Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995 9
FRETTIR
Gamalt og nýtt fær heildarsvip
á skólareit MR
Sterk og
hlýleg heild
„MARKMIÐ okkar var að tengja
saman gamalt og nýtt en halda
umfram allt svipmóti skólareitsins,"
sagði Lena Helgadóttir arkitekt um
verðlaunatillögu sína og Helga
Hjálmarssonar föður síns um skipu-
lag á reit Menntaskólans í Reykja-
vík.
Reiturinn afmarkast af Amt-
mannsstíg, Þingholtsstræti, Bók-
hlöðustíg og Lækjargötu. I umsögn
dómnefndar sagði að heildaryfir-
bragð væri gott og nýbyggingar
féllu vel að eldri húsum. I heild
væri tillagan sannfærandi og félli
vel að staðháttum.
Byggingar tengdar með
glerskálum
„Við ákváðum að styrkja svipmót
reitsins með nýbyggingum en létum
gðmlu byggingarnar jafnframt
halda sjálfstæði sínu. Byggingar
eru allar tengdar saman með létt-
byggðum glerskálum en áhersla var
lögð á að hægt væri að ganga inn-
andyra um allt kennslusvæðið. Á
þennan hátt töldum við að skapa
mætti sterka og hlýlega heild,"
sagði Lena.
Arkitektarnir lögðu sig fram við
að tengja öll húsin saman án þess
að raska friðunargildi þeirra. Á
milli gamla skólahússins og Pjóssins
og gamla iþróttahússins verður
byggður glerskáli. Milli Fjóss og
nýbyggingar, sem kemur í stað
Casa Christi, verður annar gler-
skáli, en þar er gert ráð fyrir fé-
lags- og mötuneytisaðstöðu nem-
enda. Útbygging Casa Nova verður
fjarlægð en tengibygging mun loks
tengja hana við nýtt skólahús á
Þingholtsstræti 18.
Nýbyggingin á reit Casa Christi
í miðju þorpinu tengist síðan húsinu
á Amtmannsstíg 2. Nýtt íþrótta-
og samkomuhús mun rísa að baki
nýbyggingarinnar á lóð Casa
Christi og við hlið Casa Nova. Salar-
Norræna mannréttindaráðstefnan
Kínverjar standi
við skuldbindingar
RAÐSTEFNA 20 Norðurlandabúa
og Bandaríkjamanna um jafnrétti
og mannréttindi kvenna ályktaði að
stjómvðld á Norðurlöndum og ann-
ars staðar gætu ekki sætt sig við
að Kínverjar stæðu ekki við skuld-
bindingar um framkvæmd Peking-
ráðstefnunnar.
Ráðstefnan var haldin í Norræna
skólasetrinu á Hvalfjarðarströnd 1.
til 3. júní og var liður í undirbúningi
Norðurlandanna fyrir Heimsþing
Sameinuðu þjóðanna um máíefni
kvenna í Peking 4.-15. september.
Kínversk stjórnvöld hafa íhugað
að færa hluta ráðstefnunnar út fyrir
Peking og segir Ágúst Þór Árnason,
framkvæmdastjóri Mannréttinda-
skrifstofu íslands, að þeim hafi ver-
ið ljóst hvaða skilyrði þyrfti að upp-
fylla til að fá að halda ráðstefnuna.
Agúst segir að reiknað hafi verið
með 20-35.000 ráðstefnugestum en
ekki 5-10.000 manns eins og kín-
versk stjórnvöld hafi nefnt.
„Við vildum ekki senda frá okkur
harðorðari yfirlýsingu á meðan enn-
þá er verið að reyna að semja en
neðst í ályktuninni segir að verði
ekki ráðin bót á megi velta fyrir sér
hvort ástæða sé til að taka þátt í
Peking-ráðstefnunni," segir hann.
Á ráðstefnunni fóru einnig fram
umræður um fólksfjölda- og fjöl-
skylduáætlanir/reglugerðir opin-
berra aðila og hvaða áhrif þær hafa
á sjálfsákvörðunarrétt kvenna og
önnur grundvallaratriði, s.s. stjórn-
málaleg og borgaraleg réttindi og
fleira.
Aðstandendur         ráðstefnunnar
vona að framlag mannréttindastofn-
ana á Norðurlöndunum til Peking-
ráðstefnunnar vegi jafnþungt og á
fyrri Heimsþingum Sameinuðu þjóð-
anna.
Þing Landssambands sjálfstæðiskvenna
Jafnræðis krafist í
forystusveit flokksins
í STJÓRNMÁLAÁLYKTUN 20.
landsþings Landssambands sjálfstæð-
iskvenna sem haldið var 26.-27. maí
segir m.a. að brýnt sé að framfylgt
sé lögum um sömu laun fyrir sömu
vinnu og að störf kvenna séu metin
til jafhs við störf karla.
