir
ávaxtasafa, lét
prenta merki fyr-
irtækisins á slíka
miða.
Þegar Stefán
kom heim fékk
hann Einar til sam-
starfs um að hefja
framleiðslu á poxi
og koma því á mark-
að. Saman stofnuðu
þeir fyrirtækið Hafey
og hafa nú ærinn
starfa við reksturinn,
auk þess sem þeir
kynna leikinn í félags-
miðstöðvum um land
mIII og hafa umsjón með
Poxklúbbnum, en í hon-
um eru 300 f élagar.
„Við settum poxið á
markað fyrir jólin, en
Poxað
á hverju horni
áhugi krakkanna vaknaði ekki
fyrr en í febrúar og virðist vera
í hámarki núna. HM-poxið náði
miklum vinsældum kringum
heimsmeistarakeppnina og er
næstum uppselt. Flestir poppar-
ar landsins prýða eina seríuna
og tattoo-serían vekur mikla
hrifningu. Senn kemur á mark-
aðinn pox með myndum af helstu
íþróttamönnum landsins, landsl-
iðinu í körfubolta o.fl. o.l'l."
Sumum krökkum finnst I il-
heyra að eiga útbúnað af ýmsu
tagi með poxmyndunum. Til að
geyma þær í eru til misstórar
plastöskjur, sem hægt er að fá
með handf angi og hengja í
buxnastrenginn. Sleggjurnar eru
líka hringlaga og jafnstórar pox-
myndunum. Þær eru til í mörgum
mismunandi gerðum, misþykkar
og þungar með margvíslegum
myndum. Þykktin ogþyngdin
skipta máli, því þyngri sleggjur
eru notaðar á háa bunka en létt-
ari eftir því sem bunkinn er
lægri.
„Krakkarinir leika pox eftir
kúnstarinnar reglum og sumir
eru orðnir mjög færir. Trúlega
er poxið tískubóla, en leikurinn
er engu að siður skemmtilegur,"
segir Stefán.              ¦
					
Fela smįmyndir
C 1
C 1
C 2
C 2
C 3
C 3
C 4
C 4
C 5
C 5
C 6
C 6
C 7
C 7
C 8
C 8