Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16  SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Af fjöllífi katta,
kvenna og Rangæings
LEIKUST
Leikfélagið Leyndir
draumar
MITT BÆLDA LÍF (EÐA
KÖTTUR SCHRÖDING-
ERS)
Eftir Hlín Agnarsdóttur f samvinnu
við Sigrirð Gunnarsdóttír og leikhóp-
inn. Leikstjórn: Hlin Agnarsdottir
Leikmynd: Hlín Agnarsdóttír, Sig-
urður Gunnarsdóttír Búningar: Jón-
ína, Margrét, Sigrún Lýsing: Alfred
S. Böðvarsson Möguleikhúsinu við
IDemm í Reykjavík, 2. júní.
MOGULEIKHUSIÐ við Hlemm
er einn af þessum stöðum þar sem
maður fer niður til að fara upp. í
andanum. Þetta gluggalausa hug-
arvistvæna rými nýtur þeirrar sér-
stöðu (fyrir utan það standa nátt-
úrulögmál á haus) að þangað
gengur strætó svo oft og reglu-
lega. Það skyldi þó ekki vera að
þessi sýning væri fyrir almenning?
Til að lifa af á leiðinni í allar átt-
ir eins og lífið fer, lifa á leiðinni
upp í Selás? Þaheldénú.
Rang-æ-ingur (fæddur á „vit-
lausum" tíma?) býr einn um
margra (ára) skeið. Líf hans er
einfalt: Hann á hraðsuðuketil,
þjóðbúninga, bækur, bækur um
kynlíf... Kyndugt líf? Eða hvað?
Nei annars. Ég ætla ekki að rekja
upp efnisþráðinn. Þú verður sjálf-
ur, lesandi góður, að taka hann
upp við innganginn og vefja lop-
ann upp í hnykil til að ná utan
um eins og lífið sjálft með berum
höndunum á leiðinni upp í Selás.
En ekki ætla ég að teygjann:
Leyndir draumar verða hér sýni-
legir í bráðskemmtilegri og afar
leikrænni leiksýningu þessa
áhugamannahóps undir frjórri og
stflagaðri stjórn Hlínar Agnars-
dóttur. Ef ekki væri búið að finna
upp valsinn, þennan leikræna takt
sem tekur við mælingu hjartans á
tímanum og gefur henni limi, þá
myndi Hlín gera það. Hún er lista-
maður í að skapa stemningar. Hér
vinna saman eyra og auga. Að
fylgjast með því gerast er á ein-
hvern ljúfan hátt „dægilegt". Val
á tónlist ber vitni um að menn
viti hvað fer saman. Það er kallað
fagurfræðilegur þroski. Þarna
vantaði ekkert nema Ingibjörgu
IÐNSKÓUNN f REYKJAVÍK
ÞJONUSTUGREINAR
Fjölgun starfa er mest
í þjónustugreinum
við Austurvöll
Pósthússtræti 13, 101 Reykjavík
NÝTT SIMANÚMER
511-2525
Bréfasími 511-2550
Gísli Baldur Garðarsson hrl. Skarphéðinn Þórisson hrl.
Sigmundur Hannesson hrl. Tómas Þorvaldsson hdl. María ThejII hdl.
ALOE VERA-gelið er ómissandi
í sólarlandaferðina (fym o9 eftir sóo
ALOE-VERA 98% gelið frá JASON
er kristalteert eins og ómengað
lindarvatnið úr hreinni náttúrunni.
Áríðandi er að hafá í huga að aðeins
ALOE VERA-gel án titar- og ilmefna
gefur áþreifanlegan árangur.
98% ALOE VERA gel frá Jason á
hvert heimili sem fyrsta hjálp
(First Aid).
98XALOE VERA-gelfráJASON
fæst í apótekinu.
APÓTEK
Þorbergs, en hún hæfir rangæing-
um vel.
Skuggarnir á þiljunum eru eng-
in tilviljun, lýsingin ekki heldur.
Hún er hnitmiðuð og yfirleitt á
réttum tíma. Það er mikilvægt eins
og þeir vita sem taka strætó.
Ef þessi ágætlega sviðsetta,
temmilega leikna, skýrt fram
sagða, oft fyndna og upp líf
(g)andi sýning á sér einhverja
anmarka þá leynast þeir í handrit-
inu, þematískri meðferð. Sjónar-
hóll reikar stundum. Úrvinnslan á
á hættu að verða flínk án hnitmið-
unar. Með öðrum orðum: Sagan,
byggð á „sannsögulegum" atburð-
um, býður upp á svo marga
áfangastaði að sé henni ekki rétt
miðað svífur hún fagurlega eins
og ör í gegn um loftið en hæfir
að lokum hvorugt svo stoppi: Hug-
ann eða hjartað. Það mega nefni-
lega ekki of margir snerta boga-
strenginn. En þytinn af örinni fann
ég og mundi á leiðinni heim með
leið tvö, með meira af lífi í lúkun-
um eins og alltaf eftir gott leik-
hús, meira af lífi.
Guðbrandur Gíslason.
Opin leik-
smiðja fyr-
ir börn
í SUMAR mun Iþrótta- og tóm-
stundaráð Reykjavíkur starfrækja
í annað sinn sérstakt sumarleikhús
barna, eins konar leiksmiðju, sem
er opið og ókeypis tilboð fyrir böm
6-12 ára. Leiksmiðjan opnar í
Vogaskóla þriðjudaginn 6. júní kl.
10.
Starfstími Sumarleikhússins á
hverjum stað er frá mánudegi til
fimmtudgs kl. 10 - 16. Þá vinna
börnin við búninga- og leikmuna-
gerð og æfa litla leiksýningu sem
verður sýnd á fimmtudegi kl. 16.