I ályktuninni segir að sjálfstæðis-
konur séu sannfærðar um að aukin
áhrif kvenna séu til heilla fyrir þjóð-
félagið í heild.
„Bestur árangur næst með sam-
starfi karla og kvenna enda hefur
ekkert þjóðfélag efni á að vannýta
menntun og reynslu kvenna. Sjálf-
stæðisflokkurinn á að beita sér fyrir
því að fleiri konur séu kallaðar til
ábyrgðarstarfa á öllum sviðum þjóð-
lífsins. Löngu er orðið tímabært að
konur séu þar í framvarðasveit til
jafns við karla, eigi flokkurinn að
höfða til kjósenda á komandi árum.
Landsþingið gerir þá kröfu, að jafn-
ræðisreglu verði gætt í hvívetna í
starfi Sjálfstæðisflokksins.
Landssambandið hefur fram að
þessu hafnað kvótakerfi kynjanna,
þegar frá er talin tillaga til miðstjórn-
ar fyrir nokkrum árum. Reynsla síð-
ustu ára sýnir, að hógvær afstaða
sambandsins hefur ekki skilað ár-
angri sem skyldi fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn. Umræða um þessi mál getur
aldrei skaðað. Hún er nauðsynleg.
Núverandi ástand er óviðunandi og
niðurlægjandi fyrir flokkinn.
Landsþingið felur nýkjörinni stjórn
Landssambands sjálfstæðiskvenna
að fylgja eftir kröfu þingsins um að
jafnræði ríki í forystusveit, þing-
flokki og sveitarstjórnum á vegum
Sjálfstæðisflokksins og þannig sé í
raun fylgt eftir landsfundarsam-
þykktum hans til margra ára.
I stærsta stjórnmálaflokki lands-
ins ríkir augljóst misrétti milli kynja.
„Sú staðreynd er óþolandi og henni
þarf að breyta," segir í stjórnmálaá-
lyktun Landssambands sjálfstæðis-
kvenna.
Teikning/Lena Helgadóttir og Helgi Hjálmarsson
MENNTASKÓLAÞORPIÐ séð úr lofti frá Bókhlbðustíg. A teikn-
ingunni eru gamla skólahúsið og Iþaka í forgrunni, glerskáli
tengir þau við Fjósið og gamla íþróttahúsið. Annar glerskáli
liggur á milli Fjóss og nýbyggingar á reit Casa Christi en tengi-
bygg^ingar eru við önnur skólahús í bakgrunni, s.s. Casa Nova,
Amtmannsstíg og nýtt skólahús á Þingholtsstræti 18.
gólfi íþróttahússins verður sökkt
niður á kjallaragólf í því skyni að
lækka bygginguna í umhverfinu. í
umsögn dómnefndar er það talið til
kosta tillögunnar hve húsið er lágt.
Léttbyggðir laufskálar
Glerskálarnir eru léttbyggðir og
gegnsæir og áhersla er lögð á laufg-
að umhverfi sem flæði út í skóla-
garðana. Dómnefnd telur að lauf-
skálarnir séu mjög skemmtilegir,
þeir gefi möguleika á hlýlegu og
vistlegu umhverfi en endurskoða
þurfi glerþök þeirra.
í tillögunni er gert ráð fyrir að
bókasafn skólans flytjist yfir í
gamla íþróttahúsið en húsið verði
tengt íþöku þar sem bókasafnið
var. Þá verður Fjósið notað undir
tölvuver og til greina komi að nýta
nýtt skólahús á Þingholtsstræti 18
sem raunvísindahús.
mánaða abyrgd á notuðum Citroen, Oaihatsu, Ford og Volvo bílum
í eigu Brimborgar!
100%   ÁBYRQÐ
A   B Í L N U M   I
A L L T   SUMAR
O G   RÚMLBQA   PAÐ
Opið laugardaga kl. 12:00 - 16:00
Það getur verið töluverö áhætta að kaupa nolaöan bíl. Þú getur auöveldlega sannreynt aö útlit bflsins sé í lagi
cn fæstir hafa getu né aöstööu til að sannreyna hvað leynist undir yfirboröinu. Þess vegna býður Brimborg hf.
SEX mánaða ábyrgð á notuðum Citroén, Daihatsu, Ford og Volvo bílum í eigu Brimborgar. Allir notaðir bdar
af þessum tegundum eru yfirfarnir af þjónuslumiðstöð Brimborgar og þar er alll lagfæit sem er í ólagi áður en
bílarnir eru seldir. Þannig er öryggi þitt tryggt.
Abyrgðln glldir tll sex mánaða eOa aö 7500 km. og allt er I ábyrgð nema yflrbygglng bllslns.
L3
BRIMBORG
FAXAFENÍ 8 • Slrvll 515 7000
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
26-27
26-27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52