Þá verður skemmtivagn ÍTR á
staðnum og ýmislegt fleira til gam-
ans gert með íbúum hverfisins.
Leiksmiðjan verður starfrækt í
sumar á eftirtöldum skólaleikvöll-
um:
6. -  9. júní         Vogaskóli
12. - 15. júní        Grandaskóli
19. - 22. júní      Breiðholtsskóli
26. - 29. júní             Ársel
3. -  6. júlí          Rimaskóli
10. - 13. júlí    Austurbæjarskóli
17. - 20. júlí         Hlíðarskóli
24. - 27. júlí          Seljaskóli
Leiksýningin í Vogaskóla verður
föstudaginn 9. júní kl. 16 en vegna
hvítasunnuhelgarinnar      færist
starfstími leiksmiðjunnar þar aftur
um einn dag.
Einsöngs-
tónleíkar
í Norræna
húsinu
RAGNHEIÐUR Hall mezzo-sópr-
an söngkona heldur einsöngstón-
leika í Norræna húsinu í Reykjavík
þriðjudaginn
6. júní nk. kl.
20.30 og eru
tónleikarnir
síðasti   hluti
burtfararprófs
hennar    frá
Söngskólanum
í Reykjavík. Á
efnisskránni    ragnheiður Haii
eru aríur eftir   mezzo-sópran
A.    Scarlatti,     sbngkona.
Gluck, Mozart og Bizet og sönglög
eftir Sigfús Einarsson, Karl O.
Runólfsson og Björgvin Guð-
mundsson, gamansöngvar úr
Ljóðakórnum eftir Atla Heimi
Sveinsson og Tonadillas eftir
Granados.
Ragnheiður Hall er Reykvíking-
ur og lauk stúdentsprófi frá
Verslunarskóla Íslands. Hún hóf
ung söngnám við Söngskólann í
Reykjavík, fyrst hjá Sigurveigu
Hjaltested og síðar Dóru Reyndal,
og lauk 8. stigs prófi 1987. Hún
gerði hlé á námi sínu við skólann
og stundaði einkanám hjá Berit
Hallqvist í Stokkhólmi, en hóf síðar
nám við Söngskólann aftur, hjá
Dóru Reyndal og Ólafi Vigni Al-
bertssyni, og tók fyrri hluta burtf-
ararprófs 1993. Jafnframt námi
sínu hefur hún sótt söngnámskeið
bæði hér heima og erlendis, m.a.
hjá Oren Brown.
Undanfarin ár hefur Ragnheið-
ur verið virkur meðlimur í Þjóð-
leikhúskórnum og tekið þátt í
ýmsum uppfærslum á söngleikjum
og óperum í húsinu. Hún stundar
nú nám við söngkennaradeild
Söngskólans undir handleiðslu
Þuríðar Pálsdóttur. Meðleikari á
tónleikunum er Jórunn Viðar
píanóleikari, sem jafnframt er
kennari Ragnheiðar við Söngskól-
ann.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis og öllum heimil.
Morgunblaðið/Kristinn
GRÍMUR Marinó Steindórsson við verk sín
Vorkoma í
Gerðarsafni
í LISTASAFNI Kópavogs, Gerð-
arsafni, stendur nú yfír sýning á
verkum Gríms Marinós Steindórsson-
ar sem ber yfirskriftina Vorkoma. Á
sýningunni eru 61 verk þar af sjö
útiverk.
Grímur segir sýninguna vera af-
rakstur tveggja ára þrotlausrar
vinnu. „Ég hef lagt mig allan fram,
enda hefur geysimikil orka farið hjá
mér f þessa sýningu".
Hann segist vinna í ýmis tilfall-
andi efni og á sýningunni eru m.a.
olíumálverk, klippimyndir, glerlista-
verk og höggmyndir unnar í málma.
Það má glöggt sjá hvaðan Grímur
sækir efnivið; sjórinn, náttúran og
goðsöguleg minni eru áberandi á
sýningunni, „Ég hef haft myndlistina
að aðalstarfi síðustu 15 árin, en þó
hef ég inn á milli unnið sem vitavörð-
ur í afleysingum og skrepp stöku
sinnum á trillu út á sjó."
Grímur segir sýninguna róman-
tíska og til þess fallna að vekja upp
jákvæðar hugsanir hjá fólki.
Sýningin er opin frá kl. 12-18 alla
daga nema mánudaga og stendur til
18.júní.
Námskeið í
kvikmyndaleik
DAGANA 6.-13. júní verður haldið
námskeið í kvikmyndaleik, í húsa-
kynnum Leiklistarskóla íslands.
Markmið námskeiðsins er að kynna
nemendum vinnu leikarans í kvik-
myndum. Unnið er út frá kenningum
Less Strassberg, Stanislavskis o.fl.
Gerðar verða æfingar og senur kvik-
myndaðar sem neméndur eignast svo
í iok námskeiðs.
Leiðbeinendur  verða  Þorsteinn
Bachmann leikari sem m.a. hefur
unnið við leikstjórn, framleiðslu og
upptökustjórn fyrir leikhús og kvik-
myndir, Reyndir Lyngdal og Arnar
Jónasson kvikmyndagerðarmenn,
höfundar vinningsstuttmyndanna
Athyglissýki og Matarsýki auk heim-
ildarmynda og fjölda tónlistarmynd-
banda.
Fyrirlesarar verða Hilmar Odds-
son kvikmyndaleikstjóri og Helgi
Skúlason leikari.
b

\
'
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
26-27
26-27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52